5 research outputs found

    Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

    No full text
    Thesis for a doctoral degree at the University of Iceland. All right reserved. No part of this publication may be reproduced in any form without the prior permission of the copyright holder.Background and aims: Sexual violence is common and, due to the possible impact on the exposed individual, a major public health concern according to the World Health Organization. However, knowledge from large and well conducted studies on the associations between sexual violence and women’s childbirth outcomes later in life is as yet somewhat scarce and inconclusive. Using prospectively collected data, the aim of this thesis was to examine the potential associations between sexual violence exposure in adolescence or adulthood, and the risks of adverse pregnancy, obstetric, or neonatal outcomes in later pregnancies. Material and methods: All three studies were register-based, where information on women who attended a Rape Trauma Service (RTS) were linked with the Icelandic Medical Birth Registry (IMBR). In Study I, 915 pregnancy characteristics of mothers who attended the RTS during 1993–2008 (exposed) were compared to a randomly selected cohort of 1,641 pregnancies of women who had not attended the RTS (non-exposed), using data from the IMBR and maternity records. In Study II, we contrasted obstetric characteristics among 1,068 singleton births of women who attended the RTS 1993-2011, on average six years after the exposure, to 9,126 randomly selected births of non-exposed women, matched by maternal age, parity, and season/year of delivery. In Study III we compared characteristics of live-born singletons of exposed mothers (n=1,067) to those of non-exposed mothers (n=9,104). Poisson regression models were typically used to estimate relative risks (RR) with 95% confidence intervals. Results: Compared to non-exposed women, women previously exposed to sexual violence were younger, more often not employed, not cohabiting, and more often smokers during pregnancy (41.4% vs. 13.5%; aRR 2.59, 95% CI 2.19–3.07). Exposed primiparas were at increased risk of obesity (RR 1.56, 95% CI 1.15–2.12) (Study I). Exposed mothers presented with increased risks of maternal distress during labor and delivery (RR 1.68, 95% CI 1.01–2.79), prolonged first stage of labor (RR 1.40, 95% CI 1.03–1.88), and emergency instrumental delivery (RR 1.16, 95% CI 1.00–1.34), compared to non-exposed mothers. No overall differences were found regarding elective cesarean sections (Study II). Compared to infants of non-exposed mothers, infants of exposed mothers were lighter (3,573.6 g vs. 3,675.6 g, p<0.01), had an increased risk of being born preterm (<36 completed gestational weeks) (RR 1.49, 95% CI 1.13–1.97, mainly moderately preterm (32-36 gestational weeks) (RR 1.64, 95% CI 1.24–2.19)), and transferral to the Neonatal Intensive Care Unit (RR 1.35, 95% CI 1.05–1.73). Adjusting for concurrent cohabiting and occupational status slightly attenuated the relative risk of preterm birth (Study III). Overall, the risk elevations in Studies II and III were larger for women assaulted in adolescence than those assaulted later. Conclusion: Obstetric outcomes of women with a history of sexual violence are, in most cases, relatively favorable. Yet, our data suggest that assaulted women may still be at increased risks of sustained smoking during pregnancy, obesity, prolonged first stage of labor, emergency instrumental delivery, and preterm birth.Bakgrunnur og markmið: Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lítur á kynferðisofbeldi sem lýðheilsuvá á heimsvísu, þar sem það er bæði algengt og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola. Stórar og vel gerðar rannsóknir á kynferðisofbeldi og hugsanlegum áhrifum í kringum barnsburð kvenna síðar á lífsleiðinni eru takmarkaðar og niðurstöðum ber ekki saman. Með því að nota gögn sem safnað var á þeim tíma sem bæði útsetning og útkoma áttu sér stað var markmið þessarar rannsóknar að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættunnar á óæskilegum þáttum á meðgöngu, í fæðingu eða hjá nýburanum. Aðferð: Notast var við gagnagrunna í öllum þremur rannsóknunum; upplýsingar um konur sem leituðu til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis voru samkeyrðar við rafræna fæðingaskrá. Í rannsókn I var meðganga 586 kvenna sem leituðu til Neyðarmóttöku á árunum 1993-2008 borin saman við meðgöngu 1.641 konu sem hafði ekki leitað þangað. Notast var við gögn úr fæðingaskrá og mæðraskrám. Í rannsókn II voru skoðaðar fæðingar mæðra sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku á árunum 1993-2011 og að meðaltali sex árum síðar eignast 1.068 einbura (útsettur hópur). Til samanburðar voru 9.126 einburafæðingar óútsettra kvenna (höfðu ekki leitað til Neyðarmóttöku). Þær voru valdar af handahófi en parað var á aldri móður, hvort konan hafði áður eignast barn og ársþriðjungi fæðingar innan sama árs. Í rannsókn III voru borin saman einkenni lifandi fæddra einbura, 1.067 voru í útsettum hópi og 9.104 voru í óútsettum iv hópi. Notast var við Poisson aðhvarfsgreiningu til að meta áhættuhlutfall (RR) með 95% öryggisbili. Niðurstöður: Í samanburði við óútsettar konur voru útsettar konur yngri, síður á vinnumarkaði, síður í sambúð og reyktu oftar (41.4% vs. 13.5%; aRR 2.59, 95% CI 2.19-3.07) (rannsókn I). Útsettar konur voru í aukinni áhættu á að fá greiningarnar móðurnauð í hríðum og fæðingu (RR 1.68, 95% CI 1.01- 2.79) og lengt fyrsta stig fæðingar (RR 1.40, 95% CI 1.03-1.88), og að beita þyrfti áhöldum eða bráðakeisaraskurði (RR 1.16, 95% CI 1.00- 1.34), samanborið við óútsettar konur. Á heildina litið fannst enginn munur á valkeisaraskurðum (rannsókn II). Samanborið við nýbura óútsettra mæðra voru nýburar útsettra mæðra léttari (3.573,6 g vs. 3.675,6 g, p<0.01), í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann (RR 1.49, 95% CI 1.13-1.97, einkum á 32.-37. viku (RR 1.64, 95% CI 1.24- 2.19)), og vera fluttir á vökudeild (RR 1.35, 95% CI 1.05-1.73). Áhættustuðlar fyrir fyrirburafæðingu lækkuðu dálítið þegar leiðrétt var fyrir núverandi sambúðar- og atvinnustöðu (rannsókn III). Áhættustuðlar í rannsóknum II og III voru almennt hærri fyrir konur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á unglingsárum en þær sem voru eldri. Umræða: Meðganga og fæðingar kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi virðast oftast ganga vel. Niðurstöðurnar benda þó til þess að konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi séu í aukinni áhættu á að reykja á meðgöngu, langdregnu fyrsta stigi fæðingar, fæðingu með áhöldum eða bráðakeisaraskurði og fyrirburafæðingu.The Icelandic Research Fund for Graduate Students Landspitali-University Hospital Research Fun

    Incidence and characteristics of sexual violence against women seeking specialised emergency services in Reykjavik from 1998 through 2007

    No full text
    Ritgerðin er lokuð til 2041 vegna birtingar í ritrýndu tímaritiKynferðisofbeldi er alvarlegt lýðheilsuvandamál um allan heim en vísindaleg þekking á slíku ofbeldi er af skornum skammti á Íslandi. Í þessari ritgerð verður meistararannsókn kynnt og fjallað stuttlega um stöðu þekkingar á Íslandi og í nágrannalöndunum, en rannsóknir hafa sýnt að kynferðisofbeldi er algengt og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga sem verða fyrir því. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss fyrir þolendur kynferðisofbeldis, frá 1998 til 2007. Komuskýrslur voru lesnar og kóðaðar og ópersónugreinanlegur gagnagrunnur útbúinn (N=1152). Árlegt nýgengi var reiknað fyrir fjölda koma og einkenni ofbeldis, þolenda og gerenda borin saman yfir tíma. Niðurstöður sýndu að komum á Neyðarmóttökuna fjölgaði á tímabilinu, úr 12,50 í 16,85 fyrir hverjar 10.000 konur á aldrinum 13-49 ára Íslandi (p=0,01). Þegar árlegt nýgengi var skoðað yfir tíma eftir aldurshópum fannst tölfræðilega marktæk aukning á komum 18-25 ára kvenna (p<0,01). Einkenni voru borin saman milli tímabilanna 1998-2002 og 2003-2007. Árásum þar sem fleiri en einn gerandi kom við sögu fjölgaði hlutfallslega (p=0,04). Hlutfall erlendra gerenda hækkaði ekki umfram fjölgun 15-49 ára karlmanna á Íslandi með erlent ríkisfang. Á seinna tímabilinu var ráðist á fleiri konur með skerta vitund eftir áfengisneyslu og fleiri þolendur voru undir áhrifum ólöglegra vímuefna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til aukningar á komum á sérhæfða Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á árunum 1998 til 2007, sérstaklega í aldurshópi kvenna 18-25 ára. Kynferðisofbeldi gegn ungum konum er verulegt lýðheilsuvandamál hérlendis því er nauðsynlegt að stuðla að öflugu forvarnarstarfi ásamt þjónustu við þolendur.Vísindasjóður hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóður LSH, Aðstoðarmannasjóður HÍ, Vísindaverkefni Más Kristjánssona

    Notkun innöndunartækja meðal einstaklinga með langvinna lungnateppu: Tæknileg færni og öndunargeta

    No full text
    Bakgrunnur: Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur langvinnur sjúkdómur sem hefur áhrif á um 400 milljónir manns á heimsvísu. Innöndunarlyf, gefin með innöndunartækjum eru hornsteinn í meðferð við lífsgæðaskerðandi einkennum LLT s.s. mæði og öndunarerfiðleikum. Árangur innöndunarlyfjameðferðar veltur að verulegu leyti á því að einstaklingar með LLT tileinki sér rétta notkun tækjanna en röng notkun innöndunartækja er algeng. Kennsla á notkun innöndunarlyfja er því gríðarlega mikilvæg við stjórnun á sjúkdómnum. Tilgangur og markmið: Í þessari þverskurðarrannsókn er lýst tæknilegri færni og öndunargetu einstaklinga með LLT til að nota innöndunartæki við upphaf hjúkrunarþjónustu í göngudeild lungnasjúklinga. Aðferð: Byggt er á gögnum sem aflað var við upphaf þjónustu í göngudeild lungnasjúklinga. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu maí 2018 til júlí 2019. Notkun innöndunartækja var metin með mælitækinu, Notkun innöndunartækja sem var þróað af leiðbeinendum. Mælitækið er 10 atriða; 5 atriði sem eiga við tæknilega getu til að nota tækið og 5 sem eiga við öndunargetu til að anda að sér lyfinu. Fjörtíu og átta einstaklingar tóku þátt í rannsókninni, 11 karlmenn og 37 kvenmenn. Allir nema þrír notuðu innöndunarlyf reglulega; 42 dufttæki, 17 innúðatæki og 14 báðar tegundir. Notast var við lýsandi tölfræði til að lýsa getu einstaklinga við notkun innöndunartækja og Kendall fylgistuðulinn til að meta samband bakgrunnsbreyta og notkunar á innöndunartækjum. Niðurstöður: Tæknileg geta þátttakenda var mjög góð við notkun duft- og innúðatækja og 92,9-100% þátttakenda sýndu rétta færni við notkun dufttækja við alla liði mælitækisins og 88,2-100% þátttakenda sýndu rétta tækni við notkun innúðatækja. Öndunargeta við notkun innöndunartækja var lakari samanborið við tæknilega getu. Aðeins 47,6% þátttakenda önduðu rólega frá sér og tæmdu lungu fyrir lyfjagjöf með dufttæki og 23,6% þátttakenda sýndu litla eða ófullnægjandi getu til að anda rólega að sér við notkun innúðatækis. Ekki reyndist fylgni á milli bakgrunnsbreyta og notkunar innöndunartækja. Ályktanir: Líkt og í öðrum rannsóknum á notkun innöndunartækja má bæta ýmiss atriði við notkun innöndunartækja hjá þátttakendum. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum hérlendis þar sem rannsakað er stærra þýði til þess að fá skýrari mynd af getu einstaklinga með LLT á Íslandi til þess að nota innöndunartæki. Lykilorð: langvinn lungnateppa, færni, geta, röng notkun, innöndunartækni, innöndunarlyf, innúðatæki, dufttæk

    Plasma brain-derived tau is an amyloid-associated neurodegeneration biomarker in Alzheimer’s disease

    Get PDF
    Abstract Staging amyloid-beta (Aβ) pathophysiology according to the intensity of neurodegeneration could identify individuals at risk for cognitive decline in Alzheimer’s disease (AD). In blood, phosphorylated tau (p-tau) associates with Aβ pathophysiology but an AD-type neurodegeneration biomarker has been lacking. In this multicenter study (n = 1076), we show that brain-derived tau (BD-tau) in blood increases according to concomitant Aβ (“A”) and neurodegeneration (“N”) abnormalities (determined using cerebrospinal fluid biomarkers); We used blood-based A/N biomarkers to profile the participants in this study; individuals with blood-based p-tau+/BD-tau+ profiles had the fastest cognitive decline and atrophy rates, irrespective of the baseline cognitive status. Furthermore, BD-tau showed no or much weaker correlations with age, renal function, other comorbidities/risk factors and self-identified race/ethnicity, compared with other blood biomarkers. Here we show that blood-based BD-tau is a biomarker for identifying Aβ-positive individuals at risk of short-term cognitive decline and atrophy, with implications for clinical trials and implementation of anti-Aβ therapies
    corecore