4 research outputs found

    Mycoplasma genitalium og Chlamydia trachomatis: Algengi á húð- og kynsjúkdómadeild og samanburður á greiningaraðferðum

    No full text
    Inngangur. Bakteríurnar Mycoplasma genitalium og Chlamydia trachomatis eru á meðal algengustu orsaka kynsjúkdóma í heiminum. Sýkingar af völdum bakteríanna eru oftast einkennalausar hjá konum en um helmingur karla hafa einkenni þvagrásarbólgu. Sýklalyfjaónæmi M. genitalium er vaxandi vandamál. Notast er við kjarnsýrumögnun við greiningu á M. genitalium og C. trachomatis. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var fyrsta könnun á algengi M. genitalium hjá skjólstæðingum Göngudeildar Húð- og kynsjúkdóma Landspítala, samanburður á greiningaraðferðum fyrir M. genitalium og C. trachomatis og leit að genum sem skrá fyrir sýklalyfjaónæmi í M. genitalium. Efni og aðferðir. Rannsökuð voru 490 skeiðarstrok frá konum og 493 fyrstubunuþvagsýni frá körlum. Cobas® 4800 CT/NG próf fyrir greiningu á C. trachomatis og N. gonorrhoeae var borið saman við Aptima® 2 combo CT/NG, og S-DiaMGTV™ próf fyrir M. genitalium var borið saman við Aptima® Mycoplasma genitalium. Sýni sem sýndu ólíkar niðurstöður úr tveimur aðferðum voru prófuð með þriðju aðferðinni: Aptima® CT og Aptima® NG specific eða MG Alt TMA-1. Innanhúsaðferð sem byggir á kjarnsýrumögnun var notuð til að leita að genum sem skrá fyrir ónæmi gegn makrólíð- og fluoroquinolonlyfjum og ResistancePlus® MG (550) var að auki notað fyrir leit að genum sem skrá fyrir makrólíðónæmi. Niðurstöður. Algengi M. genitalium var 9,4%; hjá körlum 7,7% og konum 11,0%. Algengi C. trachomatis var 14,8%; hjá körlum 13,8% og konum 15,7%. N. gonorrhoeae greindist ekki og ein kona hafði T. vaginalis. Algengi M. genitalium var hærra á meðal kvenna á aldrinum 18-24 ára en eldri kvenna (P=.037) og á meðal karla á aldrinum 23-27 ára en karla í öðrum aldurshópum (P=.03). Karlar með stakar C. trachomatis sýkingar voru líklegri til að hafa einkenni en karlar sem voru ósýktir (P<.0001). Næmi cobas® 4800 CT/NG og Aptima® 2 combo CT/NG var 95,39% (95% CI 90,74-98,13%) og 100% (P=0.023) og sértæki var 99,64% (95% CI 98,96-99,93%) og 100%, í sömu röð. Næmi S-DiaMGTV™ og Aptima® Mycoplasma genitalium var 68,48% (95% CI 57,96-77,77%) og 100% (P<0.0001) og sértæki 99,89% (95% CI 99,38-100%) og 100%, í sömu röð. Af 92 jákvæðum M. genitalium sýnum voru 50% með gen sem skrá fyrir makrólíðónæmi en gen sem skrá fyrir fluoroquinolonónæmi fundust ekki. Umræða. Algengi C. trachomatis var 14.8% sem er hærra en sést hefur nýlega á kynsjúkdómamóttökum í Danmörku (11%), Noregi (8%) og Svíþjóð (5%). Algengi M. genitalium var sambærilegt niðurstöðum frá Danmörku (9,0%) og Svíþjóð (9,8%). Algengi makrólíðónæmisgena var svipað og í Danmörku (56,5%) og Noregi (56,4%). Greinilegur munur var á greiningarhæfni S-DiaMGTV™ samanborið við Aptima® Mycoplasma genitalium þar sem Aptima® prófið reyndist vera töluvert næmara eins og aðrar rannsóknir hafa séð. Mögulegt er að S-DiaMGTV™ prófið greini betur M. genitalium sýkta einstaklinga með einkenni en sýkta einkennalausa og þörf er á frekari rannsóknum með S-DiaMGTV™ á Mycoplasma sýkingum með og án einkenna til að staðfesta notagildi prófsins.Vísindasiðanefnd Landspítal

    ICD ísetningar á Íslandi á árunum 2006-2010. Gæðaeftirlit á fyrstu bjargráðsígræðslum einstaklinga

    No full text
    Í dag er bjargáður talinn vera ein helsta meðferð gegn lífshættulegum hjartsláttartruflunum sem geta leitt til hjartastopps. Bjargráðurinn er lítið ígrætt stuðtæki sem gefur frá sér stuð þegar einstaklingur fer í hraðan sleglahraðtakt (VT) eða í sleglatif (VF). Þegar leiðslur frá honum skynja væga óreglu gefur hann frá sér and-hraðtakts örvun (ATP). Þegar óreglan er mjög hröð eða svarar ekki ATP þá gefur bjargráðurinn frá sér stuð. Til eru þrjár týpur af bjargráðum, einhólfa, tvíhólfa og CRT. Bjargráðurinn er ekki án galla. Stuðin eru sársaukafull sem hafa mikil áhrif á lífsgæði og líðan einstaklinganna. Ásamt því getur hann gefið frá sér óréttmæt stuð og leiðslurnar geta hreyfst til, brotnað og verið gallaðar. Markmið rannsóknarinnar var almennt gæðaeftirlit á bjargráð þar sem megináhersla var lögð á kosti og galla meðferðarinnar. Rannsóknin var framkvæmd í janúar 2015 úr úrtaki 93 einstaklinga sem fóru í sína fyrstu bjargráðsígræðslu á árunum 2006-2010. Listi sjúklinganna var fenginn frá aðgerðasviði og ásamt því var farið yfir möppur bjargráðssjúklinga á gangráðseftirliti Landspítalans við Hringbraut. Gögn voru fengin úr möppunum og af sjúkrasögu á innra neti sjúkrahússins. Tölfræðileg úrvinnsla var framkvæmd á gögnunum. Niðurstöðurnar benda til þess að karlmenn sem eru komnir yfir fimmtugt eru líklegri til þess að fá kransæðasjúkdóm eða annan hjartasjúkdóm sem leiðir til hættulegra hjartsláttartruflana eða hjartastopps vegna hjartsláttartruflana og fá bjargráð sem afleiðingu þess. Sleglahraðtaktur var ástæða ísetningar í 52% tilfella og kransæðasjúkdómur sjúkdómsorsök í 49% tilfella. Meðferðin virðist ganga vel og af 93 einstaklinga úrtaki voru 45% (n=42) sem fengu réttmæta meðferð, ATP, stuð eða bæði. Úrtaksaðilar voru að jafnaði með lélegt útstreymisbrot (EF) þar sem að meðal útstreymisbrotið var 39,8 ± 15,9%. Allir úrtaksaðilar voru á einhverjum lyfjum, 95% (n=88) á betablokkerum, 48% (n=45) á amiodarone, 32% (n=30) á kúmarín og 71% (n=66) á ACE/ARB. Gallar bjargráðarins komu fram þar sem að 16% (n=15) fengu óréttmæt stuð og flest þeirra voru vegna gáttaflökts (AF) og hin voru vegna truflana frá leiðslum. Dánartíðnin var 23% (n=21) og það liðu að meðaltali 2,7 ± 1,6 ár frá ígræðslu þangað til að fráfall varð. Dánarorsök flestra (n=14) var ekki til staðar við gagnasöfnun, en hjá hinum voru dánarorsakir vegna krabbameins, nýrnabilunar, heilablóðfalls, hjartastopps, lyfjameðferðar og vegna Riata leiðslu. Það voru hlutfallslega fleiri einstaklingar sem féllu frá á fyrsta árinu sem voru með gáttaflökt, lélegt útstreymisbrot og hærri aldur heldur en þeir sem féllu frá tveimur árum eða seinna eftir að þeir fengu bjargráðinn. Það bendir til þess að þetta séu áhættuþættir fyrir andlát á fyrsta árinu eftir bjargráðsígræðsluna

    Chlamydia trachomatis in iceland : Prevalence, clinico-epidemiological features and comparison of cobas 480 ct/ng and aptima combo 2 (ct/ng) for diagnosis

    No full text
    Publisher Copyright: © 2021, Medical Journals/Acta D-V. All rights reserved.The aims of this study were to assess the prevalence of, and risk factors for, Chlamydia trachomatis in at-tendees recruited prospectively from October 2018 to January 2019 at the only sexually transmitted infections clinic in Iceland (in Reykjavík), and to eva-luate the cobas 4800 CT/NG Test and Aptima Combo 2 Assay for C. trachomatis detection in male urine and female vaginal swabs. Prevalence of C. trachomatis was 15.8% among 487 women and 13.6% among 491 men (no Neisseria gonorrhoeae positive patients were found). C. trachomatis detection was independently and positively associated with being tested for contact tracing, 18–24 years of age, and reporting ≥ 6 sexual partners within 12 months. Reporting sex with non-residents of Iceland was associated with a lower risk of C. trachomatis infection. Both assays had a high sen-sitivity in detection of C. trachomatis (Aptima Combo 2: 100%; cobas 4800 CT/NG: 95.1%) and high speci-ficity (100% and 99.6%, respectively). The high local prevalence of C. trachomatis and increased acquisition risk following sex with residents are of public health concern.Peer reviewe

    Chlamydia trachomatis in Iceland: Prevalence, Clinico-epidemiological Features and Comparison of Cobas 480 CT/NG and Aptima Combo 2 (CT/NG) for Diagnosis.

    No full text
    To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink belowThe aims of this study were to assess the prevalence of, and risk factors for, Chlamydia trachomatis in attendees recruited prospectively from October 2018 to January 2019 at the only sexually transmitted infections clinic in Iceland (in Reykjavík), and to evaluate the cobas 4800 CT/NG Test and Aptima Combo 2 Assay for C. trachomatis detection in male urine and female vaginal swabs. Prevalence of C. trachomatis was 15.8% among 487 women and 13.6% among 491 men (no Neisseria gonorrhoeae positive patients were found). C. trachomatis detection was independently and positively associated with being tested for contact tracing, 18-24 years of age, and reporting ≥ 6 sexual partners within 12 months. Reporting sex with non-residents of Iceland was associated with a lower risk of C. trachomatis infection. Both assays had a high sensitivity in detection of C. trachomatis (Aptima Combo 2: 100%; cobas 4800 CT/NG: 95.1%) and high specificity (100% and 99.6%, respectively). The high local prevalence of C. trachomatis and increased acquisition risk following sex with residents are of public health concern. Keywords: Iceland; Neisseria gonorrhoeae; nucleic acid amplification; prevalence; risk factor; sexually transmitted disease; Chlamydia trachomatis.Landspitali University Hospital Orebro County Council Research Committee Foundation for Medical Research at Orebro University Hospita
    corecore