4 research outputs found

    The utilization of education among university educated employees in private companies and public institutions

    Get PDF
    Markmið greinarinnar er að kanna hvort munur sé á hagnýtingu þekkingar meðal háskólamenntaðs fólks sem vinnur annars vegar í einkareknum fyrirtækjum og í opinberum stofnunum hins vegar. Úrtak rannsóknarinnar byggðist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá sem Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi 9. mars til 9. apríl 2016. Könnunin náði til 2.001 einstaklings á aldrinum 18 ára og eldri á landinu öllu og svöruðu 1.210 þeirra könnuninni. Í þessari rannsókn var aðeins litið til þeirra þátttakenda í úrtakinu sem höfðu lokið háskólanámi og voru í launaðri vinnu á Íslandi hjá hinu opinbera eða í einkafyrirtæki. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 374, þar af voru 178 karlar og 196 konur. Niðurstöður rannsóknar sýndu að 20,3% þátttakenda voru ofmenntuð. Meirihluti kvenna vinnur hjá hinu opinbera en meirihluti karla hjá einkafyrirtækjum. Vanmenntaðir starfsmenn eru líklegri til að starfa hjá hinu opinbera á meðan ofmenntaðir eru líklegri til að starfa hjá einkafyrirtækjum (sá munur skýrist af van- eða ofmenntun kvenna). Hjá opinberum fyrirtækjum starfa frekar þeir sem lokið hafa námi á sviði mennta- og heilbrigðisvísinda meðan starfsfólk af verk- og náttúruvísindasviði er helst hjá einkafyrirtækjum. Laun eru hærri hjá einkafyrirtækjumThe aim of the article is to examine whether there is a difference in the utilization of education among university educated employees in private companies on the one hand and public institutions on the other. The target population of the research was based on a random sample drawn from the National Population Register by the National Survey of the Social Science Research Institute of the University of Iceland from 9 March to 9 April 2016. The survey included 2,001 individuals, aged 18 or above, from all over the country. A total of 1,210 persons responded to the survey. This research only involved those participants in the sample who had completed a university education and were salaried employees in Iceland. After data cleansing, 374 participants remained, 178 males and 196 females. The initial results of the research indicated that 20.3% of participants were over-educated for their jobs. The majority of females work in public companies, while the majority of males work in private companies. Individuals with under-education are most likely to be found within public companies, at the same time as over-educated individuals are most likely to be found in private companies (the difference lies in the under- and over-education of females). Those working in public companies come primarily from educational and health sicences, while engineers and natural sicentists work primarily at private companies. Incomes are higher in private companies.Peer Reviewe

    Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði: Staða meðal háskólamenntaðs fólks

    Get PDF
    Markmið greinarinnar er að kanna umfang og eðli ofmenntunar á íslenskum vinnumarkaði. Úrtak rannsóknarinnar byggðist á tilviljunarúrtaki úr þjóðská sem Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi 9. mars til 9. apríl 2016. Könnunin náði til 2.001 einstaklings á aldrinum 18 ára og eldri á landinu öllu og svöruðu 1.210 einstaklingar henni. Í þessari rannsókn var aðeins litið til þeirra þátttakenda í úrtakinu sem höfðu lokið háskólanámi og voru í launaðri vinnu á Íslandi. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 420, þar af voru 192 karlar og 228 konur. Niðurstöður rannsóknar sýndu að 21% þátttakenda var ofmenntað, en þegar falskir ofmenntaðir voru dregnir frá voru 7,1% þátttakenda ofmenntuð. Fjölbreytuaðhvarfsgreining sýnir að marktækur munur er á menntavísindum og félagsvísindum á þann hátt að þeir sem eru með prófgráðu í menntavísindum eru síður ofmenntaðir en þeir sem lokið hafa háskólanámi á félagsvísindasviði. Vanmenntaða einstaklinga er helst að finnan innan menntavísinda og meðal þeirra sem unnið hafa lengi á vinnustað. Niðurstöður sýna einnig að konur eru líklegri en karlar til að vera ofmenntaðar. Ofmenntaðir virtust almennt vera síður ánægðir í starfi auk þess sem þeir voru með lægri tekjur en aðrir þátttakendur.The aim of the article is to examine the scope and nature of over-education on the Icelandic labour market. The target population of the research was based on a random sample drawn from the National Population Register by the National Survey of the Social Science Research Institute of the University of Iceland from 9 March to 9 April 2016. The survey included 2,001 individuals, aged 18 or above, from all over the country. A total of 1,210 persons responded to the survey. This research only involved those participants in the sample who had completed a university education and were in salaried employment in Iceland. After data cleansing, 420 participants remained, 192 males and 228 females. The initial results of the research indicated that 21% of participants were over-educated for their jobs; when, however, false over-educated individuals had been subtracted, 7.1% of participants were identified as having over-education. A multinomial regression identifies a statistically significant difference between educational and social sciences; those with a degree in educational science are less likely to be over-educated than those who have completed degrees in the social sciences. Individuals with under-education are most likely to be found within the educational sciences and among those who have been in longterm employment. The results also indicate that females are more likely to be over-educated than men. Those with an over-education generally appeared to be less satisfied in their work, and also had lower incomes than other participants.Peer Reviewe

    Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði: Samræmi á milli menntunar og starfa háskólamenntaðs fólks

    No full text
    Ofmenntun (e. overeducation) hefur nýlega hlotið mikla athygli á meðal fræðimanna en hefur ekki enn hlotið samhljóða skilgreiningu eða greiningarviðmið. Þar að auki virðist ofmenntun aldrei hafa verið könnuð á íslenskum vinnumarkaði. Markmið þessarar ritgerðar var því að gera grein fyrir ofmenntun út frá erlendum rannsóknum og kanna eðli hennar og algengi á íslenskum vinnumarkaði. Úrtak rannsóknarinnar var hentugleikaúrtak 739 einstaklinga sem voru með háskólamenntun og í launaðri vinnu á Íslandi. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 710, þar af voru 143 karlar og 562 konur. Hugtakið ofmenntun samkvæmt þessari ritgerð er þegar sérþekking fólks úr námi nýtist ekki í starfi. Greiningarviðmið höfundar byggðist að mestu leyti á viðmiði Chevalier (2003). Niðurstöður rannsóknar sýndu að um það bil 19,3% þátttakenda voru ofmenntaðir. Þegar tengsl ýmissa þátta við ofmenntun voru skoðuð mátti meðal annars sjá að ofmenntun tengdist ungum aldri þátttakenda og því að vera ógiftur eða ekki í sambúð. Einnig fundust tengsl á milli ofmenntunar og lægri meðaleinkunnar og þess að útskrifast af hugvísindasviði. Starfsmenn einkarekinna fyrirtækja voru einnig líklegri til að vera ofmenntaðir en þeir sem störfuðu hjá opinberum fyrirtækjum. Auk þess virtust þátttakendur sem sáu lítil not fyrir prófgráðu sína í starfi, skynjuðu síður breytingar í starfi og sóttu síður starfstengd námskeið vera líklegri til að vera ofmenntaðir. Að lokum virtust ofmenntaðir þátttakendur fá lægri laun, vera óánægðari í starfi og höfðu skipt oftar um vinnu á síðustu fimm árum en aðrir. Niðurstöður voru að mörgu leyti i samræmi við erlendar rannsóknir og tilgátur höfundar þó svo að sumt hafi komið á óvart

    Problematic Internet Use among University Students: Association with Personality, Stress and Satisfaction with Life

    No full text
    Internetvandi (e. Problematic Internet Use) er vaxandi vandamál sem ekki hefur hlotið samhljóða skilgreiningu eða greiningarviðmið innan sálfræðinnar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl internetvanda við streitu, lífsánægju, persónuleika og ýmsar bakgrunnsupplýsingar fólks. Úrtak rannsóknarinnar var hentugleikaúrtak nemenda við Háskóla Íslands og svöruðu 345 háskólanemendur könnuninni, 88 karlar og 253 konur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að internetvandi tengdist ungum aldri og fjölda klukkustunda varið á Internetinu á dag. Töluverð fylgni var á milli internetvanda og streitu og persónuleikaþáttanna taugaveiklunar og samviskusemi. Minni tengsl voru á milli internetvanda og lífsánægju og persónuleikaþáttanna úthverfu og samvinnuþýði. Niðurstöður benda því til að þeir sem eiga við internetvanda að stríða finna fyrir meiri streitu ásamt því að vera taugaveiklaðari og ekki eins samviskusamir og þeir sem ekki eiga við vandamálið að stríða. Þessar niðurstöður voru að mestu leyti í samræmi við aðaltilgátur höfunda og niðurstöður fyrri rannsókna
    corecore