5 research outputs found

    Results of cholecystectomies 2003-2010 in a small hospital in Iceland

    Get PDF
    Tilgangur: Gallblöðrutaka er ein af algengustu aðgerðunum í almennum skurðlækningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gallblöðrutöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir gallblöðrutöku á HVE á Akranesi frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2010. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám af á HVE Akranesi, Landspítala og Domus Medica. Niðurstöður: 378 sjúklingar gengust undir gallblöðrutöku á tímabilinu, þar af 280 konur (74%) og var meðalaldur 49,6 ár. Aðgerðirnar voru að meirihluta valaðgerðir (87%) og var aðgerðartími 46 mínútur (miðgildi, bil: 17-240). Legutími var 2 dagar (miðgildi, bil: 1-31). Röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð var framkvæmd hjá 93 af 378 sjúklingum (25%). Röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá var síðar framkvæmd hjá 22 af þeim 93 sjúklingum (23%) vegna gallsteina í megingallrás. Tveimur aðgerðum var breytt yfir í opna aðgerð (0,5%).Tíðni alvarlegra fylgikvilla var 2,4%, þar af fengu fjórir (1,1%) sjúklingar djúpa sýkingu og 5 (1,3%) fengu gallleka. Sjúklingar með sögu um gallblöðrubólgu voru marktækt líklegri til að fá alvarlega fylgikvilla (p=0,007). Enduraðgerð var framkvæmd hjá þremur sjúklingum vegna gallleka. Enginn sjúklingur hlaut alvarlegan skaða á gallrás. Enginn sjúklingur lést af völdum aðgerðar. Eftirlit var framkvæmt fjórum vikum eftir aðgerð hjá 254 sjúklingum (67%) en af þeim höfðu 13 (5%) væg einkenni frá kviðarholi. Ályktun: Árangur af gallblöðrutökum á HVE á Akranesi er mjög góður og vel sambærilegur við árangur sem greint er frá í fyrri rannsóknum bæði hérlendis og erlendis. Abstract AIM: Cholecystectomy is a common procedure in general surgery. The aim of this study was to retrospectivly assess the results of cholecystectomies performed in Akranes Hospital (AH), a small hospital in Iceland. MATERIAL AND METHODS: This retrospective study included all patients that underwent a cholecystectomy in AH from 1 January 2003 to 31 December 2010. Patient records were reviewed from AH, as well as from Landspitali University Hospital and Domus Medica. RESULTS: 378 operations were performed. 74% of the patients were women and the mean age was 49.6 years. The majority of operations were elective (87%) and the median operative time was 46 minutes (range: 17-240). The median length of stay was 2 days (range: 1-31). Intra-operative cholangiography (IOC) was performed in 93 of 378 patients (25%). Endoscopic retrograde cholangiopancreatography, ERCP, was performed consecutively in 22 of those 93 patients (23%). The conversion rate to open surgery was 0.5%. The rate of serious complications was 2.4% of which four (1.1%) patients had a deep infection and 5 (1.3%) had a bile leakage postoperatively. Patients with cholecystitis had an increased risk of serious complications (p=0.007). Reoperation was performed on three patients who had bile leakage. No patient had a serious bile duct injury and mortality was 0%. 254 (67%) patients had 4 week control postoperatively where 13 patients (5%) had mild gastrointestinal symptoms. CONCLUSION: The results of cholecystectomies in AH are very good and comparable to the results of national and international studies. Key words: laparoscopic cholecystectomy, intra-operative cholangiography, choledocholithiasis, endoscopic retrograde cholangiopancreatography, complications. Correspondence: Marta Ros Berndsen, [email protected]

    Laparoscopic cholecystectomy. The first 400 cases at Akureyri Central Hospital

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To assess the outcome of the first 400 laparoscopic cholecystectomies (LC) in Akureyri Central Hospital (FSA), Iceland. Methods: We carried out a prospective study of LCs performed between July 1992 and February 2001. Primary endpoints were complication- and conversion rate, hospital stay and duration of convalescence. Results: A total of 426 operations were performed in the period. In 26 cases it was decided beforehand to perform an open cholecystectomy (OC). A LC was begun on 400 patients. Indication for operation was acute cholecystitis in 41 cases (10,3%) and an elective LC was performed in 359 (89,7%) cases. Conversion to OC was required in sixteen (4%) cases with a conversion rate in acutely performed LCs of 12,2% versus 3,1% in elective LCs. Mean hospital stay after LC was 3,6 days (1-45) versus 12,3 days (4-31) after OC. Mean operation time was 89 minutes (45-270) in the first 100 LCs versus 75 minutes (30-180) in the last 100 LCs. Duration of convalescence of patients undergoing LC was 13,5 days (4-70). Complication rate in LCs was 10% (40/400). Four patients required a reoperation. Conclusions: Our results show that LC is a safe procedure in FSA. Conversion rate to OC, complication rate and duration of convalescence stands good comparison to other studies.Tilgangur: Að meta árangur við fyrstu 400 gallblöðrunám með kviðsjártækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Efniviður og aðferðir: Gerð var framsæ rannsókn á tímabilinu júlí 1992 til febrúar 2001. Tíðni fylgikvilla og breytingar yfir í opna aðgerð var athuguð, auk þess sem lengd sjúkrahúsdvalar og tími til fyrri færni voru borin saman við niðurstöður annarra sjúkrahúsa. Niðurstöður: Alls voru framkvæmd 426 gallblöðrunám á sjúkrahúsinu. Í 26 tilfellum var um hefðbundna opna aðgerð að ræða frá byrjun. Gallblöðrunám með kviðsjártækni var reynt hjá 400 sjúklingum. Hjá 41 sjúklingi (10,3%) var um að ræða aðgerð vegna bráðrar gallblöðrubólgu og 359 sjúklingar voru teknir í valaðgerð. Snúa þurfti 16 (4%) kviðsjáraðgerðum í opna aðgerð, hlutfall opnunar við bráðaaðgerðir var 12,2% á móti 3,1% við valaðgerðir. Meðalfjöldi legudaga var 3,6 dagar (1-45) eftir kviðsjáraðgerðir á móti 12,3 dögum (4-31) eftir opnar aðgerðir. Meðal aðgerðartími við fyrstu 100 kviðsjáraðgerðirnar var 89 mínútur (45-270) og 75 mínútur (30-180) við síðustu 100 aðgerðirnar. Meðalfjöldi veikindadaga eftir kviðsjáraðgerðir var 13,5 dagar (4-70). Eftir gallblöðrunám með kviðsjártækni var tíðni fylgikvilla 10% (40/400). Enduraðgerð þurfti að framkvæma hjá fjórum sjúklingum. Ályktun: Gallblöðrunám með kviðsjártækni er örugg aðgerð á FSA. Hlutfall kviðsjáraðgerða, sem breyta þurfti í opna aðgerð, tíðni fylgikvilla og færni sjúklinga stenst fyllilega samanburð við aðrar rannsóknir

    Gallrásarsteinar eftir gallblöðrutöku á Landspítala 2008-2011

    Full text link

    Gildi segulómunar af bris- og gallvegum í sjúklingum með grun um gallrásarsteina

    No full text
    Inngangur: Segulómun af bris- og gallvegum (MRCP) hefur rutt sér til rúms sem greiningartækni við ákvörðun á tilvist gallsteina í gallrás en áreiðanleiki hennar lítið verið rannsakaður. Niðurstöður forrannsóknar sem gerð var árið 2008 gáfu tilefni til að ætla að áreiðanleiki MRCP væri talsverður. Rannsóknin var þó gerð á of fáum sjúklingum. Efni og aðferðir: Um er að ræða afturskyggna rannsókn á sjúklingum sem gengust undir MRCP vegna gruns um gallrásarsteina á Landspítala (LSH) árið 2013. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám í Sögukerfi LSH og voru sjúklingar með aðrar ábendingar en gallrásarsteina fyrir MRCP útilokaðir. Upplýsinga var aflað m.a. um aldur, kyn, lifrar- og brisprufur og fjölda sjúklinga sem fóru í gall- og brisrásamyndatöku með holspeglun (ERCP) í kjölfar MRCP. ERCP var álitin gullinn staðall (e. gold standard) í greiningu gallrásarsteina. Unnið var sameiginlega úr gögnum áranna 2008 og 2013. Niðurstöður: Samtals fóru 319 sjúklingar (konur 64%, meðalaldur 55,9 ár) í MRCP vegna gruns um gallrásarsteina. Jákvætt forspárgildi MRCP reyndist vera 80% og neikvætt forspárgildi fyrir eðlilega MRCP rannsókn var 95%, næmni reyndist 90% og sértækni 90%. Sjúklingar með stein á MRCP höfðu hærra bílirúbín í µmól/L (47 á móti 32, p 900 E/L) milli sjúklinga sem greindust með stein á MRCP og þeirra sem greindust ekki með stein (12 (18%) á móti 52 (25%), (NS)). Lógistísk aðhvarfsgreining sýndi að hækkað bílirúbín hefur eitt og sér marktækt forspárgildi fyrir stein á MRCP (p<0,001). Ályktanir: MRCP virðist hafa mjög hátt neikvætt forspárgildi í sjúklingum með grun um gallrásarsteina og gæti fækkað óþarfa ERCP rannsóknum. Niðurstöður bílirúbínmælinga gætu nýst samhliða MRCP við greiningu gallrásarsteina ásamt klínísku mati. Brisbólga tengd gallsteinum virðist oft koma fram án þess að gallsteinar sjáist í gallrás og lípasagildi eru svipuð hjá sjúklingum með og án steins í gallrás

    Orsakir fyrir hækkun á ALAT og samtímis hækkun á ALAT og ALP með hliðsjón af lifrarskaða af völdum lyfja

    No full text
    Inngangur: Fyrri rannsókn á Landspítalanum á sjúklingum með meira en tífalda hækkun á ALAT, sýndi að gallsteinar í gallrás, blóðþurrð í lifur, veirulifrarbólga og lifrarskaði af völdum lyfja (e. DILI) voru algengustu orsakirnar. Fáar framsýnar rannsóknir hafa kannað hvaða sjúkdómar orsaka samtímis hækkun á ALAT og ALP. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hverjar eru algengustu greiningar sjúklinga með hækkun á ALAT eða samtímis hækkun á ALAT og ALP en líka skoða hlutfall DILI í þessum hóp. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn þar sem rannsóknarstofa LSH veitti upplýsingar um sjúklinga sem höfðu: (A) ALAT >500U/L og (B) ALAT >250U/L og ALP >210U/L, frá 6. júní 2022 - 28. febrúar 2023. Sjúkraskrár þeirra sjúklinga voru skoðuð og greiningar skráðar niður. Ef það var grunur um DILI þá var notað RECAM stigun notað til að skoða orsakatengsl. Niðurstöður: Alls 343 höfðu fyrirfram skilgreindar hækkanir, 7 sjúklingar voru útilokaðir. 336 sjúklingar sem að mynduðu rannsóknarhópinn, konur 180 (54%); miðgildi aldurs 60 ár, 197 í hópi A og 139 í hópi B. Samtals 144 höfðu steina í gallvegum (43%), 48 blóðþurrð í lifur (14%), 31 krabbamein (9,2%), 27 DILI (8,0%), 24 veirulifrarbólgu (7,1%), 24 með óljósa orsök (7,1%) og 38 með aðrar greiningar. Amoxicillin/Klavúlansýra var algengasti orsakavaldur DILI. Ályktanir: Steinar í gallvegum voru algengasta orsökin fyrir hækkun á bæði ALAT og ALP en blóðþurrð í lifur orsakaði aðallega einangraða hækkun á ALAT. Sýklalyf og náttúrulyf/fæðubótarefni voru algengustu orsakir DILI. Blóðþurrð í lifur var líklegt til að valda hæstu gildum á ALAT. Krabbamein var líklegast til að valda gulu en með minnstu hækkun á ALAT
    corecore