9 research outputs found
Measuring biases of visual attention : A comparison of four tasks
Funding This research was funded by the University of Iceland Research Fund (to A.S.B. and Á.K.). Publisher Copyright: © 2020 by the authors. Licensee MDPI, Basel, Switzerland.Attention biases to stimuli with emotional content may play a role in the development and maintenance of anxiety disorders. The most commonly used tasks in measuring and treating such biases, the dot-probe and spatial cueing tasks, have yielded mixed results, however. We assessed the sensitivity of four visual attention tasks (dot-probe, spatial cueing, visual search with irrelevant distractor and attentional blink tasks) to differences in attentional processing between threatening and neutral faces in 33 outpatients with a primary diagnosis of social anxiety disorder (SAD) and 26 healthy controls. The dot-probe and cueing tasks revealed no differential processing of neutral and threatening faces between the SAD and control groups. The irrelevant distractor task showed some sensitivity to differential processing for the SAD group, but the attentional blink task was uniquely sensitive to such differences in both groups, and revealed processing differences between the SAD and control groups. The attentional blink task also revealed interesting temporal dynamics of attentional processing of emotional stimuli and may provide a uniquely nuanced picture of attentional response to emotional stimuli. Our results therefore suggest that the attentional blink task is more suitable for measuring preferential attending to emotional stimuli and treating dysfunctional attention patterns than the more commonly used dot-probe and cueing tasks.Peer reviewe
Social trauma and its association with posttraumatic stress disorder and social anxiety disorder
Publisher's version (útgefin grein)The key characteristic of a traumatic event as defined by the Diagnostic and Mental Manual of Mental Disorders (DSM) seems to be a threat to life. However, evidence suggests that other types of threats may play a role in the development of PTSD and other disorders such as social anxiety disorder (SAD). One such threat is social trauma, which involves humiliation and rejection in social situations. In this study, we explored whether there were differences in the frequency, type and severity of social trauma endured by individuals with a primary diagnosis of SAD (n = 60) compared to a clinical control group of individuals with a primary diagnosis of obsessive compulsive disorder (OCD, n = 19) and a control group of individuals with no psychiatric disorders (n = 60). The results showed that most participants in this study had experienced social trauma. There were no clear differences in the types of experiences between the groups. However, one third of participants in the SAD group (but none in the other groups) met criteria for PTSD or suffered from clinically significant PTSD symptoms in response to their most significant social trauma. This group of SAD patients described more severe social trauma than other participants. This line of research could have implications for theoretical models of both PTSD and SAD, and for the treatment of individuals with SAD suffering from PTSD after social trauma.The authors would like to thank Anna Kristin Cartesegna and TomasPall Thorvaldsson for their assistance in collecting data for this studyPeer Reviewe
Áhrif jákvæðrar styrkingar á ýfingu litar í sjónleit
Ýfingaráhrif (priming effects) eru ómeðvituð áhrif af því sem við höfum upplifað nýlega á það sem við upplifum næst á eftir og fela í sér að úrvinnsla eiginleika sem eru endurteknir verður auðveldari. Eiginleikar ýfingaráhrifa og tengsl þeirra við virkni í heilastöðvum hafa mikið verið rannsökuð með sjónleitarverkefnum þar sem fólk greinir markáreiti frá öðrum áreitum á tölvuskjá. Kenningar eru uppi um að ýfingaráhrif séu ein birtingarmynd frumstæðs minniskerfis sem hjálpar okkur að beina athyglinni að áreitum sem nýlega hafa verið okkur mikilvæg. Í þessum tilraunum var notast við sjónleitarverkefni með útstökksáhrifum (pop-out) en útstökksáhrif eru þegar markáreitið sker sig úr hópi annarra áreita. Markmið þessara tilrauna var að kanna hvaða áhrif styrking (reinforcement) hefur á ýfingaráhrif litar. Styrking er þegar atburður eða áreiti eykur líkur á hegðun og benda rannsóknir til þess að hún gegni mikilvægu hlutverki í námi. Styrkirnir í þessari tilraun voru stig sem gefin voru fyrir svörun og voru stigin greidd út sem inneign í bókabúð. Tilgátur tilraunarinnar voru að meiri ýfingaráhrif kæmu fram þegar fólk fékk háan styrki en lágan fyrir svörun og að þegar styrkingarskilmálar breyttust myndu ýfingaráhrifin fylgja. Niðurstöðurnar sýna að styrking hefur áhrif á svartíma þegar litur markáreitis er endurtekinn og þær gefa vísbendingu um að ýfingaráhrif fylgi styrkingarskilmálum. Áhrif styrkingar á ýfingaráhrif gætu huganlega skýrt einhvern hluta styrkingarnáms (reinforcement learning)
Áhrif athygliskekkjuþjálfunar (attention bias modification) með jákvæðri styrkingu á einkenni félagsfælni hjá fullorðnum
Athygliskekkjuþjálfun (attention bias modification-ABM) er nýtt meðferðarúrræði við kvíðaröskunum, byggt á grunni hugrænna líkana af kvíðaröskunum og rannsókna á athygliskekkjum í kvíða. Þetta meðferðarúrræði miðar að því að breyta ferlum í athygli þeirra sem þjást af kvíða með hjálp tölvu og fer þessi þjálfun í raun fram ómeðvitað, án meðvitaðrar áreynslu (implicit). Rannsóknir hafa sýnt að athygliskekkjuþjálfun geti dregið úr einkennum félagsfælni en ekki hefur áður verið rannsakað hvort að hún geti bætt árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi við félagsfælni. Markmið þessarar rannsóknar var að sýna hvaða áhrif athygliskekkjuþjálfun með dot-probe verkefni hefur á einkenni félagsfælni og athygliskekkju í átt að ógnandi áreitum umfram hefðbundna hugræna atferlismeðferð í hópi. Jákvæð styrking er það þegar atburður eða áreiti fylgir hegðun og eykur líkur á hegðuninni. Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð styrking getur haft áhrif á ómeðvituð athygliferli og því var það einnig markmið þessarar rannsóknar að sýna hvaða áhrif jákvæð styrking hefur á áhrif athygliskekkjuþjálfunar. Tilgátur rannsóknarinnar voru að athygliskekkjuþjálfun minnki einkenni félagsfælni og athygliskekkju í átt að ógnandi áreitum meira en hugræn atferlismeðferð í hópi og að athygliskekkjuþjálfun með jákvæðri styrkingu hafi meiri áhrif en athygliskekkjuþjálfun án jákvæðrar styrkingar. Einnig var sett fram sú tilgáta að athygliskekkjuþjálfun hefði meiri áhrif á athygliskekkju og félagsfælnieinkenni einstaklinga með slaka meðvitaða athyglistjórn. Niðurstöðurnar sýna að athygliskekkja þátttakenda sem fengu athygliskekkjuþjálfun minnkaði meira en athygliskekkja þátttakenda sem ekki fengu athygliskekkjuþjálfun og gefa þær vísbendingu um að athygliskekkjuþjálfun geti haft meiri áhrif á einkenni frammistöðukvíða hjá einstaklingum með slaka meðvitaða athyglistjórn
Attention bias modification – a new therapy intervention for anxiety disorders?
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAthygliskekkjuþjálfun hefur áhrif á athygli kvíðinna og hvernig þeir vinna úr ógnandi áreitum. Þessi íhlutun hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár og mikið af rannsóknum komið fram þar sem gildi hennar sem íhlutunar í meðferð kvíðaraskana hefur verið rannsakað. Samkvæmt hugrænum kenningarlíkönum af kvíðaröskunum er athygliskekkja í átt að ógn mikilvægur viðhaldandi þáttur kvíða. Athygliskekkjan er talin viðhalda félagsfælni en hingað til hefur ekki verið til árangursríkt meðferðarinngrip við skekkjunni. Mikilvægt er að bæta meðferð við félagsfælni en hugræn atferlismeðferð (HAM) hjálpar ekki 30-50% félagsfælinna. Rannsóknir á árangri athygliskekkjuþjálfunar benda til að hún geti haft mikil áhrif á athygliskekkju og kvíða félagsfælinna. En niðurstöður eru ekki einhlítar og til að mynda virðist athygliskekkjuþjálfun gegnum internetið ekki bera árangur. Allsherjargreiningar benda til að athygliskekkjuþjálfun hafi greinileg áhrif á athygliskekkju kvíðinna og nokkur áhrif á einkenni kvíða. Athygliskekkjuþjálfun hefur þó ekki tafarlaus áhrif á líðan fólks heldur hefur að öllum líkindum áhrif á skynjun og túlkun í kvíðavekjandi aðstæðum. Rannsaka þarf nánar samspil athygliskekkjuþjálfunar og HAM en rannsóknir á kvíðnum börnum gefa fyrirheit um að slíkt samspil geti bætt árangur meðferðar. Enn er á huldu hvernig athygliskekkjuþjálfun virkar en rannsóknir bæði á svartíma og breytingum á rafleiðni í heilaberki benda til að athygliskekkjuþjálfun bæti athyglistjórn kvíðinna. Fjallað verður um niðurstöður rannsókna síðustu ára og næstu skref í rannsóknum á athygliskekkjuþjálfun.Attention bias modification is a novel intervention in the treatment of anxiety disorders that modifies the attentional processing of anxiety-evoking stimuli. According to cognitive models of anxiety disorders, attentional bias toward threat is an important maintenance process but no successful treatment intervention has yet been developed. Further treatment development for social anxiety is important since 30-50% of patients with social phobia do not benefit from cognitive behavioural therapy (CBT). Research indicate that attention bias modification can influence the attention bias and anxiety of social phobia patients. But results are conflicting, online attention bias modification does for example not show results. Results from meta analyses show attention bias modification can have a large effect on attention bias and a moderate effect on anxiety. Attention bias modificaton does not give instant results but seems to affect perception and interpretation of anxiety-evoking situations. Further research is needed on the interaction between attention bias modification and CBT but reasearch on anxious children gives promise that attention bias modification could improve treatment results of CBT. The processes of attention bias modification are still unknown but research on reaction times and event related potentials measured with electroencephalography (EEG) suggest that attention bias modification improves attentional control in anxious patients. Results from research in recent years and next steps in research on attention bias modification will be discussed
Á tímamótum: raddir framhaldsskólanema með hreyfihömlun
Verkefnið er lokaðVerkefni þetta er eigindleg rannsókn á hópi nemenda með hreyfihömlun á framhaldsskólastigi og er byggt á doktorsverkefni Snæfríðar Þóru Egilson um þátttöku og virkni nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi frá árinu 2005. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig nemendum með hreyfihömlun, sem tóku þátt í doktorsrannsókn Snæfríðar, hefur vegnað og hver staða þeirra í skólakerfinu er í dag. Rannsóknarspurningar, sem hafðar voru að leiðarljósi, voru: Hvað finnst nemendum með hreyfihömlun um framhaldsskólann sinn? Hversu aðgengilegt er húsnæði framhaldsskólans fyrir nemendur með hreyfihömlun? Hvaða væntingar og skoðanir hafa nemendurnir gagnvart framtíðinni? Töluvert er vitað um þátttöku nemenda með hreyfihömlun í grunnskólum en minna um stöðu þeirra í framhaldsskólanum. Þátttakendur voru þrír einstaklingar á aldrinum 17-18 ára sem allir nota hjólastól. Gögnum var safnað með opnum viðtölum og vettvangsathugunum í skólum þátttakenda. Greining fór annars vegar fram samhliða gagnasöfnun og hins vegar með sífelldum samanburði að lokinni gagnasöfnun. Niðurstöður leiddu í ljós fimm meginþemu: skólaumhverfið, námið, félagslegt samneyti, þjónusta og að lokum sjálfsskilning og framtíðarsýn. Einstaklingarnir þrír voru ólíkir en áttu þó ýmislegt sameiginlegt. Almennt voru þátttakendur sammála um að framhaldsskólinn kæmi betur til móts við þarfir þeirra en grunnskólinn, bæði námslega og félagslega séð, ásamt því að umhverfið væri mun aðgengilegra en í grunnskólanum. Misjafnt var hversu tilbúnir einstaklingarnir voru að horfa til framtíðar en öll stefndu að því að ljúka framhaldsskóla. Óvissa um framtíðina kom fram hjá öllum þátttakendum. Mikilvægi skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu kemur skýrt fram í þessari rannsókn þar sem þarfir þátttakenda fyrir þjónustu eru ólíkar.
Lykilhugtök: skólaumhverfi, hreyfihömlun, þátttaka, umhverfi, nemendur, aðgengi, aðgengilegu
Psychometric properties of the Icelandic translations of the Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale and the Patient Health Questionnaire
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadVirkniskerðing, skert lífsgæði og þunglyndi hafa mikil áhrif á líf fólks og því er mikilvægt fyrir meðferðaraðila og rannsakendur á Íslandi að geta reitt sig á áreiðanleg og réttmæt mælitæki sem meta þessa þætti. Í þessari rannsókn voru próffræðilegir eiginleikar þriggja sjálfsmatskvarða í íslenskri þýðingu metnir. Þetta eru Sheehan Disability Scale (SDS), sem mælir virkniskerðingu, Quality of Life Scale (QOLS), sem mælir lífsgæði, og Patient Health Questionnaire (PHQ-9), sem mælir fjölda og alvarleika þunglyndiseinkenna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 110, þar af 56 í klínísku úrtaki einstaklinga með félagsfælni sem megingreiningu og 54 í almennu úrtaki einstaklinga án geðraskana. Tvö greiningarviðtöl voru lögð fyrir þátttakendur, The Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI) og Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module (BDD-DM). Samleitniréttmæti kvarðanna SDS, QOLS og PHQ-9 var metið með tilliti til félagsfælnigreiningar á MINI en samleitniréttmæti PHQ-9 var einnig athugað miðað við þunglyndisgreiningu á MINI. Innri áreiðanleiki SDS var viðunandi (α = 0,7) fyrir klíníska úrtakið en góður (α = 0,81) fyrir almenna úrtakið, viðunandi (α = 0,76) fyrir QOLS í klíníska úrtakinu en góður (α = 0,86) í almenna úrtakinu, góður (α = 0,87) fyrir PHQ-9 í klíníska úrtakinu en sæmilegur (α = 0,66) í almenna úrtakinu. Samleitniréttmæti kvarðanna var mjög gott sem kom fram í því að félagsfælnigreining á MINI tengdist hærri stigafjölda á SDS og PHQ-9 en lægri stigafjölda á QOLS. Einnig spáði hærri stigafjöldi á PHQ-9 fyrir um hærra hlutfall einstaklinga með þunglyndisgreiningu á MINI. Helstu niðurstöður eru þær að próffræðilegir eiginleikar kvarðanna haldast að mestu leyti í íslenskri þýðingu. Félagsfælni virðist draga úr lífsgæðum, auka líkurnar á þunglyndiseinkennum og hafa mikil og neikvæð áhrif á virkni fólks sem greinist með hana.It is imperative for clinicians and researchers in Iceland
to have good measures of functioning, quality of life and
depression symptoms. In this study, the psychometric
properties of the translations of three well-known measures
of these variables were assessed. These were the
Sheehan Disability Scale (SDS), a measure of the impact
of psychiatric symptoms on functioning, the Quality of
Life Scale (QOLS), and the Patient Health Questionnaire
(PHQ-9), which is a measure of depression symptoms
and their severity. There were 110 participants, 56
participants had a primary diagnosis of social anxiety
disorder (SAD; SAD group), and 54 participants had no
clinical diagnoses (comparison group). All participants
were interviewed with two diagnostic interviews, the
Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI)
and the Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module
(BDD-DM). The convergent validity of the SDS, QOLS
and PHQ-9 was assessed with reference to a diagnosis
of SAD on the MINI, and the convergent validity of
PHQ-9 was also assessed with reference to a diagnosis
of major depressive disorder on the MINI. The internal
consistency of the SDS was acceptable (α = 0,7) for
the SAD group, but good (α = 0,81) for the control
group, the internal consistency of the the QOLS was
acceptable (α = 0,76) for the SAD group but good (α =
0,86) for the control group, and the internal consistency
of the PHQ-9 was good (α = 0,87) for the SAD group
but questionable (α = 0,66) for the control group. The
convergent validity of the scales was good in that a
diagnosis of SAD was associated with higher scores on
the SDS, lower scores on the QOLS and higher scores
on the PHQ-9. In addition, higher scores on the PHQ-
9 predicted a greater likelihood of being diagnosed
with major depressive disorder on the MINI. The main
findings were that the psychometric properties of these
self-report scales mostly carried over to the Icelandic
translations. Social anxiety disorder appears to reduce
quality of life, increase the likelihood of depression
symptoms and negatively impact functioning
Psychometric properties of the Icelandic translations of the Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale and the Patient Health Questionnaire
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadVirkniskerðing, skert lífsgæði og þunglyndi hafa mikil áhrif á líf fólks og því er mikilvægt fyrir meðferðaraðila og rannsakendur á Íslandi að geta reitt sig á áreiðanleg og réttmæt mælitæki sem meta þessa þætti. Í þessari rannsókn voru próffræðilegir eiginleikar þriggja sjálfsmatskvarða í íslenskri þýðingu metnir. Þetta eru Sheehan Disability Scale (SDS), sem mælir virkniskerðingu, Quality of Life Scale (QOLS), sem mælir lífsgæði, og Patient Health Questionnaire (PHQ-9), sem mælir fjölda og alvarleika þunglyndiseinkenna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 110, þar af 56 í klínísku úrtaki einstaklinga með félagsfælni sem megingreiningu og 54 í almennu úrtaki einstaklinga án geðraskana. Tvö greiningarviðtöl voru lögð fyrir þátttakendur, The Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI) og Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module (BDD-DM). Samleitniréttmæti kvarðanna SDS, QOLS og PHQ-9 var metið með tilliti til félagsfælnigreiningar á MINI en samleitniréttmæti PHQ-9 var einnig athugað miðað við þunglyndisgreiningu á MINI. Innri áreiðanleiki SDS var viðunandi (α = 0,7) fyrir klíníska úrtakið en góður (α = 0,81) fyrir almenna úrtakið, viðunandi (α = 0,76) fyrir QOLS í klíníska úrtakinu en góður (α = 0,86) í almenna úrtakinu, góður (α = 0,87) fyrir PHQ-9 í klíníska úrtakinu en sæmilegur (α = 0,66) í almenna úrtakinu. Samleitniréttmæti kvarðanna var mjög gott sem kom fram í því að félagsfælnigreining á MINI tengdist hærri stigafjölda á SDS og PHQ-9 en lægri stigafjölda á QOLS. Einnig spáði hærri stigafjöldi á PHQ-9 fyrir um hærra hlutfall einstaklinga með þunglyndisgreiningu á MINI. Helstu niðurstöður eru þær að próffræðilegir eiginleikar kvarðanna haldast að mestu leyti í íslenskri þýðingu. Félagsfælni virðist draga úr lífsgæðum, auka líkurnar á þunglyndiseinkennum og hafa mikil og neikvæð áhrif á virkni fólks sem greinist með hana.It is imperative for clinicians and researchers in Iceland
to have good measures of functioning, quality of life and
depression symptoms. In this study, the psychometric
properties of the translations of three well-known measures
of these variables were assessed. These were the
Sheehan Disability Scale (SDS), a measure of the impact
of psychiatric symptoms on functioning, the Quality of
Life Scale (QOLS), and the Patient Health Questionnaire
(PHQ-9), which is a measure of depression symptoms
and their severity. There were 110 participants, 56
participants had a primary diagnosis of social anxiety
disorder (SAD; SAD group), and 54 participants had no
clinical diagnoses (comparison group). All participants
were interviewed with two diagnostic interviews, the
Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI)
and the Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module
(BDD-DM). The convergent validity of the SDS, QOLS
and PHQ-9 was assessed with reference to a diagnosis
of SAD on the MINI, and the convergent validity of
PHQ-9 was also assessed with reference to a diagnosis
of major depressive disorder on the MINI. The internal
consistency of the SDS was acceptable (α = 0,7) for
the SAD group, but good (α = 0,81) for the control
group, the internal consistency of the the QOLS was
acceptable (α = 0,76) for the SAD group but good (α =
0,86) for the control group, and the internal consistency
of the PHQ-9 was good (α = 0,87) for the SAD group
but questionable (α = 0,66) for the control group. The
convergent validity of the scales was good in that a
diagnosis of SAD was associated with higher scores on
the SDS, lower scores on the QOLS and higher scores
on the PHQ-9. In addition, higher scores on the PHQ-
9 predicted a greater likelihood of being diagnosed
with major depressive disorder on the MINI. The main
findings were that the psychometric properties of these
self-report scales mostly carried over to the Icelandic
translations. Social anxiety disorder appears to reduce
quality of life, increase the likelihood of depression
symptoms and negatively impact functioning
Psychometric properties, convergent and divergent validity of Icelandic translations of Liebowitz Social Anxiety Scale and Social Phobia Weekly Summary Scale
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadMarkmið rannsóknarinnar var að meta próffræðilega eiginleika félagskvíðakvarðanna Liebowitz Social Anxiety Scale (LSAS) og Social Phobia Weekly Summary Scale (SPWSS) í íslenskri þýðingu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 110 talsins, 56 greindir með félagsfælni (klínískur hópur) og 54 án geðraskana (samanburðarhópur). Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að innri áreiðanleiki LSAS-kvarðans var mjög góður bæði í klínískum hópi og samanburðarhópi og áreiðanleiki undirkvarða góður. Innri áreiðanleiki SPWSS-kvarðans var slakur í klínískum hópi og óviðunandi í samanburðarhópi. Samleitniréttmæti beggja kvarðanna var mjög gott gagnvart félagsfælnigreiningu og aðgreiniréttmæti var einnig mjög gott gagnvart greiningu á alvarlegu þunglyndi. Niðurstöður réttmætisathugana voru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir og væntingar rannsakenda. Helstu ályktanir eru þær að próffræðilegir eiginleikar LSAS- og SPWSS-kvarðanna haldast að mestu leyti við íslenskra þýðingu.The aim of the study was to assess the psychometric properties
of Icelandic translations of the Liebowitz Social
Anxiety Scale (LSAS) and Social Phobia Weekly Summary
Scale (SPWSS). The sample consisted of 100 participants,
56 diagnosed with social anxiety disorder (clinical group)
and 54 with no psychiatric diagnosis (comparison group).
The results indicated good internal consistency for the
LSAS scale in the clinical and comparison group as well as
for all subscales. For SPWSS, internal consistency was low
in the clinical group and unsatisfactory in the comparison
group. Both scales had excellent convergent validity for
diagnosis of social phobia as well as divergent validity for
major depression, results consistent with expectations as
well as previous research. The main conclusion was that
psychometric properties of the LSAS and SPWSS scales
were mostly preserved in the Icelandic translation