Orsakir fyrir hækkun á ALAT og samtímis hækkun á ALAT og ALP með hliðsjón af lifrarskaða af völdum lyfja

Abstract

Inngangur: Fyrri rannsókn á Landspítalanum á sjúklingum með meira en tífalda hækkun á ALAT, sýndi að gallsteinar í gallrás, blóðþurrð í lifur, veirulifrarbólga og lifrarskaði af völdum lyfja (e. DILI) voru algengustu orsakirnar. Fáar framsýnar rannsóknir hafa kannað hvaða sjúkdómar orsaka samtímis hækkun á ALAT og ALP. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hverjar eru algengustu greiningar sjúklinga með hækkun á ALAT eða samtímis hækkun á ALAT og ALP en líka skoða hlutfall DILI í þessum hóp. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn þar sem rannsóknarstofa LSH veitti upplýsingar um sjúklinga sem höfðu: (A) ALAT >500U/L og (B) ALAT >250U/L og ALP >210U/L, frá 6. júní 2022 - 28. febrúar 2023. Sjúkraskrár þeirra sjúklinga voru skoðuð og greiningar skráðar niður. Ef það var grunur um DILI þá var notað RECAM stigun notað til að skoða orsakatengsl. Niðurstöður: Alls 343 höfðu fyrirfram skilgreindar hækkanir, 7 sjúklingar voru útilokaðir. 336 sjúklingar sem að mynduðu rannsóknarhópinn, konur 180 (54%); miðgildi aldurs 60 ár, 197 í hópi A og 139 í hópi B. Samtals 144 höfðu steina í gallvegum (43%), 48 blóðþurrð í lifur (14%), 31 krabbamein (9,2%), 27 DILI (8,0%), 24 veirulifrarbólgu (7,1%), 24 með óljósa orsök (7,1%) og 38 með aðrar greiningar. Amoxicillin/Klavúlansýra var algengasti orsakavaldur DILI. Ályktanir: Steinar í gallvegum voru algengasta orsökin fyrir hækkun á bæði ALAT og ALP en blóðþurrð í lifur orsakaði aðallega einangraða hækkun á ALAT. Sýklalyf og náttúrulyf/fæðubótarefni voru algengustu orsakir DILI. Blóðþurrð í lifur var líklegt til að valda hæstu gildum á ALAT. Krabbamein var líklegast til að valda gulu en með minnstu hækkun á ALAT

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions