76 research outputs found

    Mesenchymal stem cells. A review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe bone marrow contains various types of stem cells. Among them are hematopoietic stem cells, which are the precursors of all blood cells, and mesenchymal stem cells. Mesenchymal stem cells have recently received a lot of attention in biological research because of their capability to self renewal, to expand and transdifferentiate into many different cell types; bone cells, adipocytes, chondrocytes, tendocytes, neural cells and stromal cells of the bone marrow. Mesenchymal stem cells can be cultured in vitro although their differentiation potential is not yet fully understood. Several experiments have been conducted in animal models where mesenchymal stem cells have been transplanted in order to enhance hematopoiesis or to facilitate the repair of mesenchymal tissue. Similar experiments are being conducted in humans. Mesenchymal stem cells are believed to be able to enhance hematopoietic stem cells transplantation by rebuilding the bone marrow microenvironment which is damaged after radiation- and/or chemotherapy. Mesenchymal stem cells are promising as vehicles for gene transfer and therapy. It may prove possible to tranduce them with a gene coding for a defective protein i.e. collagen I in osteogenesis imperfecta. The cells could then be expanded ex vivo and transplanted to the patients where they home to the bone marrow, differentiate and produce the intact protein. Future medicine will probably involve mesenchymal stem cells in various treatment settings.Í beinmergnum er að finna ýmsar gerðir stofnfrumna. Meðal þeirra eru blóðmyndandi stofnfrumur (hematopoietic stem cells) og bandvefsstofnfrumur (mesenchymal stem cells). Rannsóknir á líffræði bandvefsstofnfrumna benda til að þær hafi hæfileika til að endurnýja sjálfar sig, fjölga sér og sérhæfast í margar mismunandi frumugerðir: beinfrumur, fitufrumur, brjóskfrumur, frumur sina, taugafrumur og stoðfrumur beinmergs (stromal cells). Mögulegt er að rækta þessar frumur in vitro þó ekki sé til fullnustu þekkt hvernig sérhæfing þeirra á sér stað. Í fjölmörgum dýratilraunum hafa bandvefsstofnfrumur verið græddar í dýrin með það fyrir augum að laga mismunandi tegundir bandvefs og/eða ýta undir blóðmyndun. Tilraunir í mönnum hafa verið gerðar í svipuðum tilgangi. Bandvefsstofnfrumur eru taldar geta eflt ígræðslur með blóðmyndandi stofnfrumum með því að byggja upp beinmergsumhverfið sem verður fyrir skemmdum við geisla- og/eða lyfjameðferð. Bandvefsstofnfrumur eru ákjósanlegar sem markfrumur í genameðferð. Hægt er að setja inn í þær gen sem skráir fyrir ákveðnu prótíni sem skortur er á, til dæmis kollageni I í beinbrotasýki (osteogenesis imperfecta). Síðan eru frumurnar látnar fjölga sér ex vivo og græddar í sjúkling þar sem þær rata sjálfkrafa í beinmerginn, sérhæfast og mynda það prótín sem vantar. Bandvefsstofnfrumur munu væntanlega nýtast við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma í framtíðinni

    Relative relocation of earthquakes without a predefined velocity model: an example from a peculiar seismic cluster on Katla volcano's south-flank (Iceland)

    Get PDF
    Relative relocation methods are commonly used to precisely relocate earthquake clusters consisting of similar waveforms. Repeating waveforms are often recorded at volcanoes, where, however, the crust structure is expected to contain strong heterogeneities and therefore the 1D velocity model assumption that is made in most location strategies is not likely to describe reality. A peculiar cluster of repeating low-frequency seismic events was recorded on the south flank of Katla volcano (Iceland) from 2011. As the hypocentres are located at the rim of the glacier, the seismicity may be due to volcanic or glacial processes. Information on the size and shape of the cluster may help constraining the source process. The extreme similarity of waveforms points to a very small spatial distribution of hypocentres. In order to extract meaningful information about size and shape of the cluster, we minimize uncertainty by optimizing the cross-correlation measurements and relative-relocation process. With a synthetic test we determine the best parameters for differential-time measurements and estimate their uncertainties, specifically for each waveform. We design a relocation strategy to work without a predefined velocity model, by formulating and inverting the problem to seek changes in both location and slowness, thus accounting for azimuth, take-off angles and velocity deviations from a 1D model. We solve the inversion explicitly in order to propagate data errors through the calculation. With this approach we are able to resolve a source volume few tens of meters wide on horizontal directions and around 100 meters in depth. There is no suggestion that the hypocentres lie on a single fault plane and the depth distribution indicates that their source is unlikely to be related to glacial processes as the ice thickness is not expected to exceed few tens of meters in the source area

    Hyperkinetic disorder. A review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAttention-deficit/hyperactivity disorder or hyperkinetic disorder is a clinically defined syndrome characterised by age inappropriate deficits in sustained attention, impulsivity and overactivity. Despite extensive investigation, a specific neuroanatomical, physiological, biochemical, or psychological origin has not been identified. Diagnosis is based on detailed medical and developmental history, symptom rating scales, psychological assessment and medical evaluation. Increases in diagnosis and treatment of the disorder have elicited public and professional concern. The main focus in this article is on this disorder in children and adolescents and includes practical information on assessment and treatment. Other disorders, which may be either comorbid with or mistaken for hyperkinetic disorder, are reviewed in less detail.Ofvirkniröskun er heilkenni einkenna á sviði hreyfiofvirkni, hvatvísi og athyglisbrests sem eru í ósamræmi við aldur og þroska. Þrátt fyrir aukna þekkingu á líffræðilegum og sálfræðilegum þáttum röskunarinnar hefur ekki tekist að finna sértæka orsök. Við greiningu er nákvæm sjúkrasaga mikilvæg en einnig er stuðst við staðlaða einkennamatskvarða, sálfræðilegt mat og læknisfræðilega skoðun. Aukning í greiningu og meðferð röskunarinnar hefur verið til umræðu, bæði meðal almennings og fagfólks. Í þessari yfirlitsgrein er reynt að gera röskuninni skil á sem hagnýtastan hátt, bæði varðandi greiningu og meðferð en ekki er farið nákvæmlega í fylgiraskanir eða mismunagreiningar

    Medication use and treatment characteristics of children referred to the outpatient ADHD-clinic at the Department of Child and Adolescent Psychiatry, the National University Hospital

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMaterial and methods: Data was accumulated by retrospectively looking at the records of 102 children of both sexes between 3 and 15 years of age, referred to the ADHD outpatient clinic during the period June 1, 1998 - May 31, 1999. A semi-structured diagnostic parent interview was used to assess childhood psychiatric disorders according to ICD-10. The ADHD Rating Scale- IV, the Home Situations Questionnaire and the Child Behavior Checklist were completed by the parents. Teachers filled out the ADHD Rating Scale and the Teacher Report Form as well as a form evaluating the child's academic progress. To assess intellectual functioning, WISC-III or WPPSI-R were administered. Medical evaluation was performed and drug treatment recorded. Results: Seventy-two children fulfilled ICD-10 diagnostic criteria of hyperkinetic disorder. High rates of other behavioural disorders, especially oppositional defiant disorder and a significant frequency of emotional disorders were recorded. Nearly two-thirds of the children had been started on medication prior to referral, most often amytryptiline and methylphenidate. Eleven children received combined pharmacotherapy but 35% had not received any drug treatment. Psychopharmacotherapy for most of the children was started between the age of four and eight years. Behaviour management counselling and parent training was recommended in most cases. Conclusions: Thirty children did not meet full hyperkinetic disorder diagnostic criteria, but these children may nonetheless have manifested high levels of symptoms. Most of the children were started on tricyclic antidepressants rather than stimulants which is unusual compared with international research and practice. The reason is unclear but may reflect the high rate of comorbidity but also doctors' preferences.Tilgangur: Greining og meðferð við ofvirkniröskun hefur aukist mjög á undanförnum árum. Lítið er vitað um meðferðarhefðir hér á landi. Rannsóknin lýsir lyfja- og sálfélagslegri meðferð hjá hópi barna sem vísað var til ofvirknimóttöku við göngudeild barna-og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Jafnframt voru greiningar og fylgiraskanir skoðaðar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og tekur til 102 barna og unglinga á aldrinum 3-15 ára sem komu til athugunar vegna ofvirkni eða gruns um ofvirkni á göngudeild BUGL á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí 1999. Greiningarviðtal við foreldra var byggt á ICD-10 (International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems, 10th revision) greiningarskilmerkjum, stuðst var við staðlaða hegðunarmatskvarða sem útfylltir voru af foreldrum og kennurum, vitsmunaþroski barnsins var metinn og læknisskoðun gerð með tilliti til líkamlegs og andlegs ástands. Niðurstöður: Alls greindust 72 börn með ofvirkniröskun. Algengasta fylgiröskunin var mótþróaþrjóskuröskun bæði í þeim hópi barna sem greindist með ofvirkniröskun og þeim sem fengu aðra fyrstu greiningu. Hjá umtalsverðum hluta hópsins greindust einnig tilfinningaraskanir. Algengast var að lyfjameðferð væri hafin milli fjögurra og átta ára aldurs. Amitriptýlín og metýlfenýdat voru oftast valin sem fyrsta meðferð en önnur lyf voru mun sjaldnar notuð og hjá 35% barnanna hafði lyfjameðferð ekki verið reynd. Við komu voru 56 börn á lyfjameðferð og 11 þeirra fengu fleiri en eitt lyf. Algengasta sálfélagslega meðferðarúrræðið var að bjóða foreldrum upp á sérstök ráðgjafarviðtöl. Næst algengast var meðferðartilboð um þjálfunarnámskeið og fræðslunámskeið. Ályktanir: Umtalsverður hluti þeirra barna sem vísað var til göngudeildar BUGL vegna gruns um ofvirkni uppfyllti ekki greiningarskilmerki um ofvirkniröskun. Notkun þríhringlaga þunglyndislyfja í byrjun meðferðar virðist ennfremur mun algengari en víðast hvar erlendis. Ástæðan er óljós en kann að vera há tíðni fylgiraskana eða einstaklingsbundið val þeirra lækna sem í hlut eiga

    Prevalence of psychotropic drug use among elderly Icelanders living at home

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To evaluate the prevalence of psychotropic drug use among home-dwelling elderly Icelanders in the year 2006. MATERIALS AND METHODS: A population-based drug utilization study using the Icelandic Medicines Registry. The study group consisted of Icelanders, seventy years and older living at home (8% of total population). Prevalence of antidepressant, neuroleptic, anxiolytic and hypnotic use (ATC-groups N06A, N05A, N05B, N05C) was defined as the dispension per 100 individuals of one or more prescriptions for these drugs within the year 2006. For cross-national comparison we used data for 70-74 year olds in the Danish Registry of Medicinal Product Statistics. RESULTS: One third of all dispensed prescriptions in Iceland in 2006 were for people aged 70 years and older, and one fourth were for psychotropics. Elderly women were more likely than men to use psychotropics (RR=1.40 95% CI: 1.37-1.43). The prevalence of psychotropic use was 65.5% for women and 46.8% for men. Anxiolytics and hypnotics (N05B or N05C) were the most frequently used psychotropics, with a prevalence of 58.5% for women and 40.3% for men. Antidepressants were used by 28.8 % of women and 18.4 % of men. Neuroleptics were used by 5%. By comparing 70-74 years old Icelanders and Danes, the Icelanders were 1.5 to 2.5 times more likely to receive any psychotropics drug in 2006. CONCLUSION: Use of psychotropics, especially anxiolytics and hypnotics, is common among elderly Icelanders. Comparing information for 70 to 74 year olds with Danes of same age, the prescribing of psychotropics is more frequent in Iceland.Markmið: Að meta algengi geðlyfjanotkunar aldraðra sem bjuggu utan stofnana árið 2006. Efniviður og aðferðir: Lýsandi áhorfsrannsókn sem byggði á gögnum úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins. Þýðið var Íslendingar 70 ára og eldri sem bjuggu utan stofnana (8,6% af heildarmannfjölda). Algengi þunglyndis-, geðrofs-, kvíðastillandi- og svefnlyfjanotkunar (ATC-flokkar N06A, N05A, N05B, N05C) var skilgreint sem fjöldi einstaklinga á hverja 100 íbúa sem leysti út eina eða fleiri lyfjaávísun á tiltekin lyf árið 2006. Niðurstöður voru bornar saman við upplýsingar úr lyfjagagnagrunni um geðlyfjanotkun Dana á aldrinum 70 til 74 ára. Niðurstöður: Einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006, þar af var fjórðungur á geðlyf. Eldri konur voru líklegri en karlar til að nota geðlyf (RR=1,40 95% CI: 1,37-1,43). Algengi geðlyfjanotkunar í þýðinu var 65,5% fyrir konur og 46,8% fyrir karla. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja (N05B eða N05C), 58,5% meðal kvenna og 40,3% meðal karla. Algengi þunglyndislyfjanotkunar var 28,8% meðal kvenna og 18,4% meðal karla. Um 5% þýðisins notaði geðrofslyf. Algengi geðlyfjanotkunar meðal 70-74 ára var 1,5 til 2,5 falt hærra á Íslandi en Danmörku. Ályktun: Geðlyfjanotkun eldri Íslendinga er almenn, einkum í flokkum kvíðastillandi- og svefnlyfja. Samanborið við upplýsingar úr dönskum lyfjagagnagrunni fyrir aldurshópinn 70-74 ára er ávísun á geðlyf algengari á Íslandi

    Organising Pneumonia - a review and results from Icelandic studies

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOrganising pneumonia (OP) is a relatively rare interstitial lung disease. It s definition is based on a characteristic histological pattern in the presence of certain clinical and radiological features. Organising pneumonia represents also what has been called Bronchiolitis Obliterans Organising Pneumonia (BOOP). Recently it has been recommended to call OP cryptogenic organising pneumonia (COP) when no definite cause or characteristic clinical context is found and secondary organising pneumonia (SOP) when causes can be identified such as infection or it occurs in a characteristic clinical context such as connective tissue disorder. The most common clinical symptoms are dyspnea, cough, fever and general malaise. It is common that symptoms have been present for some weeks before the diagnosis is made. Patients commonly have lowered PO2 and a mildly restrictive spirometry. Radiographic features are most often patchy bilateral airspace opacities but an interstitial pattern or focal opacities can also be seen. Most of patients respond well to steroids but relapses are quite common. The aim of this paper is to present an overview of the disease and the main results from studies on OP in Iceland. The mean annual incidence for OP in Iceland was 1.97/100,000 inhabitants. Annual incidence for COP was 1.10/100,000 and 0.87/100,000 for SOP. This is higher than in most other studies. In Iceland patients with OP had a higher standardized mortality ratio than the general population despite good clinical responses. No clinical symptoms could separate between SOP and COP.Trefjavefslungnabólga er sjúkdómur í lungum, skilgreindur með klínískum einkennum, myndgreiningarrannsóknum og vefjameinafræðilegum breytingum í sameiningu. Klínísk einkenni eru hósti, mæði, hækkaður líkamshiti og almennur slappleiki. Algengt er að einkennin hafi verið til staðar í nokkrar vikur áður en greining fæst. Myndgreiningarrannsóknir geta sýnt fjölbreytt mynstur, til dæmis dreifðar millivefsíferðir, afmarkaðar lungnablöðruíferðir eða staka hnúða. Yfirleitt svarar sjúkdómurinn vel meðferð með barksterum en tekur sig upp hjá um fimmtungi sjúklinga

    Chronic eosinophilic pneumonia in Iceland: clinical features, epidemiology and review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The objective of the study was to describe the incidence and clinical features of chronic eosinophilic pneumonia (CEP) in Iceland and review recent literature. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts from 1990-2004. Records, imaging studies and histopathology were evaluated. RESULTS: During the study period 10 individuals were diagnosed with CEP, 7 males and 3 females. Mean age was 58 years. None of the patients was a current smoker. The incidence of CEP during the study period was 0.23 per 100,000/year but increased to 0.54 per 100,000/year during the last 5 years of the study period. Clinical symptoms were malaise, cough, dyspnea, sweating and weight loss. Sedimentation rate was 72 mm/h and C-reactive protein (CRP) 125 mg/L. Eight of the ten patients had increase in blood eosinophils. On chest auscultation crackles were heard in seven patients and wheezing in three. Forced vital capacity (FVC) was 75% of predicted value and forced expiratory volume in one second (FEV1) was 73% of predicted. Mean PO2 was 68 mmHg. All the patients had classic diffuse bilateral opacities on chest radiograph that most commonly were peripheral. All patients were treated with corticosteroids and responded well. The average initial dose of Prednisolone was 42.5 mg per day. Seven of the patients relapsed but they all responded well to repeated treatment. CONCLUSIONS: Chronic eosinophilic pneumonia is a rare disorder but it has specific radiologic and histologic features. It is important to think of the disease in patients with diffuse infiltrates that are resistant to antibiotics. CEP responds well to corticosteroids but there is a high relapse rate, which also responds to treatment.Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi langvinnrar eósínófíl lungnabólgu á Íslandi, lýsa klínískum einkennum og veita yfirlit yfir sjúkdóminn. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám árin 1990-2004. Sjúkraskrár voru yfirfarnar, kannaðar voru myndgreiningarrannsóknir og vefjafræðilegar greiningar endurskoðaðar. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 10 manns, sjö karlar og þrjár konur. Meðalaldur var 58 ár. Enginn sjúklinganna reykti. Nýgengi sjúkdómsins á öllu tímabilinu var 0,23 á 100.000/ári en jókst síðustu fimm árin í 0,54 á 100.000/ári. Einkenni voru slappleiki, þreyta, hósti, mæði, og megrun. Sökk var 72 mm/klst og C-reactive protein (CRP) 125 mg/L. Átta af 10 voru með aukningu eósínófíla í blóði. Við lungnahlustun heyrðist brak hjá sjö en önghljóð hjá þremur. Forced vital capacity (FVC) var 75% af áætluðu gildi og forced expiratory volume in one second (FEV1) var 73% af áætluðu gildi. Meðalhlutþrýstingur súrefnis (pO2) var 68 mmHg. Sjúklingarnir höfðu allir dæmigerðar dreifðar íferðir beggja vegna sem voru yfirleitt útlægar. Allir fengu sterameðferð og svöruðu meðferðinni fljótt og vel. Meðaltalsskammtur af prednisólon í upphafi meðferðar var 42,5 mg. Hjá sjö kom sjúkdómurinn aftur en allir svöruðu endurtekinni sterameðferð. Ályktanir: Langvinn eósínófíl lungnabólga er sjaldgæfur sjúkdómur en þó með einkennandi myndrænt og vefjafræðilegt útlit. Mikilvægt er að hafa hann í huga hjá sjúklingum með dreifðar íferðir sem svara ekki hefðbundinni sýklalyfjameðferð. Sjúkdómurinn svarar vel meðferð með barksterum sem getur þó þurft að endurtaka

    Organising pneumonia in connection with Amiodarone treatment. Case reports and review

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The objective of the study was to describe case reports of organising pneumonia in Iceland induced by the drug amiodarone. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts from 1984-2003. Medical records, imaging studies and histopathology were re-evaluated. RESULTS: Described are three case reports of organising pneumonia associated with amiodarone use in two males and one female. Diagnostic methods and treatment are described and current literature is discussed. CONCLUSIONS: It is important for physicians to be aware of lung changes that amiodarone can cause and the importance of monitoring these patients.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa sjúkratilfellum trefjavefslungnabólgu sem tengdust notkun lyfsins amíódarón á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám árin 1984-2003. Sjúkraskrár voru yfirfarnar og kannaðar myndgreiningarniðurstöður, vefjafræðilegar niðurstöður og meðferð sjúklinga. Niðurstöður: Lýst er þremur tilfellum trefjavefs-lungnabólgu hjá tveimur körlum og einni konu og greiningu og meðferð þeirra. Gefið er yfirlit yfir stöðu þekkingar. Ályktanir: Nauðsynlegt er fyrir lækna að vera meðvitaðir um að amíódarón getur valdið lungnabreytingum og að mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingum sem taka lyfið

    Meðferð með ytri öndunarvél við bráðri öndunarbilun

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBráð öndunarbilun er algengt klínískt vandamál og oft dánarorsök sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT). Hefðbundin öndunarvélameðferð með barkaþræðingu (innri öndunarvél) hefur lengi verið kjörmeðferð en krefst bæði mannafla og fjármagns og felur í sér áhættu, svo sem spítalasýkingar, þrýstingsáverka (barotrauma) og áverka á öndunarfæri. Á síðasta áratug hefur fjöldi rannsókna leitt í ljós að öndunarstuðningur með ytri öndunarvélum (BiPAP) minnkar verulega þörf á barkaþræðingu, styttir legutíma á gjörgæsludeildum og minnkar hjúkrunarþörf. Einnig hefur verið sýnt fram á hærri eins árs lifun og færri endurinnlagnir hjá LLT sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með BiPAP samanborið við þá sem eru barkaþræddir (1). Nægileg reynsla liggur nú fyrir til að hægt sé að sannreyna þessa meðferð (evidence based) og nýleg samantekt (meta-analysis) staðfesti að fáa einstaklinga þarf að meðhöndla á þennan hátt til að samanburðurinn verði marktækt betri en af hefðbundinni meðferð (2). Ennfremur virðist sem spara megi fjármagn með þessum hætti (3)

    Etiology of ADHD/hyperkinetic disorder--a review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHyperkinetic disorder or Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) is a developmental syndrome that affects approximately 7% of children and can sustain into adulthood. In this review current research on the etiology of the syndrome is reviewed.Ofvirkniröskun eða athyglisbrestur með ofvirkni, kemur fram á barnsaldri og hefur algengi verið metið um 7 %. Heilkennið einkennist af einbeitingarerfiðleikum, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Einkennin geta haldist fram á fullorðinsár og er algengi hjá fullorðnum talin um 4,5 %. Orsakir ofvirkniröskunar eru margþættar en áætlað er að erfðir skýri heilkennið í 70-95 % tilfella. Erfðafræðilegur breytileiki í ýmsum boðefnakerfum í heila er talinn hafa mikla þýðingu og hefur dópamínerga kerfið mest verið rannsakað. Þar hafa erfðarannsóknir sýnt fylgni ofvirkniröskunar við erfðabreytileika í genunum DR4, DR5 og DAT-1. Hlutverk annara boðefnakerfa í ofvirkniröskun eru óljósari svo sem hlutverk noradrenalíns og serotónins. Vísbendingar eru um að reykingar, áfengisneysla á meðgöngu, lág fæðingarþyngd og fæðingaráverkar eigi hlut að máli varðandi orsakir ofvirkniröskunar en frekari rannsókna er þörf. Fleiri þættir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem blýeitrun og heilaskaði. Eins og þekkingin stendur í dag eru erfðir sá orsakaþáttur sem hefur mest vægi. Í greininni er farið yfir stöðu rannsókna á orsökum ofvirkniröskunar
    corecore