43 research outputs found

    Pulmonary vein ablation as a therapy for atrial fibrillation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAtrial fibrillation is a common arrhythmia and frequently difficult to treat. Despite therapeutic options, such as antiarrhythmic drugs and electrical cardioversion, many patients with this arrhythmia have recurrences. Radiofrequency catheter ablation has been a developing therapeutic option for patients with atrial fibrillation. Pulmonary vein ablation, where atrial tissue in the pulmonary veins is targeted, has been the most promising ablation strategy. This atrial tissue is a frequent source of ectopic beats which can induce atrial fibrillation. Recently, this was utilised for the first time on Icelandic patients. These two case reports and a description of the procedure are the focus of this paper.Gáttatif er algeng takttruflun og oft á tíðum erfið í meðhöndlun. Þrátt fyrir að bæði lyfjameðferð og rafvendingu sé beitt dugar það ekki í mörgum tilfellum. Á allra síðustu árum hafa orðið talsverðar framfarir í brennsluaðgerðum gáttatifs, sér í lagi í brennslu á gáttavef sem teygir sig upp í lungnabláæðar og er oft uppspretta aukaslaga sem koma af stað gáttatifi. Þessari tækni var nýlega beitt í fyrsta sinn hjá íslenskum sjúklingum. Tveimur sjúkratilfellum er lýst og einnig brennsluaðgerðinni sem framkvæmd var hjá þeim

    Digital cardiology, artificial intelligence and the value of empathy

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    When implanted medical devices fail

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    The new international guidelines for cardiopulmonary resuscitation and emergency cardiovascular care

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRecently the American Heart Association and the European Resuscitation Council published new guidelines for cardiopulmonary resuscitation and emergency cardiovascular care. These new guidelines are the result of extensive review of the scientific literature in this field by The International Liason Committee on Resuscitation. There are some important changes in the new guidelines with a major emphasis on the importance of basic life support, especially chest compressions. The guidelines also promote early defibrillation while the role of pharmacologic therapy during cardiopulmonary resuscitation is not as clear. This article discusses the highlights of the new guidelines

    The usefullness of implantable loop recorders for evaluation of unexplained syncope and palpitations

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textSyncope is a common complaint and determining the underlying cause can be difficult despite extensive evaluation. The purpose of this study was to evaluate the usefulness of an implantable loop recorder for patients with unexplained syncope and palpitations. This was a retrospective analysis of 18 patients, five of whom still have the device implanted. All patients had undergone extensive evaluation for their symptoms before getting the loop recorder implanted and this was therefore a highly select group. Of the thirteen patients where use of the device was completed, the mean age was 65±20 years. The loop recorder was in use for a mean time of 20±13 months. Unexplained syncope, eleven of thirteen, was the most common indication. The other two received the loop recorder for unexplained palpitations. Four patients had sick sinus syndrome during monitoring, three had supraventricular tachycardia and one had ventricular tachycardia. Further three had typical symptoms but no arrhythmia was recorded and excluding that as a cause. Two patients had no symptoms the entire time they had the loop recorder. Of the five patients still with the device three had syncope as the indication for monitoring and two have the device as a means of evaluating the results of treatment for arrhythmia. This study on our initial experience with implantable loop recorders shows that these devices can be useful in the investigation of the causes of syncope and palpitations.Yfirlið eru algeng og getur reynst erfitt að greina orsök þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna frumárangur af notkun ígræddra taktnema við mat á orsökum óútskýrðra yfirliða og hjartsláttarþæginda. Efniviður/aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 18 sjúklinga sem fengið hafa ígræddan taktnema hérlendis. Af þessum 18 eru 5 enn með tækið ígrætt og ekki komin endanleg niðurstaða af vöktun hjartatakts hjá þeim. Þessir sjúklingar höfðu farið í gegnum ítarlegar rannsóknir án þess að skýring hefði fundist og var því um valinn hóp einstaklinga að ræða. Af þeim 13 sjúklingum þar sem vöktun hjartatakts var lokið var meðalaldur 65±20 ára. Í öllum tilfellum nema einu var taktnemi hafður inni þar til skýring á einkennum var fundin eða rafhlaða kláraðist, meðaltími í sjúklingi var 20±13 mánuðir. Óútskýrt yfirlið var algengasta ábendingin, eða hjá 11 sjúklingum, en hjá hinum tveimur var tækið sett inn vegna óútskýrðra hjartsláttaróþæginda. Hjá fjórum fannst merki um sjúkan sinushnút, hjá þremur ofansleglahraðtaktur og í einu tilfelli sleglahraðtaktur. Hjá þremur sjúklingum var hægt að útiloka truflun á hjartatakti sem orsök einkenna þar sem reglulegur sinustaktur sást samfara dæmigerðum einkennum. Tveir sjúklingar fengu engin einkenni á meðan þeir voru með taktnemann. Af þeim 5 sjúklingum sem eru enn með taktnemann inni og vöktun enn í gangi var ábendingin yfirlið hjá þremur en hjá tveimur er tækið notað til að fylgjast með árangri meðferðar á hjartsláttartruflunum. Þessar frumniðurstöður sýna fram á skýran ávinning af notkun ígrædds taktnema við rannsóknir á óútskýrðum yfirliðum og hjartsláttaróþægindum

    Attitude of the Icelandic population towards performing cardiopulmonary resuscitation on strangers in the pre-hospital setting

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Initiation of bystander cardiopulmonary resuscitation (CPR) is directly linked to the outcome of cardiac arrest in the community. Recent reports have indicated a reluctance among witnesses to perform CPR on strangers especially mouth to mouth ventilation. The status of this in Iceland is unknown. The objective of this study was to assess the attitude of Icelanders towards bystander CPR. Material and methods: A telephone survey was conducted on 1200 randomly selected Icelanders, aged 16-75 years, with regard to their attitude towards pre-hospital CPR on strangers. A total of 804 (70.1%) chose to participate. Results: A large number had received some kind of training in CPR (73%), wheras only 6% had actually participated in CPR. In accordance, 50% thought they would be able to perform chest compressions adequately and 55% mouth to mouth ventilation. A total of 491 (65%) would likely volunteer to perform chest compressions on a stranger, while 178 (24%) would not and 84 (11%) were undecided. Similarly, 473 (64%) would likely volunteer to perform mouth to mouth ventilation on a stranger. One hundred seventy seven (24%) would not and 93 (12%) were unsure. An overwhelming majority, 620 (81%) said it would not make any difference regarding their participation in CPR if the procedure was simplified and included only chest compressions but not mouth to mouth ventilation. Conclusions: Icelanders have a very positive attitude towards bystander CPR, over two thirds have had some kind of CPR instruction and a large majority has no aversion towards performing mouth to mouth ventilation on strangers. These results are in contrast to similar data from the United States.Inngangur: Skyndidauði er í meirihluta tilfella vegna sleglahraðtakts (ventricular tachycardia) eða sleglaflökts (ventricular fibrillation). Grunnendurlífgun með öndunaraðstoð og hjartahnoði ásamt raflostsmeðferð geta verið lífsbjörg undir slíkum kringumstæðum. Undanfarin ár hefur gætt tregðu meðal almennings erlendis við að taka þátt í endurlífgun hjá ókunnugum utan sjúkrahúss. Á það sérstaklega við munn við munn öndunaraðstoðina og er mikilvægasta ástæðan ótti við smitsjúkdóma. Viðhorf Íslendinga til endurlífgunar hjá ókunnugum utan sjúkrahúss er ekki þekkt. Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf almennings á Íslandi til endurlífgunar utan sjúkrahúss með áherslu á viðhorf til munn við munn öndunaraðstoðar. Jafnframt vildum við kanna hvort það myndi breyta einhverju um þátttöku almennings í endurlífgun á ókunnugum ef slíkt fæli eingöngu í sér hjartahnoð en ekki munn við munn öndun. Efniviður og aðferðir: Gerð var símakönnun þar sem átta spurningar voru lagðar fyrir slembiúrtak einstaklinga í þjóðskrá á aldrinum 16-75 ára. Upphaflegt úrtak var 1200 manns, 804 svöruðu og svarshlutfall var því 70,1%. Niðurstöður: Stór hluti aðspurðra hafði hlotið tilsögn í framkvæmd hjartahnoðs (69%) og munn við munn öndunar (73%). Hins vegar höfðu fáir (6%) tekið þátt í tilraun til endurlífgunar. Af þeim sem tóku afstöðu treystu 394 (50%) sér til að framkvæma hjartahnoð hjá ókunnugum úti á götu og 491 (65%) myndi líklega gefa sig fram til að framkvæma hjartahnoð. Hvað varðar munn við munn öndunaraðstoð, treystu 417 (55%) sér vel til að framkvæma slíkt og 473 (63%) myndu líklega gefa sig fram til að framkvæma munn við munn öndun. Mest kom á óvart að það skipti ekki máli fyrir þátttöku 81% aðspurðra í endurlífgun hvort framkvæmdin fæli eingöngu í sér hjartahnoð eða bæði hnoð og munn við munn öndun. Ályktun: Íslendingar virðast almennt mjög jákvæðir gagnvart því að taka þátt í endurlífgun hjá ókunnugum utan sjúkrahúss. Margir hafa hlotið tilsögn í grunnendurlífgun og það skiptir ekki máli fyrir þátttöku þeirra hvort ferlið sé einfaldað á þann hátt að það feli eingöngu í sér hjartahnoð en ekki munn við munn öndunaraðstoð

    Atrial fibrillation: therapeutic options at the turn of the century

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAtrial fibrillation is an increasing health care problem and the incidence of this arrhythmia is expected to increase substantially in the next two decades. Atrial fibrillation can be seen in patients with structural heart disease as well as those who have a normal heart. A variety of underlying mechanisms can lead to atrial fibrillation, including parasympathetic stimulation causing vagal atrial fibrillation. Complications of atrial fibrillation include congestive heart failure and stroke. Atrial fibrillation is an independent risk factor for increased mortality. In recent years a number of new treatment options have emerged. Anticoagulation decreases the risk of stroke and new antiarrhythmic drugs have been developed which increase the likelihood of conversion to and subsequent maintenance of sinus rhythm. In addition there have been advances in the approach to electrical cardioversion. Radiofrequency ablation therapy is a promising option in the treatment of atrial fibrillation and could be increasingly utilized in the near future. This paper focuses on advances in the therapy of atrial fibrillation, including new pharmacological agents, radiofrequency ablation and electrical cardioversion.Gáttatif er vaxandi vandamál og er búist við að nýgengi þess muni aukast verulega á næstu áratugum. Gáttatif getur komið fram við ólíkar aðstæður, hjá þeim sem hafa hjartasjúkdóm sem og hjá þeim sem hafa eðlilegt hjarta. Orsakir gáttatifs geta verið margvíslegar. Gáttatif getur valdið verulegum einkennum, þar með talið hjartabilun, hjartsláttaróþægindum og heilablóðfalli. Dánartíðni sjúklinga með gáttatif er aukin. Að undanförnu hafa komið fram ýmsir nýir möguleikar í meðferð þessa sjúkdóms. Blóðþynningarmeðferð dregur verulega úr hættu á heilablóðfalli. Ný lyf við hjartsláttartruflunum hafa mörg hver reynst vel, bæði við að venda sjúklingum yfir í sínustakt og til að viðhalda sínustakti. Þá hafa komið fram ýmsar nýjungar við rafvendingu á gáttatifi. Brennslumeðferð við þessum sjúkdómi fer vaxandi og gæti á næstu árum orðið mikilvægur valkostur í meðferð gáttatifs. Í þessari grein er fjallað um ný lyf í meðferð gáttatifs, nýjungar við rafvendingu og brennslumeðferð

    In-hospital cardiopulmonary resuscitation at Landspitali University Hospital in Reykjavik

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Survival after in-hospital cardiac arrest has not been previously reported in Iceland and the purpose of this study was to examine the outcomes of in-hospital resuscitation over a two year period. MATERIAL AND METHODS: There are resuscitation teams on each of the two campuses of the University Hospital in Reykjavik. Since the beginning of 2006, the resuscitation teams have compiled their reports in a structured form, Utstein style. RESULTS: During 2006 and 2007 resuscitation teams were activated on a total of 311 occasions. Of those, there was need for a full cardiopulmonary resuscitation because of cardiac arrest of in patients in 80 cases (26%). Return of spontaneous circulation was achieved or the patient survived to be transferred to the intensive care unit in 55 (69%) of the 80 cases. Survival to discharge was 33%. Survival to discharge was better if the arrest occurred between 8 AM and 4 PM during daytime (50%), than outside of regular working hours (23%, p=0.02). The survival was better if ventricular tachycardia or fibrillation was the first rhythm encountered (50%) than if the initial rhythm turned out to be asystole or pulseless electrical activity (12%, p=0.002). Those who survived resuscitation were generally younger than those who did not (p=0.002). CONCLUSION: The outcomes were similar to those reported at institutions in our neighboring countries. The survival rate was lower if the cardiac arrest occurred outside of regular working hours and if ventricular tachycardia or fibrillation was the first encountered rhythm.Inngangur: Á undanförnum árum hefur farið fram víðtæk endurskipulagning á tilhögun endurlífgunarmála á Landspítala. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta umfang og árangur þessarar starfsemi. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala starfa tvö endurlífgunarteymi, við Hringbraut og í Fossvogi. Frá ársbyrjun 2006 hafa skýrslur um endurlífgunartilraunir verið fylltar út jafnharðan samkvæmt svokölluðum Utstein-staðli. Niðurstöður: Á árunum 2006-2007 voru endurlífgunarteymi kölluð út alls 311 sinnum vegna bráðra atburða, þar af 113 í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Þörf var á fullri endurlífgun hjá inniliggjandi sjúklingum í 80 af þessum tilfellum (26%). Endurlífgun bar árangur hjá 55 af þessum 80 sjúklingum (69%). Af 67 sjúklingum sem fullar upplýsingar voru til um náðu 22 (33%) að útskrifast. Miðgildi aldurs þeirra sem fóru í hjartastopp var 74 ár (bil 21-92 ár). Lifun var betri ef sleglatakttruflanir voru upphafstaktur (50%) heldur en ef rafleysa eða rafvirkni án dæluvirkni var fyrsti taktur (12%, p=0,002). Lifun að útskrift var betri ef hjartastopp átti sér stað á dagvinnutíma (50%) en ef það gerðist utan hefðbundins vinnutíma (23%, p=0,02). Þeir sem lifðu af voru einnig marktækt yngri en þeir sem dóu (p=0,002). Ályktanir: Þessar niðurstöður eru vel sambærilegar við árangur endurlífgunar á sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Lifun var betri eftir hjartastopp á dagvinnutíma en utan hefðbundins vinnutíma og ef sleglahraðtaktar voru upphafstaktur

    Use of warfarin anticoagulation in patients with atrial fibrillation in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Despite convincing evidence that warfarin anticoagulation reduces the risk of thromboembolism in patients with atrial fibrillation, recent data suggests that this therapy may be underutilized. Some patients are at higher risk than others and known risk factors for thromboembolism in nonvalvular atrial fibrillation include hypertension, diabetes, a prior history of a cerebrovascular accident or a transient ischemic attack and age over 65 years. Additionally, decreased left ventricular function and an enlarged left atrium increase the risk of emboli. Objective: To study the use of anticoagulation in patients with nonvalvular atrial fibrillation in Iceland we looked at the pattern of warfarin use in two different settings, the emergency room at a University Hospital in Reykjavik and those followed at the Solvangur Health Center, a primary health clinic, in Hafnarfjordur. Methods: Prospective data collection at the University Hospital and retrospective chart review at Solvangur Health Center. Results: A total of 68 patients (39 men, average age 73 years) with known preexisting atrial fibrillation were seen at the University Hospital during the 4 month study period. Thirty six (53%) were taking warfarin. Of the 32 not taking warfarin, 8 (25%) had a contraindication to anticoagulation. A large majority (96%) of the cohort had at least one risk factor for thromboembolism in atrial fibrillation. Fourteen (54%) of those not taking warfarin were on aspirin. At Solvangur Health Center, 40 of 71 patients (56%) (46 men, average age 72 years) with atrial fibrillation were taking warfarin while 4 of the 31 (13%) not on warfarin had a contraindication to the use of the medication. However, 14 (45%) of those not on warfarin were taking aspirin. In all 94% of the patients at Solvangur Health Center had at least one risk factor for thromboembolism. Conclusions: The use of warfarin in patients with atrial fibrillation in Iceland was found to be less than optimal. We speculate that reluctance to use anticoagulants in the elderly and perhaps lack of awareness of the data showing benefit of anticoagulation may contribute to this. Given the relatively easy access of physicians to anticoagulation clinics, the added burden of following an anticoagulated patient is unlikely to be a factor.Inngangur: Sjúklingar með gáttatif eru í aukinni hættu á að fá segarek sem oft hefur slæm áhrif á lífsgæði þeirra og horfur. Nokkrar stórar rannsóknir á undanförnum árum hafa sýnt fram á að blóðþynning með warfaríni getur dregið talsvert úr hættu á segareki hjá þeim sem hafa gáttatif án lokusjúkdóms. Aspirín dregur lítillega úr hættu á segareki en er engan veginn eins öflugt í því skyni og warfarín. Áhættuþættir fyrir segareki hjá sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms eru: aldur yfir 65 ára, háþrýstingur, sykursýki, fyrri saga um heilaáfall auk stækkaðrar vinstri gáttar og skerts vinstri slegils. Blóðþynningarmeðferð með warfaríni er sérlega gagnleg þeim sjúklingum sem hafa einn eða fleiri ofantalinna áhættuþátta. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var tvíþætt. Annars vegar var notkun warfaríns og aspirín hjá sjúklingum með áður greint gáttatif könnuð hjá þeim sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut frá febrúar til júní árið 2000. Hins vegar var notkun blóðþynningarlyfja könnuð hjá sjúklingum sem fylgt hafði verið á heilsugæslustöðinni Sólvangi og höfðu staðfest gáttatif á árunum 1995-2000. Auk lyfjanotkunar voru áhættuþættir fyrir segareki kannaðir hjá þessum hópi svo og frábendingar gegn notkun blóðþynningarlyfja. Niðurstöður: Af 68 sjúklingum (39 karlar, meðalaldur 73 ár) sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut höfðu 65 (96%) sjúklinganna að minnsta kosti einn áhættuþátt fyrir segareki. Þrátt fyrir það voru aðeins 36 (53%) á warfarínmeðferð og af þeim 32 sjúklingum sem voru ekki á warfaríni höfðu aðeins átta skýra frábendingu gegn notkun þess og þrír engan áhættuþátt. Þannig var 21 (31%) sjúklingur ekki á warfarín blóðþynningu þrátt fyrir að vera með áhættuþátt fyrir segareki og enga frábendingu gegn warfaríni. Af 71 sjúklingi (46 karlar, meðalaldur 72 ár) sem voru skjólstæðingar Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangs í Hafnarfirði voru 40 (56%) sjúklinganna á warfaríni. Af þeim sem tóku ekki warfarín höfðu aðeins tveir (3%) engan áhættuþátt fyrir segareki og fjórir (6%) höfðu skýra frábendingu gegn lyfinu. Tuttugu og fimm (35%) voru þannig ekki á warfaríni þrátt fyrir að ábending hefði verið fyrir slíku. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðeins rúmur helmingur sjúklinga með gáttatif var á warfarín blóðþynningu þrátt fyrir að nær allir sjúklinganna hefðu einn eða fleiri áhættuþátt fyrir segareki. Notkun blóðþynningarlyfja sem meðferðarúrræði hjá sjúklingum með gáttatif var því verulega ábótavant þrátt fyrir að fjölmargar stórar rannsóknir hafi ótvírætt sýnt að hún dregur úr hættu á segareki og heilablóðfalli. Ef til vill eru þessar niðurstöður ekki nægilega vel kynntar fyrir læknum hérlendis. Með hliðsjón af góðu aðgengi að blóðþynningarþjónustu á Landspítala bæði í Fossvogi og við Hringbraut er ólíklegt að aukið umstang við að sinna blóðþynntum sjúklingi sé mikilvæg ástæða

    Patient satisfaction with care and interaction with staff in the Acute Cardiac Unit at Landspitali - The National University Hospital of Iceland.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur þótt standa ágætlega í alþjóðlegum samanburði en reynsla sjúklinga af samskiptum við heilbrigðiskerfið hefur ekki mikið verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun sjúklinga af þjónustu og samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk á Hjartagátt Landspítala. Aðferðir: Spurningalisti byggður á Patient Satisfaction Questionnaire III var sendur til einstaklinga sem komu á Hjartagátt Landspítala frá 1. janúar til 29. febrúar 2012. Spurningalistinn var í formi fullyrðinga og gáfu þátttakendur til kynna hversu sammála eða ósammála þeir voru þeim á skala frá 1-5. Við greiningu gagna var notast við lýsandi tölfræði, Cronbach's alpha við greiningu á innra samræmi kvarðanna og þáttagreiningu. Hópar voru bornir saman með Wilcoxon-Mann-Whitney og Kruskal-Wallis prófum og fylgni metin með fylgnistuðlum Pearson og Spearman. Niðurstöður: Spurningalistinn var sendur til 485 einstaklinga og 275 (57%) svöruðu. Miðgildi (spönn) aldurs þeirra sem svöruðu var 62 (19-95) ár og 132 (48%) voru konur. Innra samræmi var hátt í öllum kvörðum spurningalistans nema einum. Meðaleinkunn úr öllum spurningalistanum var 6,8±1,0 (af 10). Alls voru 91% þeirra sem svöruðu ánægðir með framkomu lækna, 86% með framkomu hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks og 88% ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Hins vegar fannst 25% einstaklinga útskýringar á einkennum sínum ekki fullnægjandi og eftirfylgni ábótavant. Ályktanir: Almennt virðast skjólstæðingar Hjartagáttar ánægðir með þjónustuna sem þeir fá. Niðurstöður benda þó til að bæta megi þjónustu á sumum sviðum, einkum hvað varðar upplýsingagjöf við útskrift og eftirfylgni.Introduction: The Icelandic health care system ranks favourably in international comparison but patients' experience of interaction with the health service has not been well studied. The goal of this study was to examine the satisfaction of patients admitted to the Acute Cardiac Unit (ACU) at Landspitali - The National University Hospital of Iceland. Methods: A questionnaire based on the Patient Satisfaction Questionnaire III was mailed to patients admitted to the ACU between 1 January and 29 February 2012. Questions were presented as statements and participants asked to respond how strongly on a scale from 1 to 5 they agreed or disagreed with each statement. Data analysis was performed using descriptive statistics, Cronbach´s alpha for internal consistency of scales and principal components analysis, Wilcoxon-Mann-Whitney and Kruskal-Wallis tests for comparison of groups and Pearson and Spearman correlation coefficients for correlation between variables. Results: The questionnaire was mailed to 485 individuals of whom 275 (57%) responded. The median age of the participants was 62 (range, 19-95) years and 132 (48%) were women. Internal consistency of the scales was mostly high (Cronbach's alpha 0.62-0.91) and principal components analysis revealed one main factor. The mean score of the questionnaire was 6.8 ±1.0 and 91%, and 86% of the participants were pleased with their interaction with physicians and nurses, respectively. Similarly, 88% were pleased with the care they recieved but 25% felt they received insufficient explanations of their symptoms or that follow-up care was lacking. Conclusion: Patients of the ACU generally appear to be satisfied with their care. However, our results suggest that improvement is needed in several areas, including information provided at discharge and follow-up care. Key words: Health service, acute cardiac unit, heart disease, quality of care, PSQ-III questionnaire, survey
    corecore