3 research outputs found

    Bactrial osteomyelitis and arthritis in Icelandic children 1996-2005

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: The main objective was to determine the incidence and causative pathogens of osteomyelitis and septic arthritis in Icelandic children, as well as presenting symptoms and diagnosis. Methods: A nationwide retrospective review was done of all children <18 year old, 1996-2005. Subjects were divided into three equal age groups, 0-5, 6-11 and 12-17 years old. Cultures were reviewed and postive and negative cases compared. Results: Over the study period 220 cases were identified, 161 osteomyelitis and 59 septic arthritis cases. The incidence increased significantly over the period (p=0.019), mostly in the youngest age group (p<0.001) with osteomyelitis. Incidence of cases with a pathogen identified was unchanged over the period while culture negative cases increased significantly (p<0.001). Median age for osteomyelitis (6,1 years) was higher than in cases of septic arthitis (1,8 years) (p=0.003). A pathogen was identified in 59% of cases with osteomyelitis and 44% with septic arthritis. S. aureus was most common (65% and 27%, respectively) and K. kingae was second most common pathogen (7% and 11%, respectively). Methicillin resistant S. aureus was not identified. The tibia and knee were the predominant sites for osteomyelitis and septic arthritis respectively. Conclusions: An increased incidence was found in the youngest age group with osteomyelitis, especially in cases without a pathogen identified. The most commonly cultured pathogen was S. aureus, followed by K. kingae. A more sensitive technique to identify pathogens might be indicated in culture negative cases.Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, sýkingarvalda, einkenni og greiningaraðferðir beina- og liðasýkinga í börnum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til barna yngri en 18 ára sem lögðust inn vegna sýkinganna á tímabilinu 1996-2005. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. Tilfellum var skipt í þrjá jafna aldurshópa, 0-5 ára, 6-11 ára og 12-17 ára. Niðurstöður ræktana voru metnar og einnig breytingar á nýgengi á tímabilinu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 220 tilfelli, 161 með beinasýkingu og 59 með liðasýkingu. Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu (p=0,019). Nýgengisaukningin var nær eingöngu bundin við beinasýkingar hjá yngsta aldurshópnum. Nýgengi þar sem ræktun var jákvæð breyttist ekki en nýgengi með neikvæða ræktun jókst marktækt (p<0,001). Miðgildi aldurs sjúklinga með beinasýkingar (6,1 ára) var hærri en þeirra með liðasýkingar (1,8 ára) (p=0,003). Í 59% beinasýkinga og 44% liðasýkinga greindist baktería, S. aureus var algengust (65% beinasýkinga og 27% liðasýkinga), því næst K. kingae (7% beinasýkinga og 11% liðasýkinga). Methicillin- ónæmir S. aureus greindust ekki. Sköflungur (20%) og hnéliður (47%) voru algengustu staðir sýkinganna. Ályktanir: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti beina- og liðasýkinga á Íslandi. Nýgengið vex í yngsta aldurshópnum, einkum þar sem ræktun er neikvæð. Algengasti orsakavaldur er S. aureus,svo K. kingae. Meðalaldur, kynjahlutfall og staðsetning sýkinga er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Þörf er á næmari sýklafræðilegum greiningaraðferðum hjá þeim sem eru með neikvæðar ræktanir

    Bactrial osteomyelitis and arthritis in Icelandic children 1996-2005

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: The main objective was to determine the incidence and causative pathogens of osteomyelitis and septic arthritis in Icelandic children, as well as presenting symptoms and diagnosis. Methods: A nationwide retrospective review was done of all children <18 year old, 1996-2005. Subjects were divided into three equal age groups, 0-5, 6-11 and 12-17 years old. Cultures were reviewed and postive and negative cases compared. Results: Over the study period 220 cases were identified, 161 osteomyelitis and 59 septic arthritis cases. The incidence increased significantly over the period (p=0.019), mostly in the youngest age group (p<0.001) with osteomyelitis. Incidence of cases with a pathogen identified was unchanged over the period while culture negative cases increased significantly (p<0.001). Median age for osteomyelitis (6,1 years) was higher than in cases of septic arthitis (1,8 years) (p=0.003). A pathogen was identified in 59% of cases with osteomyelitis and 44% with septic arthritis. S. aureus was most common (65% and 27%, respectively) and K. kingae was second most common pathogen (7% and 11%, respectively). Methicillin resistant S. aureus was not identified. The tibia and knee were the predominant sites for osteomyelitis and septic arthritis respectively. Conclusions: An increased incidence was found in the youngest age group with osteomyelitis, especially in cases without a pathogen identified. The most commonly cultured pathogen was S. aureus, followed by K. kingae. A more sensitive technique to identify pathogens might be indicated in culture negative cases.Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, sýkingarvalda, einkenni og greiningaraðferðir beina- og liðasýkinga í börnum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til barna yngri en 18 ára sem lögðust inn vegna sýkinganna á tímabilinu 1996-2005. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. Tilfellum var skipt í þrjá jafna aldurshópa, 0-5 ára, 6-11 ára og 12-17 ára. Niðurstöður ræktana voru metnar og einnig breytingar á nýgengi á tímabilinu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 220 tilfelli, 161 með beinasýkingu og 59 með liðasýkingu. Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu (p=0,019). Nýgengisaukningin var nær eingöngu bundin við beinasýkingar hjá yngsta aldurshópnum. Nýgengi þar sem ræktun var jákvæð breyttist ekki en nýgengi með neikvæða ræktun jókst marktækt (p<0,001). Miðgildi aldurs sjúklinga með beinasýkingar (6,1 ára) var hærri en þeirra með liðasýkingar (1,8 ára) (p=0,003). Í 59% beinasýkinga og 44% liðasýkinga greindist baktería, S. aureus var algengust (65% beinasýkinga og 27% liðasýkinga), því næst K. kingae (7% beinasýkinga og 11% liðasýkinga). Methicillin- ónæmir S. aureus greindust ekki. Sköflungur (20%) og hnéliður (47%) voru algengustu staðir sýkinganna. Ályktanir: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti beina- og liðasýkinga á Íslandi. Nýgengið vex í yngsta aldurshópnum, einkum þar sem ræktun er neikvæð. Algengasti orsakavaldur er S. aureus,svo K. kingae. Meðalaldur, kynjahlutfall og staðsetning sýkinga er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Þörf er á næmari sýklafræðilegum greiningaraðferðum hjá þeim sem eru með neikvæðar ræktanir

    Greining á blóðmagni út frá ljósmyndum

    No full text
    Klínísk merki blóðleysis svo sem fölvi í augnslímhúð, naglbeðum og lófum hafa verið notuð af læknum sem hluti af mati þeirra á heilsu sjúklinga. Rannsóknir sem kanna næmi og sértæki slíkra teikna til greiningar á blóðleysi hafa sýnt fram á ákveðna getu til að greina alvarlegt blóðleysi en minni getu til greiningar á vægu blóðleysi. Þessar rannsóknir eiga það sameiginlegt að lítið samræmi er milli lækna í greiningu fölva og fáar rannsóknir nota mörg teikn saman til greiningar. Ætla má að hugbúnaður gæti verið næmari til greiningar en mannsauga. Til að sannreyna þetta var ákveðið að framkvæma rannsókn með 200 sjúklingum en einnig að búa til skalanlegt rannsóknarumhverfi og bera niðurstöðurnar saman við nýlega rannsókn sem birtist í ritrýndu læknisfræðilegu blaði. Með skalanlegu rannsóknarumhverfi er átt við að endurtaka megi rannsóknina á öðrum stað eða á stærra þýði án þess að breyta þurfi miklu. Búið var til smáforrit sem aðstoðar við gagnaöflun, vefþjónustu sem sér um öryggi við gagnageymslu og gagnaheilindi, vefsíðu sem leyfir utanaðkomandi aðila að skrá niður blóðprufuniðurstöður, forrit sem staðlar myndirnar og vinnur frá þeim sérkenni og að lokum forrit sem sér um vélrænt gagnanám og smíðar líkan sem getur spáð fyrir um blóðleysi. Myndinar voru teknar með iPhone myndavél af augnslímhúð, lófa og naglbeði sjúklinga á Landspítalanum. Allir sjúklingar þurftu að hafa farið í blóðprufu innan sólarhrings. Myndirnar voru lýsingar- og litaleiðréttar með gráspjaldi og út frá myndunum voru reiknaðir rauðleikastuðlar (e. erythema index) og þeir voru paraðir saman við niðurstöðu blóðprufu. Heildarfjöldi sjúlklinga sem náðist að mynda voru 198, þar af voru 99 með hemóglóbín undir 115 og 99 yfir. Þjálfað var gervigreindarlíkan með Random Forest reikniritinu með 80% af gögnunum. Líkanið var svo prófað á 20% gagnanna. Niðurstaðan fyrir þjálfunargögnin var 68,4% næmi og 82,3% sértæki á greiningu blóðleysis. Niðurstaðan á prófunargögnin var 65% næmi og 80% sértæki fyrir greiningu blóðleysis. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við samanburðarrannsóknina. Niðurstaðan bendir til þess að nýta megi þessa tækni til að spá fyrir um blóðleysi án blóðprufu með nokkurri vissu en framkvæma þyrfti stærri rannsókn til að sannreyna það
    corecore