28 research outputs found

    Þekking og reynsla ljósmæðra af axlarklemmu í fæðingu

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÍ ýmsum fræðigreinum og bókum er talað um að eitt af því sem ljósmæður og læknar sem starfa við fæðingar óttist sé axlarklemma í fæðingu án þess að þessi fullyrðing sé studd með vísun í rannsóknir. Tilgangur rannsóknarinnar sem greinin byggist á var að reyna að fá fram viðhorf íslenskra ljósmæðra til axlarklemmu í fæðingu, byggð á eigin þekkingu og reynslu. Þátttakendur í rannsókninni voru 17 ljósmæður og einn ljósmóð- urnemi. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, rýnihóparannsókn. Voru þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki og skiptust þeir í þrjá hópa. Eitt viðtal var tekið við hvern hóp. Stuðst var við fyrirbærafræðilega og menningarbundna nálgun við söfnun og greiningu gagna. Greind voru þrjú meginþemu með undirþemum: Öryggi, virðing, samvinna og traust; Þekking – fagleg reynsla, að þekkja aðferðirnar; Erfið lífsreynsla – „maður verður heilsulaus á sálinni“. Frásagnir ljósmæðranna endurspegluðu staðgóða þekkingu á viðbrögðum við axlarklemmu og mikilvægi tengsla og trausts milli þeirra og konu í fæðingu, þörfina fyrir þverfaglega samvinnu og að þekking þeirra og reynsla væri virt. Þær hafa upplifað erfiðleika og áföll í tengslum við starfið, en leitast við að finna leiðir til að styrkja sig og halda áfram. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að þörf sé á sálfélagslegu teymi sem stutt geti við bakið á ljósmæðrum sem lenda í áföllum sem tengjast starfi þeirra. Tímabært er að huga að því að skrá axlarklemmur betur, en opinberar tölur hér á landi eru ekki aðgengilegar. Þá sýna niðurstöðurnar að vel má flokka axlarklemmur eftir alvarleika sem getur þá líka stuðlað að markvissari vinnubrögðum við að losa axlir í fæðingu.In various scientific articles and books it is stated that one of the things that midwives and obstetricians fear most during a birth is the occurrence of a shoulder dystocia. This statement is, however, rarely supported by research. The purpose of this study was to explore the attitude of Icelandic midwives towards shoulder dystocia, built on their own knowledge and experience. It is a qualitative research based on focus group interviews. Participants in the study were 17 midwives and one midwifery student. Participants were chosen with a convenience sampling and were split into three groups. Each group was interviewed once. Phenomenological and ethnographical approaches were used when conducting and analysing the interviews. Three main themes with subthemes were identified: Safety, cooperation, trust; Knowledge – professional experience, “a step ahead”; Difficult experience “your soul suffers as a result“. The midwives’ narratives show professional knowledge about interventions needed in handling shoulder dystocia and the importance of trust and connection with the woman giving birth. Furthermore, they emphasised the need for interdisciplinary cooperation and that their own knowledge and work experience would be recognised. They have experienced difficulty and trauma in their professional practice and seek to find ways to gain the strength to carry on their work. Based on the results the conclusion can be drawn that a psychosocial team is needed to support midwives that have experienced trauma in their work and help them work through the experience. Furthermore, the frequency of shoulder dystocia needs to be better documented as presently the official number in Iceland is not available. Additionally, the results show that shoulder dystoci

    Umönnun og meðferð á þriðja stigi fæðingar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenInngangur Í nóvember 2003 var gefin út sameiginleg yfirlýsing (International Joint Policy Statement) af Alþjóðasamtökum kvensjúkdóma- og fæðingarlækna (FIGO) og Alþjóðasamtökum ljósmæðra (ICM) um að beita eigi virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar til að fyrirbyggja blæðingu eftir fæðingu. Kynning í þessu Ljósmæðrablaði, snýr að þeim hluta yfirlýsingarinnar, sem segir að hana þurfi að kynna í löndum allra aðildarfélaga. Yfirlýsingin var þýdd af Önnu Haarde fyrir Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Reynir Tómas Geirsson prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum hefur skrifað innlegg fyrir hönd kvensjúkdóma- og fæðingarlækna sem birtist hér í blaðinu. Við vorum beðnar um að koma með innlegg inn í þessa umræðu út frá sjónarhorni ljósmæðra. Lokaverkefni Kristbjargar í ljósmóðurfræði árið 2001, fjallaði um þriðja stig fæðingar, umönnun ljósmóður og blæðingar eftir fæðingar og vann hún það undir leiðsögn Ólafar Ástu. Auk þess hefur Kristbjörg tekið þátt í vinnu við gerð verklagsreglna á LSH um þriðja stig fæðingar og blæðingar eftir fæðingu

    Leghálskrabbamein: forvarnargildi og hlutverk ljósmæðra í leghálskrabbameinsleit

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    Útkoma spangar í eðlilegri fæðingu, áhrif meðferðar og stellingar á útkomu spangar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur, 1. Kanna tíðni heillar spangar og tegundir rifa hjá konum sem fæddu eðlilega á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og tíðni spangarklippinga og tengsl þeirra við rifur; 2. Kanna hvort fæðingarstelling, meðferð spangar og þyngd eða höfuðummál barns hefði áhrif á útkomu spangar. Um lýsandi framvirka rannsókn með þverskurðarsniði var að ræða. Gögnum var safnað, með skráningarlista hönnuðum af rannsakanda, frá konum sem fæddu eðlilega frá nóvember 2001 til mars 2002. Úrtakið voru 460 konur. Notuð var lýsandi tölfræði. Helstu niðurstöður: Tíðni heillar spangar var 32,5%. Tíðni 1° rifa var 30,3%, tíðni 2° rifa var 32,3% og tíðni 3° rifa var 4,4% . Alls voru 8,7% allra frumbyrja með 3° rifu og 2,2% fjölbyrja. Tíðni spangarklippinga var 8,4%. Ekki mældust skýr tengsl milli stellingar og útkomu spangar. Þrjár meðferðir höfðu áhrif á útkomu spangar. Að hvetja til rembings og að nudda/- toga spöng höfðu marktækt neikvæð áhrif. Eigið val konunnar á stellingu á öðru stigi hafði marktækt jákvæð áhrif. Ekki var marktækt samband milli fæðingarþyngdar og höfuðummáls barns og útkomu spangar

    Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu; „Frábær upplifun, algjörlega rétt ákvörðun fyrir okkur“

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur: Feður vilja taka virkan þátt í barneignarferlinu og eru nánast undantekningarlaust viðstaddir fæðingu barna sinna. Þeir upplifa oft að þeir séu utanveltu í kerfi sem er sniðið að mæðrum, þar sem upplýsingar til þeirra eru ófullnægjandi. Tíðni heimafæðinga hefur farið vaxandi án þess að reynsla feðra af þeim hafi verið mikið skoðuð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka skilning á reynslu feðra af heimafæðingu með rannsóknarspurningunni: Hver er reynsla feðra af heimafæðingu? Aðferð: Innihaldsgreining var notuð til þess að greina svör 65 feðra, sem svöruðu opinni spurningu, í samnorrænni spurningalistakönnun, um reynslu af heimafæðingum. Að auki voru tekin djúpvið- töl við tvo feður um reynslu þeirra. Þar var notast við ferli Vancouver skólans í fyrirbærafræði við gagnasöfnun og greiningu. Niðurstöður: Meginþemað í gögnunum er að heimafæðing er vel ígrunduð ákvörðun verðandi foreldra sem leiðir til jákvæðrar upplifunar föður af fæðingarferlinu. Feður lýsa fæðingunni sem frábærri upplifun. Þeir lýsa persónulegum tengslum og trausti til ljósmóður og að þeir séu virkir þátttakendur í fæðingarferlinu þar sem óskir þeirra og fjölskyldunnar séu virtar. Ákvörðunin um heimafæðingu var stór þáttur í reynslu þeirra, þar sem viðhorf og fordómar samfé- lagsins um heimafæðingar, fyrri reynsla, vilji til að vera við stjórn og öryggissjónarmið komu sterkt fram. Ályktanir: Frekari rannsókna er þörf á reynslu feðra af barneignarferlinu eftir fæðingarstað. Mikilvægt er að efla upplýsingagjöf og umræðu um heimafæðingar í samfélaginu og skoða hvaða þættir hafa áhrif á val á fæðingarstaðIntroduction: Fathers have a desire to actively participate in the childbearing process and are almost invariably present at their babies’ births. They experience not belonging in the maternity care system and getting inadequate information. The number of homebirths has been increasing without much study of fathers’ experience. The aim of this study is to get a better understanding of fathers’ experience of homebirth. The research question is: What is the experience of fathers during homebirth? Methods: Content analysis was used to analyze the responses of 65 Icelandic fathers who responded to an open question in a survey about experience of homebirth in the Nordic countries. To get a deeper understanding two fathers were interviewed about their experience using the Vancouver School of doing phenomenology to gather and analyze data. Results: The main theme throughout the data was that homebirth is a well-considered choice of expectant parents that leads to a positive experience of the birth for the father. Fathers describe the homebirth as a great experience. They describe a personal relationship and trust towards the midwife and that they are active participants in the birth process, where their own and their family´s preferences are respected. The decision to have a homebirth was a big part of their journey where former experience, prejudices of society, desire to be in control and safety issues were important factors. Conclusions: More research of fathers’ experiences of birth in different birthplaces and the factors that influence decision making, is needed. It is important to provide more information and to promote discussion in society about homebirth

    Er heimabyggð rétti staðurinn fyrir konur í eðlilegri fæðingu?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁ Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) fara fram eðlilegar fæðingar í umsjón ljósmæðra. Erlendar rannsóknir sýna að hægt er að reka slíka þjónustu á hagkvæman og öruggan hátt með minni líkum á inngripum í eðlilegt barneignarferli. Markmið þessarar megindlegu rannsóknar með lýsandi afturvirku rannsóknarsniði var að kanna útkomu fæðinga og undirbúning fyrir fæðingu. Úrtakið eru 145 konur sem fæddu á HSS frá 1. maí 2010 til 1. maí 2011 og af þeim fengu 66 konur undirbúning fyrir fæðinguna í formi jóga, nálastungna og fræðslu. Helstu niðurstöður voru þær að útkoma spangar var góð. Ein kona hlaut 3° rifu og engin 4° rifu. Lítil notkun sterkra verkjalyfja er á deildinni. Flestar konur notuðu baðið sem verkjastillingu eða 67%, glaðloft var notað í 23% tilfella og pethidín og phenergan voru notuð í 12% tilfella. Inngrip í fæðingu voru lítil en belgjarof var gert í 23% tilvika. Notkun syntocinons til örvunar var í 11% tilvika. Í 4% tilvika þurfti að beita léttri sogklukku í fæðingu. Blæðing meiri en 500 ml var 5% hjá 8 konum. Meðal Apgar skor barna var 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur. Þær konur sem fóru í meðgöngujóga þurftu síst sterk verkjalyf og notuðu vatnsbað til verkjastillingar (84%). Marktækur munur (p = 0,003) gefur til kynna að þær konur sem stunduðu meðgöngujóga, fengu undirbúningsnálar og fóru á foreldrafræðslunámskeið komu betur undirbúnar fyrir fæðinguna og notuðu frekar vatnsbað sem verkjastillingu. Þar sem úrtakið var lítið er frekari rannsókna þörf. Niðurstöðurnar um ljósmæðrarekna þjónustu á HSS hvetja til upplýsts vals kvenna í eðlilegri meðgöngu og fæðingu um að fæða í heimabygg

    „NORMAL IS NOT JUST ONE SPECIFIC EXPERIENCE“ WOMEN´S EXPERIENCES AND VIEW OF NORMAL BIRTH: A QUALITATIVE RESEARCH

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadVerndun eðlilegra fæðinga hefur verið mikilvægt viðfangsefni innan ljósmóðurfræða síðustu áratugi. Þar er iðulega stillt upp mismunandi sýn læknisfræðinnar og ljósmóðurfræðinnar en sjónum sjaldnar beint að upplifun kvenna sjálfra og hvað fyrir þeim eðlileg fæðing er. Í þessari rannsókn var markmiðið að fá fram reynslu kvenna og sýn á eðlilega fæðingu. Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggist á viðtölum við tíu konur, fjölbyrjur og frumbyrjur, sem eiga samtals nítján fæðingar að baki. Viðtölin eru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð Vancouver-skólans. Við heildargreiningu á fyrirbærinu eðlileg fæðing er unnið úr reynslu allra kvennanna og spunninn sameiginlegur vefur. Undirstöðuþemað við úrvinnslu á sögum kvennanna er Að gera fæðingarreynsluna að sinni eðlilegu fæðingu. Í þeirri ferð er fólgin óvissa, þar sem eðlilegt er að fá hjálp og ef vel tekst til eru þar tækifæri til valdeflingar. Sjö meginþemu með undirþemum eru greind sem öll hafa áhrif innbyrðis á heildarupplifun og lýsingu á fyrirbærinu eðlileg fæðing. Þessi þemu eru eftirfarandi: að hafa stjórn, stuðningur ljósmóður, sameiginlegt verkefni, öryggi og umhverfi, reynsla af sársauka, að taka á móti eigin barni, ekki eðlileg fæðing. Í skilgreiningum fagfólks á eðlilegri fæðingu hafa jafnan andstæðurnar „inngrip“ og „ekki inngrip“ legið til grundvallar. Í hugum þeirra kvenna sem rætt var við í rannsókninni er þessi tvískipting ekki útgangspunktur eðlilegrar fæðingar. Allar konurnar líta svo á að þær eigi eðlilega fæðingu að baki – jafnvel náttúrulega fæðingu – þrátt fyrir fjölbreytt inngrip og ólíkar fæðingarsögur. Sýn þessara kvenna brýtur á vissan hátt upp hugtakið eðlileg fæðing eins og það hefur hingað til verið skilgreint innan ljósmóðurfræðinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ljósmæður í að leggja einstaklingsbundnari skilning á mörk hins eðlilega, treysta á innsæisþekkingu og mæta konum á þeirra eigin forsendum í fæðingu. Rannsaka mætti hvernig tæknilegt, félagslegt og menningarlegt umhverfi barneignarþjónustu hefur áhrif á persónubundnar skilgreiningar á eðlilegri fæðingu.Protecting normal birth has for a number of years been an important and significant topic in midwifery. The contrasting visions of the medico-technical approach and the physio-social midwifery approach are regularly juxtaposed, but less space has been given to what women´views are and how they experience normal birth. This research explores women´s own perceptions of what normal birth is. The methodology of the research is qualitative and based on interviews with ten women, both multiparous and primiparous, who have given a total of nineteen births. Anlalysis of data was based on the Vancouver School of doing phenomenology. Through making a comprehensive analysis of the phenomenon of normal birth from the point of view of women, a collective multi- -voice construction of their normal birth was designed. The overriding theme which emerged was “Making birth your own normal birth experience.” This journey of birth is full of uncertainty, where it is normal to get help, but the experience can also be an empowering self-discovery. Seven central themes with sub themes emerged which are all inter-related. Together they make up the holistic experience of „ÞAÐ ER EKKI EITTHVAÐ EITT EÐLILEGT“ Reynsla og sýn kvenna á eðlilega fæðingu: Eigindleg rannsókn „NORMAL IS NOT JUST ONE SPECIFIC EXPERIENCE“ WOMEN´S EXPERIENCES AND VIEW OF NORMAL BIRTH: A QUALITATIVE RESEARCH LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2018 39 normal birth. These themes are: to be in control, midwife´s support, a joint venture, safety and surroundings, experience of pain, to receive your child, not a normal birth. “Intervention” or “non- intervention” into the birth process, which is the critical dichotomy many birth professionals use to define normal birth, is not a central concern in the women´s experiences. All the women interviewed describe their births as normal – even natural – despite there having been varied interventions and birth stories at work. Their views critically challenge traditional definitions of normal birth. This may encourage us to consider more subjective and contextual approaches to defining normalcy. It vitalizes our reliance on our intuitive knowledge and prioritizes meeting women on their own terms in every birth experience. For future studies it would be interesting to explore techno - social and cultural aspects of maternity services on personal definitions of normal birth

    Á að framkalla fæðingu vegna aldurs kvenna?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBarneignaraldur hefur farið hækkandi í þróuðum löndum síðustu áratugi. Hækkaður aldur kvenna á meðgöngu hefur verið tengdur við aukna tíðni meðgöngukvilla, sjúkdóma og verri útkomu fæðingar. Víða hafa verið settar fram vinnureglur um framköllun fæðingar til þess að bæta útkomu fæðingar meðal eldri kvenna. Framköllun fæðingar er mikið inngrip í eðlilegt fæðingarferli og hefur verið tengt við ýmsa fylgikvilla, því er mikilvægt að skoða ávinning hennar vel. Eldri konur á meðgöngu eru konur 35 ára og eldri en áhrif aldurs á meðgöngu og fæðingu er mest hjá 40 ára og eldri. Aukin meðgöngulengd hjá þeim er talin tengjast hlutfallslega fleiri andvana fæðingum. Framköllun fæðingar virðist réttlætanlegt við 39‒40 vikna meðgöngu hjá konum 40 ára og eldri. Niðurstöður eru byggðar á fræðilegri samantekt á rannsóknum um efnið en þó skal árétta að þörf er á frekari rannsóknum. Ávallt gildir einstaklingsbundið og upplýst val kvenna um framköllun fæðingar vegna aldurs. Þörf er á almennri umræðu í samfélaginu um barneignaraldur. Mikilvægt er að ljósmæður og annað heilbrigðisfagfólk veiti ungu fólki fræðslu vegna ákvörðunar um barneignir, og áhrif þess að seinka barneignum

    Outcomes of freestanding midwifery units and alongside midwifery units. A systematic review.

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadBakgrunnur: Ljósmæðrastýrðar einingar innan og utan sjúkrahúsa eru að ryðja sér til rúms, sérstaklega síðustu ár, sem valkostur fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu. Ljósmæður eru í lykilhlutverki við að fræða konur um val á fæðingarstað en í mæðravernd er unnið eftir klínískum leiðbeiningum sem segja til um að konur eigi að fá faglegar upplýsingar þannig að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um fæðingarstað. Til að geta sinnt fræðsluhlutverki sínu þurfa ljósmæður að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um ávinning og áhættur ólíkra fæðingarstaða. Markmið: Að bera saman útkomu kvenna og barna og inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa, við útkomu kvenna sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin, fræðileg samantekt. Gerð var heimildaleit á leitarsíðunum Scopus, Cinahl, PubMed og Proquest. Notuð voru leitarorðin; ljósmæðrastýrð eining (e. midwifery unit), fæðingarheimili (e. birth center), fæðingarstaður (e. birthplace), útkoma (e. outcome) og Útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa Kerfisbundin fræðileg samantekt Outcomes of freestanding midwifery units and alongside midwifery units A systematic review Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir, fæðingarvakt Landspítala, Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor við Háskóla Íslands Ritrýnd fræðigrein, tengiliður: [email protected] 23 ljósmóðurfræði (e. midwifery). Eftir mat á 459 rannsóknum stóðu eftir tíu rannsóknir sem uppfylltu inntökuskilyrði og stóðust gæðamat. Rannsóknirnar skoðuðu útkomu hjá yfir 102.000 konum sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, innan og utan sjúkrahúsa og báru saman við útkomu um 820.000 kvenna sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Niðurstöður: Rannsóknir benda til þess að betri útkoma sé hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum en þeim sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Meiri líkur voru á sjálfkrafa, eðlilegri fæðingu og minni líkur á inngripum á borð við mænurótardeyfingu, hríðarörvun, áhaldafæðingu og keisaraskurði. Einnig voru almennt minni líkur á spangarklippingu og blæðingu eftir fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum. Flutningstíðnin var 14,8% – 33,9%, þar sem frumbyrjur voru frekar fluttar en fjölbyrjur. Ekki var marktækur munur á útkomu nýbura. Ályktun: Við val á fæðingarstað á meðgöngu ætti að upplýsa konur um ólíka útkomu fæðinga á ólíkum fæðingarstöðum, þar á meðal um lága inngripatíðni og jákvæða útkomu mæðra sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum. Lykilorð: ljósmæðrastýrð eining, útkoma fæðinga, eðlileg fæðing, ljósmóðurfræði.Background: Midwifery units, both freestanding and alongside, are increasingly popular locations for birth amongst healthy women in low-risk pregnancies. Midwives have a leading role in antenatal education on choice in place of birth. Clinical guidelines for maternity care guide midwives to inform women in a professional manner such that women can make informed decisions on place of birth. In order to fulfil their informative roles, midwives must be able to access evidence based information about the benefits and risks associated with different birth places. Objective: To compare maternal and perinatal outcomes and obstetric interventions in low-risk women by planned place of birth in freestanding or alongside midwifery units to obstetric units in hospitals. Design: Scopus, Cinahl, PubMed and Proquest databases were used to identify studies in this systematic review. Search terms where: midwifery unit, birth center, birthplace, outcome and midwifery. After reviewing 459 articles, ten articles met inclusion criteria and evaluation of study quality. Participants were over 102,000 women who planned to give birth in midwifery units, compared to around 820,000 women who planned to give birth at obstetric units. Results: Studies point to a better outcome for healthy women in low-risk pregnancies who plan to give birth at midwifery units than for those who plan to give birth in obstetric units. They had an increased likelihood of spontaneous vaginal birth and were less likely to need interventions including; epidural analgesia, augmentation of labour, instrumental delivery, and caesarean section. Rates of maternal outcome including episiotomy and postpartum haemorrhage were generally lower in midwifery units. Transfer rates ranged from 14.8% to 33.9%, were nulliparous women had higher rates of transfer than multiparous women. There was not a significant difference in perinatal outcomes. Conclusions: When choosing their place of birth in pregnancy women should be informed on different birth outcomes in different birth places, including low intervention rates and positive maternal outcomes in planned midwifery unit births. Keywords: midwifery unit, birth outcome, low- -risk birth, midwifer

    Reynsla kvenna af tvíburameðgöngu með áherslu á andlega líðan og stuðning ljósmæðra

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa
    corecore