174 research outputs found

    Colorectal liver metastasis. An evidence based review on surgical treatment

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLiver metastases are common in patients with colorectal cancer, liver resection being the only well documented curative treatment. In this evidence based review, improved results after liver resection are presented and stated how patients are best selected for surgery using specific selection criteria.Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lifrarmeinvörp frá ristilkrabbameini eru slæmar og án meðferðar eru flestir dánir innan árs (1,2). Lifrarúrnám er eina læknandi meðferðin (3). Aðgerðinni má beita við endurtekin meinvörp (4,5). Lýst er tilfelli af endurteknu lifrarhöggi hér á landi

    Scientific articles in the Icelandic Medical Journal 2004-2008 : an overview

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: In the past 5 years the Icelandic Medical Journal has undergone many changes during a period of flourishing research in Iceland. The process of reviewing and editing scientific articles has been revised since the Journal joined the Medline database in 2005 and the proportion of rejected articles has risen. New columns have been launched covering medical history, professionalism, ethics and hobbies of the medical profession. MATERIAL AND METHODS: We categorized all scientific articles from the period 2004-2008, that is research articles, review articles, case reports and clinical guidelines, according to types of articles and to which medical speciality or subspeciality the publication should belong. RESULTS: The number of scientific articles rose during the period but the number of research articles remained around 20 most years during the period. The relative proportion of research articles therefore fell whereas the number and proportion of review articles and case reports increased. Clinical guidelines ceased to appear in the Journal. The contribution of individual specialities to the Journal varied widely. CONCLUSION: Researchers amongst doctors and related professions need be encouraged to submit scientific articles to the Journal. The publication of scientific articles in English in the web-based form of the Journal may prove to be stimulating in this regard for Icelandic doctors abroad as well as for some researchers in Iceland.Inngangur: Á síðustu fimm árum hafa orðið margháttaðar breytingar á Læknablaðinu samhliða aukinni grósku í rannsóknum hér á landi. Vinnsluferli fræðigreina hefur orðið formlegra, ritrýni hefur verið efld og hlutfall greina sem er hafnað hefur aukist. Þessar breytingar má að hluta til rekja til þess að blaðið fékk inngöngu í Medline gagnagrunninn árið 2005. Nýir efnisflokkar hafa litið dagsins ljós sem tengjast meðal annars sögu, fagmennsku, siðfræði og áhugamálum lækna. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir fræðigreinar áranna 2004-2008, það er rannsóknir, yfirlitsgreinar, sjúkratilfelli og klínískar leiðbeiningar, og þær flokkaðar eftir tegund fræðigreina og hvaða sérgrein efnið félli best undir. Niðurstöður: Fjöldi fræðigreina jókst á tímabilinu en fjöldi rannsóknargreina hélst í kringum 20 á ári flest árin. Hlutfall rannsóknargreina lækkaði því meðal fræðigreina, en yfirlitsgreinum og sjúkratilfellum fjölgaði á tímabilinu. Klínískar leiðbeiningar hættu að birtast í blaðinu. Framlag einstakra sérgreina til Læknablaðsins reyndist mjög breytilegt. Ályktun: Hvetja þarf rannsakendur úr röðum lækna og tengdra stétta til að senda fræðigreinar til birtingar í Læknablaðinu. Birting fræðigreina á ensku í vefútgáfu blaðsins kann að vera góður kostur fyrir lækna í sérnámi erlendis, sem og fyrir suma rannsakendur á Íslandi

    High altitude sickness - review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHigh altitude sickness is a common name for illnesses that can occur at high altitude, usually above 3000 meters from sea level. The cause is hypoxia but the pathophysiology of the diseases is a complex mixture of multiple factors, involving the human response to hypoxia. The most common symptom is headache, but loss of appetite, nausea and sleep disturbances are also common complaints. With rapid or high ascent there is increased risk of acute mountain sickness, with severe headache that responds poorly to pain medications, nausea, vomiting and extreme fatigue as the most common symptoms. The most severe forms of high-altitude sickness are high altitude cerebral edema and high altitude pulmonary edema. High altitude sickness can be prevented by slow ascent and avoiding overexertion. Medications can also be used to reduce symptoms. In this overview high altitude physiology and acclimatisation are reviewed. The main types of high altitude sickness are described with special emphasis on symptoms and diagnosis, but treatment and prevention are also reviewed.Hæðarveiki* er samheiti yfir sjúkdóma sem gera vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli, oftast þegar komið er yfir 3000 metra hæð. Aðallega er um þrjár gerðir hæðarveiki að ræða, háfjallaveiki, háfjallaheilabjúg og háfjallalungnabjúg. Orsök hæðarveiki er almennt talin vera súrefnisskortur en meingerð sjúkdómanna er flókið samspil margra þátta sem til verða vegna viðbragða líkamans við súrefnisskorti. Höfuðverkur er algengastur en lystarleysi, ógleði og svefntruflanir eru einnig algengar kvartanir. Við hraða eða mikla hækkun er hætta á bráðri háfjallaveiki en helstu einkenni hennar eru svæsinn höfuðverkur sem svarar illa verkjalyfjum, ógleði, uppköst og mikil þreyta. Háfjallalungnabjúgur og háfjallaheilabjúgur eru alvarlegustu tegundir hæðarveiki. Hæðarveiki er helst hægt að fyrirbyggja með því að hækka sig rólega og stilla gönguhraða í hóf. Einnig má draga úr einkennum með lyfjum. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um háfjallalífeðlisfræði og hæðaraðlögun, mismunandi tegundir hæðarveiki, einkenni og greiningu, ásamt meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir

    Pulmonary sequestration - a case report and review of the litterature

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPulmonary sequestration is an uncommon congenital malformation where non-functioning lung tissue is separated from the normal bronchopulmonary tree and vascularized by an aberrant systemic artery. We describe a previously healthy 17 year old girl who was diagnosed with intralobar sequestration following a pneumonia and pulmonary abscess. The diagnosis was made with on CT-scan and confirmed by MRI angiography. A right lower lobectomy was performed and six months later the patient was without symptoms. The case is discussed and the literature reviewed.Aðskilinn lungnahluti er sjaldgæfur meðfæddur galli þar sem hluti lungna er án tengsla við lungnaberkjur og lungnablóðrás. Lungnahlutinn tekur því ekki þátt í loftskiptum. Oftar en ekki veldur aðskilinn lungnahluti einkennum, oftast lungnasýkingum. Sjúklingarnir geta einnig verið án einkenna og greinast stundum fyrir tilviljun. Hér er lýst áður hraustri 17 ára gamalli stúlku sem greindist með aðskilinn lungnahluta í kjölfar lungnabólgu og ígerðar í hægra lunga. Greining fékkst með tölvusneiðmyndatöku og segulómun. Lungnahlutinn var fjarlægður með opinni skurðaðgerð og var staðsettur í neðra blaði lungans. Tæpu ári eftir aðgerðina er sjúklingurinn einkennalaus og við góða heilsu

    Education, working environment and future employment prospects of Icelandic surgeons

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Introduction: Information about the education, training and future employment prospects of Icelandic surgeons has not been available. Materials and methods: The study included all Icelandic surgeons, in all subspecialties, educated at the Faculty of Medicine at the University of Iceland. Information on specialty training, higher academic degrees and in which country these were obtained was collected. Future employment prospects were analysed by calculating supply and demand until the year 2025. Approximations, such as sustained demand for surgeons per capita, were used. Results: Out of 237 licensed surgeons, two thirds were living in Iceland and 36 were retired. Majority (69.2%) had been trained in Sweden and orthopaedic (26.9%) and general surgery (23.9%) were the most common subspecialties. The average age of surgeons in Iceland was 52 years and 44 years for surgeons abroad. Females were 8% of surgeons in Iceland while being 17.4% among 36 doctors in surgical training overseas. Over 19% had received a PhD degree. Predictions suggest that supply and demand for surgeons in Iceland will be equal in the year 2025, not taking into account the prospects for the working market outside Iceland. Conclusion: A third of Icelandic surgeons live outside Iceland. The proportion of female surgeons is low but it is increasing. Our predictions indicate a balanced work market for surgeons in Iceland for the next 15 years. However, there are many uncertainty factors in the calculations and they do not predict the prospects for individual subspecialties.Inngangur: Hér á landi hefur vantað upplýsingar um menntun íslenskra skurðlækna og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra íslenskra skurðlækna sem útskrifaðir eru frá læknadeild HÍ, í öllum undirsérgreinum skurðlækninga, og búsettir eru á Íslandi eða erlendis. Safnað var upplýsingum um sérgrein, menntunarland og prófgráður, en einnig lagt mat á framboð og eftirspurn á vinnumarkaði fram til ársins 2025. Beitt var nálgunum, meðal annars að þörf fyrir þjónustu skurðlækna myndi haldast óbreytt miðað við íbúafjölda. Niðurstöður: Af 237 skurðlæknum með sérfræðiréttindi í ágúst 2008 voru tveir af hverjum þremur búsettir á Íslandi og 36 komnir á eftirlaun. Rúmlega 2/3 höfðu stundað sérnám í Svíþjóð og flestir störfuðu innan bæklunar- (26,9%) og almennra skurðlækninga (23,9%). Meðalaldur skurðlækna á Íslandi var 52 ár og 44 ár erlendis. Hlutfall kvenna var 8% á Íslandi en 17,4% á meðal 36 lækna í sérnámi erlendis. Alls höfðu 19,7% lokið doktorsprófi. Spár benda til að árið 2025 muni framboð og eftirspurn eftir skurðlæknum á Íslandi að mestu haldast í hendur, en í þessum útreikningum er ekki litið sérstaklega á vinnumarkað þeirra erlendis. Ályktun: Þriðjungur íslenskra skurðlækna er búsettur erlendis. Hlutfall kvenna er lágt en fer hækkandi. Næsta áratug munu margir skurðlæknar á Íslandi fara á eftirlaun og endurnýjun því fyrirsjáanleg. Framboð og eftirspurn virðast í þokkalegu jafnvægi hér á landi en erfiðara er að ráða í þróun vinnumarkaðs skurðlækna erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að óvissuþættir eru margir í þessum útreikningum og ná ekki til einstakra undirsérgreina

    Spontanous pneumomediastinum after yoga practice - a case report

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPneumomediastinum is defined as interstitial air in the mediastinum, without any apparent precipating factor such as trauma, oesophageal perforation or infections. It is very uncommon and usually affects young otherwise healthy individuals. The most common symtoms are chest pain and dyspnea with subcutaneous emphysema found on examination. Treatment is usually conservative with pain relief. Here, we present an unusual case of a 23-year-old previously healthy male who was diagnosed with pneumomediastinum after practising yoga. This case demonstrates the need to study patients with chest pain of unknown cause in details to find causes.Sjálfsprottið loftmiðmæti (spontanteous pneumo-mediastinum) er skilgreint sem óeðlileg loftsöfnun í miðmæti án augljóss orsakavalds. Þetta er sjaldgæfur kvilli sem aðallega greinist í annars hraustum karlmönnum. Langoftast er ekki þörf á neinni sérstakri meðferð né eftirfylgd og horfur eru mjög góðar. Hér er lýst 23 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku vegna brjóstverkja sem komu skyndilega við jógaæfingar og reyndist vera sjálfsprottið loftmiðmæti. Þetta tilfelli sýnir mikilvægi þess að rannsaka einstaklinga með brjóstverki ítarlega til að finna orsakir

    Negative pressure wound therapy in Iceland - indication and outcome

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textINTRODUCTION: Negative pressure wound therapy (NPWT) is a recent therapeutic option in wound healing, where a vacuum source is used to create sub-atmospheric pressure in the wound bed with airtight dressings. The aims were to study the indications for the use of NPWT in a whole country and evaluate the outcome of treatment. MATERIAL AND METHODS: This was a retrospective study that included all patients that were treated with NPWT in Iceland between January and December 2008. Information on indication, duration and outcome of treatment was collected from patient charts. Factors that are known to affect wound healing, such as diabetes, smoking and age, were also registered. RESULTS: During the 12 month study period a total of 65 NPWT-treatments were given to 56 patients; 35 (63%) males and 21 (37%) females, with an average age of 62 yrs (range; 8 - 93). The indications for treatment were: wound infection (40%), promotion of wound healing (42%) and keeping cavities open (19%). The lower limbs (26%) and chest area (25%) were the most common sites for treatment. Six patients died during the treatment period, none of them due to complications related to NPWT, and these patients were excluded from analysis of wound healing. In the other 59 treatments, 40 wounds (68%) healed successfully, but healing was incomplete in 19. Treatment related complications were recorded in 19 (32%) cases; wound pain (12%) and skin problems (11%) being the most common ones. CONCLUSION: NPWT has been used considerably in Iceland, especially for infected surgical wounds and chronic wounds. In two thirds of cases a complete wound healing was achieved, which must be regarded as a favorable outcome.Inngangur: Sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy, NPWT) er nýjung í sárameðferð þar sem undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með loftþéttum umbúðum og sogtæki. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar hjá heilli þjóð, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga, bæði á sjúkrahúsum og utan, sem fengu sárasogsmeðferð á Íslandi frá janúar til desember 2008. Ábending, tímalengd og árangur meðferðar voru skráð úr sjúkraskrám. Einnig var metinn gróandi sára og þættir sem geta haft áhrif á gróanda, eins og sykursýki, reykingar og aldur. Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir. Karlar voru 63% og meðalaldur 62 ár (bil 8-93 ár). Meðferð var veitt á sjúkrahúsi í 85% tilfella, oftast á æða- og brjóstholsskurðdeildum. Algengustu ábendingar fyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (42%) og viðhald opinna holrúma (19%). Flest sárin voru á neðri útlimum (26%) og brjóstkassa (25%). Sex sjúklingar létust vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 (68%) en ófullkominn gróandi í 19 (32%). Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32%) tilfellum og voru verkir (12%) og húðvandamál (11%) algengust. Ályktanir: Sárasogsmeðferð er töluvert notuð á Íslandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvinn sár. Í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur

    Renal cell carcinoma in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRenal Cell Carcinoma (RCC) is by far the most common malignant tumor of the kidney. It is a disease with many faces, known for its clinical diversity and often unpredictable behavior. Less is known about its etiology and risk factors than for most other human cancers. Mortality-to-incidence ratio is higher compared to other urologic malignancies, and the malignancy confers adverse prognosis for the majority of patients. At the same time as incidence of RCC has been rising globally, progress has been made in the understanding of the disease, especially within the field of genetics and biological research. Immunotherapies together with tyrosine kinase inhibitors and growth factor/angiogenesis modulators are being developed for patients with advanced disease and improvements have been made in the surgical approach. This, together with increased incidental detection secondary to the widespread use of modern imaging procedures, suggests improved prognosis of these patients in the future. For unknown reasons the incidence of RCC is higher in Iceland than in most other countries, about 30 new cases being diagnosed every year, with 14 deaths due to RCC occurring. This evidence-based article reviews major studies on different aspects of RCC with special emphasis on the epidemiology and clinicopathological presentation of the disease in Iceland.Nýrnafrumukrabbamein er langalgengasta illkynja æxlið í nýrum og nýgengi þess er vaxandi víðast hvar í heiminum. Á síðustu tveimur áratugum hefur þekking á nýrnafrumukrabbameini aukist verulega, ekki síst skilningur á erfða- og ónæmisfræði sjúkdómsins. Engu að síður er lítið vitað um orsakir og áhættuþætti samanborið við mörg önnur krabbamein. Þetta á ekki síst við um tengsl erfða við nýrnafrumukrabbamein. Sjúkdómurinn getur verið nánast einkennalaus og margir greinast með langt genginn sjúkdóm, þar sem langtímahorfur eru mun lakari en þegar um staðbundið krabbamein er að ræða. Á Íslandi er nýrnafrumukrabbamein óvenjualgengt og nýgengi er með því hæsta sem þekkist. Árlega greinast í kringum 30 tilfelli og má gera ráð fyrir að tæplega helmingur sjúklinganna látist úr sjúkdómnum. Hér er farið yfir einkenni þessa margslungna sjúkdóms og getið helstu rannsókna. Sérstök áhersla er lögð á nýrnafrumukrabbamein á Íslandi og íslenskar rannsóknir kynnta

    Surgical treatment for endocarditis in Iceland 1997-2013

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Opna hjartaaðgerð getur þurft að gera í alvarlegum tilfellum hjartaþelsbólgu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðaðgerða við hjartaþelsbólgu á Íslandi en slík rannsókn hefur ekki birst áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir hjartalokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu á Landspítala 1997-2013. Leitað var að sjúklingum í rafrænum kerfum Landspítala og upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftirfylgni 7,2 ár. Niðurstöður: Af 179 sjúklingum sem greindust með hjartaþelsbólgu á rannsóknartímabilinu gengust 38 (21%) undir skurðaðgerð. Tveimur sjúklingum var sleppt þar sem sjúkraskrár þeirra fundust ekki. Rannsóknarþýðið samanstóð því af 36 sjúklingum. Aðgerðum fjölgaði jafnt og þétt á rannsóknartímabilinu, eða úr 8 aðgerðum fyrstu 5 árin í 21 þau síðustu ((gagnlíkindahlutfall, OR – odds ratio; öryggisbil, CI – confidence interval) OR: 1,12, 95% CI: 1,05-1,21, p=0,002). Blóðræktanir voru jákvæðar hjá 81% sjúklinga og ræktaðist oftast S. aureus (19%). Þrír sjúklingar höfðu fyrri sögu um hjartaskurðaðgerð og 5 höfðu sögu um misnotkun fíkniefna. Algengustu staðsetningar sýkingar voru í ósæðarloku (72%) og míturloku (28%). Hjartaloku var skipt út í 35 tilvikum, í 14 tilvika með ólífrænni loku og í 21 tilviki með lífrænni loku. Tvær míturlokur var hægt að gera við. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartadrep (35%), öndunarbilun (44%) og enduraðgerð vegna blæðingar (25%). Fjórir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (11%) og 5 og 10 ára lifun var 59% og 49%. Umræða: Fimmti hver sjúklingur með hjartaþelsbólgu á Íslandi þurfti á hjartalokuaðgerð að halda, langoftast ósæðarloku- eða míturlokuskipti. Árangur er sambærilegur við erlendar rannsóknir en fylgikvillar eru tíðir, 30 daga dánartíðni hærri og langtímalifun lakari en eftir hefðbundnar lokuskiptaaðgerðir. Materials and methods: Retrospective nation-wide study of pa­­tients that underwent open-heart surgery for infective endocarditis at Landspitali University Hospital in 1997-2013. Variables were collected from hospital charts. Long-term survival was analysed using Kaplan- Meier methods. Mean follow-up time was 7.2 years. Results: Out of 179 patients diagnosed with endocarditis, 38 (21%) ­underwent open heart surgery. Two patients were excluded due to missing information leaving 36 patients for analysis. The number of operations steadily increased, or from 8 to 21 during the first and last 5-years of the study period (OR: 1.12, 95% CI: 1.05-1.21, p=0.002). The most common pathogen was S. aureus and 81% (29/36) of the patients had positive blood cultures. Three patients had history of previous cardiac surgery and five had history of intravenous drug abuse. The aortic valve was most often infected (72%), followed by the mitral valve (28%). The infected valve was replaced in 35 cases 14 with a mechanical prosthesis and 20 with a bioprosthesis. In addition two mitral valves were repaired. Postoperative complications included perioperative myocardial infarction (35%), respiratory failure (44%) and reoperation for bleeding (25%). Thirty-day mortality was 11% (4 patients) with 5- and 10-year survival of 59% and 49%, respectively. Conclusion: One out of five patients with endocarditis underwent surgery, most commonly aortic or mitral valve replacement. Outcomes were comparable to other studies. In comparison to elective valve replace­ment surgery the rate of post-operative complications and 30-day mortality were higher and long-term survival was less favorable

    Case of the month: Sudden chest pain and changed voice after the use of an electronic cigarette

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa
    corecore