88 research outputs found

    Changes in attitudes of Icelandic adolescents towards democracy in the classroom over a five-year period

    Get PDF
    Eitt af meginmarkmiðum núgildandi aðalnámskrár (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011/2013) er að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Samkvæmt þessu á grunnskólinn að vera sá staður sem veitir nemendum svigrúm til að öðlast reynslu af lýðræðislegu starfi og vera þátttakendur í því. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna mögulegar breytingar á viðhorfum nemenda í þessum efnum yfir fimm ára tímabil, 2010 til 2015. Tveir hópar nemenda í 6.–10. bekk (Nalls = 627) voru spurðir um afstöðu sína til lýðræðis og lýðræðisþátttöku með fimm ára millibili. Rannsóknin var gerð í samvinnu við tíu skóla sem söfnuðu gögnum við reglubundið sjálfsmat. Niðurstöður sýna að viðhorf nemenda til lýðræðis í grunnskólum á Íslandi og lýðræðisþátttaka virðist hafa tekið mjög litlum breytingum á framangreindu tímabili. Engar breytingar var að finna á því sem kallað hefur verið frjálslynd lýðræðissjónarmið, svo sem tjáningarfrelsi og samkeppni í skólastofunni. Aftur á móti mátti greina smávægilega jákvæða breytingu á viðhorfum til þess sem kallað hefur verið samstarfslýðræði, þ.e. til þátttöku og samvinnu. Mikilvægi lýðræðisþátttöku að mati nemendanna virtist dala lítillega yfir þetta fimm ára tímabil. Niðurstöðurnar voru bornar saman við danska rannsókn frá árinu 2001 sem þessi rannsókn tók mið af. Enginn afgerandi munur fannst á viðhorfum dönsku og íslensku ungmennanna. Þó virtust frjálslynd lýðræðissjónarmið vera traustari hjá dönsku ungmennunum.The Icelandic national curriculum guide for compulsory schools published in 2011 specially emphasized the importance of preparing students for active participation in a democratic society: “It is expected that children and youth learn democracy by learning about democracy in a democracy” (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, p. 19). Democracy was furthermore emphasized as one of six fundamental pillars of the Icelandic education system together with literacy, sustainability, health and welfare, human rights, equality, and creativity. Accordingly, knowledge about changes in attitudes towards democracy and democratic participation since the introduction of this new conception in 2011 is of importance. The increased emphasis on issues related to democracy introduced in the Icelandic national curriculum guide for compulsory schools were to be fully implemented in 2013. Studies on how Icelandic students are prepared for an active participation in the constantly changing democratic society are few and far between. Therefore, the results of this study can be considered of importance for education stakeholders such as teachers, parents, students, and scholars. The theoretical model used in the study is based on the works of Danish researchers (Jacobsen, Jensen, Madsen, Sylvestersen, & Vincent, 2004), where democratic perspectives in a Western tradition are conceived as liberal democracy (e.g., emphasizing the rights of the individual) and republican democracy (e.g., emphasizing solidarity). According to the model, both perspectives need to be in place for a democracy to function, and it is in the tension between these two perspectives a democratic process becomes active. The goal of this study is to contribute to an increased theoretical and empirical knowledge about democratic processes and democratic participation in public schools. The research was intended to detect possible changes in the responses of children to questions related to liberal and republican democracy after the full implementation of the Icelandic national curriculum guide from 2011. The goals of the study were approached by asking two groups of children in Grades 6 through 10 (Ntotal = 627) about their attitudes towards democracy and democratic participation in the classroom. The first data collection was conducted in 2010 and the second data collection was conducted in 2015. The study was conducted in collaboration with 10 schools that carried out the data collection as a part of their own internal evaluation. The results show that attitudes towards democracy and democratic participation over the above depicted period had changed remotely during the five-year period. No changes were found in attitudes related to a liberal democracy. A slight positive change was detected regarding opportunities for participation and collaboration in a republican democracy. However, the importance of democratic participation showed a slight decline during this five-year period. According to the model of Jacobsen et. al. (2004) one of the prerequisites for liberal democracy is individuality. A comparison with Danish result from 2001 showed that about 61% of the Danish adolescents indicated that it was very important to “be the way they are” but only 47% of the Icelandic adolescents responded the same way in 2015. These results were in accordance with other manifestations of liberal democracy in the survey, which seemed stronger among the Danish adolescents. The limited change in the attitudes of adolescents towards democracy and democratic participation raises questions about whether compulsory schools had the resources to implement the changes in policy recommended by the 2011 national curriculum guide. More research is needed to explore what was done in schools to increase democracy in the classroom during the 2011-2013 implementation period. Furthermore, it is important to conduct further research to identify efficient ways for teachers and school administrators to meet the policy recommendation for an increased emphasis of democracy in Icelandic classrooms. Finally, comparison with results from other countries give reason to conduct more research on manifestations of liberal democracy (e.g., opportunities for an open and democratic discussion; respect for individuality) among Icelandic adolescents.Peer Reviewe

    Lína langsokkur sterkust í öllum heiminum: Astrid Lindgren í heimi skólans

    Get PDF
    Meginmarkmið þessarar greinar er að benda á leiðir fyrir kennara og aðra uppalendur sem vilja bæta lesskilning barna og ungmenna með því að ræða um það sem lesið er. Bókin og upplifun af lestri er einn lykillinn að tungumálinu og tungumálið er ein mikilvægasta forsenda náms. Fullorðnir, og þar á meðal kennarar, geta aðstoðað barnið við að læra og þroska tungumálið með því m.a. að tala við það, lesa fyrir það, hlusta þegar það les sjálft og ræða um það sem lesið er. Allt þetta getur aukið lesskilning. Markmið bókmenntalesturs með nemendum er að fá þá til að velta fyrir sér þeim tilfinningum sem textinn kallar fram, finna tengingar sem textinn býður upp á og ræða viðbrögðin sem textinn vekur. Með samtali við fullorðið fólk og önnur börn öðlast barnið þekkingu á ýmsu, svo sem: sjálfu sér, nánasta umhverfi, náttúru og öðrum manneskjum. Í samtalinu læra þau að beita tungumálinu og deila upplifunum og þannig öðlast þau reynslu sem er forsenda þess að skapa félagsleg tengsl og þróa samkennd og vináttu. Þessir færniþættir eru mjög í anda grunnþátta íslenskra námskráa, eins og læsis, lýðræðis, mannréttinda og jafnréttis. Hér er einnig fjallað um þær uppeldis- og menntahugmyndir sem hafa haft áhrif á sögur Astrid Lindgren um Línu. Í greininni verða tekin dæmi, aðallega samtöl, úr bókum Astridar Lindgren um Línu langsokk, til að sýna hvernig vinna má með textana til að kveikja umræður meðal barna og unglinga. Í sögunum eru margar áhugaverðar kringumstæður þar sem tilvistarlegar og siðferðilegar spurningar vakna í samskiptum barna og í samskiptum þeirra við heim hinna fullorðnu. Val á texta til að vinna með réðst m.a. af því að Lína langsokkur hefur skemmt börnum í gegnum tíðina og mörg þeirra hafa samsamað sig þessari óstýrilátu persónu.Ritrýnd grei

    Útieldhúsið : kennsluleiðbeiningar fyrir útikennslu í heimilisfræði

    No full text
    Þessi greinargerð fylgir verkinu Útieldhúsið. Henni er ætlað að útskýra tilurð og tilgang verksins, rökstyðja það og tengja við kennslufræði. Byrjað er á því að útskýra verkið í grófum dráttum. Því næst er tilurð þess útskýrð. Vísað er í áhuga höfundar á efninu og reynslu hans sem skátaforingja. Markmið verksins eru skírð í tveimur köflum. Annar fjallar um markmið tengd útikennslunni þar sem þau eru útskýrð og rökstudd. Hinn um markmið tengd samþættingu sem sömuleiðis eru rökstudd. Fræðileg umfjöllun og tenging við kenningar og rannsóknir tekur svo við en það eru kallaðir til kennslufræðingarnir John Dewey, Howard Gardner og Guðmundur Finnbogason. Greinargerðin endar á kafla um tilraunakennslu sem fór fram við Laugarnesskóla í febrúar 2007. Þar var hluti þess námsefnis sem birtist í Útieldhúsinu prófað auk ýmissa aðferða. Kaflinn lýsir þessari vinnu og tekur dæmi úr mati nemenda og kennara sem tóku þátt í vinnunni

    Dynamic ultrasonography in neonatal hip instability and acetabular dysplasia

    Get PDF
    The clinical hip examination, although highly sensitive in expert hands in detecting neonatal hip instability, can lead to considerable overtreatment. Ultrasound is increasingly being used to complement the clinical examination in assessing neonatal hip instability and acetabular dysplasia, often leading to increased treatment rate. Several different ultrasound methods are in use. In this thesis a new dynamic ultrasound method was tested using a special examination table with transducer fixing device allowing one person to perform clinical hip examination with use of the Barlow/Palmén method with simultaneous ultrasonographic visualisation. An examination table was constructed and tested by examining 57 infants of varying ages between 1 day and 10 months (paper 1). An upper feasible limit of about three months of age was established. The hip joint was easily visualized, and the femoral head and the acetabulum were kept in the field of view during the stress test, allowing measurements of the amount of hip instability to be made. In order to compare the dynamic ultrasound method with clinical hip examination, 1072 hips (536 infants) were examined at a mean age of 12 days (paper 2). The inclusion criteria were risk factors for DDH, clinical signs of hip instability or ambiguous clinical findings. Use of subjective dynamic ultrasound evaluation led to a reduction in calculated treatment rate from 0.85% to 0.49% as compared to the clinical examination. To investigate the relationship between neonatal hip morphology and stability, two methods of testing hip stability, the present dynamic ultrasound method and the clinical hip examination, were compared with a static ultrasound method, the Graf method (paper 3). Acetabular morphology correlated better to stability as assessed by dynamic ultrasound than to the clinical examination results, with Cohen´s kappa = 0.381 and 0.199 respectively. Of the hips that were dysplastic by the Graf method, 97% were unstable or dislocatable by subjective dynamic ultrasound evaluation. Of the hips that were unstable or dislocatable by subjective dynamic ultrasound evaluation, 21% had normal acetabular morphology according to the Graf method and 56% were immature. Two methods of evaluating the anterior dynamic ultrasound examination were compared (paper 4). A subjective evaluation made during the examination and an objective evaluation made later on by making measurements of the femoral head movement based on recorded loops. The results were also compared with clinical hip examination and Graf´s ultrasound method. 498 infants (996 hips) with risk factors for DDH, clinical signs of hip instability or ambiguous clinical findings were examined at a mean age of 12 days. An upper normal limit of hip laxity in this age group of 3 mm absolute value and 20% relative to the femoral head diameter was established. Use of objective dynamic ultrasound evaluation with a threshold value of 20% resulted in a reduction of abnormal hips by 63% as compared to the clinical examination and by 45% as compared to the subjective dynamic ultrasound evaluation

    Are Icelandic students using the Icelandic Student Loan Fund?

    No full text
    Í verki þessu er leitast eftir að svara því hver staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) er vorið 2020 og reynt að fjalla um hana í samhengi við tölur um íslenska námsmenn. Þannig hafa sögulegar tölur um fjölda lánþega og fjölda námsmanna verið skoðaðar í samhengi við heildarveitingu námslána eftir árum. Til að ná áreiðanlegum samanburði hefur heildarveiting námslána verið framreiknuð miðað við meðaltal vísitölu neysluverðs ársins 2018. Sá annmarki er þó á gögnunum að stundum vísa þau til almanaksára og stundum til námsára, en þó gagnast þau til að sýna sögulega þróun. Sömuleiðis er stöðu námsmanna vorið 2020 gerð stutt skil, en á þeim tíma þegar unnið er að frágangi þessarar ritgerðar búa íslenskir námsmenn við mikla óvissu um eigin efnahagslegu framtíð sökum heimsfaraldurs COVID-19 og atvinnuleysis í samfélaginu í kjölfar faraldursins. Þróunin hefur verið á þá leið að færri og færri taka lán frá LÍN og hefur sú þróun verið sérstaklega hröð frá árinu 2013. Bendir að ákveðnu leyti til þess að þar sé um ákveðinn ímyndarvanda stofnunarinnar að ræða gagnvart námsmönnum – bæði kom skýrt fram í könnun sem LÍN lét gera að fáir litu á LÍN sem fyrirmyndarstofnun og sömuleiðis styðja einstakar sögur námsmanna við þær niðurstöður. Þar að auki hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt áherslu á að breyta nafni sjóðsins með nýju frumvarpi um námslánasjóðskerfið íslenska – en nafnið Lánasjóður íslenskra námsmanna er rótgróið, frá árinu 1961, og því ólíklegt að tilefni þætti til breytinga ef ekki væri til að breyta ímynd sjóðsins. Hlutfall lánþega af heildarnemendafjölda, þá bæði íslenskra námsmanna erlendis og nemenda í íslenskum háskólum, hefur hrunið á undanförnum árum og var komið niður í 35,97% námsárið 2016-2017, úr 57,59% námsárið 2012-2013, sem var sögulega eðlilegt hlutfall. Nýjustu tölur um fjölda lánþega eru frá námsárinu 2016-2017 en nýjasti ársreikningur LÍN, frá árinu 2018, sýnir að veitt námslán lækkuðu enn á því ári og þar með má leiða líkum að því að fjöldi lánþega hafi enn verið á undanhaldi. Sömuleiðis sýna tölur Hagstofunnar frá námsárinu 2018-2019 um fjölda námsmanna erlendis sem leita aðstoðar LÍN enn fram á fækkun lánþega í þeim hópi. Útreiknuð gögn sýna að stuðningur LÍN við háskólakerfið sem heild hefur ekki verið lægri frá því að Hagstofan fór að gefa út heildartölur um fjölda námsmanna, þá sökum fækkun lánþega. Þó má leiða líkur að því að þróunin muni snúast við námsárið 2020-2021 sökum mikils atvinnuleysis í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. Það er þó enn áhyggjuefni hve slæma ímynd LÍN hefur meðal námsmanna.The objective of this thesis is to try and shed light on the position of the Icelandic Student Loan Fund (ISLF) in spring 2020 and compare it to historical data on Icelandic students. Historical data on the number of Icelandic students who receive loans from ISLF will be looked at, as well as historical data on the number of Icelandic students studying in Icelandic and foreign universities. For the latter group the only data available is the number of students studying abroad who seek assistance from ISLF. To make the comparison as reliable as possible the total amount loaned from the ISLF throughout 1988 and 2018 has been calculated according to the average Icelandic Consumer Price Index (CPI) for the year 2018. The data used sometimes refers to the year of study (2017-2018 for instance) and sometimes the year itself (2018 for instance), but the data is useful to draw up the historical development of Icelandic student loans. The position of students in spring 2020 is also touched upon, but as this thesis is finalized many students are unsure about their own financial future in the wake of the COVID-19 pandemic and high unemployment in the wake of the pandemic. The development has been that fewer and fewer students take student loans from ISLF, and this development has especially rapid from the year 2013. In some regards there are signs that the ISLF faces a certain image problem in regards to Icelandic students. The percentage of students who receive student loans from the ISLF has dropped dramatically from 2012-2013, when it was 57.59% (a historically normal percentage) and to 2016-2017, when it was 35.97%. The latest available data on the total number of students who receive loans from the ISLF are from 2016-2017 but there are indicators that this development has continued, including the continued drop noted in the total amount of loans given that can be seen in the ISLF’s annual account for 2018. The support the ISLF is giving the Icelandic university system has not been as low since the Icelandic Statistical Office started publishing total numbers of Icelandic university students, which is mostly because of this drop in students asking for loans from the ISLF. It is likely that this development will be somewhat reversed in 2020-2021 in light of high unemployment numbers in the Icelandic economy following the COVID-19 pandemic. It is still a cause for concern though that the ISLF has such a bad image among students

    Nonsuicidal self-injury in queer youth

    No full text
    The phenomenon of nonsuicidal self-injury (NSSI) involves the deliberate harm to one’s own body tissue, such as cutting or burning one’s skin, in the absence of suicidal intent or a pervasive developmental delay. Some prevalence studies have indicated that gay and bisexual youth may be at an increased risk of engaging in NSSI, but these studies have had very small numbers of non-heterosexual respondents (e.g., Murray, Warm, & Fox, 2005). The current study sought to investigate more fully the phenomenon of NSSI in lesbian, gay, bisexual, transgendered, genderqueer, and heterosexual individuals. The sample consisted of 155 heterosexual people aged 19-29 and 230 lesbian, gay, bisexual, transgendered, and genderqueer people who responded to an online survey advertised across Canada. Participants replied to questions about background, gender identity, and sexual orientation, followed by questions from the Non-Suicidal Self-Injury Questionnaire (NSSI-Q), and the Center for Epidemiological Studies- Depression (CES-D) inventory. Findings indicate that there was a statistically significant difference in the rates of NSSI in the total queer sample (47%) compared to the heterosexual sample (28%). The highest rate of self-injury was in the transgendered and genderqueer sub-sample, which had a NSSI rate of 67%. This subsample also had the highest severity of self-injury. Parental reaction to coming out was statistically significantly related to rates of self-injury, while one’s own reaction to identifying as lesbian, gay, bisexual, transgendered, or genderqueer had a statistically significant relationship with severity of self-injury. There was also a relationship between the severity of self-injury and having been physically attacked due to sexual orientation or gender identity or having experienced homophobic bullying. The findings suggest that sexual orientation can have an impact on self-injury; implications for theory, practice, and research are discussed.Education, Faculty ofEducational and Counselling Psychology, and Special Education (ECPS), Department ofGraduat

    Hagnýting á vindorku: Réttur landeiganda til hagnýtingar á vindorku

    No full text
    Áhugi á sjálfbærri orkunýtingu hefur á undanförnum árum farið sívaxandi meðal þjóða heimsins. Að sama skapi hefur eftirspurn eftir endurnýtanlegri orku og sjálfbærri nýtingu á orkuauðlindum aukist stöðugt síðustu áratugi en rekja má þann áhuga til aukinna áhyggja af áhrifum gróðurhúsalofttegunda á jörðina. Ýmis ríki, samtök, stofnanir o.fl. hafa ákveðið að byrja að vinna að sjálfbærri orkunýtingu og þar með takmarkaútblástur gróðurhúsalofttegunda út frá nýtingu auðlinda. 1 Sameinuðu þjóðirnar hafa til að mynda sett það markmið að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Þá er ætlun Sameinuðu þjóðanna að auka framboð á endurnýtanlegri orku um meira en helming og hefur það markmið að sú orka verði í boði alls staðar í heimunum fyrir árið 2030.2 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka slaginn og auka framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þá hafa stjórnvöld skuldbundið sig með samþykktum á Parísarsáttmálanumum að draga úr losun á gróðurhúsaloftslagstegundum en sáttmálinn stuðlar að baráttu heimsbyggðar við loftslagsbreytingar.3 Til eru allnokkrar endurnýjanlegar orkulindir. Þær helstu eru jarðvarmi, vatnsorka, sólarorka og vindorka. Uppspretta endurnýjanlegar orku eyðist ekki heldur endurnýjar sig eins og nafnið gefur til kynna. Íslendingar hafa verið duglegir í nýtingu á bæði jarðhita og vatnsorku. Hérlendis bjóða aðstæður upp á nýtingu gjafanna í miklu magni og eru Íslendingar fremstir í notkun endurnýjanlegra orkugjafa hlutfallslega séð. Lítið hefur þó farið fyrir nýtingu á sólarorku enn og hefur nýting vindorku ekki náð að festa sér almennilega sess hér á landi. Það má áætla að svo sé vegna nýtingu annara orkugjafa er næg en rúmlega 85% af orku sem notuð er hérlendis kemur frá öðrum endurnýjanlegum orkulindum en vindorku.4 Þrátt fyrir það er hugmyndin um nýtingu vindorku hérlendis ekki dauð og til að mynda hefur Veðurstofa Íslands og Orkustofnun nýlega unnið að samstarfsverkefni til að leiða í ljós hvar væri heppilegast að reisa vindorkuver hérlendis. 5 Í þessari ritgerð verður vindorka og hagnýting hennar tekin til greina. Skoðað verður sérstaklega staða landeiganda og lög og reglur sem að kunna að varpa ljósi á hana. Þá verða skoðaðarþærtakmarkanirerkunnaaðeigaviðvegnahagnýtingarinnar.Eneinnigverður litið til nágrannarlanda og bornar saman gildandi reglur þar við íslenskan rétt

    Facebook for the future virtual project manager : a study of Facebook’s potential as a communication platform for virtual project management

    No full text
    The aim of this paper is to investigate whether Facebook is a suitable platform to support communications of virtual teams. Facebook, with its evolution over recent years, now offers so many and integrated functionalities and features, that in some cases it even surpasses other specialized tools. In this paper I focus on general communicative needs of virtual teams, alongside more specific communication topics such as relationship building. The research was conducted using a survey of students attending Reykjavik University, interviews with experienced project managers as well as case study review of companies using the newly launched Facebook at Work platform. The survey results showed that for project teams at an educational context such as the University of Reykjavik, Facebook is viewed positively as meeting virtual team communication needs. The vast majority had experience of using Facebook and an overwhelming majority felt it exceeded the usage of telephone and email in communication quality terms. The current configuration of Facebook seems to lend itself to certain contexts such as educational, non-profit organizations such as social and sporting clubs, and even in a start-up commercial context. However, a number of factors, including concerns over security and accessibility of data, means broader roll out is questionable at this point in time

    Reply

    No full text

    Áhrif olíuverðbreytinga á hagsveiflur í Bandaríkjunum

    No full text
    Ritgerðin fjallar um áhrif olíuverðbreytinga á hagsveiflur í Bandaríkjunum. Greiningin byggir á sögulegri nálgun, fræðilegum líkönum og tölfræði rannsóknum hagfræðinga. Í upphafi eru sögulegir olíuverðskellir raktir með hliðsjón af efnahagssveiflum í Bandaríkjunum. Þar kemur í ljós að nánast undartekningarlaust fylgdu kreppur í kjölfar mikilla olíuverðhækkana. Síðan eru sett fram fræðileg líkön sem útskýra hvernig olíuverðbreytingar geta haft áhrif á hagsveiflur. Líkan sem byggir á framleiðslufalli sem inniheldur vinnuafl, fjármagn og orkunotkun er athugað þar sem áhersla er á hver áhrif breytingar á hlutfallslegum orkukostnaði eru á hagkerfi. Einnig er kenning um áhrif færslu aðfanga á virðisauka skoðuð til að gera grein fyrir áhrifum olíuverðbreytinga. Að lokum eru síðan tölfræðilegar kenningar hagfræðinga um samband olíuverðs og landsframleiðslu athugaðar. Með tölfræðirannsóknunum er tilgangurinn að kanna hvort samband olíuverðs og hagvaxtar í Bandaríkjunum hafi verið ein stór tilviljun, hvort einhver þriðja breyta hafi orsakað bæði olíverðhækkanir og samdrátt í hagvexti, hvort olíuverðhækkanir og olíuverðlækkanir hafi ósamhverf áhrif á hagvöxt og að lokum er dregin ályktun um hvort efnahagskreppur í Bandaríkjunum séu að hluta til orsakaðar af olíuverði. Niðurstöðurnar eru að ekki virðist grundvöllur til að halda því fram að einhver þriðja hagstærð hafi orsakað bæði olíuverðbreytingar og hagsveiflur í Bandaríkjunum. Einnig virðist sem olíverðhækkanir og -lækkanir hafi ósamhverf áhrif á hagvöxt. Olíuverðhækkanir sýna neikvætt einhliða orsakasamhengi við landsframleiðslu í Bandaríkjunum, þ.e. olíuverðhækkanir hafa neikvæð áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Ekki tókst að sýna fram á orsakasamhengi milli olíuverðlækkana og landsframleiðslu
    corecore