14 research outputs found

    Rauðkornarof í sermissýnum : könnun á tíðni þess og svöruðum niðurstöðum á kalíum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenInngangur: In vitro rauðkornarof (hemolysis) í sermissýnum er algengustu mistök í forgreiningarfasa (pre-analytical phase) heildar rannsóknarferlis. Helstu orsakir in vitro rauðkornarofs í sermissýnum eru þættir tengdir blóðsýnatöku, ófullkominni vinnslu og meðhöndlun blóðsýna. Tíðni in vitro rauðkornarofs í sermissýnum hefur reynst hæst í blóðsýnum sem tekin eru í gegnum innanbláæða holleggi (intravenous catheters) á slysa- og bráðadeildum. Vægt in vitro rauðkornarof í sermissýnum hefur ofast lítil eða engin áhrif á niðurstöður lífefnarannsókna í klínískri lífefnafræði. Sermissýni með óeðlilega miklu magni af rauðkornarofi (hemóglóbín ≥2 g/L) eru talin óhæf til mælinga á vel flestum lífefnum í klínískri lífefnafræði. Kalíum niðurstöðu á aldrei gefa út á óhæfu sýni. Markmið: Að kanna tíðni rauðkornarofs í sermissýnum á slysa- og bráðadeild (BrG2) Landspítalans í Fossvogi (LSH-Fv) og athuga hvernig niðurstöðum á kalíum í sermissýnum með rauðkornarof er svarað í FlexLab, tölvu- og upplýsingakerfi klínískrar lífefnafræðideildar. Efni og aðferðir: Tíðni rauðkornarofs var kannað í 540 og 641 blóðsýnum sem flest voru tekin í gegnum innanbláæða holleggi í 14 daga með sex mánaða millibili á BrG2 LSH-Fv (maí og desember 2008). Einnig voru skoðuð 444 blóðsýni, sem voru tekin á hefðbundinn hátt í mars 2009 á göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv. Rauðkornarof var metið sjónrænt í sermissýnum. Niðurstöður kalíums í sermissýnum með rauðkornarof voru athugaðar í FlexLab. Niðurstöður: Fjöldi sermissýna sem innihéldu sjáanlegt rauðkornarof í öllum sermissýnum var í maí, desember og mars í þeirri röð sem getið er 106 (19,6%), 70 (10,9%) og 2 (0,5%). Tölfræðilega marktækur munur var á tíðni rauðkornarofs í sermissýnum sem tekin voru á BrG2 og göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv (p <0,001) Heildarfjöldi sjúklingasýna sem talin voru óhæf til mælinga á kalíum vegna of mikils magns af rauðkornarofi í maí og desember var 82 (n =176) eða 46,6%. Heildarfjöldi sjúklingasýna með svaraðar niðurstöður á kalíum í sermissýnum með mikið rauðkornarof (hemóglóbín ≥2 g/L) í FlexLab var 20 (n = 82) eða 24,4%. Ályktun: Blóðsýnataka gegnum innanbláæða holleggi tengist marktækt meira rauðkornarofi í sermissýnum miðað við hefðbundna blóðsýnatöku. Kanna þarf hvaða lykilþættir það eru í blóðsýnatöku í gegnum innanbláæða holleggi á BrG2 sem valda rauðkornarofi í sermissýnum. Verklagsreglur um meðhöndlun sermissýna með rauðkornarof á klínískri lífefnafræðideild LSH-Fv þurfa að vera skýrari

    Könnun á stöðugleika glúkósa í þremur tegundum blóðsýnaglasa

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textInngangur: Glúkósi lækkar í blóðsýnaglösum vegna glýkólýsu sem er einn helsti skekkjuvaldur í forgreiningarfasa glúkósamælinga. Klínískar rannsóknarstofur hafa notað ýmis verndunarefni í blóðsýnaglösum til að reyna að koma í veg fyrir glýkólýsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organisation, WHO) hefur gefið út alþjóð legar leiðbeiningar um glúkósamælingar og greiningu á sykursýki. Forsenda fyrir réttri sjúkdómsgreiningu á sykursýki er að mælingar á glúkósa í blóði séu stöðugar og nákvæmar. Markmið: Að kanna stöðugleika glúkósa í mismunandi tegundum blóðsýnaglasa og leggja mat á hvort æskilegt væri að breyta vali á blóðsýnaglösum á klínískri lífefnafræðideild (KL) á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) út frá vitneskju um óstöðugleika glúkósa fyrir mælingu. Efni og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 30 heilbrigðum einstaklingum og 20 einstaklingum með sykursýki sem voru í eftirliti á göngudeild sykursjúkra á LSH. Blóðsýni voru tekin í mismunandi blóðsýnaglös úr hverjum þátttakanda: Glös með lithíum heparíni (Li-Hep), glös með geli, glös með natríum flúoríði (NaF) og glös með sítrati (FcMix). Blóðsýnaglös voru geymd við stofuhita í 2, 4 og 24 klukkustundir áður en þau voru skilin niður og glúkósi mældur. Glúkósastyrkur úr mismunandi blóðsýnaglösum var borinn saman við glúkósastyrk í viðkomandi viðmiðunarsýni. Viðmiðunarsýni voru tekin í Li-Hep glös sem voru sett í ísvatn strax eftir blóðtöku og skilin niður innan 10 mínútna. Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að stöðugleiki glúkósa er mismikill í mismunandi blóðsýnaglösum. Glös sem innihalda FcMix virðast vera bestu glösin til að minnka áhrif glýkólýsu á niðurstöður glúkósamælinga. Æskilegt væri að skoða breytingu á vali á blóðsýnaglösum á Landspítalanum. Samkvæmt niðurstöðum þessara rannsóknar væru FcMix glösin besti kosturinn þar sem glúkósi helst stöðugri í þeim samanborið við aðrar tegundir blóðsýnaglasa sem rannsakaðar voru

    Advances in detection, evaluation and management of chronic kidney disease

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe incidence of end-stage kidney failure has increased dramatically world-wide in recent decades. It is a disorder that carries high mortality and morbidity and its treatment is expensive. Increased emphasis has been placed on early detection in recent years in the hope that it may lead to preventive strategies. However, these efforts have been hampered by ambiguous disease definitions. Recent guidelines have defined chronic kidney disease (CKD) as glomerular filtration rate (GFR) less than 60 ml/min/1.73 m(2) and/or evidence of kidney damage by laboratory or imaging studies, of more than 3 months duration. Chronic kidney disease is divided into 5 stages based on renal function, where stage 1 is defined as normal GFR or above 90 ml/min/1.73 m(2), and stage 5 as GFR below 15 ml/min/1.73 m(2) which is consistent with end-stage kidney failure. The GFR can be measured directly but more conveniently it is calculated based on serum creatinine using formulas that have been shown to be fairly accurate. Epidemiological studies employing the new definition have shown that the prevalence of CKD is 5-10% in Western countries, leading to its recognition as a major public health problem. It has also been demonstrated that CKD is associated with increased cardiovascular risk. This year the Clinical Biochemistry Laboratory at Landspitali University Hospital will begin reporting the estimated GFR along with the serum creatinine values. It is important that Icelandic physicians learn to use the estimated GFR in their daily practice to make the diagnosis and staging of CKD more effective. Hopefully this will lead to earlier detection and institution of therapy that may retard the development of end-stage kidney failure and decrease the associated cardiovascular risk.Nýgengi nýrnabilunar á lokastigi hefur aukist jafnt og þétt um allan heim á undanförnum áratugum. Því hafa augu manna beinst að því að greina langvinnan nýrnasjúkdóm snemma svo draga megi úr áþján og kostnaði sem fylgir lokastigsnýrnabilun. Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum er langvinnur nýrnasjúkdómur skilgreindur sem gaukulsíunarhraði (GSH) undir 60 ml/mín./1,73 m2 og/eða merki um skemmdir í nýrum samkvæmt þvag- eða myndgreiningarrannsóknum, í að minnsta kosti þrjá mánuði. Jafnframt er langvinnum nýrnasjúkdómi skipt í fimm stig eftir starfshæfni nýrna, frá stigi 1 sem er skilgreint sem eðlilegur GSH eða yfir 90 ml/mín./1,73 m2, og upp í stig 5, þegar GSH er kominn niður fyrir 15 ml/mín./1,73 m2 en það telst vera lokstigsnýrnabilun. Gaukulsíunarhraða er hægt að mæla beint en mun hentugra er að reikna hann út frá kreatíníni í sermi með því að nota jöfnur sem hafa reynst vera nokkuð áreiðanlegar. Hins vegar er kreatínín í sermi eitt sér frekar ónákvæmur mælikvarði á nýrnastarfsemi. Faraldsfræðilegar rannsóknir sem byggja á framangreindri skilgreiningu hafa sýnt að tíðni langvinns nýrnasjúkdóms er 5-10% á Vesturlöndum og er því víða farið að líta á hann sem lýðheilsuvandamál. Einnig hefur verið sýnt fram á að langvinnum nýrnasjúkdómi fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum. Á þessu ári mun rannsóknastofa í klínískri lífefnafræði á Landspítala hefja þá nýbreytni að gefa upp reiknaðan GSH ásamt kreatíníngildum. Mikilvægt er að læknar kynni sér gildi reiknaðs GSH og nýti hann við dagleg störf. Þannig verður greining og meðferð sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm markvissari og verður vonandi hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn þróist yfir í lokastigsnýrnabilun auk þess að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum

    HbA1c 7% verður 53 mmól/mól ný eining frá 1. mars 2015

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Disease associations with monoclonal gammopathy of undetermined significance can only be evaluated using screened cohorts : results from the population-based iStopMM study

    Get PDF
    Monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS) is an asymptomatic precursor condition that precedes multiple myeloma and related disorders but has also been associated with other medical conditions. Since systematic screening is not recommended, MGUS is typically diagnosed due to underlying diseases and most cases are not diagnosed. Most previous studies on MGUS disease associations have been based on clinical cohorts, possibly resulting in selection bias. Here we estimate this selection bias by comparing clinically diagnosed and screened individuals with MGUS with regards to demographics, laboratory features, and comorbidities. A total of 75,422 participants in the Iceland Screens, Treats, or Prevents Multiple Myeloma (iStopMM) study were screened for MGUS by serum protein electrophoresis, immunofixation and free light chain assay (clinicaltrials gov. Identifier: NCT03327597). We identified 3,352 individuals with MGUS, whereof 240 had previously been clinically diagnosed (clinical MGUS), and crosslinked our data with large, nationwide registries for information on comorbidities. Those with clinical MGUS were more likely to have at least one comorbidity (odds ratio=2.24; 95% confidence interval: 1.30-4.19), and on average had more comorbidities than the screened MGUS group (3.23 vs. 2.36, mean difference 0.68; 95% confidence interval: 0.46-0.90). They were also more likely to have rheumatological disease, neurological disease, chronic kidney disease, liver disease, heart failure, or endocrine disorders. These findings indicate that individuals with clinical MGUS have more comorbidities than the general MGUS population and that previous studies have been affected by significant selection bias. Our findings highlight the importance of screening data when studying biological and epidemiological implications of MGUS.Peer reviewe

    Iceland screens, treats, or prevents multiple myeloma (iStopMM): a population-based screening study for monoclonal gammopathy of undetermined significance and randomized controlled trial of follow-up strategies.

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadMonoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS) precedes multiple myeloma (MM). Population-based screening for MGUS could identify candidates for early treatment in MM. Here we describe the Iceland Screens, Treats, or Prevents Multiple Myeloma study (iStopMM), the first population-based screening study for MGUS including a randomized trial of follow-up strategies. Icelandic residents born before 1976 were offered participation. Blood samples are collected alongside blood sampling in the Icelandic healthcare system. Participants with MGUS are randomized to three study arms. Arm 1 is not contacted, arm 2 follows current guidelines, and arm 3 follows a more intensive strategy. Participants who progress are offered early treatment. Samples are collected longitudinally from arms 2 and 3 for the study biobank. All participants repeatedly answer questionnaires on various exposures and outcomes including quality of life and psychiatric health. National registries on health are cross-linked to all participants. Of the 148,704 individuals in the target population, 80 759 (54.3%) provided informed consent for participation. With a very high participation rate, the data from the iStopMM study will answer important questions on MGUS, including potentials harms and benefits of screening. The study can lead to a paradigm shift in MM therapy towards screening and early therapy.Black Swan Research Initiative by the International Myeloma Foundation Icelandic Centre for Research European Research Council (ERC) University of Iceland Landspitali University Hospita

    Viðhorf auglýsingafólks til auglýsinga

    No full text
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna almennt viðhorf auglýsingafólks til auglýsinga, hverjir væru mikilvægustu þættirnir í gerð auglýsinga, hvaða miðill sé árangursríkastur og við hvaða miðla þátttakendur notist oftast í starfi sínu. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi rafræns spurningalista. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki og stofnað var til samstarfs við fimm auglýsingastofur. Samstarfið var þannig að stjórnarformenn eða framkvæmdastjórar innan skipulagsheildanna áframsendu spurningalistann til þeirra starfsmanna sinna sem vinna við gerð auglýsinga. Rannsókn Pollay og Mittal um viðhorf almennings til auglýsinga var höfð til hliðsjónar við gerð spurningalistans og voru það í heildina 46 starfsmenn sem svöruðu listanum af þeim 125 sem fengu hann. Spurningalistinn byggði á 29 fullyrðingum en þátttakendur voru beðnir um að meta hversu sammála eða ósammála þeir væru þeim. Síðan voru þátttakendur beðnir að leggja mat sitt á hvaða miðill væri mikilvægastur og tilgreina hvaða miðla þeir notuðu mest í starfi sínu. Aðrar spurningar voru bakgrunnspurningar um kyn, aldur, menntun og starfssvið. Niðurstöður leiddu í ljós að almennt viðhorf auglýsingafólks til auglýsinga er jákvætt og voru þátttakendur sammála fræðunum um hlutverk og markmið auglýsinga. Í ljós kom að þátttakendur voru almennt sammála um hvaða þættir væru mikilvægastir við gerð auglýsinga en niðurstöður voru settar upp í lista þar sem 1 var mikilvægasti þátturinn og 8 síst mikilvægasti þátturinn. Í ljós kom að sjónvarpsmiðillinn, sá miðill sem talinn er árangursríkastur, var þó lítið notaður af þátttakendum í starfi þeirra. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að sjónvarpið er dýrari miðill heldur en aðrir. Í ljós kom að viðhorf auglýsingafólksins til miðlanna var á jákvæðum nótum en þátttakendur voru sammála því að birtingartími miðla skipti máli og einnig að auglýsingin sé hönnuð eftir þeim miðli sem hún á að birtast í

    Hvernig konur nýta sér miðaða markaðssetningu til að stofna til ástarsambands

    No full text
    Þessi ritgerð er unnin með því hugafari að skoða hvort konur í leit að ástarsambandi geti stuðst við hugmynda- og aðferðafræði markaðsfræðinnar um markaðssetningu í þeim tilgangi að stofna til ástarsambands. Lagt var upp með þeim hætti að konunni væri hægt að líkja við vöru eða framleiðslueiningu. Eigindleg rannsókn var gerð með þriggja einhleypra kvenna í námi við Háskóla Íslands. Þátttökuathugun og opin viðtöl voru notuð við gagnasöfnunina. Kannað var hvort konurnar nýttu sér miðaða markaðssetningu á tveimur vettvöngum, á skemmtanalífinu og í daglegu lífi, til að koma „vöruframboði“ sínu á framfæri. Einnig var skoðað hvort að þær aðgreindu sig með samvali söluráðanna sem snýst um P-in fjögur sem eru vara, verð, vettvangur og vegsauki. Ákjósanlegt þótti að velja konur þar sem rannsóknin beinist að markaðssetningu kvenna og leit þeirra að maka. Þátttakendurnir í þessari rannsókn voru valdir með hentugleika úrtaki, það er þær eru nálægar rannsakandanum en eiga það sameiginlegt að vera allar nemendur í Háskóla Íslands. Kenningarnar um miðaða markaðssetningu (STP) og samval söluráða (e. marketing mix) voru notaðar í ritgerðinni til að finna út hvernig konurnar komu vöru sinni á framfæri með sem skilvirkustum hætti. Niðurstöður leiddu í ljós að konurnar nýttu sér miðaða markaðssetningu og aðgreindu sig með söluráðum á báðum vettvöngum. Konurnar sýndu fram á markaðshlutun en þær skiptu markaðinum með því að styðjast við landfræðilegar og lýðfræðilegar breytur. Þær vildu karlmenn á svipuðum aldri og með góða menntun. Allar konurnar notuðu samval söluráða til að aðgreina sig. Verð var misjafnt eftir aðstæðum, hvort það var í daglegu lífi eða á skemmtanalífinu. Dreifileiðirnar voru mismunandi þegar kom að skemmtanalífinu en aðeins einn var sameiginlegur sem er Hressingarskálinn. Í daglegu lífi var fylgst með konunum í Háskóli Íslands. Konurnar treystu allar á persónulega sölumennsku, söluhvata og stórt tenglsanet til að auka vegsauka sinn

    Ýta auglýsingar undir staðalímyndir kynjanna að mati auglýsingagerðarfólks

    No full text
    Hugtakið staðalímynd vísar til almennra hugmynda um einhvern tiltekinn hóp. Auglýsingar hafa af mörgum verið taldar ýta undir staðalímyndir ýmissa hópa, sér í lagi staðalímyndir kynjanna. Það hvernig birtingarmynd karla og kenna er í auglýsingum getur verið til þess fallið að viðhalda og ýta undir gildandi hugmyndir og ríkjandi staðalímyndir um kynin og hefur birtingarmynd kynjanna í auglýsingum því verið notuð sem mælikvarði á það hvernig litið er á kynin í ákveðnum samfélögum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf þeirra sem vinna við gerð auglýsinga til þessa málefnis. Rannsóknarspurningin var: Ýta auglýsingar undir staðalímyndir kynjanna að mati auglýsingagerðarfólk? Í júní 2011 var rafrænn spurningalisti sendur á 125 starfsmenn á fimm auglýsingastofum á Íslandi. Þátttakendur urðu 46 sem gerir 36% svarhlutfall. Þátttakendur voru annars vegar beðnir um að taka afstöðu til þess hvort auglýsingar ýti undir staðalímyndir karla og hins vegar hvort auglýsingar ýti undir staðalímyndir kvenna. Niðurstöðurnar sýndu að almennt reynist auglýsingagerðarfólk hvorki sammála né ósammála fullyrðingum sem lúta að því að auglýsingar ýti undir staðalímyndir kynjanna. Nokkur munur reyndist þó vera á mati þátttakenda eftir kyni. Þannig töldu konur auglýsingar frekar ýta undir staðalímyndir beggja kynja heldur en karlar

    Advances in detection, evaluation and management of chronic kidney disease

    No full text
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe incidence of end-stage kidney failure has increased dramatically world-wide in recent decades. It is a disorder that carries high mortality and morbidity and its treatment is expensive. Increased emphasis has been placed on early detection in recent years in the hope that it may lead to preventive strategies. However, these efforts have been hampered by ambiguous disease definitions. Recent guidelines have defined chronic kidney disease (CKD) as glomerular filtration rate (GFR) less than 60 ml/min/1.73 m(2) and/or evidence of kidney damage by laboratory or imaging studies, of more than 3 months duration. Chronic kidney disease is divided into 5 stages based on renal function, where stage 1 is defined as normal GFR or above 90 ml/min/1.73 m(2), and stage 5 as GFR below 15 ml/min/1.73 m(2) which is consistent with end-stage kidney failure. The GFR can be measured directly but more conveniently it is calculated based on serum creatinine using formulas that have been shown to be fairly accurate. Epidemiological studies employing the new definition have shown that the prevalence of CKD is 5-10% in Western countries, leading to its recognition as a major public health problem. It has also been demonstrated that CKD is associated with increased cardiovascular risk. This year the Clinical Biochemistry Laboratory at Landspitali University Hospital will begin reporting the estimated GFR along with the serum creatinine values. It is important that Icelandic physicians learn to use the estimated GFR in their daily practice to make the diagnosis and staging of CKD more effective. Hopefully this will lead to earlier detection and institution of therapy that may retard the development of end-stage kidney failure and decrease the associated cardiovascular risk.Nýgengi nýrnabilunar á lokastigi hefur aukist jafnt og þétt um allan heim á undanförnum áratugum. Því hafa augu manna beinst að því að greina langvinnan nýrnasjúkdóm snemma svo draga megi úr áþján og kostnaði sem fylgir lokastigsnýrnabilun. Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum er langvinnur nýrnasjúkdómur skilgreindur sem gaukulsíunarhraði (GSH) undir 60 ml/mín./1,73 m2 og/eða merki um skemmdir í nýrum samkvæmt þvag- eða myndgreiningarrannsóknum, í að minnsta kosti þrjá mánuði. Jafnframt er langvinnum nýrnasjúkdómi skipt í fimm stig eftir starfshæfni nýrna, frá stigi 1 sem er skilgreint sem eðlilegur GSH eða yfir 90 ml/mín./1,73 m2, og upp í stig 5, þegar GSH er kominn niður fyrir 15 ml/mín./1,73 m2 en það telst vera lokstigsnýrnabilun. Gaukulsíunarhraða er hægt að mæla beint en mun hentugra er að reikna hann út frá kreatíníni í sermi með því að nota jöfnur sem hafa reynst vera nokkuð áreiðanlegar. Hins vegar er kreatínín í sermi eitt sér frekar ónákvæmur mælikvarði á nýrnastarfsemi. Faraldsfræðilegar rannsóknir sem byggja á framangreindri skilgreiningu hafa sýnt að tíðni langvinns nýrnasjúkdóms er 5-10% á Vesturlöndum og er því víða farið að líta á hann sem lýðheilsuvandamál. Einnig hefur verið sýnt fram á að langvinnum nýrnasjúkdómi fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum. Á þessu ári mun rannsóknastofa í klínískri lífefnafræði á Landspítala hefja þá nýbreytni að gefa upp reiknaðan GSH ásamt kreatíníngildum. Mikilvægt er að læknar kynni sér gildi reiknaðs GSH og nýti hann við dagleg störf. Þannig verður greining og meðferð sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm markvissari og verður vonandi hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn þróist yfir í lokastigsnýrnabilun auk þess að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
    corecore