22 research outputs found
The application of stem cells for research and treatment of neurological disorders
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIt has long been a common view that neurons in the human central nervous system were not capable of self renewal. But in the mid-1990s scientists discovered that certain areas of the human brain do have the ability generate new neurons, at least under certain circumstances. It was subsecuently confirmed that the human central nervous system contains stem cells similar to the cells which originally give rise to the central nervous sysem during fetal development. The possible use of stem cells in the treatment of various neurological disorders, holds great promise. However, much research needs to be carried out before stem cell therapy can be moved from the bench to the bedside. Now researchers are pursuing two fundamental strategies to exploit the possible application of stem cells. One is to cultivate stem cells in vitro and to design the right differentiation profile of cells suitable for implantation. The other strategy relies on studying endogenous signals that could stimulate the patient s own stem cells and repair mechanisms. Here we give an overview of neural stem cells and their possible future use in the treatment of neural diseases such as Parkinson s disease, Motor Neuron Disease and Spinal cord injury.Lengi hefur verið talið að taugafrumur manna hefðu enga eða takmarkaða hæfileika til endurnýjunar. Nánast var um kennisetningu að ræða þrátt fyrir að endurnýjun taugafrumna væri að einhverju leyti þekkt til dæmis hjá fuglum og froskum. Það var svo á miðjum tíunda áratug síðustu aldar að vísindamenn komust að því að á vissum svæðum í mannsheilanum færi fram endurnýjun taugafrumna. Í framhaldi af þessu var staðfest að taugavefur manna inniheldur stofnfrumur. Eru þær taldar líkjast þeim frumum sem eru uppruni taugakerfisins í fósturþroska. Miklar væntingar eru bundnar við notkun stofnfrumna til lækninga á ýmsum sjúkdómum. Í grundvallaratriðum eru tvær megin leiðir mögulegar til að nálgast þetta markmið. Annars vegar er það ræktun stofnfrumna utan líkama sem svo eru græddar í sérhæfðu eða ósérhæfðu ástandi í sjúkling í þeim tilgangi að lækna vefjaskaða. Hins vegar eru rannsóknir á umhverfi stofnfrumna. Aukin þekking á umhverfi vefjastofnfrumna og á þáttum sem stuðla að endurnýjun og sérhæfingu þeirra gæti leitt til þess að hægt sé að örva vefjastofnfrumur sjúklingsins og efla þannig hin innlægu viðgerðarferli sem gera líkamanum kleift að takast á við sjúkdóma eða slys með áhrifaríkari hætti en áður. Markmið þessarar greinar er að gefa stutt yfirlit yfir stöðu mála og framtíðarsýn hvað varðar rannsóknir á taugastofnfrumum og mögulega nýtingu þeirra til lækninga á sjúkdómum á borð við Parkinsonsjúkdóm, hreyfitaugungahrörnun og mænuskaða
Stem cells: cell differentiation and novel therapies
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenStem cells are unusual with regard to their capability of both self-renewal and differentiation into specialized cells. Best known are the hematopoietic stem cells which have been used in cell replacement therapy for many years. Recently, research on both embryonic and adult stem cells has offered new hope of cell replacement therapy to treat various diseases. Here we review the properties of both embryonic and adult stem cells as well as recent experiments on the therapeutic use of such cells. Although stem cells offer promising solutions for medical treatment, many difficulties need to be overcome before laboratory results can be moved to the bedside.Stofnfrumur búa yfir þeim áhugaverða eiginleika að geta endurnýjað og viðhaldið sjálfum sér en einnig myndað sérhæfðar frumur með skiptingu. Best þekktu stofnfrumurnar eru blóðmyndandi stofnfrumur en þær hafa verið notaðar í læknisfræðilegum tilgangi í fjölda ára til endurnýjunar á blóðfrumum sjúklinga. Nýlegar rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og stofnfrumum sem fundist hafa í ýmsum vefjum manna og dýra hafa vakið vonir um að unnt verði að nota þessar gerðir stofnfruma í svipuðum tilgangi. Í þessari yfirlitsgrein verða eiginleikar stofnfruma ræddir og fjallað um nýlegar tilraunir til að nýta þær í meðferð sjúkdóma. Ljóst er að enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi notkun stofnfruma til lækninga
Transcranial magnetic stimulation
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTranscranial Magnetic Stimulation (TMS) is a new non-invasive method to investigate the central nervous system. Initially it was used to assess the functional integrity of the pyramidal pathways but more recently various other aspects of brain function have been studied including cortical excitability. By localised interference with brain function, it is possible to use TMS to assess the relationship between various brain regions and cognitive functions. The therapeutic effect of TMS has been explored in the treatment of neurological diseases and psychiatric disorders such as epilepsy, cerebellar ataxia and depressive illness.Segulörvun heila í gegnum höfuðkúpu er notuð til rannsókna á miðtaugakerfi. Upphaflega var þessi aðferð þróuð til að meta starfsemi og ástand hreyfitaugabrauta milli heila og mænu, en er nú einnig notuð til margvíslegra rannsókna á heilastarfsemi. Meta má hömlunar- og örvunarástand heilabarkar sem getur breyst vegna heilasjúkdóma og við lyfjagjöf. Með staðbundinni truflun á starfsemi taugafrumna eftir segulörvun hefur verið hægt að kanna tengsl milli heilasvæða og hugrænna ferla. Í ljós hefur komið möguleg notkun segulörvunar í meðferð taugasjúkdóma og geðraskana. Rannsóknir hvað þetta varðar hafa meðal annars beinst að flogaveiki, mænu- og hnykilhrörnun og djúpri geðlægð
Mikilvægi bættra aðferða við greiningu Alzheimer sjúkdómsins
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAlzheimer er taugahrörnunarsjúkdómur sem leggst á heila sjúklinga og leiðir til breytinga s.s á minni, hegðun og persónuleika. Í heila sjúklinga koma fram breytingar sem nefndar eru skellur (e. plaques) og flækjur (e. tangles) og er taugafrumudauði mikill þar sem þessar breytingar eru. Nokkrar stökkbreytingar hafa verið tengdar við Alzheimer sjúkdóminn en þær geta aðeins skýrt lítinn hluta Alzheimer tilfella. Núverandi lyfjameðferðir við Alzheimer sjúkdómnum geta hægt á eða minnkað einkenni sjúkdómsins tímabundið en geta hvorki stoppað né breytt framvindu sjúkdómsins. Greining á Alzheimer sjúkdómnum byggir mest á að greina einkenni sjúkdómsins en talið er að fyrstu stig hans byrji mörgum árum áður en einkenna verður vart. Þetta þýðir að sjúkdómurinn greinist ekki fyrr en verulegar skemmdir hafa orðið á heila sjúklinga vegna taugafrumudauða og skellumyndunar. Mikilvægi rannsókna og þróunar á betri aðferðum við greiningu Alzheimer sjúkdómsins sem geta greint sjúkdóminn á fyrstu stigum hans er því ótvírætt
Parkinsonsveiki frá sjónarhóli meðferðarlæknis
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFyrstur til þess að lýsa einkennum Parkinsonsveiki var enski læknirinn James Parkinson, sem árið 1817 lýsti í litlu riti einkennum 8 sjúklinga sem áttu það meðal annars sammerkt að vera með hægar hreyfingar, stirðleika, skjálfta og jafnvægisleysi í uppréttri stöðu. Sjúkdómurinn er síðan kenndur við hann. Löngu síðar komust vísindamenn að raun um að sjúkdómseinkennin stöfuðu af hrörnun í taugaboðefnakerfi í þeim hluta heilans sem fínstillir hreyfingar líkamans. Þetta er flókið kerfi sem tekur til nokkurra heilakjarna og taugaboða þeirra á milli
Human Primordial Germ Cell Specification – Breakthrough In Culture and Hopes for Therapeutic Utilization
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKímfrumur eru forverar egg- og sáðfruma í mönnum, sem bera erfðaupplýsingar á milli kynslóða. Vegna þess að kímfrumur sérhæfast snemma á fósturskeiði, rétt við bólfestu fósturvísis í legslímhúð, eru þær óaðgengilegar til rannsókna. Þekking okkar á tilurð þeirra hefur því til þessa verið afar takmörkuð og að mestu byggð á rannsóknum á dýramódelum eins og músum og kanínum. Í kjölfar rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum og eiginleikum þeirra hefur nú tekist að sérhæfa frumkímfrumur (primordial germ cells) manna á skilvirkan hátt í vefjarækt út frá stofnfrumum fósturvísa. Samhliða hefur tekist að sérhæfa frumkímfrumur úr iPS-frumum (induced pluripotent stem cells) manna sem eru myndaðar við afsérhæfingu líkamsfruma. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir stöðu þekkingar okkar á frumkímfrumum manna og rannsókna á fjölhæfi stofnfruma úr fósturvísum manna og músa, ásamt því að ræða mögulega nýtingu frumuræktarkerfis fyrir frumfrjófrumur í rannsóknum og meðferð á ófrjósemi og öðrum kímfrumutengdum sjúkdómum.Germ cells are the precursors to the gametes that carry genetic and epigenetic information between human generations and generate a new individual. Because germ cells are specified early during embryogenesis, at the time of embryo implantation, they are inaccessible for research. Our understanding of their biology has therefore developed slowly since their identification over one hundred years ago. As a result of research into the properties of human and mouse embryonic stem cells and primordial germ cells, scientists have now succeeded in efficiently generating human primordial germ cells in culture by embryonic stem cell and induced pluripotent stem cell culture. In this review we will discuss the state of our knowledge of human primordial germ cells and how research into the pluripotent properties of human and mouse embryonic germ cells has led to this breakthrough. In addition we will discuss the possible utilization of a cell culture system of human primordial germ cells for research into and treatment of germ cell related abnormalities
Neurodegenerative diseases, antioxidative enzymes and copper. A review of experimental research
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: In almost all degenerative diseases of the brain aggregation of proteins inside neurons or extracellulary, is a common pathological phenomenon regardless of etiology. It is assumed that the biochemical pathways leading to aggregation are more harmful than the aggregations themselves and most likely imply production of free oxygen radicals. This oxidative stress is in the body met by free radical scavengers in the form of specific chemical substances and antioxidative enzymes. It has therefore been postulated that defective free radical defense is a common pathway in most neurodegenerative diseases in humans as well as in other mammals. Material and methods: The concentration of copper and the activity of two antioxidative copper containing enzymes, ceruloplasmin and superoxide dismutase (SOD 1), was analyzed in the blood. A series of case control studies were performed in Alzheimer´s disease (AD), Parkinson´s disease (PD) and amyotrophic lateral sclerosis (ALS) as well as in Down´s syndrome and autism. Furthermore, a study in sheep was conducted in different areas with different risks of infection of scrapie. In that study, in addition, the activity of the selenium-containing enzyme, glutathione peroxidase, was determined as well as the concentration of manganese in blood. Results: The oxidative activity of ceruloplasmin and SOD1 was shown to be significantly lowered in Alzheimer´s disease without any signs of copper deficiency. In Parkinson´s disease, the oxidative activity of ceruloplasmin was also on the whole shown to be signifcantly lowered, and furthermore, it decreased significantly as well as the SOD1 activity with duration of the disease. In ALS, the means of all of the determinations were shown to be the same, but the equality of variances differed significantly in the patients compared to their controls. In Down´s syndrome past the age of 40, when Alzheimer´s type changes appear in the brain, the SOD1 activity and the ceruloplasmin specific oxidative activity (activity in relation to concentration) was significantly lowered compared with the younger patients. In autism, a non-degenerative affection of the central nervous system, there was no difference between patients and their controls. In the sheep, the results indicated a relationship between decreased glutathione peroxidase activity, and possibly also SOD1 activity, and increased susceptibility to scrapie infection. No connection was found between ceruloplasmin oxidative activity and susceptibility to scrapie infection. Susceptibility to scrapie infection was apparantly not conntected with low levels of copper or high levels of manganese in blood of the animals. Discussion: The results indicate that the oxidative defenses in four neurodegenerative diseases with different clinical features are defective as the activity of two copper containing antioxidative enzymes, ceruloplasmin and SOD1, was found defective in all of them. In a developmental syndrome (autism), where neither active degenerative changes nor aggregations are found, no such changes in enzyme activity were detected. The results thus support the idea that deranged oxidative defense is a common denominator in the pathogenesis of these diseases. As far as sheep is concerned, the results also indicate, that there is a defect in oxidative defense connected with increased susceptibility to scrapie infection in the form of lowered glutathione peroxidase activity.Inngangur: Hrörnunarsjúkdómar í miðtaugakerfi eiga langflestir það sameiginlegt að í þeim á sér stað samsöfnun og útfelling á próteinum í taugafrumum eða utan við þær hver sem orsökin kann að vera. Talið er að efnabreytingar, sem eru undanfari samsöfnunar og útfellinga, séu skaðvaldurinn fremur en útfellingarnar sjálfar. Efnabreytingar þessar leiða að öllum líkindum til myndunar á skaðlegum súrefnisfríhópum. Oxavarnir líkamans, sem bæði taka til sértækra efna og oxavarnarensíma, vinna gegn þessu ferli og því hefur þeirri tilgátu verið varpað fram að veiklaðar oxavarnir séu sameiginlegur þáttur í meingerð hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi, hvort sem er í mönnum eða öðrum spendýrum. Aðferðir: Magn kopars og virkni tveggja oxavarnandi ensíma sem innihalda kopar, cerúlóplasmíns og súperoxíðdísmútasa 1 (SOD1), var ákvarðað í blóðinu. Gerðar voru tvenndarrannsóknir er tóku til Alzheimer sjúkdóms, Parkinson sjúkdóms, hreyfitaugungahrörnunar og sjúklinga með Downs heilkenni auk sjúklinga með einhverfu. Einnig var gerð rannsókn á sauðfé á mismunandi svæðum með mismunandi líkum á riðusmiti. Í þeirri rannsókn var að auki ákvörðuð virkni glútatíonperoxídasa sem er selenríkt oxavarnarensím og magn mangans ákvarðað í blóðinu. Niðurstöður: Oxunarvirkni cerúlóplasmíns og virkni SOD1 var marktækt minni í Alzheimer sjúkdómi án þess að rekja mætti það til vöntunar á kopar. Í Parkinson sjúkdómi var virkni cerúlóplasmíns einnig marktækt minni og virkni bæði cerúlóplasmíns og SOD1 minnkaði marktækt með sjúkdómslengd enda þótt kopar væri innan eðlilegra marka. Í hreyfitaugungahrörnun var breytileiki einstakra mælingargilda cerúlóplasmíns og SOD1 marktækt öðruvísi en ekki var munur á meðaltölugildum. Í einstaklingum með Downs heilkenni sem voru 40 ára og eldri og því komnir á þann aldur að Alzheimerlíkra breytinga er að vænta í heilanum, var virkni SOD1 og sértæk virkni cerúlóplasmíns (virkni í hlutfalli við magn) marktækt minni en í yngri hluta hópsins. Í einhverfu, sem einkennist af þroskahefti fremur en vaxandi hrörnunareinkennum, var hins vegar enginn munur á sjúklingum í samanburði við heilbrigða einstaklinga. Niðurstöður rannsókna á sauðfé bentu til þess að samhengi gæti verið milli aukinnar hættu á riðusmiti og minnkandi virkni glútatíonperoxídasa og hugsanlega einnig minnkandi SOD1 virkni. Engin marktæk tengsl voru að því er virtist milli aukinnar hættu á riðusmiti og breytinga á virkni cerúlóplasmíns. Aukin hætta á riðusmiti varð ekki tengd við litla þéttni kopars eða mikla þéttni mangans í blóði fjárins. Umræða: Rannsóknirnar benda til þess að oxavarnir séu veiklaðar í þeim fjórum hrörnunarsjúkdómum í miðtaugakerfi manna sem rannsakaðir voru þótt klínísk mynd þeirra sé ærið ólík, en greina mátti minnkaða eða afbrigðilega virkni oxavarnandi koparensíma í blóði við alla þessa sjúkdóma. Í ástandi sem telst vera þroskahefti (einhverfa) og er án virkra hrörnunarbreytinga eða útfellinga í heila er ekki að finna slíkar breytingar. Niðurstöðurnar styðja því þá tilgátu að veiklaðar oxavarnir séu sameiginlegur þáttur í meingerð þessara sjúkdóma. Varðandi sauðfé benda niðurstöður einnig til þess að veiklun sé í oxavörnum samfara auknum líkum á riðusmiti þótt það verði að líkindum einkum tengt minnkaðri virkni glútatíonperoxídas
Mesenchymal stem cells. A review
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe bone marrow contains various types of stem cells. Among them are hematopoietic stem cells, which are the precursors of all blood cells, and mesenchymal stem cells. Mesenchymal stem cells have recently received a lot of attention in biological research because of their capability to self renewal, to expand and transdifferentiate into many different cell types; bone cells, adipocytes, chondrocytes, tendocytes, neural cells and stromal cells of the bone marrow. Mesenchymal stem cells can be cultured in vitro although their differentiation potential is not yet fully understood. Several experiments have been conducted in animal models where mesenchymal stem cells have been transplanted in order to enhance hematopoiesis or to facilitate the repair of mesenchymal tissue. Similar experiments are being conducted in humans. Mesenchymal stem cells are believed to be able to enhance hematopoietic stem cells transplantation by rebuilding the bone marrow microenvironment which is damaged after radiation- and/or chemotherapy. Mesenchymal stem cells are promising as vehicles for gene transfer and therapy. It may prove possible to tranduce them with a gene coding for a defective protein i.e. collagen I in osteogenesis imperfecta. The cells could then be expanded ex vivo and transplanted to the patients where they home to the bone marrow, differentiate and produce the intact protein. Future medicine will probably involve mesenchymal stem cells in various treatment settings.Í beinmergnum er að finna ýmsar gerðir stofnfrumna. Meðal þeirra eru blóðmyndandi stofnfrumur (hematopoietic stem cells) og bandvefsstofnfrumur (mesenchymal stem cells). Rannsóknir á líffræði bandvefsstofnfrumna benda til að þær hafi hæfileika til að endurnýja sjálfar sig, fjölga sér og sérhæfast í margar mismunandi frumugerðir: beinfrumur, fitufrumur, brjóskfrumur, frumur sina, taugafrumur og stoðfrumur beinmergs (stromal cells). Mögulegt er að rækta þessar frumur in vitro þó ekki sé til fullnustu þekkt hvernig sérhæfing þeirra á sér stað. Í fjölmörgum dýratilraunum hafa bandvefsstofnfrumur verið græddar í dýrin með það fyrir augum að laga mismunandi tegundir bandvefs og/eða ýta undir blóðmyndun. Tilraunir í mönnum hafa verið gerðar í svipuðum tilgangi. Bandvefsstofnfrumur eru taldar geta eflt ígræðslur með blóðmyndandi stofnfrumum með því að byggja upp beinmergsumhverfið sem verður fyrir skemmdum við geisla- og/eða lyfjameðferð. Bandvefsstofnfrumur eru ákjósanlegar sem markfrumur í genameðferð. Hægt er að setja inn í þær gen sem skráir fyrir ákveðnu prótíni sem skortur er á, til dæmis kollageni I í beinbrotasýki (osteogenesis imperfecta). Síðan eru frumurnar látnar fjölga sér ex vivo og græddar í sjúkling þar sem þær rata sjálfkrafa í beinmerginn, sérhæfast og mynda það prótín sem vantar. Bandvefsstofnfrumur munu væntanlega nýtast við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma í framtíðinni
The use of embryonic stem cells for medical-therapeutical purposes: a study of attitudes among Icelandic physicians, lawyers and clergymen
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To study the bioethical standpoints among three groups of Icelandic professionals in relation to the use of embryonic stem cells for medical-therapeutical purposes. Material and methods: In June 2002, a questionnaire was sent by mail to a random sample of 284 doctors and 293 lawyers, as well as all 168 practicing clergymen in Iceland. The participants' position in relation to the use of embryonic stem cells for therapeutical purposes was elicited through general questions as well as case examples. 290 questionnaires (39%) were returned. Results: 62% of participants believed the embryo to have an ethical status superior to that of biologically comparable life forms. 20% of respondents considered its status as equal to that of a grown human being, whilst 18% considered it equal to biologically comparable primitive life forms. There was a difference between the respondent groups (p<0,05). A vast majority believed the use of embryonic stem cells for therapeutical purposes to be justifiable, although the origin of the stem cells appeared to make a difference to many respondents. 8% of participants took an unconditional position against the use of embryonic stem cells. Among those who considered the use of embryonic stem cells with a therapeutic aim to be justifiable, 71% believed that embryonic stem cells should only be utilized to treat diseases of a severe nature. 64% of participants defended the idea of therapeutic cloning with the intention to treat a patient with Parkinson's disease, but the case history elicited considerable difference between professional groups. Clergymen and lawyers tended to hold firmer attitudes, clergymen against and lawyers for the use of stem cells, whilst medical doctors as a group positioned themselves more towards the middle. Female respondents generally took a more modest stand whilst males were more likely to take a firmer stand in both directions. A vast majority (87%) of the participants believed there to be a need for public debate in relation to the use of embryonic stem cells for therapeutical purposes. Conclusion: Overall, participants views in relation to the use of embryonic stem cells for medical purposes were rather liberal. There were however significant differences between professional groups. The relatively high tolerance in regard to therapeutic cloning is interesting in view of the considerable controversy over this topic in many countries. There appears to be fertile ground for a public debate about the use of embryonic stem cells for medical purposes in Iceland.Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að fá vísbendingu um afstöðu lækna, lögfræðinga og presta til notkunar á stofnfrumum úr fósturvísum til lækninga. Efniviður og aðferðir: Úr markhópunum voru valdir með slembiaðferð 284 læknar og 293 lögfræðingar og allir starfandi prestar á Íslandi, samtals 168. Sendur var út spurningalisti til að kanna siðferðilega afstöðu þessara aðila til notkunar stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga. Alls bárust 290 svör (39% svörun). Niðurstöður: Rúmlega 60% þátttakenda taldi að fósturvísir hefði ákveðna siðferðilega sérstöðu umfram aðrar lífverur á sambærilegu þroskaskeiði. Þeir sem töldu fósturvísi hafa siðferðilegt gildi á við manneskju voru um 20% og tæplega 18% að fósturvísar nytu ekki siðferðisréttar umfram aðra frumuklasa. Munur var á milli stétta (p<0,05). Mikill meirihluti áleit notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga réttlætanlega, en í huga margra skipti það máli með hvaða hætti fósturvísirinn hefði orðið til. Tæplega 8% þátttakenda setti sig alfarið á móti lækningum með stofnfrumur. Af þeim sem álitu notkun stofnfrumna í læknisfræðilegum tilgangi réttlætanlega töldu 71% að eðli sjúkdómsins skipti máli og að aðeins eigi að beita slíkum aðferðum þegar fengist er við alvarlega sjúkdóma. 64% lækna og 68% lögfræðinga taldi einræktun í því skyni að meðhöndla Parkinsons-sjúkling réttlætanlega samanborið við 40% presta (p<0,01) og heldur fleiri karlar en konur (p<0,01), 64% karla borið saman við 52% kvenna (p<0,01). Mikill meirihluti (87%) taldi þörf á þjóðfélagslegri umræðu um þessi mál. Ályktanir: Almennt eru þátttakendur frjálslyndir gagnvart notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga. Frjálslyndi gagnvart einræktun í lækningaskyni er athyglisvert, en mikill styr hefur staðið um slíkar aðgerðir í flestum ríkjum. Þörf er á upplýsingu og umræðu
