2 research outputs found

    Atvinna og atvinnustefna hins opinbera í dreifbýli: Reynsla kvenna og karla á sunnanverðum Vestfjörðum

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Í greininni er fjallað um atvinnu og atvinnuuppbyggingu í dreifbýli, hvernig hún horfir við íbúum á landsbyggðinni og hvaða áhrif hún hefur á stöðu kynjanna. Seinni hluta síðustu aldar einkenndust aðgerðir stjórnvalda af tilraunum til að bregðast við samdrætti í landbúnaðarframleiðslu, of stórum skipastóli og minnkandi afla. Margt bendir til þess að skammtímasjónarmið og skortur á heildarstefnumótun og langtímamarkmiðum hafi hamlað árangri á þessu sviði. Í greininni er fjallað um atvinnustefnu stjórnvalda í ljósi reynslu kvenna og karla á sunnanverðum Vestfjörðum, sem skilgreindir eru sem „varnarsvæði“ í búsetuþróun. Fram kemur að hin opinbera atvinnustefna hefur orðið mörgum á landsbyggðinni dýrkeypt og tortryggni gætir gagnvart stjórnvaldsaðgerðum. Karlar hafa bitra reynslu af stórtækum uppbyggingaráformum stjórnvalda í einstökum atvinnugreinum meðan konur telja sig eiga erfiðara uppdráttar en karlar hvað varðar styrki og stuðning. Enda þótt kveðið hafi verið á um jafnréttissjónarmið í opinberri stefnumótun síðan í lok síðustu aldar hafa atvinnuskapandi aðgerðir ekki tekið mið af mismunandi aðstæðum og möguleikum kvenna og karla. Brýnt er að atvinnu- og byggðastefna byggist á vel ígrunduðum langtímasjónarmiðum og taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum.The article addresses employment and employment policies in rural areas. We explore men and women’s employment opportunities in rural areas, and whether it has gendered consequences. During the last decades policy making in rural areas has been characterized by attempts to respond to reductions in agricultural production and reduced fishing. Long term policy has been lacking and short term measures have been pursued without sufficient preparation and concern for long term effects. The article discusses the experience of men and women’s employment opportunities in the South Westfjords, which turned out to be a painful experience. There is scepticism towards public governance, men have bitter experiences of grandiose plans and activities encouraged by the government whereas women consider themselves discriminated against regarding support and financing. Although gender equality has been a part of public policy for a long period these measures have not taken gender into account. It is important that employment policy and rural policy is well informed and receptive to gender perspectives.Peer Reviewe

    Atvinnusköpun í dreifbýli út frá kynjasjónarmiði

    No full text
    Í eftirfarandi ritgerð er fjallað um misjöfn tækifæri fólks út frá kynjasjónarmiði, í ljósi búsetu í dreifbýli, atvinnuhátta og atvinnusköpunar með hliðsjón af aðkomu hins opinbera, ekki síst hvað snertir byggðastefnu og sértækar aðgerðir í atvinnumálum og viðhorf fólks til þeirra. Til að komast að sem fjölbreytilegustum viðhorfum um þessi efni var farin sú leið að gera eigindlega rannsókn og ræða við tíu einstaklinga með reynslu af atvinnurekstri á Vestfjörðum. Þeir voru spurðir um reynslu sína og viðhorf til aðgerða stjórnvalda og framtíðarsýn. Svör þeirra voru misjöfn, en óhætt er að fullyrða að nokkurrar tortryggni gætti meðal þeirra í garð stjórnvaldsaðgerða, þótt vissulega hefðu sumir haft hag af þeim. Flestum fannst best að treysta öðru fremur á sjálfa sig. Á þetta ekki síst við um konur, sem hafa rekið sig á að þær búa við önnur skilyrði en karlar þar sem hvers konar fyrirgreiðsla er annars vegar. Kemur þetta heim og saman við þá staðreynd að samþætting kynjasjónarmiða hefur í raun ekki verið notuð í opinberri stefnumótun í atvinnumálum í dreifbýli
    corecore