8 research outputs found
Preschool staff perceptions of leader capabilities during COVID-19 early stage in Iceland
In mid-March 2020, leaders of Icelandic preschools faced a new reality: the task of leading and keeping their preschools open during the early stages of a pandemic. Suddenly, everything changed, and dystopia became the “new normal”. The proximal closeness between unrelated people was forbidden, and everyone was supposed to practice social distancing. This article discusses the attitudes of preschool staff towards their leaders (principals) during that time. How successfully did the leaders handle the first weeks of the pandemic? Data were drawn from an online survey conducted between 8 and 18 April 2020 during a time when feelings were running high. The results showed that staff felt that most of the leaders supported and did their best to take care of their staff members. Leaders established new ways to communicate and get information from both staff and parents. They showed assertiveness and used their former leadership training and skills. However, staff perceived leaders had problems setting boundaries, and their insecurity affected their leadership skills. The unique contribution of this study is that its data were collected during the early stages, which may be helpful for later stages or other crises affecting preschools in the future
Mat leikskólabarna á þátttöku í tilviksrannsókn
Greinin fjallar um mat og þátttöku leikskólabarna í rannsókn um sköpunarsmiðjur
í leikskólanum þeirra og var tilgangurinn að rýna í hvernig börn upplifðu þátttöku
í rannsókninni. Bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á ákvæði í Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna um þátttöku barna. Gagna var aflað í mars (smiðjur) og júní
(rýniviðtal) 2018. Níu fimm ára börn voru þátttakendur í sex vinnusmiðjum þar
sem leikið var með stafræn tæki, legokubba og annan skapandi efnivið. Meðan á
smiðjum stóð söfnuðu rannsakendur gögnum með fjölbreyttum hætti, svo sem með
myndbandsupptökuvél og myndavél og héldu dagbækur, börnin öfluðu gagna með
smámyndavél (GoPro), spjaldtölvu, fylltu út matsblað eftir hverja smiðju og rýniviðtal
var tekið við þau eftir að smiðjum lauk. Í greininni eru matsblöð barnanna, dagbækur
rannsakenda og rýniviðtal við börnin lögð til grundvallar niðurstöðum.
Helstu niðurstöður sýna að börn eru verðugir þátttakendur í rannsókn og að
sjónarhorn þeirra varpar nýju ljósi á gögnin í rannsókninni. Fram kom að börnin
virtust vera ánægðust með þau verkefni sem þau höfðu sjálf vald yfir, hvort sem það
sneri að sköpun eða tækjabúnaði, þannig heillaði smámyndavélin sem þau stýrðu sjálf,
litlu stafrænu tækin og að taka viðtöl hvert við annað með spjaldtölvu. Hins vegar
er vert að benda á að einn af þeim þáttum sem kom fram í niðurstöðum er að sum
barnanna upplifðu viðveru rannsakenda í smiðjum stundum truflandi. Það er vert
fyrir rannsakendur sem vinna rannsóknir með börnum að hafa hugfast.Rannsóknin var styrkt af rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri.Peer Reviewe
Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja
Í þessari grein er fjallað um þekkingu, reynslu og viðhorf til sköpunarsmiðja (e. makerspaces) meðal kennara ungra barna (3-8 ára) í leik- og grunnskólum, fagfólks á söfnum og í sköpunarsmiðjum. Upplýsingum var safnað með rafrænni könnun í tengslum við Evrópuverkefnið MakEY (e. Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity)1 sem er samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu og utan. Nokkrar íslenskar stofnanir tóku þátt í verkefninu.2 Gögnum var safnað meðal áðurnefndra hópa sumarið 2017 (n=254).3 Í ljós kom að minnihluti kennara (17%) en meirihluti safnafólks (72%) hafði áður heyrt um hugtakið. Um 28% safnafólks hafði reynslu af að nota slík rými og 13% höfðu skipulagt sköpunarsmiðjur en sambærilegar tölur hjá kennurum voru eingöngu 15 og 7%. Um helmingur kennara og safnafólks taldi gott aðgengi á sínum vinnustöðum varðandi vélbúnað til að búa til stafrænar afurðir. Álíka algengt var að hentug rými væru til staðar hjá kennurum og rúmur þriðjungur safnafólks sagði gott aðgengi að forritunarbúnaði. Aðgangur að verkfærasettum sem hentuðu í samþættum verkefnum var til staðar hjá mun færri og aðgangur að þrívíddarprenturum eða geislaskerum var fátíður. Áhugi var hjá stórum hluta safnafólks og kennara á þjálfun eða námskeiðum í tengslum við sköpunarsmiðjur og meirihluti svarenda (73% kennara og 60% safnafólks) taldi sköpunarsmiðjur samrýmast vel sýn sinni á nám og kennslu. Sköpunarsmiðjur geta gegnt lykilhlutverki í mótun menntunar á Íslandi í því tæknilega landslagi sem er í stöðugri þróun, þar sem stafrænt læsi, „germenning“ (e. makerculture) og forritunarhæfni leika aðalhlutverk ásamt faglegri starfsþróun þeirra sem mennta börn og styðja við nám þeirra og þroska. MakEY verkefnið og fræðilegt framlag þess er mikilvægt innlegg þar sem leitast er við að skoða stöðuna á byrjunarreit.Peer reviewe
Áhrif nýfrjálshyggju á íslenskt leikskólastarf
For the last decades neo-liberalism has been growing as a political ideology, globally as well as nationally. In Iceland the manifestation of neo-liberalism is mostly noticeable in discourses related to deregulation, accountability, choice, and privatization, both in the school system as well as in wider society. The aim of the article is to explore the influence of neo-liberalism on the Icelandic preschool system. Among influential forces in Icelandic society is the Iceland Chamber of Commerce which published a futuristic vision of, among other things, how to run the preschool system. Those ideas will be scrutinized especially in connection with the development of the legal frame for preschool as well as public discourses. The conclusion is that neo-liberal influences have become rather obvious on the preschool´s public structure. The neo-liberal ideology has been a constructive force as is apparent in the new act of law on preschools from 2008 and how they have been implemented
Matsfólk. Um nálægð og klemmur
Greinin fjallar um matsaðila, hver eru helstu áhyggjuefni og hvað ber að varast, siðferðisleg umhugsunarefnum sem matsfólk verður að takast á við eru gerð nokkur skil. Fjallað er um framtíð
matsfræða og stöðu þeirra sem sérstakrar fræðigreinar