30 research outputs found

    The effect of diclofenac on the small intestine studied by wireless endoscopy

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: It is well known that NSAIDs cause erosions and ulcers in the stomach and duodenum but little is known about a possible damage to the small intestine. Direct visualization of the small intestine has not been possible until recently with the introduction of wireless endoscopy. Objectives of study: Primary. To assess the effect of diclofenac on the small intestine using wireless endoscopy and measurement of calprotectin in the stools. Secondary. To assess the possible effect of diclofenac on gastro-intestinal symptoms and on the level of hemoglobin. Methods: Twenty healthy volunteers 21-61 years of age, 10 males and 10 women, received diclofenac 75 mg twice daily for 14 days. Wireless endoscopy was performed before and after diclofenac and also measurements of calprotectin in the stools. The volunteers kept a diary of gastro-intestinal related symptoms during the treatment. In order to eliminate injury and symptoms from the stomach and duodenum, omeprazole 20 mg twice daily was given with the diclofenac. Results: Wireless endoscopy before diclofenac showed no abnormalities in the 20 volunteers. After diclofenac treatment wireless endoscopy showed injuries in 14 volunteers but six had no injury. The number of small intestinal injuries found in each volunteer varied from 2-30. The injuries were equally distributed throughout the small intestine. Two volunteers had an injury in the caecum (ulcer, free blood). Stool calprotectin (normal value <60 mg/L) before diclofenac was 29 mg/L (+/-28) but increased to 148 mg/L (+/-108) (p<0.01) after diclofenac. Fourteen volunteers had gastro-intestinal related symptoms. The mean Hemoglobin concentration decreased from 145.1 to 136.8 g/L (p<0.05) with diclofenac treatment. Conclusions: The administration of diclofenac is associated with injuries in the small intestine similar as have been described in the stomach and duodenum. The symptoms associated with diclofenac in this study could be related to the small intestinal injury.Inngangur: Það er vel þekkt að salílyf valda áverka á slímhúð í maga og skeifugörn en minna er vitað um áhrif þeirra á mjógirni. Ný tækni gerir nú mögulegt að skoða hvaða áhrif salílyf hafa í mjógirni. Lítið holsjárhylki sem sjúklingar kyngja berst með þarmahreyf­ingum eftir mjógirninu og sendir þráðlaust myndir í móttökubúnað sem festur er á kvið viðkomandi. Tilgangur: Að kanna áhrif díklófenacs á mjógirnið metið myndrænt með holsjárhylki og með mælingum á kalprotektíni í hægðum. Ennfremur að kanna áhrif díklófenacs á einkenni frá meltingarfærum og á blóðrauða. Aðferðir: Tuttugu heilbrigðir sjálfboðaliðar 21-61 árs tóku díklófenac 75 mg x 2 á dag í 14 daga. Skoðun með holsjárhylki var gerð fyrir og eftir lyfjatöku og einnig mæling á kalprotektíni í hægðum. Til að hindra áverka á maga var gefið omeprazole 20 mg x 2 á dag. Niðurstöður: Allir sjálfboðaliðar höfðu eðlilegt mjógirni fyrir lyfjatöku. Eftir lyfjatöku komu fram áverkar hjá 14 en sex höfðu engan áverka: Hjá þeim sem höfðu áverka var fjöldi þeirra á bilinu 2 til 30. Tegund áverkanna var frá litlu rofi eða blæðingu í slímhúð yfir í stór sár með fríu blóði. Áverkarnir dreifðust jafnt um mjógirnið og einn sjálfboðaliði hafði stórt sár efst í ristli og annar hafði frítt blóð í ristli. Meðalgildi kalprotectín (normalgildi<60) fyrir lyfjagjöf var 29 mg/L (±28) en 148 mg/L (±108) eftir lyfjagjöf (p< 0,001). Meðalgildi blóðrauða lækkaði úr 145,1 í 136,8 g/L (p<0,05). Tólf sjálfboðaliðar höfðu óþægindi í efri hluta meltingarvegar meðan á lyfjagjöf stóð. Ályktun: Rannsóknin sýnir að gigtarlyfið díklófenac veldur slímhúðaráverkum í mjógirni eins og lýst hefur verið í maga. Óþægindi í kviðarholi sem er vel þekktur fylgikvilli salílyfja getur fullt eins orsakast af mjógirnisáverka

    Diseases in the esophagus, stomach and duodenum: is Helicobacter pylori to blame?

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate a) how many of symptomatic patients referred for upper endoscopy have active H. pylori infection, b) the correlation between the indications for upper endoscopy and endoscopic diagnosis and c) the association between H. pylori and organic disease in the upper gastrointestinal tract. Material and methods: This is a prospective study on 562 symptomatic patients referred for upper gastrointestinal endoscopy. The criteria for inclusion were symptoms from the upper gastrointestinal tract but patients taking anticoagulation medication were excluded. All patients who had received H. pylori eradication therapy were excluded from the final analysis. Biopsies were obtained from both the antrum and body of the stomach for CLO testing as well as for histological evaluation for H. pylori. Results: For final analysis 458 patients (81.5%) were evaluable, 76 patients (13.5%) were excluded who came for evaluation after H. pylori eradication and 28 patients (5%) were also excluded due to inadequate information. Of 458 patients, 220 (48%) tested CLO positive, there of 122 women (46%) and 98 men (50.5%). The correlation between indication for referral for upper endoscopy and final endoscopic diagnosis was poor, where peptic ulcer disease was clearly overrated. Active H. pylori infection was most often diagnosed among patients with peptic ulcer disease, particularly duodenal ulcer (82%) and less often gastric ulcer (60%). Patients with gastritis and duodenitis had H. pylori diagnosed in 57% of the cases. Conclusions: H. pylori was diagnosed in 48% of patients with symptoms from the upper gastrointestinal tract. Of all patients with peptic ulcer disease H. pylori was diagnosed in only 69% of the cases, which is lower than previous studies have indicated. The correlation between indication for endoscopy and the endoscopic diagnoses is rather poor. It is important to perform diagnostic endoscopy early in order to select the best initial treatment for the patient.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi virkra H. pylori sýkinga hjá sjúklingum með einkenni frá efri meltingarvegi, kanna tengsl H. pylori við sjúkdóma í vélinda, maga og skeifugörn og bera saman klínískar greiningar og niðurstöður holsjárskoðana. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með framskyggnu sniði og fór fram á árunum 1996 og 1997. Holsjárskoðanir á efri meltingarvegi voru framkvæmdar hjá 562 sjúklingum á speglunareiningu meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Skilyrði fyrir þátttöku var að sjúklingur hefði einkenni frá efri meltingarvegi en frábending var blæðingarhætta hjá sjúklingum. Sjúklingar sem fengið höfðu H. pylori upprætingarmeðferð voru útilokaðir við úrvinnslu gagna. Tekin voru sýni úr magahelli (antrum ventriculi) og magabol (corpus ventriculi) til CLO (Camphylobacter Like Organism) rannsókna og til vefjarannsókna í þeim tilfellum sem það átti við. Niðurstöður: Unnt var að meta niðurstöður rannsókna hjá 458 sjúklingum (81,5%) en 76 (13,5%) voru útilokaðir þar sem þeir höfðu gengist undir upprætingarmeðferð vegna H. pylori sýkingar og 28 (5%) voru útilokaðir vegna þess að fullnægjandi gögn skorti. Alls reyndust 220 (48%) sjúklingar vera H. pylori jákvæðir. Þar af voru 122 konur (55,5%) og 98 karlar (44,5%). Samsvörun milli klínískra sjúkdómsgreininga og niðurstaðna holsjárskoðana var ekki góð og virðast ætisár ofgreind klínískt. H. pylori sýkingar tengjast mest ætisárum (ulcus pepticum) og þá fremur skeifugarnarsárum (ulcus duodeni) en magasárum (ulcus ventriculi). Þannig reyndust 82% sjúklinga með skeifugarnarsár H. pylori jákvæðir en 60% sjúklinga með magasár. Sjúklingar með magabólgur og skeifugarnarbólgur voru H. pylori jákvæðir í 57% tilvika. Ályktanir: Einungis 48% sjúklinga með einkenni frá efri meltingarvegi hafa jafnframt virka H. pylori sýkingu í magaslímhúð. Hlutfall H. pylori sýktra meðal sjúklinga með ætisár (maga- og skeifugarnarsár) er 69% sem er lægra en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna. Samsvörun milli klínískrar sjúkdómsgreiningar og niðurstöðu holsjárskoðunar á efri meltingarvegi er ekki góð. Holsjárskoðun er mikilvæg til að tryggja rétta sjúkdómsgreiningu og gerir meðferð markvissari

    Endoscopic drainage of posttraumatic pancreatic pseudocyst in a child

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThis case report describes endoscopic drainage of posttraumatic pancreatic pseudocyst in a eleven year old boy. Pancreatic pseudocyst is a well known complication of pancreatitis and pancreatic trauma. Traditional methods of draining them consists of open surgery or transcutanous emptying. In recent years endoscopic treatment has been used more often and is now a well established treatment in the adult population. In children this kind of treatment is less well established. Our experience with this case demonstrated that endoscopic drainage is successful and safe procedure.Lýst er holsjármeðferð á áverka-sýndarblöðru í briskirtli (posttraumatic pancreatic pseudocyst). Sýndarblaðra í briskirtli er vel þekktur fylgikvilli brisbólgu og áverka á briskirtli. Hefðbundin meðferð við tæmingu slíkrar blöðru hefur verið með opinni aðgerð eða í gegnum húð. Undanfarin ár hefur holsjármeðferð færst í aukana og er nú vel þekkt sem meðferð á sýndarblöðru hjá fullorðnum. Hjá börnum er hlutverk holsjármeðferðar við þessum vanda illa skilgreint. Lýst er tilfelli þar sem framkvæmd var í fyrsta skipti á Íslandi holsjármeðferð á áverkaorsakaðri sýndarblöðru í briskirtli barns

    The relationship of gastrointestinal symptoms and menstrual cycle phase in young healthy women

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Abdominal discomfort is a common complaint by women and may vary with the menstrual cycle. The aim of this study was to investigate abdominal symptoms and general well being of women in relation to different phases of the menstrual cycle as well as gastrointestinal transit time. METHODS: Fourteen young women who were not using any contraceptive medications were recruited. Questionnaire was used to exclude functional gastrointestinal problems. Questionnaires on abdominal symptoms and general well being were used. Gastric emptying time, small intestinal transit time and colonic transit time were measured and serum sex hormone concentrations were measured at three points in the menstrual cycle. RESULTS: Abdominal symptoms were significantly more pronounced at the beginning of the follicular phase. Gastric emptying and colonic transit times were not significantly different between the follicular and the luteal phase of the menstrual cycle. Small bowel transit was faster in the luteal phase (75,7 min) compared with the follicular phase (99,3 min). There was no correlation between the transit times, symptoms or hormone concentrations. CONCLUSIONS: Results indicate that women experience more abdominal symptoms at the beginning of the follicular phase compared to the early luteal phase. Small bowel transit appears to be faster in the luteal phase than in the follicular phase. Further studies on the relationship of gastrointestinal symptoms and the menstrual cycle are needed.Bakgrunnur: Meltingarfæraeinkenni eru algeng hjá konum og geta verið breytileg í tíðahringnum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna meltingarfæraeinkenni og almenna andlega líðan kvenna í tengslum við mismunandi hluta tíðahringsins auk flæðitíma um meltingarveg. Aðferðir: Fjórtán ungar konur sem ekki notuðu getnaðarvarnarlyf tóku þátt í rannsókninni. Spurningalisti var notaður til að útiloka starfræna kvilla frá meltingarvegi. Þátttakendur svöruðu spurningum um einkenni frá meltingarvegi og almenna líðan. Magatæmingarhraði, flæðishraði um mjógirni og flæðishraði um ristil var mældur auk styrks kynhormóna í blóði. Niðurstöður: Meltingarfæraeinkenni voru marktækt meiri í eggbúsfasa en gulbúsfasa en ekki fannst munur á andlegri líðan tengdur hlutum tíðahrings. Ekki var marktækur munur á magatæmingarhraða og flæðishraða um ristil milli eggbús- og gulbúsfasa tíðahringsins. Flæði um mjó-girni var hraðara í gulbúsfasa (75,7 mínútur) en í eggbúsfasa (99,3 mínútur). Engin tengsl fundust milli flæðishraða, einkenna og styrks kynhormóna í blóði. Ályktanir: Konur virðast hafa meiri meltingarfæraeinkenni í upphafi eggbúsfasa en í fyrri hluta gulbúsfasa. Flæðishraði um mjógirni kann að vera meiri í gulbúsfasa en í eggbúsfasa. Þörf er á frekari rannsóknum á meltingarfæraeinkennum kvenna í tengslum við hluta tíðahrings og flæðishraða um meltingarveg

    Colon cancer in Iceland 1955-2004. Study on epidemiology, histopathology and gender difference

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Colon cancer is the third most common cancer in Iceland. The aim of this study was to analyze the epidemiology and histopathology of colon cancer in Iceland, resection rate and the difference between men and women. MATERIAL AND METHODS: Pathology and autopsy reports for all patients diagnosed with colon cancer between 1955 and 2004 where reviewed. All the histopathology material was re-evaluated. Demographical information and pathological findings were registered. Age-standardized incidence was calculated for both men and women. Gender difference was evaluated. Time trend was evaluated by linear regression. RESULTS: After re-evaluation 2293 cases remained (1148 males and 1145 females). The incidence increased for men from 7.5, to 22.2/105 and for women from 8.6 to 15.1/105. Most tumors were located in the sigmoid colon (35%). Surgical rate increased from 50% to 85%. Adenocarcinomas where 84% and mucinous adenocarcinoma 7%. Altogether 7% of cases were TNM-stage I, 32% were stage II, 24% stage III, 21% in stage IV and stage was unknown in 16% of cases. Slight gender difference was observed regarding grade, vessel invasion, depth of invasion and anatomic subsite. CONCLUSION: Incidence of colon cancer increased considerably, mainly for men. Surgical rate and pathology of colon cancer is similar to that reported elsewhere except that there are somewhat fewer cases in TNM-stage I. Little gender difference was observed in the pathological parameters analysed.Inngangur: Krabbamein í ristli er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi. Þessi rannsókn gerir grein fyrir faralds- og meinafræði ristilkrabbameins á Íslandi, skurðtíðni og kynjamun. Efniviður og aðferðir: Vefjasvör og krufningaskýrslur þeirra sem greindust með ristilkrabbamein á árunum 1955-2004 voru yfirfarin. Vefjasýni sjúklinga voru endurskoðuð og meinafræðilegir og lýðfræðilegir þættir skráðir. Aldursstaðlað nýgengi var reiknað fyrir bæði kyn. Meinafræðilegir þættir voru athugaðir með tilliti til kyns. Breyting yfir tíma var skoðuð með línulegri aðhvarfsgreiningu og kynjamunur með kí-kvaðratsprófi. Niðurstöður: Eftir endurmat urðu eftir 2293 ristilkrabbamein (karlar 1148, konur 1145). Nýgengi jókst hjá körlum úr 7,5 í 22,2/105 og hjá konum úr 8,6 í 15,1/105. Flest æxlin voru í bugaristli (35%). Skurðtíðni jókst úr 50% í 85%. Kirtilkrabbamein voru 84% æxla en slímkirtilkrabbamein 7%. Alls voru 7% sjúklinga á TNM-stigi I, 32% á stigi II, 24% á stigi III, 21% á stigi IV en stig var óþekkt hjá 16%. Lítilsháttar kynjamunur var á gráðu, æðaíferð, íferðardýpt og staðsetningu. Ályktun: Nýgengi ristilkrabbameins jókst verulega á tímabilinu, aðallega hjá körlum. Skurðtíðni og meinafræðileg birtingarmynd er svipuð því sem lýst hefur verið erlendis fyrir utan heldur færri tilfelli á TNM-stigi I. Lítill munur er á kynjum með tilliti til einstakra meinafræðiþátta

    Carcinoma of the colon in Iceland 1955-1989. A study on pathology

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The objective of this study was to investigate various pathological parameters of colon carcinoma in Iceland in the 35 year time period from 1955-1989, and changes in these parameters during the study period. Material and methods: Information on all patients diagnosed with colon carcinoma in the study period was obtained from the Icelandic Cancer Registry. All pathology reports and autopsy reports were checked. All pathology samples were reviewed and the tumours reevaluated, reclassified, tumour location determined, the tumours graded and Dukes staged and age standardized incidence was calculated according to revised diagnosis. Cancers in polyps are included in the study. The study period was separated into seven five year periods and changes in pathological parameters investigated according to time periods. Results: After reevaluation of the tumours 1205 fulfilled the criteria for the diagnosis of colon carcinoma, 572 in men and 633 in women. The incidence increased in the study period for men from 8.2 to 21.5/105 and for women from 7.9 to 15.8/105. The pathological parameters were determined for 1109 tumours. Adenocarcinoma NOS was the most common diagnosis or 90.1% of the tumours and mucinous carcinomas came second. Most of the tumours were located in the sigmoid colon (38.6%), 19.1% in the coecum and 14.5% in the ascending colon. No significant observed changes occurred in tumour location in the study period. The mucinous histological type and signet ring tumour type were more common in the right colon. In Dukes staging of the tumours 9.1% were in stage A, 32.1% in stage B, 24.6% in stage C and 22.7% in stage D, whereas 11.5% proved indeterminate. A minimal trend to increase in Dukes A tumours was observed in the latter half of the study period, overall no significant changes in Dukes classification could be pinpointed in the time period. Most of the tumours were of intermediate tumour grade or 70.1%, but 16.5% were well differentiated and 13.4% were poorly differentiated. A much higher percentage of poorly differentiated tumours were present in the right colon in comparison to the left colon. A poorer differentiation of the tumours went hand in hand with worse Dukes stage of tumours. Conclusions: We conclude that: 1. the incidence of colon carcinoma has much increased during the study period for both sexes, 2. observed changes in studied pathological parameters over the study period were minimal. Of interest is the minimal change in Dukes stages of colon cancer in the study period.Markmið: Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna ýmsa meinafræðilega þætti ristilkrabbameina á Íslandi á 35 ára tímabili frá 1955-1989 og þær breytingar sem orðið hafa á þessum þáttum á tímabilinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands um alla þá er greindust með krabbamein í ristli á rannsóknartímabilinu. Öll vefjasvör og krufningaskýrslur voru yfirfarin. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og meinin endurmetin með tilliti til vefjagerðar, staðsetningar í ristli, þroskunargráðu æxlanna og Dukes flokkunar auk þess sem aldursstaðlað nýgengi var reiknað eftir endurskoðun greininga. Illkynja æxli í sepum eru með í rannsókninni. Rannsóknartímabilinu var skipt í sjö fimm ára tímabil og breytingar meinafræðilegra þátta á tímabilunum kannaðar. Niðurstöður: Alls voru eftir endurmat æxlanna 1205 æxli sem uppfylltu skilmerki þess að teljast ristilkrabbamein, 572 í körlum og 633 í konum. Nýgengi jókst á rannsóknartímabilinu hjá körlum úr 8,2 í 21,5/105 og hjá konum úr 7,9 í 15,8/105. Unnið var meinafræðilega úr 1109 æxlum. Hefðbundin kirtlakrabbamein (adenocarcinoma NOS) voru 90,1% æxlanna en næst algengasta vefjagerðin var slímkrabbamein (mucinous carcinoma). Flest æxlin voru staðsett í bugaristli (sigmoid colon) (38,6%) en næst á eftir voru botnristill (coecum) (19,1%) og risristill (ascending colon) (14,5%). Staðsetningar æxlanna breyttust ekki á rannsóknartímabilinu. Slímkrabbamein og signethringsfrumukrabbamein (signet ring carcinoma) voru tíðari í hægri hluta ristils. Dukes flokkun æxlanna sýndi að 9,1% voru á stigi A, 32,1% á stigi B, 24,6% á stigi C og 22,7% á stigi D, en 11,5% reyndist ekki unnt að ákvarða. Lítilsháttar aukning varð á hlutfalli æxla á stigi A á síðari hluta tímabilsins en þó voru í heild ekki marktækar breytingar á Dukes stigun á rannsóknartímabilinu. Langflest æxlin voru meðalþroskuð eða 70,1%, en 16,5% vel þroskuð og 13,4% illa þroskuð. Mun hærra hlutfall illa þroskaðra æxla var hægra megin í ristli en vinstra megin. Verri þroskunargráða æxlanna fylgdi vel verra Dukes stigi æxla. Ályktanir: Við ályktum að: 1. nýgengi ristilkrabbameina hafi aukist verulega á tímabilinu fyrir bæði kyn, 2. breytingar á meinafræðilegum þáttum æxlanna sem metin voru vefjafræðilega hafi orðið litlar. Sérstaka athygli vekur lítil breyting á Dukes stigun æxlanna

    A homozygous loss-of-function mutation leading to CYBC1 deficiency causes chronic granulomatous disease

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein) Publisher’s note: Springer Nature remains neutral with regard to jurisdictional claims in published maps and institutional affiliations.Mutations in genes encoding subunits of the phagocyte NADPH oxidase complex are recognized to cause chronic granulomatous disease (CGD), a severe primary immunodeficiency. Here we describe how deficiency of CYBC1, a previously uncharacterized protein in humans (C17orf62), leads to reduced expression of NADPH oxidase’s main subunit (gp91phox) and results in CGD. Analyzing two brothers diagnosed with CGD we identify a homozygous loss-of-function mutation, p.Tyr2Ter, in CYBC1. Imputation of p.Tyr2Ter into 155K chipgenotyped Icelanders reveals six additional homozygotes, all with signs of CGD, manifesting as colitis, rare infections, or a severely impaired PMA-induced neutrophil oxidative burst. Homozygosity for p.Tyr2Ter consequently associates with inflammatory bowel disease (IBD) in Iceland (P = 8.3 × 10−8; OR = 67.6), as well as reduced height (P = 3.3 × 10−4; −8.5 cm). Overall, we find that CYBC1 deficiency results in CGD characterized by colitis and a distinct profile of infections indicative of macrophage dysfunction.We wish to thank the family of the two probands, as well as all the other individuals who participated in the study and whose contribution made this work possible.Peer Reviewe

    Does medical information cause illness? [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞegar ég fór að íhuga efni þessarar ritstjónargreinar ákvað ég að láta hugann reika og fara yfir farinn veg í námi og starfi mínu sem læknir. Eftir langt og strangt bóklegt nám kom að því að kynnast fólki sem naut þess að leiðbeina og fræða um allt sem varðaði sjúklinga og sjúkdóma. Í sérnáminu verður þetta ennþá áhrifameira og virðingin fyrir góðum kennara er oftast takmarkalaus. Unglæknar gera sér fljótt grein fyrir þeirri skyldu sinni sem getið er í Codex Ethicus að fræðsla sé mikilvægur þáttur í starfi læknisins. En beinist sú fræðsla einungis að nemendum í heilbrigðisfræðum, það er læknanemum, hjúkrunarnemum og öðrum, eða beinist hún ef til vill líka að öðru fólki? Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að fræða sjúklinga okkar um þá sjúkdóma sem kunna að herja á þá og gera þeim grein fyrir meðferð og horfum. Niðurstöður vandaðra vísindarannsókna á síðastliðnum áratugum hafa fært okkur þekkingu sem auðveldar greiningu og meðferð sjúkdóma. Þær hafa jafnframt leitt í ljós skýrari mynd af tilurð sjúkdóma sem við getum nýtt í forvarnarstarfi til að minnka áhættu á að fá ákveðna sjúkdóma. Læknum ber skylda til að koma þessari þekkingu á framfæri við aðra heilbrigðisstarfsmenn og einnig til almennings svo að lærðir og leikir geti nýtt sér þá vitneskju í leik og starfi. En er það eitthvað nýtt að fræða almenning um heilsufræði og þurfum við endilega að tengja það sjúkdómsvæðingu

    Ætisár : er langvinnur sjúkdómur á undanhaldi? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessu blaði eru birtar tvær greinar um meðferð á bakteríunni Helicobacter pylori. Tengsl hennar við ætisár (peptic ulcer disease) hefur gjörbreytt viðhorfum til meðferðar sjúklinga. Mikið hefur verið rætt og ritað um ætisár á undanförnum árum, aðallega vegna mikillar notkunar ætisárslyfja og hugsanlegrar lækningar á sjúkdómnum. Ætisár er langvinnur sjúkdómur og er endurkomutíðni skeifugarnarsára 95-100% innan tveggja ára eftir að bráðarneðferð líkur. Ætisár eru hins vegar alls ekki tískufyrirbrigði. Páll frá Ægina, frægur læknir sem uppi var í Miklagarði á sjöundu öld eftir Kristburð ritar: „Þegar sár eru í maga eða görnum verður hinn sjúki að forðast allan súran mat eða drykk." Þessar ráðleggingar benda til þess, að hann hafi getið sér til um eina af megin orsökum ætisára, það er of mikilli sýrumyndun í maga

    Ætisár : er langvinnur sjúkdómur á undanhaldi? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessu blaði eru birtar tvær greinar um meðferð á bakteríunni Helicobacter pylori. Tengsl hennar við ætisár (peptic ulcer disease) hefur gjörbreytt viðhorfum til meðferðar sjúklinga. Mikið hefur verið rætt og ritað um ætisár á undanförnum árum, aðallega vegna mikillar notkunar ætisárslyfja og hugsanlegrar lækningar á sjúkdómnum. Ætisár er langvinnur sjúkdómur og er endurkomutíðni skeifugarnarsára 95-100% innan tveggja ára eftir að bráðarneðferð líkur. Ætisár eru hins vegar alls ekki tískufyrirbrigði. Páll frá Ægina, frægur læknir sem uppi var í Miklagarði á sjöundu öld eftir Kristburð ritar: „Þegar sár eru í maga eða görnum verður hinn sjúki að forðast allan súran mat eða drykk." Þessar ráðleggingar benda til þess, að hann hafi getið sér til um eina af megin orsökum ætisára, það er of mikilli sýrumyndun í maga
    corecore