21 research outputs found

    Social enterprise in Iceland : The long journey towards a hybrid welfare model

    Get PDF
    This chapter analyses the historical roots of social enterprise (SE) in Iceland. It then addresses concepts and definitions that describe social enterprise, and a tentative categorisation of social enterprise will be put forward. Finally, the chapter discusses SE-related policy, legal environment within which social enterprises operate and support for these initiatives. The urbanisation and economic upswing that followed industrialisation at the turn of the 20th century created several mass movements focusing on human rights and public-welfare objectives. A public-sector social enterprise is defined as "a kind of 'reconfiguration' or 'externalisation' of public services under the organisational form of social enterprise, with the expressed aims of improving and innovating in the provision and delivery of services". Cooperatives are "first and foremost mutual-interest enterprises, owned and (democratically) controlled by their members for their own non-capitalist interests". The terms "social enterprise", "social innovation" and "social entrepreneurs" have rarely been cited in Icelandic public policy.Non peer reviewe

    Bakgrunnur aðstoðarmanna ráðherra: Þróun 1971-2005

    No full text
    FræðigreinGreinin fjallar um störf aðstoðarmanna ráðherra og hvernig bakgrunnur þeirra hefur breyst á tímabilinu 1971-2005. Skoðaðir eru m.a. eftirfarandi þættir: aldur, menntun, starfsreynsla og pólitísk þátttaka. Á grundvelli þessarar greiningar er reynt að meta hvort viðfangsefni aðstoðarmanna ráðherra hafi breyst á tímabilinu. Fram kemur að á sl. tíu árum hafi orðið umtalsverðar breytingar á bakgrunni aðstoðarmanna sem felast m.a. í því að oftar eru ráðnir einstaklingar sem hafa nýlega lokið námi og eru stutt á veg komnir á sínum starfsferli. Fátíðara er orðið að ráðnir séu einstaklingar sem geta talist sérfræðingar á málefnasviði ráðuneytis. Fjallað er um hugsanlegar skýringar á þessari þróun

    Um mikilvægi rannsóknaseturs á sviði opinberrar stjórnsýslu

    No full text
    Þrátt fyrir talsverðan kostnað og umfang aðkeyptra þjónusturannsókna á sviði opinberrar stjórnsýslu hefur enginn einn aðili heildaryfirsýn yfir þá vinnu sem ríkið kaupir. Hvergi er til á einum stað heildarþekking á niðurstöðum þessara rannsókna eða hvernig þeim hefur verið fylgt eftir. Yfirsýn af þessu tagi er hins vegar mikilvæg í þeirri viðleitni að vinna stöðugt að umbótum í ríkisrekstrinum og "læra af reynslunni"

    The Changing Relationship Between the Government and the Nonprofit Sector in Iceland

    No full text
    FræðigreinThe paper illustrates a historical examination of nonprofit relations in welfare services in Iceland. Variables affecting the conditions under which different types of relations are developed are defined. The findings from the Icelandic case study coincide with other international studies describing some general changes in government-nonprofit relations in the 20th century, from supplementary to more complex complementary and adversarial relations using Young’s conceptualization. There are, however, some distinguishing features. The supplementary phase was prolonged when compared to other countries and nonprofits’ leading role in public policy making and provision of welfare services more prominent. A small and reactive public administration can be considered an important explanatory factor. Governmental effort to define a formal contractual relationship in the spirit of new public management at the end of the century have seemingly not lead to fundamental changes in the partners’ interaction

    Career background of minister assistants in Iceland: Developments 1971-2005

    No full text
    Abstract in English is unavailable

    Stefnumiðuð áætlanagerð félagasamtaka

    No full text
    FræðigreinHér er um að ræða yfirlitsgrein um stefnumiðaða áætlanagerð (strategic planning) sem aðferð við stefnumótun félagasamtaka. Aðferðinni er ætlað að auðvelda skipulagsheildum að skapa sér framtíðarsýn og skilgreina þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar til að láta þá sýn verða að veruleika. Í upphafi er hugtök sem notuð eru við stefnumótun skilgreind. Lýst er meginatriðum í stefnumótunarferlinu, stöðumati, afmörkun úrlausnarefna og val leiða og mótun árangursmælikvarða. Fjallað er um uppbyggingu og frágang stefnumiðaðrar áætlunar en takmörkuð umfjöllun er um þetta viðfangsefni í kennslubókum. Rætt er um kosti og galla aðferðarinnar við stefnumótun félaga

    Strategic management of non-profit organizations Stefnumiðuð áætlanagerð félagasamtaka

    No full text
    Abstract in English is unavailable.<br>Hér er um að ræða yfirlitsgrein um stefnumiðaða áætlanagerð (strategic planning) sem aðferð við stefnumótun félagasamtaka. Aðferðinni er ætlað að auðvelda skipulagsheildum að skapa sér framtíðarsýn og skilgreina þær aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar til að láta þá sýn verða að veruleika. Í upphafi er hugtök sem notuð eru við stefnumótun skilgreind. Lýst er meginatriðum í stefnumótunarferlinu, stöðumati, afmörkun úrlausnarefna og val leiða og mótun árangursmælikvarða. Fjallað er um uppbyggingu og frágang stefnumiðaðrar áætlunar en takmörkuð umfjöllun er um þetta viðfangsefni í kennslubókum. Rætt er um kosti og galla aðferðarinnar við stefnumótun félaga

    Réttarumhverfi félagasamtaka á Íslandi

    No full text
    FræðigreinÞrátt fyrir fjölda félagasamtaka og þýðingarmikið samfélagslegt hlutverk þeirra eru ekki í gildi heildarlög á Íslandi um starfsemi þeirra eins og um flest önnur félagaform. Í greininni er fjallað um þær reglur sem þó gilda um starfsemi félagasamtaka eða almennra félaga eins og þau eru nefnd í félagarétti. Auk skil greiningar á félaga forminu er þeim reglum lýst sem gilda um stofnun þeirra, félagsaðild, skipulag, ábyrgð og skuldbindingar. Einnig er rætt um þá regluum gjörð sem gildir um tekjuöflun félagasamtaka, atvinnustarfsemi, skattlagningu og fjárveitingar frá hinu opinbera. Gerður er saman burður á félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum sem starfa á sambærilegum vettvangi.Despite a high number of non-profit organizations and their important social function a comprehensive legislation on their activities does not exist in Iceland, as is the case for most other operating entities. In the article existing rules on non-profit activities in Iceland are analyzed. In addition, the entity, non-profit organizations, is defined, and rules on their establishment, member participation, organization, accountability and obligations are described. The analysis will also focus on current regulation on fundraising, business activities, taxation and income from the government. A comparison of non-profit organizations and foundations is performed

    Félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa að velferðarmálum á Íslandi

    No full text
    FræðigreinFélagasamtök og sjálfseignarstofnanir, sem eru hluti af hinum svokallaða þriðja geira, hafa um langa hríð gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þetta skortir upplýsingar um viðfangsefni, starf þeirra og umfang. Í greininni koma fram niðurstöður frumgreiningar á þessum viðfangsefnum. Notast er við greiningalíkön fræðimanna og alþjóðleg flokkunarkerfi til að skilgreina mismunandi hlutverk þeirra, greina fjölda og rekstrarumfang og mismunandi tengsl við hið opinbera. Byggt er á gagnasafni höfunda um áhrif efnahagskreppunnar á rekstarumhverfi þriðja geirans en einnig ritum um starfssögur einstakra félaga og sjálfseignarstofnana. Á grundvelli frumgreiningar á þessum þáttum er staðfest að hlutverk félagasamtaka og sjálfseignarstofnana á Íslandi í velferðarmálum er viðamikið en hefur tekið talsverðum breytingum á 20. öld. Með sama hætti hafa samskipti við hið opinbera breyst. Árið 2009 störfuðu skv. skilgreiningu höfunda 144 félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, þar af voru þau fyrrnefndu 85% heildarfjöldans. Tæplega 6 af hverjum 10 voru aðilar sem höfðu að meginmarkmiði að veita opinbera þjónusta, um 2 af hverjum 10 voru með meðlimamiðaða starfsemi svo sem sjálfshjálparhópa og svipað hlutfall voru hagsmuna- og baráttusamtök. Rekstrarumsvif þeirra sem sinna opinberri þjónustu voru langmest og að sama skapi fjöldi launaðra starfs manna. Um 2/3 hlutar rekstraraðila voru með einn eða tvo aðaltekjustofna. Algengast var að mikill hluti tekna kæmi úr ríkissjóði. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi vandaðrar opinberrar tölfræði og rannsókna á starfsemi þriðja geirans á Íslandi.Non-profit organizations and foundations, a part of the so-called third sector, have for a long period of time been an important part of the Icelandic welfare system. Despite this there is limited statistical and research data on their number and operations. The article includes findings from preliminary research on the subject. A theoretical models and international classification systems are used in the analysis to define their number, functions and operations and relations with the government. The data is derived from the authors’ database on the effects of recent economic crisis and historical data on individual non-profits and foundations. The findings confirm their extensive function in welfare services but a changing role through the 20th. century. Nonprofit-government relations have changed accordingly. Based on the authors’ definition 144 non-profit organizations and foundations were in operation in 2009, the former comprising 85% of the total number. A little less than 6 of every 10 were entities with the primary function of providing public service, approx. 2 of every 10 were member-oriented such as self-help societies and similar ratio campaigning organizations. Organizations providing public service have the largest operating activities and number of employees. Approx. 2/3 of the entities had one or two primary income bases. Most frequently the largest portion of the organizations’ income was provided by the central government. The importance of reliable official data and research on the third sector in Icelandic is emphasized
    corecore