16 research outputs found

    Starfsánægja sjúkraþjálfara

    No full text
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á starfsánægju sjúkraþjálfara á Íslandi. Við rannsóknina var notast við mælitækið Evrópsku starfsánægjuvísitaluna (EEI) sem hefur verið þýdd, prófuð og staðfærð að íslenskum aðstæðum og heitir Íslenska starfsánægjuvísitalan. Hún byggir á átta þáttum starfsánægju og hvatningar sem tengjast hollustu og tryggð starfsmanna. Rannsóknin var lögð fyrir dagana 13. – 23. október 2011 með rafrænum hætti. Könnunin var send á félagsmenn Félags íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) og svöruðu 129 af 418 félagsmönnum. Svarhlutfallið var því rétt tæp 30%. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þríþættar í fyrsta lagi að sjúkraþjálfarar á Íslandi eru á heildina litið jafn ánægðir og vísitala Íslensku ánægjuvísitölunnar. Í öðru lagi eru sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar síður ánægðari heldur en sjúkraþjálfarar sem starfa sem launþegar og þeir sjúkraþjálfara sem starfa hvor tveggja sem launþegar og sjálfstætt starfandi. Í þriðja lagi þá virðast sjúkraþjálfarar sem starfa hvoru tveggja sem launþegar og sjálfstætt starfandi vera ánægðastir

    Sensitivity of quantitative sensory models to morphine analgesia in humans

    Get PDF
    INTRODUCTION: Opioid analgesia can be explored with quantitative sensory testing, but most investigations have used models of phasic pain, and such brief stimuli may be limited in the ability to faithfully simulate natural and clinical painful experiences. Therefore, identification of appropriate experimental pain models is critical for our understanding of opioid effects with the potential to improve treatment. OBJECTIVES: The aim was to explore and compare various pain models to morphine analgesia in healthy volunteers. METHODS: The study was a double-blind, randomized, two-way crossover study. Thirty-nine healthy participants were included and received morphine 30 mg (2 mg/mL) as oral solution or placebo. To cover both tonic and phasic stimulations, a comprehensive multi-modal, multi-tissue pain-testing program was performed. RESULTS: Tonic experimental pain models were sensitive to morphine analgesia compared to placebo: muscle pressure (F=4.87, P=0.03), bone pressure (F=3.98, P=0.05), rectal pressure (F=4.25, P=0.04), and the cold pressor test (F=25.3, P<0.001). Compared to placebo, morphine increased tolerance to muscle stimulation by 14.07%; bone stimulation by 9.72%; rectal mechanical stimulation by 20.40%, and reduced pain reported during the cold pressor test by 9.14%. In contrast, the more phasic experimental pain models were not sensitive to morphine analgesia: skin heat, rectal electrical stimulation, or rectal heat stimulation (all P>0.05). CONCLUSION: Pain models with deep tonic stimulation including C fiber activation and and/or endogenous pain modulation were more sensitive to morphine analgesia. To avoid false negative results in future studies, we recommend inclusion of reproducible tonic pain models in deep tissues, mimicking clinical pain to a higher degree

    Safety of children in shopping carts: Prevention of accidents

    No full text
    Slysahætta getur leynst víða og oft á tíðum væri hægt að koma í veg fyrir slys með meiri aðgæslu en yfirleitt er viðhöfð. Heima- og frítímaslys eru algeng meðal yngri barna þar sem þau eyða miklum tíma heimafyrir og í umsjá forráðamanna. Börn fara oft með forráðamönnum í matvöruverslanir en þar getur stafað hætta af innkaupakerrum. Gert er ráð fyrir að allt að 100 börn slasist árlega af völdum innkaupakerra (Embætti landlæknis, 2005b). Í þessari tilraun var leitast við að lækka tíðni þess að setja barn ofan í innkaupakerru, með sjónáreiti. Þátttakendur voru viðskiptavinir þriggja verslana á höfuðborgarsvæðinu sem voru valdar með tilliti til hentugleika. Inngripið var skilti sem var sett inn í allar innkaupakerrur verslananna. Margfalt grunnskeiðssnið með fráhvarfi var notað til að meta áhrif inngripsins. Grunnskeið var tekið áður en inngrip hófst og eftir að inngripið var fjarlægt. Tíðni þess að barn væri í vöruhluta innkaupakerru lækkaði töluvert meðan á inngripi stóð og hækkaði aftur eftir að það var fjarlægt. Því má álykta að inngripið hafi haft töluverð áhrif á markhegðunina og sé góð leið til að draga úr slysahættu
    corecore