5 research outputs found

    Denture marking. Prevalence, methods and benefits of identification markings

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Markmið rannsóknarinnar var að gera fræðilega úttekt á heilgómamerkingum, taka saman helstu tegundir og aðferðir ásamt því að varpa ljósi á tilgang og mikilvægi þess að merkja heilgóma að mati starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunum; Hversu algengt er að heilgómar séu merktir hérlendis? Hvernig merkingar eru helst notaðar og hversu mikilvægt finnst tannlæknum og tannsmiðum að merkja heilgóma? Efniviður og aðferðir: Við gagnaöflun var notaður spurningalisti, viðtöl og fyrirliggjandi gögn frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Könnun var send rafrænt til 280 tannlækna og 77 tannsmiða með beiðni um þátttöku. Notuð var megindleg aðferðafæði við úrvinnslu spurningarlista og fyrirliggjandi gagna, og eigindleg nálgun var notuð í einstaklingsviðtölum við tvo heilbrigðisstarfmenn sem starfa við umönnun aldraðra og einn tannlækni sem hefur sérmenntun í réttartannlæknisfræði. Niðurstöður: Svarhlutfall í spurningakönnun var 39,5% (n=141). Alls sögðust 87,7% þátttakenda, sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei spyrja heilgómasjúklinga hvort þeir vilji fá merkingu á tanngervið. Sama sögðu 85,1% þátttakenda þegar spurt var hvort heilgómar væru merktir á þeirra vegum. Þrátt fyrir þessi svör, þótti helmingi þátttakenda frekar eða mjög mikilvægt að merkja heilgóma, og 84,8% voru mjög eða frekar sammála um að alltaf ætti að bjóða heilgómasjúklingum þjónustuna. Flestir sem merkja heilgóma nota til þess málmborða, eða 72,4%. Hæsta hlutfall merkinga af niðurgreiddum heilgómum hjá SÍ var 8%. Niðurstöður úr viðtölum gáfu til kynna að heilgómar eiga það til að týnast á hjúkrunar- og dvalarheimilum fyrir aldraða og merktir heilgómar geta verið mikilvægt hjálpargagn í réttarrannsóknum þar sem tannfræðileg greining er oftast notuð við að bera kennsl á fólk. Ályktun: Mikilvægt er að tannlæknar og tannsmiðir ræði saman um hvort bjóða skuli upp á þá þjónustu að merkja nýja eða eldri heilgóma. Þegar litið er til þess að meirihluti heilgómasjúklinga er í ört vaxandi hópi aldraðra, mætti tannheilsuteymið vera duglegra að upplýsa heilgómasjúklinga um tilgang, mikilvægi merkinga og hugsanlegan rétt þeirra á þátttöku SÍ í merkingu heilgóma. Sjúklingar geta tekið meðvitaða ákvörðun um hvort merkja eigi tanngervi þeirra í framhaldinu.Introduction: The main objective of this study is to conduct an extensive review of key methods in denture identification marking and evaluating the utility and benefits of these methods. Also analyse the views of dentists and dental technicians towards denture marking aimed to answer the following research questions; what is the prevalence of denture marking? What methods of denture marking are most commonly used, and how much emphasis do dentists and dental technicians place on denture marking? Materials and methods: In this research, a quantitative research method was utilized, notably a questionnaire consisting of 12 questions sent to 280 dentists and 77 dental technicians and statistical data was acquired from Iceland’s Health Insurance (SÍ) for analysis. Interviews were conducted with two healthcare personnel, working in nursing homes and a dentist specializing in forensic odontology, results from interviews were analysed with qualitative research methods. Results: Total 141 participants responded to the survey, with a response rate of 39,5%. A significant majority, 85,1%, rarely, very rarely or never marks dentures while half consider denture marking important or very important. A large majority, or 87,7%, rarely, very rarely or never ask patients whether denture marking would interest them. However, a majority, 84,8% agrees or strongly agrees that denture marking should always be readily available for patients. Most participants utilize metal band for marking, or 72,4%. Data from SÍ indicate that highest rate of subsidized denture markings was only 8%. Interviews with healthcare workers suggest high value of denture marking, due to frequent occurrence of missing dentures in nursing homes and hospitals. Furthermore, denture marking is highly important in forensic dental identification. Conclusion: Both dentists and dental technicians need to coordinate on whether denture marking should be offered to patients. Patients need to be better educated on the option of marking the dentures, and be informed of their potential financial support from the Icelandic Health Insurance. This will help patients to decide if denture identification would be acceptable and needed

    Crossectional study of oral health and quality of life among icelandic nursing home residents

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnErlendar rannsóknir sýna að aldraðir íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila eru líklegri til að þjást af tann- og munnsjúkdómum en aðrir sambærilegir hópar1,2. Hægt er að rekja tann- og munnsjúkdóma meðal annars til lélegrar munn- og tannhirðu, umhverfisþátta, neysluvenja og lyfjagjafar. Léleg tannheilsa getur aukið hættu á meltingartruflunum, leitt til vannæringar og sveppa- og tannholdssjúkóma í munni. Megintilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvaða samband tannheilsa hefur við lífsgæði aldraðra sem flutt hafa á dvalarheimili. Efniviður og aðferðir: Gerð var megindleg þversniðsrannsókn á einu dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, úrtakið (N= 45) var úr hópi íbúa heimilisins sem voru 67 ára og eldri. Gagnasöfnun var tvíþætt og fólst í 1) klínískri skoðun á vettvangi á munnheilsu þátttakenda samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og 2) notaður var staðfærður viðtalsstýrður lífsgæðakvarði „Oral health impact profile“ (OHIP-49) sem mælir persónubundið huglægt mat þátttakenda á eigin munnheilsu og tengslum hennar við lífsgæði. Skýribreyta var klínísk tannheilsa þátttakenda. Útkoma var mæld með OHIP-ICE lífsgæðakvarðanum á sviðum sem lýst er sem 1) færniskerðing, 2) líkamleg óþægindi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) sálrænar hömlur, 6) félagsleg skerðing og 7) höft eða fötlun. Tölfræðiaðferðir: Notuð var lýsandi og greinandi tölfræði á skýri- og útkomubreytur, fervikagreining (ANOVA) til að kanna samband milli tanna og tanngerva á lífsgæðum. Leiðrétt var fyrir bakgrunnsbreytum í tölfræðilíkönum. Niðurstöður: Alls luku 38 þátttakendur rannsókninni, 13 karlar og 24 konur. Meðalaldur þátttakenda var (M= 85.5, ± 5.6), meðaltannátustuðull var (M= 25.58, ± 3.52) og 71,5% þátttakenda höfðu tapað hluta af náttúrulegum tönnum sínum, 75% kvenna hafði tapað einni eða fleiri eigin tönnum samanborið við 64,8% karla. Einungis reyndist 9,8% náttúrulegra tanna vera óskemmdar hjá þátttakendum. Algengasta tanngervið var heilgómur í 51,3% tilfella. Tanngervi í neðri góm höfðu martæk áhrif á færniskerðingu F(35,2)= 4.34, p=0,021, á líkamlegar hömlur F(2,35)= 6.41, p=0,004 og á höft eða fötlun vegna munnheilsu F(2,35)= 3.57, p=0,039. Aldraðir upplifa skert lífsgæði vegna tann- og munnheilsu sinnar, fjöldi eigin tanna, staðsetning og tegund tanngerva hefur þar áhrif. Neikvæðar afleiðingar tann- og munnheilsu birtast sem skert tyggingarfærni, verri melting, hamlandi áhrif á fæðuval, breytt bragð og/eða lyktarskyn, skert tjáningargeta, minni lífsánægja og verra heilsufar. Ályktun: Samband er á milli munnheilsu og lífsgæða hjá öldruðum og batnandi tann- og munnheilsa krefst öflugar tannheilbrigðisþjónustu alla ævi. Því er mikilvægt að hafa reglulegt eftirlit með munnheilsu aldraðra og beita viðeigandi meðferðarúrræðum til að auka lífsgæði þeirra. Nauðsynlegt er að dvalar- og hjúkrunarheimili hafi skýrar verklagsreglur og úrræði sem styðjast við lög og reglugerðir stjórnvalda.Objective: In Iceland there is a lack of studies of oral health (OH) of the elderly living in nursing-homes (NH) and how OH influences their quality of life (QoL). This study is aimed at clinical OH and self-perceived OHQoL of the elderly. Material and methods: The study design was cross-sectional, data were collected from one nursing home in Reykjavík (N= 45), with clinical oral examinations using WHO oral health survey criteria. Data were collected on: status of teeth; D3MFT; types of prosthodontics; treatment needs; and demographical variables. With a structured interview using the Oral Health Impact Profile OHIP-49 questionnaire, in Icelandic, self-perspective data of negative aspects of OHQoL were collected, addressing: 1) functional limitation, 2) physical pain, 3) psychological discomfort, 4) physical disability, 5) psychological disability, 6) social disability and 7) handicap. Variables were coded for descriptive and analytic statistical data processing. The independent variable was OH, and dependent variables were scores on total OHIP and subscales. ANOVA and regression were used to investigate differences related to prosthodontic status groups: a) complete dentures; b) teeth and partial dentures; c) fixed restorations and teeth and variance in OHQoL, controlled for demographic variables. Results: A total of 38 participants completed the research: 13 male, 25 female. The mean age of participants was 85,5y ±5,6. Frequency of missing teeth was 71,5%, 75% females had one or more teeth missing compared to 64,8% males. The prevalence of full dentures was 51,3%. and the consequence of wearing prosthetic appliances in the mandibular region significantly influenced QoL related to: functional limitation F(35,2)= 4.34, p=0,021; physical disability F(2,35)= 6,41, p=0,004; and handicap F(2,35)= 3.57, p=0,039. OHQoL was affected by D3MFT and prosthodontic status. High D3MFT value correlated with less quality of life measured with OHIP-ICE. OH affected QoL among participants; number of teeth’s, location and types of removable dentures had an impact on mastication, less taste sensitivity, limited ability of eating and restricted use of certain types of food. OH also influenced life satisfaction and general health. Conclusion: This study indicates association between oral health and quality of life among the elderly and that improved oral health needs lifelong care and service. This indicates a need for continuous vigilance in oral health care in nursing homes to improve OHQoL of residents. It is essential for nursing homes to use oral health care protocols and have therapeutic treatments available according to government rules and regulations

    Munnheilsa aldraðra einstaklinga. Lífsgæði íbúa og munnheilsuvernd á íslenskum hjúkrunarheimilum

    No full text
    Background: Good oral health is fundamental for general health, wellbeing and quality of life for all age groups. Little information exists on the oral health of older adults living in Icelandic nursing homes and how they perceive their oral health and quality of life (Paper I, II). Further, regular oral hygiene is important for oral health promotion and preventing the development of oral diseases, especially for frail older adults living in long-term care. The literature contains little information on oral care in nursing homes and regarding oral health attitudes and beliefs among nursing home staff. Aim: First, this work aimed to screen oral health among residents in Icelandic nursing homes and explore the association between the number of decayed, missing and filled teeth (DMFT), dental prostheses, oral health problems, nutrition problems and quality of life (Papers I, II). Second, it aimed to study oral health beliefs and attitudes to oral care among staff working in these same nursing homes and compare the results between professions, along with the association between positive and negative oral health beliefs and oral care (Paper III). Methods: Papers I and II report a cross-sectional study of 82 residents living in two nursing homes. Their oral health was screened according to international standards using the Oral Health Survey (OHS) and Oral Health Impact Profile (OHIP-49) to collect data on residents’ self-perceived oral health problems and their association with functional, physical, and social limitations and quality of life (Paper I). The self-perceived oral health problems and the association between oral health and nutrition problems were also studied using specific questions from the OHIP-49 (Paper II). Paper III was a cross-sectional study among nursing staff (N = 200) working in two nursing homes in Reykjavík and nearby municipalities. Data were collected using the Nursing Dental Coping Belief Scale (DCBS) to study their beliefs about being able to control oral health outcomes with oral care. Results: In Papers I and II, a total of 73 residents (89%) completed the study. Their mean age was 86.8 years (± 5.7), ranging from 73 to 100 years. Edentate residents believed that their oral health negatively impacted their general wellbeing and quality of life compared with dentate residents. Both the number of DMFT (67.5%) and the mean DMFT index (25.7 3.3) were high, indicating a high prevalence of oral diseases in this sample. The prevalence of untreated oral symptoms was high (67%), and these were significantly more common among residents who had dwelled longer in the nursing home (Paper I). Most (59%) residents had some teeth, whereas others were edentulous. Residents who had dwelled longer than a year in the nursing home significantly more often had less taste sensitivity (p = 0.015), changed taste perception (p = 0.029) and chewing difficulties (p = 0.041) compared to residents who had stayed in the nursing home for less time. Edentate residents frequently had nutrition-related problems (M = 4.8 ± 2.5, range 0 to 8) and poor oral health, which can be an important predictor of malnutrition (Paper II). In Paper III, a total of 109 employees (54.5%) participated in the study, with a mean age of 38.5 years (± 15.8), ranging from 18 to 70 years. Staff with oral health education scored lower on the DCBS than their peers with no oral health education, which indicates that oral health education resulted in positive oral health beliefs. Nevertheless, most nursing home staff in this study had limited or no oral health education or practical training in oral care. The results show that oral health education may promote positive oral health beliefs and aid staff to believe that their oral care can reduce oral health problems among residents. Conclusion: Oral care standards should be revised in nursing homes to guarantee oral care according to individualised needs. Staff must have specific oral health education and training. They need access to appropriate oral health assessment tools for regular screening to prevent the development of oral diseases and modify oral care plans when needed. To cope with oral care in nursing homes, authorities, politicians, health professionals, nursing staff and associates working in geriatric care could work together to create an oral care policy to lower the burden of oral diseases among residents.Bakgrunnur: Góð munnheilsa er mikilvæg fyrir alla aldurshópa og stuðlar að góðri almennri heilsu, vellíðan og lífsgæðum. Litlar upplýsingar eru fyrirliggjandi um munnheilsu íbúa á hjúkrunarheimilum og hvernig þeir upplifa eigin tannheilsu og tengd lífsgæði (Vísindagrein I og II). Eins er mikilvægt að viðhalda munnheilsu með reglulegri munnhirðu til að koma í veg fyrir þróun munnsjúkdóma, ekki síst hjá þeim sem eru orðnir hrumir og búa á stofnunum. Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um hvernig staðið er að munnheilsuvernd á íslenskum hjúkrunarheimilum eða hver viðhorf eru meðal starfsfólk til munnheilbrigðisþjónustu í starfi sínu. Markmið: Í fyrsta lagi, að skima munnheilsu íbúa á hjúkrunarheimilum og kanna sérstaklega hvernig fjöldi skemmdra, fylltra og tapaðra tanna og tegund tanngerva hefðu áhrif á munnheilsutengd lífsgæði og skoða tengsl milli munnheilsu og næringartengdra vandamála (Vísindagrein I og II). Í öðru lagi, að rannsaka viðhorf starfsfólks á þessum heimilum til munnheilsuverndar og bera niðurstöður saman milli fagstétta. Sérstaklega var skoðað hvort jákvætt og neikvætt viðhorf starfsfólks hefði mögulega tengsl við fagleg störf þeirra við munnheilsuvernd. Aðferðir: Vísindagreinar I og II lýsa þversniðsrannsókn meðal íbúa (N = 82) á tveimur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, þar var munnheilsa þátttakenda skoðuð og skráð samkvæmt alþjóðlegum skoðunarstaðli (Oral Health Survey, OHS) og lagður fyrir lífsgæðakvarði (Oral Health Impact Profile, OHIP-49), sem mælir neikvæð áhrif munnkvilla á félagslega–, sálræna– og líkamlega virkni einstaklingsins og lífsgæði (Vísindagrein I). Jafnframt voru skoðuð tengsl milli munnheilsu íbúa, lífsgæða og næringartengdra vandamála með átta sértækum spurningum úr OHIP-49 lífsgæðakvarðanum (Vísindagrein II). Vísindagrein III lýsti þversniðsrannsókn meðal starfsfólks (N = 200) á tveimur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Lagður var fyrir þýddur og staðfærður spurningarlisti Viðhorf til munnheilsuverndar (e. Nursing Dental Coping Belief Scale, DCBS) sem metur trú starfsfólks á því að þeir geti og búi yfir hæfni til að geta haft áhrif á framgöngu munnkvilla hjá sjúklingum í þeirra umsjá. Niðurstöður: Vísindagreinar I og II sýna niðurstöður úr þversniðsrannsókn meðal íbúa á tveimur hjúkrunarheimilum. Alls luku 73 íbúar eða rúmlega 89% þátttöku í rannsókninni, meðalaldur var 86,8 ár (± 5,7) og aldurs spönn 73-100 ár. Tannlausir íbúar upplifðu neikvæðari áhrif eigin munnheilsu á almenna líðan og lífsgæði í samanburði við tennta íbúa. Fjöldi skemmdra, tapaðra og fylltra tanna var mikill (67,5%) og meðal tannátustuðull hár (M = 25,7 3,3), sem bendir til þess að útbreiðsla munnkvilla sé algeng í þessum hóp. Enn fremur var hlutfall ómeðhöndlaðra munnkvilla hátt hjá þátttakendum (67%) og reyndust íbúar með lengri búsetu á hjúkrunarheimili vera martækt oftar útsettir fyrir að vera með ómeðhöndlaða munnkvilla (Vísindagrein I). Meirihluti íbúa (59%) hafði einhverjar tennur en aðrir voru tannlausir, þeir íbúar sem höfðu búið lengur en ár á hjúkrunarheimili upplifðu martækt oftar skert bragðskyn (p = 0,015), breytt bragðskyn (p = 0,029) og erfiðleika við að tyggja mat (p = 0,041) en þeir sem búið höfðu þar skemur. Tannlausir íbúar skoruðu hátt að meðaltali á kvarða sem mælir næringartengd vandamál (M = 4,8 ± 2,5, min 0 – 8 max) og íbúar sem voru metnir með slæma munnheilsu DMFT-28), sem getur verið mikilvægur fyrirboði um aukna hættu á vannæringu (Vísindagrein II). Vísindagrein III, þátttaka í rannsókninni var 54,5% (109/200), meðalaldur var 38,5 ár (15,8) og aldurs spönn 18-70 ár. Starfsfólk með menntun í munnheilsuvernd skoraði marktækt lægra á spurningarlistanum Viðhorf til munnheilsuverndar en starfsfólk án hennar, sem bendir til þess að þeir sem hafi hlotið menntun í munnheilsuvernd séu með jákvæðara viðhorf til munnheilbrigðisþjónustu í starfi sínu. Algengast var að ófaglærðir starfsmenn sinntu daglegri munnhirðu íbúa en þeir voru ólíklegastir til að hafa menntun á því sviði. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar stuðlar þekking á munnheilsuvernd að aukinni trú starfsfólks á að það hafi getu til að draga úr þróun munnkvilla meðal íbúa. Ályktun: Álykta má að endurskoða þurfi munnheilsuvernd á hjúkrunarheimilum, til að tryggja að hún sé í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir íbúa. Nauðsynlegt er að starfsfólk hafi sértæka menntun í munnheilsuvernd aldraðra og búi yfir skimunartæki í forvarnarskyni til að meta reglulega munnheilsu íbúa og framgang munnkvilla. Með samstilltri þverfræðilegri samvinnu heilbrigðisstétta og aðstoðarfólks í öldrunarhjúkrun með aðkomu hagsmunaaðila og stjórnvalda mætti endurskoða munnheilbrigðisþjónustu á þessum vettvangi og leita lausna til að draga úr sjúkdómsbyrði munnkvilla meðal íbúa

    Oral health quality of life among nursing home residents

    No full text
    Tilgangur: Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að aldraðir íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila eru líklegri til að þjást af tann- og munnsjúkdómum en aðrir sambærilegir hópar. Rekja má tann- og munnsjúkdóma til ýmissa þátta á borð við lélega munn- og tannhirðu, skort á viðhaldi tanngerva, neysluvenja og lyfjagjafar. Léleg tannheilsa getur aukið hættu á heilsufarsvandamálum á borð við vannæringu og meltingartruflanir og sveppa- og tannholdssjúkóma. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða áhrif tannheilsa hefur á lífsgæði aldraðra. Efniviður og aðferðir: Megindleg þversniðsrannsókn, úrtak (N= 45) úr hópi íbúa 67 ára og eldri sem búsettir voru á dvalar- og öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Gögnum var safnað með klínískri skoðun á vettvangi á tannheilsu þátttakenda samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og með staðfærðum viðtalsstýrðum lífsgæðakvarða „Oral health impact profile“ (OHIP-49) sem mælir persónubundið huglægt mat þátttakenda á eigin tannheilsu og lífsgæðum. Skýribreyta er klínísk tannheilsa þátttakenda. Útkoma er mæld með OHIP-ICE lífsgæðakvarðanum á 1) færniskerðingu, 2) líkamleg óþægindi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) sálrænar hömlur, 6) félagslega skerðingu og 7) höft eða fötlun. Tölfræðiaðferðir: Reiknuð var lýsandi og greinandi tölfræði um tannheilsu og áhrif tanna eða tanngerva á lífsgæði. Niðurstöður: Alls luku 38 þátttakendur rannsókninni, 13 karlar og 24 konur. Meðalaldur þátttakenda var (M= 85.5, ± 5.6), meðaltannátustuðull var (M=25.58,± 3.52) og 71,5% þátttakenda höfðu tapað sínum náttúrulegum tönnum, 75% kvenna hafði tapað einni eða fleiri eigin tönnum samanborið við 64,8% karla. Einungis reyndist 9,8% náttúrulegra tanna vera óskemmdar hjá þátttakendum. Algengasta tanngervið var heilgómur í 51,3% tilfella. Tanngervi í neðri góm höfðu martæk áhrif á færniskerðingu F(35,2)= 4.34, p=0,021, á líkamlegar hömlur F(2,35)= 6.41, p=0,004 og á höft eða fötlun vegna tannheilsu F(2,35)= 3.57,p=0,039. Aldraðir upplifa skert lífsgæði vegna ástands eigin tanna og tegunda tanngerva. Algengt er að verri lífsgæði birtist lélegri tyggingarfærni, , verri meltingu með hamlandi áhrif á mataræði og minni brosgetu hjá þeim sem nota heilgóma. Ályktun: Það er nauðsynlegt að bæta tannheilsu aldraðra, draga úr tíðni tannátu og lausra tanngerva með forvörnum, skimun og reglulegri tannheilbrigðisþjónustu til að viðhalda heilsu og lífsgæðum meðal aldraðra íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það má gera með samstilltu átaki stjórnvalda, heilbrigðisstarfsfólks, tannheilsustétta og hagsmunasamtaka aldraðraPurpose: In Iceland there is a lack of studies of oral health (OH) of the elderly living in nursing-homes (NH) and how OH affects their quality of life (QoL). This study is aimed at investigating clinical OH and self-perceived OHQoL of the elderly. Methods: The study design was cross-sectional, data were collected from one nursing home in Reykjavík (N= 45), with clinical oral examinations using WHO oral health survey criteria. Data were collected on: status of teeth; D3MFT; types of prosthodontics; treatment needs; and demographical variables. With a structured interview using the Oral Health Impact Profile OHIP-49 questionnaire, in Icelandic, self-perspective data of negative aspects of OHQoL were collected, addressing: 1) Functional limitation, 2) Physical pain, 3) Psychological discomfort, 4) Physical disability, 5) Psychological disability, 6) Social disability and 7) Handicap. Variables were coded for descriptive and analytic statistical data processing. The independent variable was OH, and dependent variables were scores on total OHIP and subscales. ANOVA and regression were used to investigate differences related to prosthodontic status groups: a) complete dentures; b) teeth and partial dentures; c) fixed restorations and teeth and variance in OHQoL, controlled for demographic variables. Results: A total of 38 participants completed the research: 13 male, 25 female. The mean age of participants was 85,5y ±5,6. Frequency of missing teeth was 71,5%, 75% females had one or more teeth missing compared to 64,8% males. The prevalence of full dentures was 51,3%. and the effect of wearing prosthetic appliances in the mandibular region significantly affected QoL related to: functional limitation F(35,2)= 4.34, p=0,021; physical disability F(2,35)= 6,41, p=0,004; and handicap F(2,35)= 3.57, p=0,039. OHQoL was affected by D3MFT and prosthodontic status. High D3MFT value correlated with less quality of life measured with OHIP-ICE. It had an effect on mastication, less taste sensitivity, limited ability of eating and restricted use of certain types of food. Conclusion: It is necessary to improve oral health among NH residents, decrease the D3MFT scores, screen for oral diseases, provide, and improve access to, oral health care services in order to improve OHQoL of the elderly residents. This might be accomplished with political support, co-operation among health personnel, the oral health team and associations of the elderly

    Tannsmiðir á tímamótum. Frá fagi í mótun til formlegs náms, áhrif kerfis- og bóknámsreks á menntun íslenskra tannsmiða

    No full text
    Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni höfunda til BS prófs í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands haustið 2010. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig hefur þróun fagsviðs og bóknámsrek haft áhrif á menntun íslenskra tannsmiða? Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þróun fagsviðs tannsmiða, áhrif bóknámsreks á menntun tannsmiða og áhrif námskráreks og kerfisreks á námskröfur í tannsmíði. Aðferðir: Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir auk starfendarannsókna. Tekin voru viðtöl við heimildarmenn og spurningakönnun send til hentugleikaúrtaks. Leitað var íslenskra frumheimilda og stuðst við birt og óbirt gögn sem varða sögu Tannsmiðafélags Íslands auk ýmissa heimilda sem varða kennsluþróun í tannsmíði hér á landi og erlendis. Samanburður var gerður á námskrá í tannsmíði frá byrjun skipulagðrar kennslu í faginu til gildandi kennsluskrár Háskóla Íslands. Einnig var rakin þróun fagsins og starfsstéttarinnar á Íslandi. Rakið var hvernig menntun tannsmiða hefur verið háttað hér á landi, hvað hefur breyst og hvers vegna. Hugtökin bóknámsrek (e. academic drift), stofnanarek (e. institutional drift), kerfisrek (e. system drift), nemendarek (e. drift of the student body), deildarrek (e. faculty drift) og námskrárrek (e. curriculum drift) voru skoðuð. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að framfarir í tannsmíði hafa verið miklar frá því að nám og kennsla hófst hér á landi í faginu. Hægfara áhrifa þeirra gætir í námskröfum og námskrám, sem síðar leiddi til bóknámsreks og að lokum til kerfisreks innan stofanna. Ályktun: Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að þær breytingar á námi tannsmiða úr því að vera nám á framhaldsskólastigi í það að vera nám á háskólastigi hafi verið í rökréttu samhengi við þróun fagsviðsins og samræmist kröfum gerðum til kunnáttu tannsmiða í dag. Eins muni breytingarnar stuðla að jákvæðri þróun námsins og tannsmíðafagsins á Íslandi, bæði nemendum og skjólstæðingum til hagsbóta.Purpose: This thesis is a final project towards a BS degree in dental technology at the School of Health Sciences at the University of Iceland, conducted in the autumn term of 2010. The aim was to answer the research question: How has the evolution of the profession and academic drift influenced the education of Icelandic dental technicians? The main purpose of the research was to trace the evolution of methods of the trade, evaluate the influence of academic drift on education of dental technicians and assess the influence of curriculum drift and system drift on dental technology education. Methods: In this research project both quantitative and qualitative research forms as well as action research were used. Interviews were taken with key informants and a questionnaire used for purposeful sampling. Old Icelandic official documents were investigated. Published and unpublished material were used concerning the history of the Association of Dental Technicians in Iceland as well as other documents that concern the development of teaching dental technology in Iceland and abroad. Comparison was made on the curriculum in dental technology in Iceland from the beginning of teaching the profession until today; currently a BS university degree. The evolution of the methods of the trade and the development of the profession was followed. The official history of dental technology education in this country was analyzed, the changes that have been made were investigated as well as the reason why they occurred. The concepts; academic-, institutional-, system-, faculty-, curriculum drift and drift of the student body was looked into and fitting concepts connected to the development of changes Results: The main results of the research show that from the beginning of formal teaching of dental technology in this country progress has been rapid. Their formal influence is seen as slow progress. This has had the effect of producing a gradual increase in educational requirements and curriculum content which then has led to academic drift and finally to system drift within institutions. Conclusion: From the research results it can be concluded that the changes that have taken place in the education of dental technicians from being a Higher Education degree to a BS University degree have been logical in the context of the trade’s evolution and coincides with the requirements demanded of dental technology today. The changes will also help towards a future positive evolution of dental technology in Iceland for the benefit of both students and clients
    corecore