6 research outputs found

    Musculoskeletal pain and its correlation to stress in Icelandic female head nurses

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Heilsa hjúkrunardeildarstjóra er ekki nægjanlega rannsökuð en vitað er að starfið er streitusamt. Engin rannsókn fannst þar sem rannsakaðir voru stoðkerfisverkir hjá hjúkrunardeildarstjórum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stoðkerfisverki hjá hjúkrunardeildarstjórum sl. sex mánuði á þremur líkamssvæðum: hálsi/hnakka, herðum/öxlum og neðri hluta baks, og fylgni verkjanna við streitu. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur í rannsókninni voru kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið, 110 svöruðu (81%). Spurningar, sem snúa að stoðkerfisverkjum, voru fengnar frá rannsóknar- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og voru verkir metnir á kvarðanum 1-10. Streita var metin með tíu spurninga PSSstreitukvarðanum. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður leiddu í ljós talsverða verki hjá hjúkrunardeildarstjórum en 83% þeirra höfðu haft verki í herðum/öxlum síðustu sex mánuði og um 81% höfðu haft verki í hálsi/hnakka á sama tímabili. Um 72% hjúkrunardeildarstjóranna höfðu haft verki í neðri hluta baks síðustu sex mánuði. Því lengur sem hjúkrunardeildarstjórarnir höfðu haft verki þeim mun meiri voru verkirnir í hálsi/hnakka (F(4, 92) = 29,45, p<0,001), herðum/öxlum (F(4, 97) = 30,0, p<0,001) og neðri hluta baks (F(4, 89) = 33,3, p<0,001). Einnig komu fram jákvæð tengsl milli styrkleika verkja og dagafjölda verkja síðastliðna sex mánuði á einu líkamssvæði við annað. Þeir hjúkrunardeildarstjórar, sem voru yfir streituviðmiði, höfðu verki í fleiri daga og höfðu að meðaltali meiri verki frá hálsi/hnakka og herðum/öxlum en þeir sem voru yfir streituviðmiði. Ekki kom fram fylgni milli verkja í neðri hluta baks og streitu. Helstu ályktanir: Skoða þarf leiðir til að minnka stoð- kerfisverki hjúkrunardeildarstjóra og einnig þarf að finna leiðir til að minnka streitu þeirra og vinna markvisst að heilsusamlegra vinnuumhverfi fyrir þá. Heilsa þeirra má ekki bera skaða af krefjandi vinnuumhverfi.Background and aim: The health of head nurses is not adequately studied. However, it is known that it is a stressful job. No research was found that studied their musculoskeletal pain and its correlation to stress. The aim of this study was to investigate musculoskeletal pain among Icelandic female head nurses in the last six months in three areas of the body: the neck area, shoulder area and the lower-back and the correlation of this pain to stress. The method was a descriptive cross-sectional survey. Participants in the study were female head nurses of the country's hospitals. A questionnaire was sent to 136 head nurses through Outcome web-survey, 110 responded (81%). The questions about musculoskeletal pain are from Vinnueftirlitið (Head Office of the Administration of Occupational Safety and Health) and the pain was evaluated on a scale of 1-10. Stress was measured with the ten questions PSS-scale. Participants were instructed that the study was about their work-environment. Exploratory statistics and descriptive statistics were used for statistical analysis. The results show that during the last six months 83% of the head nurses had experienced musculoskeletal pain in the shoulder area, 81% in the neck area and about 72% of them had had musculoskeletal pain in the lower back. The longer the time the head nurses had felt pain the greater the pain was (neck area: F(4, 92) = 29.45, p<0.001, shoulder area: F(4, 97) = 30.0, p<0.001, lower back: F(4, 89) = 33.3, p<0.001). A positive correlation was also found between the severity of pain and the number of days in pain in various sites of musculoskeletal pain in the last six months. The head nurses who suffered stress had pain longer and had more pain from the neck and shoulder area than those who did not suffer stress. No correlation was found between low-back pain and stress. Conclusions: Further studies regarding musculoskeletal pain of head nurses and how to reduce it are called for. A conscious effort must be made to make their work environment more health-enhancing. Their health must not bear the damage from a demanding work environmen

    Work-related stress and workenvironment of Icelandic female head nurses

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome­kannanakerfið og svöruðu 110 (81%). Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings­ og skilningsleysi yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð. Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk.Background and purpose. Head nurses work under great pressure and can therefore experience work­related stress. The purpose of this investigation was, firstly, to study whether head­nurses in Iceland have symptoms of work­related stress, secondly, what the underlying factors are and thirdly, what factors contribute to their contentment or discontentment with their work­environment. The method was descriptive cross­sectional. The population was all head nurses in all hospitals in Iceland. The four male head nurses were not included. A questionnaire was sent through Outcome web­ survey to 136 female head nurses of which 110 participated (81%). Results showed that 45% of the head nurses were over the stress benchmark on the The Perceived Stress Scale (PSS). Being a young head­nurse, having short administrative experience as well as long working hours were risk factors to exceed the stress limits. Nearly one­third of the head nurses (28%) were over the stress benchmark without realizing or acknowledging it. There was a strong positive relationship between work­related stress and being mentally exhausted at the end of the workday. What the head nurses felt were the most important factors in decreasing work­related stress was adequate number of personnel and having an assistant head nurse. They also mentioned support, decreased number and scope of tasks, and more accurate job description. The head nurses were content with many aspects of their jobs, such as good co­workers, work atmosphere, satisfying communication and found their work versatile, enjoyable and rewarding. They were discontent with lack of staff, time pressure, lack of support from superiors, lack of funds and constant requests to cut down costs as well as being paid low salaries compared to great responsibility. Conclusions: Being a head­nurse is stressful as can be seen by the fact that almost half of the head­nurses were over the stress benchmark and almost one third of the head nurses were over the stress benchmark without realizing it. The main risk­factors of work­ related stress are: being young, short administrative experience, and long working­hours. Despite all, the head­nurses were content with many factors in their work­environment such as good co­workers.Félagi íslenskra hjúkrunarfræðing

    Correlation between stressful factors in the working environment, sleep, and musculoskeletal pain among middle managers

    Get PDF
    Millistjórnendur eru í krefjandi hlutverki og upplifa sig oft eins og milli steins og sleggju. Þeir gegna þungavigtarhlutverki en störf þeirra einkennast af miklu vinnuálagi og streitu. Þó hafa þeir fengið fremur litla athygli í stjórnendafræðum, einkum innan heilbrigðisþjónustunnar. Við vitum til dæmis lítið um áhrif þessa krefjandi starfs á heilsu þeirra, til dæmis hvort streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu tengjast stoðkerfisverkjum og svefni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða þessi tengsl. Um er að ræða lýsandi þversniðsrannsókn þar sem gögnum var safnað með forprófuðum spurningalista sem sendur var rafrænt á 137 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið. Svarhlutfall var 80,9%. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður sýndu skýr tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, stoðkerfisverkja og ófullnægjandi svefns eftir að stjórnað var fyrir áhrifum af aldri, hjúskaparstöðu og fjölda stöðugilda í hjúkrun á deild. Streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu og svefn höfðu tengsl við styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði og herðum og svefn hafði tengsl við styrkleika verkja í neðri hluta baks. Meiri streita þýddi meiri stoðkerfisverki á hálssvæði og í herðum að teknu tilliti til svefns. Ófullnægjandi svefn þýddi aftur meiri stoðkerfisverki frá öllum þremur líkamssvæðunum að teknu tilliti til streituvaldandi þátta. Saman skýrðu streituvaldandi þættir í starfsumhverfinu og ófullnægjandi svefn, að teknu tilliti til aldurs, hjúskaparstöðu og fjölda stöðugilda við hjúkrun á deild, 17% af heildarbreytileika í styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði, 21% í herðum og 14% í neðri hluta baks. Fram kom marktæk samvirkni milli streituvaldandi þátta í starfsumhverfinu og svefns varðandi styrkleika stoðkerfisverkja á hálssvæði. Niðurstöður þessarar rannsóknar verða vonandi til þess að hugað verði betur að streituvaldandi þáttum í starfsumhverfi millistjórnenda svefni og stoðkerfisverkjum þeirra.Middle managers have demanding roles and often experience themselves between a rock and a hard place, and their jobs are characterized by a heavy workload and stress. They have not received adequate attention in management science, in particular within healthcare. We know, for example, little about how stressful factors in the work environment are related to musculoskeletal pain and sleep. The purpose of this study was to examine this relationship. This is a descriptive cross-sectional study in which data was collected by a questionnaire which was sent electronically to 137 nursing managers through the Outcome-survey system. The response rate was 80.9%. Descriptive statistics and inferential statistics were used for statistical analysis. The results showed a clear link between stressful factors in the work environment and insufficient sleep, after controlling for the effects of age, marital status and the number of staff in the nursing unit. Stressful factors in the work environment and sleep affected the intensity of pain in the neck and shoulder area, and sleep correlated with the intensity of pain in the lower back. Taking sleep into account, more stress meant more pain in the neck and shoulder area. Taking into account stressful factors, insufficient sleep meant more pain in all three body regions. Together, stressful factors in the work environment and insufficient sleep explained 17% of the total variation in the intensity of pain in the neck area, 21% in the shoulder area, and 14% in the lower back, taking into account age, marital status and the number of staff in the nursing unit. There was a statistically significant interaction between stressful factors in the work environment and sleep regarding the intensity of musculoskeletal pain in the neck area. The results of this study will hopefully lead to better consideration of stressful factors in the work environment, sleep and musculoskeletal pain of middle managers.Peer ReviewedRitrýnt tímari

    Stressful factors in the working environment, lack of adequate sleep, and musculoskeletal pain among nursing unit managers

    Get PDF
    Background: Middle managers have not received enough attention within the healthcare field, and little is known how stressful factors in their work environment coupled with a lack of adequate sleep are related to musculoskeletal pain. The aim of this study was to examine the correlation between stressful factors in the work environment, lack of adequate sleep, and pain/discomfort in three body areas. Methods: Questionnaire was sent electronically to all female nursing unit managers (NUM) in Iceland through the outcome-survey system. The response rate was 80.9%. Results: NUM who had high pain/discomfort in the neck area also had very high pain/discomfort in the shoulder area and pain in the lower back. The results also revealed positive a medium-strong correlation between mental and physical exhaustion at the end of the workday and musculoskeletal pain. Stress in daily work, mental strain at work, and being under time-pressures had hardly any correlation with pain/discomfort in the three body parts. Adequate sleep had a significant negative correlation with all stressful factors in the work environment and all three body parts under review. Conclusion: The results will hopefully lead to a better consideration of stressful factors in the work environment, sleep, and musculoskeletal pain in middle managers.Funding: This study was funded partly by The Icelandic Nurses’ Association—Science Fund.Peer Reviewe

    Streita og verkir frá stoðkerfi hjá íslenskum kvenhjúkrunardeildarstjórum

    No full text
    Verkefnið er lokað til 1. júlí 2011Flestar rannsóknir á deildarstjórum síðari ár hafa lagt áherslu á streituvaldandi hlutverk þeirra, tengsl við vinnuumhverfi og manneklu en lítil sem engin áhersla hefur verið á áhrif þess á líkamlega eða andlega heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort kvenhjúkrunardeildarstjórar hefðu einkenni um vinnutengda streitu og verki frá stoðkerfi og hvort tengsl kæmu þar fram á milli. Settar voru fram eftirfarandi þrjár rannsóknarspurningar: 1. Hafa kvenhjúkrunardeildarstjórar einkenni um vinnutengda streitu? 2. Hafa kvenhjúkrunardeildarstjórar verki frá stoðkerfi? 3. Eru tengsl á milli vinnutengdrar streitu og verkja frá stoðkerfi hjá kvenhjúkrunardeildarstjórum? Spurningalistakönnun var send vefrænt í gegnum Outcome vefkannanir og var gerð í október 2008. Flestir deildarstjóranna unnu níu stunda vinnudag og 21,8% þeirra var í námi samfara vinnu. Tæplega helmingur deildarstjóranna (47,7%) var yfir streituviðmiðum á streitukvarða og í beinni spurningu sögðust 36,4% vera stressaðir og töldu flestir streituna vera vegna vinnu. Af streituvaldandi þáttum var algengast að vera undir miklu tímaálagi, upplifa andlegt álag í starfi og vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Deildarstjórarnir töldu að fullnægjandi mönnun og aðstoðardeildarstjóri gæti minnkað mest þeirra vinnutengdu streitu. Rétt um helmingur þeirra (56,4%) fékk nægan nætursvefn 5-7 nætur vikunnar, algengast var að vakna upp að nóttu 3-5 sinnum í viku og 25% þeirra vöknuðu upp vegna áhyggna vegna vinnu og var algengasta ástæðan vegna álags. Verkir voru talsverðir frá stoðkerfi og að meðaltali upp á 4,6 á verkjakvarðanum „Visual analog scale (VAS)“. Um 30% deildarstjóranna höfðu slæma verki frá stoðkerfinu á bilinu 6-8 og 12,7% höfðu mikla verki á bilinu 9-10 á VAS. Dagafjöldi verkja frá stoðkerfinu var töluverður og höfðu 81 % deildarstjóranna einhvern tímann haft verki frá stoðkerfinu og hjá 36% höfðu verkirnir varað í yfir 30 daga til daglega. Hlúa þarf betur að deildarstjórum og taka þarf tillit til þeirra þátta sem þeir sjálfir segja að geti minnkað vinnutengdu streitu. Athuga þarf vel stærð og umfang starfsviðs hvers og eins þannig að vinnukröfur verði raunhæfar og álag tengt starfi þurfi ekki að koma niður á andlegri og líkamlegri heilsu þeirra. Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjórar, vinnutengd streita, stoðkerfi og verkir frá stoðkerfi, könnun.Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóður, B-hluti

    Work-related stress and workenvironment of Icelandic female head nurses

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome­kannanakerfið og svöruðu 110 (81%). Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings­ og skilningsleysi yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð. Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk.Background and purpose. Head nurses work under great pressure and can therefore experience work­related stress. The purpose of this investigation was, firstly, to study whether head­nurses in Iceland have symptoms of work­related stress, secondly, what the underlying factors are and thirdly, what factors contribute to their contentment or discontentment with their work­environment. The method was descriptive cross­sectional. The population was all head nurses in all hospitals in Iceland. The four male head nurses were not included. A questionnaire was sent through Outcome web­ survey to 136 female head nurses of which 110 participated (81%). Results showed that 45% of the head nurses were over the stress benchmark on the The Perceived Stress Scale (PSS). Being a young head­nurse, having short administrative experience as well as long working hours were risk factors to exceed the stress limits. Nearly one­third of the head nurses (28%) were over the stress benchmark without realizing or acknowledging it. There was a strong positive relationship between work­related stress and being mentally exhausted at the end of the workday. What the head nurses felt were the most important factors in decreasing work­related stress was adequate number of personnel and having an assistant head nurse. They also mentioned support, decreased number and scope of tasks, and more accurate job description. The head nurses were content with many aspects of their jobs, such as good co­workers, work atmosphere, satisfying communication and found their work versatile, enjoyable and rewarding. They were discontent with lack of staff, time pressure, lack of support from superiors, lack of funds and constant requests to cut down costs as well as being paid low salaries compared to great responsibility. Conclusions: Being a head­nurse is stressful as can be seen by the fact that almost half of the head­nurses were over the stress benchmark and almost one third of the head nurses were over the stress benchmark without realizing it. The main risk­factors of work­ related stress are: being young, short administrative experience, and long working­hours. Despite all, the head­nurses were content with many factors in their work­environment such as good co­workers.Félagi íslenskra hjúkrunarfræðing
    corecore