research

Forvörn þunglyndis meðal ungmenna : mat á árangri sex mánuðum eftir námskeið

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMeiri háttar þunglyndiskast (MHÞ) og óyndi er algengt, hamlandi og langvarandi og á oftast upptök seint á táningsaldri. Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að fjórðungur ungmenna muni eiga við MHÞ eða óyndi að stríða áður en framhaldskóla sleppir. Börn sem upplifa MHÞ eiga frekar á hættu að fá slík köst síðar á lífsleiðinni. Vendipunktur fyrir þróun fyrsta þunglyndiskasts er á aldrinum 14-15 ára og um 18 ára aldur hafa 19% ungmenna þegar greinst með MHÞ. Lagt var mat á langtímaárangur námskeiðs, sem sniðið er til að koma í veg fyrir þróun þunglyndis þeirra, sem ekki hafa upplifað MHÞ. Þátttakendur voru 171 nemandi úr 9. bekk grunnskóla, sem taldir voru í áhættu að þróa þunglyndi eða óyndi vegna margra einkenna þunglyndis eða neikvæðs skýringarstíls. Þeim sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku var dreift af handahófi í tilrauna- og viðmiðunarhópa. Hittust hópar í 14 skipti. Námskeiðin byggðust á sálfélagslegu líkani og var farið í viðnám þátta sem taldir er tengjast þróun þunglyndis. Hugmyndafræðilega og við framkvæmd var stuðst við kenningar hugrænnar atferlismeðferðar. Með greiningarviðtali kom í ljós við 6 mánaða eftirfylgd að um tæplega 2% þátttakenda í tilrauna- og rúmlega 13% í samanburðarhópi höfðu uppfylltu skilmerki fyrir þunglyndi eða óyndi. Niðurstöður sýna að sporna megi við þróun þunglyndis ungmenna

    Similar works