4 research outputs found
Árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi 2004 - 2018
Inngangur: Míturlokuviðgerð er þriðja algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi og er oftast gerð vegna leka gegnum lokuna. Míturlokuleka má flokka í starfrænan míturlokuleka og hrörnunartengdan leka. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda og árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka með áherslu á fylgikvilla og langtímalifun.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 82 sjúklinga (meðalaldur 55 ár, 76% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna hrörnunartengds leka á Landspítala á tímabilinu 2004 – 2018. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám m.a. um fylgikvilla, dvalartíma á gjörgæslu, heildarlegutíma og dauðsföll innan 30 daga. Farið var yfir snemmkomna (< 30 daga) fylgikvilla, bæði alvarlega og minniháttar og reiknuð 30 daga dánartíðni. Árlegur fjöldi aðgerða var aldursstaðlaður skv. upplýsingum frá Hagstofu og poisson-aðhvarfsgreining notuð til að meta breytingar á fjölda þeirra. Langtímalifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier. Miðgildi eftirfylgdartíma var 6 ár (bil: 0 – 15) og miðaðist við 31.desember 2018.
Niðurstöður: Að meðaltali voru gerðar 6 viðgerðir á ári (bil: 1-12). Algengi snemmkominna fylgikvilla var 65% og 30 daga dánartíðni 2,4%. Alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 36,6% sjúklinga og var hjartadrep tengt aðgerð algengast (26,8%) og enduraðgerð vegna blæðingar næst algengast (8,5%). Minniháttar fylgikvillar greindust hjá rúmlega helming (56,1%) sjúklinga og var nýtilkomið gáttatif algengast (28,0%). Miðgildi dvalar á gjörgæslu var 1 [0,5] dagur og heildarlegutími 7 [0,16] dagar. Enginn sjúklingur þurfti að gangast undir enduraðgerð vegna endurkomu míturlokuleka á eftirfylgdartímabilinu. Mánuði eftir aðgerð var lifun 97,6% (95%-ÖB: 94,3-100) og einu ári eftir aðgerð var lifun 97,6% (95%-ÖB: 94,3-100), fimm árum eftir aðgerð var lifun 94,8% (95%-ÖB: 90,0-99,9) og eftir tíu ár 88,1% (95%-ÖB:78,3-99,1).
Ályktanir: Árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka á Íslandi virðist hliðstæður árangri á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Almennt farnast sjúklingum vel, bæði með tilliti til fylgikvilla og langtímalifunar (95% fimm ára lifun). Tíðni enduraðgerða vegna endurkomu míturlokuleka er mjög lág en hafa verður í huga að miðgildi eftirfylgdar er enn aðeins sex ár
Long term outcome of valve repair for degenerative mitral valve disease in Iceland
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR
Hrörnunartengdur míturlokuleki er helsta ábendingin fyrir míturlokuviðgerð á Vesturlöndum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
langtímalifun og fylgikvilla míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds
leka á Íslandi.
EFNI OG AÐFERÐIR
Rannsóknin var afturskyggn og náði til 101 sjúklings (meðalaldur 57,7
ár, 80,2% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna hrörnunartengds leka á Landspítala 2004-2018. Skráðar voru ábendingar
fyrir aðgerð, niðurstöður hjartaómunar fyrir aðgerð og aðgerðartengdir
þættir. Snemmkomnir (<30 daga) og síðkomnir fylgikvillar voru skráðir
og reiknuð 30 daga dánartíðni. Langtímalifun og MACCE (major adverse
cardiac and cerebrovascular event) frí lifun var áætluð með aðferð
Kaplan-Meier og borin saman við almennt þýði af sama kyni og aldri.
Miðgildi eftirfylgdartíma var 83 mánuðir.
NIÐURSTÖÐUR
Að meðaltali voru gerðar 6,7 (bil 1-14) míturlokuviðgerðir árlega og
fengu 99% sjúklinga gervihring. Brottnám á aftara blaði var framkvæmt
í 82,2% tilfella og Gore-Tex® gervistög notuð hjá 64,4% sjúklinga.
Alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 28,7% sjúklinga, algengastir voru
hjartadrep tengt aðgerð (11,9%) og enduraðgerð vegna blæðingar (8,9%).
Þrjátíu daga dánarhlutfall var 2%, miðgildi dvalar á gjörgæslu einn
dagur og heildarlegutími 8 dagar. Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð
síðar vegna endurtekins míturlokuleka. Fimm ára lifun eftir aðgerð
var 93,5% (95%-ÖB: 88,6-98,7) og 10 ára lifun 85,3% (95%-ÖB: 76,6-
94,9). Fimm ára MACCE-frí lifun var 91,1% (95%-ÖB: 85,3-97,2) og eftir
10 ár 81,0% (95%-ÖB: 71,6-91,6). Ekki reyndist marktækur munur á
heildarlifun rannsóknarhópsins samanborið við samanburðarþýðið
(p=0,135, log-rank próf).
ÁLYKTUN
Árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka er
sambærilegur við árangur á stærri hjartaskurðdeildum erlendis.
Almennt farnast þessum sjúklingum ágætlega til lengri tíma þrátt fyrir
að snemmkomnir fylgikvillar séu tíðirOBJECTIVES: Degenerative mitral valve disease is the most common indication for mitral
valve repair in the Western world. The aim of this study was to study the long term outcome of
mitral valve repair for degenerative mitral valve regurgitation in Iceland.
MATERIAL AND METHODS: A retrospective study of 101 consecutive mitral valve repair
patients (average age 57.7 years, 80.2% male) operated in Iceland 2004-2018 for degenerative
mitral valve regurgitation. Long term survival and MACCE (major adverse cardiac and
cerebrovascular event) free survival was estimated using the Kaplan-Meier method and
compared to age and gender matched reference population. Median follow-up time was 83
months.
RESULTS: On average there were 6,7 (range 1-14) mitral valve repairs performed annually
with 99% of the patients receiving ring annuloplasty. A total of 82 (82,2%) underwent resection
of the posterior leaflet and 64.4% recieved Gore-Tex®-chordae. Major early complications
occured in 28.7% of cases, most commonly perioperative myocardial infarction (11.9%) and
reoperation for bleeding (8.9%). Mortality within 30 days was 2%, the median duration of
intensive care unit stay was one day and the median hospital length of stay was 8 days. One
patient needed reoperation later for recurrent mitral regurgitation. Five and ten year MACCEfree survival was 91.1% (95%-CI: 85.3-97.2) and 81.0 (95%-CI: 71.6-91.6), respectively. Five year
survival was 93.5% (95-CI: 88.6-98.7) and 10 year survival 85.3% (95%-CI: 76.6-94.9), which was
not different from an age and gender matched reference population (p=0.135, log-rank test).
CONCLUSION: Outcomes of mitral valve repair due to degenerative mitral regurgitation
is good in Iceland and results are comparable to larger institutions overseas. Long term
prognosis is generally good although early postoperative complications often occur.Vísindasjóður Landspítala, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssona
Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi
OBJECTIVES: Degenerative mitral valve disease is the most common indication for mitral valve repair in the Western world. The aim of this study was to study the long term outcome of mitral valve repair for degenerative mitral valve regurgitation in Iceland. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study of 101 consecutive mitral valve repair patients (average age 57.7 years, 80.2% male) operated in Iceland 2004-2018 for degenerative mitral valve regurgitation. Long term survival and MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) free survival was estimated using the Kaplan-Meier method and compared to age and gender matched reference population. Median follow-up time was 83 months. RESULTS: On average there were 6,7 (range 1-14) mitral valve repairs performed annually with 99% of the patients receiving ring annuloplasty. A total of 82 (82,2%) underwent resection of the posterior leaflet and 64.4% recieved Gore-TexR-chordae. Major early complications occured in 28.7% of cases, most commonly perioperative myocardial infarction (11.9%) and reoperation for bleeding (8.9%). Mortality within 30 days was 2%, the median duration of intensive care unit stay was one day and the median hospital length of stay was 8 days. One patient needed reoperation later for recurrent mitral regurgitation. Five and ten year MACCEfree survival was 91.1% (95%-CI: 85.3-97.2) and 81.0 (95%-CI: 71.6-91.6), respectively. Five year survival was 93.5% (95-CI: 88.6-98.7) and 10 year survival 85.3% (95%-CI: 76.6-94.9), which was not different from an age and gender matched reference population (p=0.135, log-rank test). CONCLUSION: Outcomes of mitral valve repair due to degenerative mitral regurgitation is good in Iceland and results are comparable to larger institutions overseas. Long term prognosis is generally good although early postoperative complications often occur
Impact of renal dysfunction on early outcomes of coronary artery bypass grafting surgery
INNGANGUR Skert nýrnastarfsemi eins og við langvinnan nýrnasjúkdóm er áhættuþáttur kransæðasjúkdóms og hefur verið tengd við aukna tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð. Árangur hjáveituaðgerða hjá þessum sjúklingahóp hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því, með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn ferilrannsókn á 2300 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu á Landspítala 2001-2020. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa eftir áætluðum gaukulsíunarhraða (GSH) reiknuðum fyrir aðgerð og voru hóparnir bornir saman; GSH 45-59 mL/mín/1,73m2 , GSH 30-44 mL/ mín/1,73m2 , GSH 60 mL/ mín/1,73m2 ). Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og lógistísk aðhvarfsgreining notuð til að meta forspárþætti 30 daga dánartíðni. NIÐURSTÖÐUR Alls höfðu 429 sjúklingar (18,7%) skerta nýrnastarfsemi og voru þeir rúmlega sex árum eldri að meðaltali, einkennameiri, höfðu hærra meðal EuroSCORE II (5,0 á móti 1,9, p<0,001) og miðgildi legutíma þeirra var tveimur dögum lengra en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi. Auk þess var útfallsbrot vinstri slegils lægra, oftar þrengsli í vinstri höfuðstofni og tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni hærri. Tíðni fylgikvilla og dánartíðni hækkaði með lækkandi GSH. Í fjölþáttagreiningu reyndust hærri aldur og útfallsbrot vinstri slegils <30% vera sjálfstæðir forspárþættir hærri 30 daga dánartíðni, líkt og GSH <30 mL/mín/1,73m2 , sem reyndist langsterkasta forspárgildið (OR=10,4; 95% ÖB: 3,98-25,46). ÁLYKTANIR Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi eru eldri og hafa alvarlegri kransæðasjúkdóm en þeir sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi. Tíðni snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða reyndist marktækt hærri hjá sjúklingum með verstu nýrnastarfsemina sem jafnframt var sterkasti sjálfstæði forspárþáttur 30 daga dánartíðn INTRODUCTION: Impaired renal function as seen in chronic kidney disease (CKD) is a known risk factor for coronary artery diseases and has been linked to inferior outcome after myocardial revascularization. Studies on the outcome of coronary bypass grafting (CABG) in CKD-patients are scarce. We aimed to study this subgroup of patients following CABG in a well defined whole-nation cohort, focusing on short term complications and 30 day mortality. MATERIALS AND METHODS: A retrospective study on 2300 consecutive patients that underwent CABG at Landspítali University Hospital 2001-2020. Patients were divided into four groups according to preoperative estimated glomerular filtration rate (GFR), and the groups compared. GFR 45–59 mL/mín/1.73m2 , GFR 30-44 mL/mín/1.73m2 , GFR <30 mL/mín/1.73m2 and controls with normal GFR (≥60 mL/mín/1.73m2 ). Clinical information was gathered from medical records and logistic regression used to estimate risk factors of 30-day mortality. RESULTS: Altogether 429 (18.7%) patients had impaired kidney function; these patients being more than six years older, having more cardiac symptoms and a higher mean EuroSCORE II (5.0 vs. 1.9, p<0.001) compared to controls. Furthermore, their left ventricular ejection fraction was also lower, their median hospital stay extended by two days and major short-term complications more common, as was 30 day mortality (24.4% vs. 1.4%, p<0.001). In multivariate analysis advanced age, ejection fraction <30% and GFR <30 mL/ min/1.73m2 were independent predictors of higher 30-day mortality (OR=10.4; 95% CI: 3.98-25.46). CONCLUSIONS: Patients with impaired renal function are older and more often have severe coronary artery disease. Early complications and 30-day mortality were much higher in these patients compared to controls and advanced renal failure and the strongest predictor of 30-day mortality.Peer reviewe