5 research outputs found

    Microscopic colitis - review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMicroscopic colitis (MC) is an encompassing term for two diseases; collagenous colitis and lymphocytic colitis. The colon appears normal by colonoscopy and a diagnosis is only obtained with a biopsy. The histopathology of collagenous colitis is mainly characterized by a thickening of the subepithelial basement membrane of the colonic mucosa with a band of collagen. Lymphocytic colitis is mainly characterized by an intraepithelial lymphocytosis without the collagen thickening. Even though the two diseases have a distinctive pathology their clinical symptoms are characterized by chronic watery diarrhea without bleeding. Microscopic colitis is thought to cause about 4-13% of all chronic diarrhea but their relative frequency is much higher among older people. The mean annual incidence for collagenous and lymphocytic colitis has been increasing. Steroids are the most effective treatment for microscopic colitis and budesonide is the most studied and effective therapy for MC. The aim of this paper is to give a review of two relatively new diseases which are among the most common cause of chronic diarrhea, especially among older people.Hugtakið smásæ ristilbólga er samnefnari fyrir tvo sjúkdóma; bandvefsristilbólgu og eitilfrumu-ristilbólgu. Við ristilspeglun er slímhúðin eðlileg en greining fæst með sýnatöku á ristilslímhúð. Meinafræðilega einkennist bandvefsristilbólga einkum af þykknuðu kollagenlagi undir yfirborðsþekju slímhúðar ristilsins en eitilfrumuristilbólga af eitilfrumuíferð í yfirborðsþekju, kirtilþekju og eiginþynnu slímhúðar án aukningar á kollageni í ristilslímhúðinni. Þó að sjúkdómarnir tveir hafi nokkuð aðgreinanlegt meinafræðilegt mynstur er megineinkenni þeirra beggja langvinnur vatnskenndur niðurgangur án blóðs. Smásæ ristilbólga er talin orsaka um 4-13% langvinns niðurgangs en algengi hennar er mun hærra meðal eldra fólks. Nýgengi bandvefsristilbólgu og eitilfrumuristilbólgu hefur farið mjög hækkandi á síðustu árum. Steralyf eru áhrifaríkustu lyfin við smásærri ristilbólgu og búdesóníð er mest rannsakaða og best staðfesta meðferðin. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar er að kynna tvo tiltölulega nýja sjúkdóma sem eru ein algengasta ástæða langvinns niðurgangs, sérstaklega meðal eldra fólks

    Acute pancreatitis. Prospective study of incidence, aetiology, severity, and mortality in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the aetiology, severity and mortality of patients with acute pancreatitis at Landspítali - University Hospital (LSH) and to estimate the incidence in Iceland. Material and methods: A prospective study of all patients diagnosed with acute pancreatitis LSH during the one-year period October 1998 - September 1999 inclusive. The main outcome measures were APACHE II, Ranson, and Imrie scores, and C-reactive protein (CRP) concentrations. The Balthazar - Ranson criteria were used for scoring of computed tomograms (CT). Results: Twenty seven of the 50 patients were male. The median age of the whole series was 60 years (range 19-85). The estimated incidence was 32/100000 for the first attack of acute pancreatitis. The causes were; gallstones 42%, alcohol 32%, miscellaneous 24%, and idiopathic 2%. Thirty three percentage of the patients had APACHE II scores 9, 38% had Ranson scores of 3, 50% had Imrie scores of 3, and 34% had CRP concentrations >210 mg/L during the first 4 days or >120 mg/L during the first week. Seven patients had severe pancreatitis. Two patients in the whole group died, and both had clinically severe pancreatitis. Conclusions: Incidence and aetiology of acute pancreatitis in Iceland is in concordance to that described in other studies. Prospective assessment makes it possible to evaluate the aetiological factors more accurately. Measurement of the CRP concentration is an attractive and simple alternative to the severity scoring systems currently in use

    Percutaneous endoscopic gastrostomy in Iceland over 10 year period: a retrospective study of indications, complications and ethical issues

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: Percutaneous endoscopic gastrostomy (PEG) is the preferred method for long term enteral feeding. No nationwide study has reported on the experience and outcome of PEG procedure. The aim of this study was to describe the frequency, indications, complications, mortality and ethical issues related to PEG procedures in Iceland. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study was performed on all adult patients who had PEG procedures in Iceland between 2000-2009. Medical charts from patients found were reviewed and data regarding demographics, indications, complications, mortality and ethically controversial cases was obtained. RESULTS: A total of 278 patients had PEG procedures during the 10 year study period. There were 163 men and 115 women with a median age of 70 years. The mean annual incidence of PEG procedures was 12.8/100.000. Sufficient medical data for evaluation was obtained from 263 patients. The most common indications were neurological disorders (61%) and malignancies (13%). Dementia accounted for only 0.8% of the indications. Total complication rate was 6.5% with 1.9% being major and 4.6% minor complications. Peritonitis was the most common (2.7%) complication followed by peristomal skin infection (1.9%). Operative mortality was 0.8% and 30 day mortality rate was 13%. In seven (2.7%) cases the PEG procedure was considered to be ethically and medically controversial. CONCLUSION: This is the first published nationwide study on the experience of PEG procedures. The complication and mortality rates in Iceland are among the lowest reported. The indications reported here are in agreement with national guidelines with the rate of PEG procedures in ethically controversial cases being very rare.Tilgangur: Magaraufun um húð með hjálp speglunar (percutaneous endoscopic gastrostomy - PEG) er kjöraðferð til gervinæringar og vökvunar sjúklinga um görn til lengri tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, ábendingar, árangur og siðferðileg álitamál PEG-aðgerða á Íslandi á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á fullorðnum sjúklingum sem fengu PEG á Íslandi á árunum 2000-2009. Sjúklingar voru fundnir með tölvuleit á PEG-aðgerðarkóðum og speglunarsvörum og sjúkraskrár skoðaðar til að finna ábendingar og fylgikvilla PEG-aðgerða, dánartíðni og siðferðileg álitamál sem tengjast PEG-aðgerðum. Niðurstöður: 278 sjúklingar fóru í PEG-aðgerð á tímabilinu. Árleg tíðni þeirra var 12,8/100,000 að meðaltali. Miðaldur var 70 ár og hlutfall karla 59%. Klínískar upplýsingar fengust hjá 263 sjúklingum (95%). Algengustu ábendingar aðgerðanna voru taugasjúkdómar (61%) og krabbamein (13%). Heilabilun var ábending í aðeins 0,8% tilfella. Fylgikvillar urðu hjá 17 sjúklingum (6,5%), þar af voru 1,9% meiriháttar og 4,6% minniháttar. Lífhimnubólga var algengasti fylgikvillinn (2,7%) og húðsýking hjá 1,9%. Aðgerðartengd dánartíðni var 0,8% og 30 daga dánartíðni var 13%. Sjö (2,7%) tilfelli voru metin sem siðferðileg álitamál. Ályktun: Þetta er fyrsta rannsókn sem birt hefur verið um PEG-aðgerðir hjá heilli þjóð. Í samanburði við aðrar rannsóknir er tíðni fylgikvilla og dánartíðni vegna aðgerðanna hér á landi með því lægsta sem gerist. PEG-aðgerðir hérlendis eru flestallar gerðar í samræmi við viðurkenndar ábendingar. Siðferðileg álitamál eru fátíð og tíðni PEG-aðgerða til næringar sjúklinga með heilabilun er sú lægsta sem þekkist

    Siðferðileg álitamál tengd næringu um görn. Réttur sjúklings til að þiggja eða hafna næringu

    No full text
    Meistararitgerðin fjallar um siðferðileg álitamál tengd næringarmeðferð um görn og hver réttur sjúklings er til að þiggja eða hafna slíkri meðferð. Næring um görn er notuð þegar sjúklingur getur ekki nærst um munn af einhverjum ástæðum. Ef gefa þarf næringu til lengri tíma er gerð aðgerð þar sem næringarslöngu er komið fyrir í maga í gegn um húð með aðstoð speglunartækni. Slík aðgerð kallast á ensku percutaneous endoscopic gastrostomy (PEG aðgerð). Upplýst samþykki þarf fyrir PEG aðgerð og næringu þar sem um læknismeðferð er að ræða sem getur haft fylgikvilla í för með sér og verið byrði fyrir sjúklinginn. Oftast þegar ákveðið er að næra sjúkling með gervinæringu er það gert í læknisfræðilega viðurkenndum tilgangi þar sem næringin viðheldur líkamsstarfsemi sjúklings, bætir lífsgæði hans og lífslíkur. Næringarmeðferð er lífsviðhaldandi meðferð þar sem enginn getur lifað ef hann getur ekki nærst. Af reynslu höfundar sem meltingarlæknis hafa komið upp tilfelli þar sem honum hefur þótt ábending aðgerðarinnar og þá meðferðarinnar vafasöm út frá læknisfræðilegum og siðferðilegum sjónarmiðum. Í sumum þessara tilvika hefur sjúklingurinn greinilega ekki verið hæfur til að taka ákvörðun um slíka meðferð sem vekur upp spurningu um rétt sjúklings til að hafna eða þiggja næringarmeðferð. Tilgangur og markmið verkefnisins var að kanna hvort fjallað hefur verið um álitamál varðandi PEG aðgerð til næringar um görn, skilgreina vandamálin, finna tíðni slíkra vandamála hérlendis og meta þau gagnrýnið út frá siðareglum og aðstæðum sjúklinganna. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru siðferðileg álitamál tengd gervinæringu og vökvun algeng og oft erfið málefni frá siðfræðilegum sjónarhóli. Oftast er um að ræða sjúklinga með endastigs sjúkdóma, svo sem krabbamein eða heilabilun og sjúklinga sem fengið hafa heilaskaða og lent í varanlegu skynlausu ástandi. Í þessum sjúklingahópum getur næringarmeðferðin, og þá um leið PEG aðgerðin, verið gagnslaus læknismeðferð í þeim skilningi að hún þjónar ekki eiginlegum markmiðum meðferðar sem er að minnka byrði, bæta lífsgæði og lina þjáningar. Í rannsókn minni sem náði yfir allar PEG aðgerðir sem gerðar voru á Íslandi á 10 ára tímabili fundust átta tilfelli sem ég mat sem siðferðileg álitamál. Sjö tilfelli vörðuðu það að hefja næringu hjá sjúklingum með endastigs sjúkdóma og eitt að hætta næringu hjá sjúklingi í varanlegu skynlausu ástandi. Ég rökstuddi það með siðfræðilegri nálgun að næringarmeðferð var ekki viðeigandi í þessum tilfellum. Í sumum tilfellanna var sjálfræði sjúklings ekki virt. Eins bendir rannsóknin til að næringarmeðferð er í sumum tilfella hafin vegna vanþekkingar meðferðaraðila á siðferðilegum þáttum hér að lútandi og einnig er mögulegt að sjúklingur og/eða aðstandendur fái ekki nægilegar upplýsingar um ávinning, áhættur og byrði PEG aðgerðar og næringarmeðferðar. Til að fækka siðferðilegum álitamálum og standa vörð um hagsmuni sjúklinga þarf að skoða og meta hvert tilfelli þar sem óskað er eftir PEG aðgerð til næringar hjá og hefja þverfaglegar umræður um þau tilfelli sem teljast til siðfræðilegra álitamála. Í lokakafla ritgerðarinnar set ég upp töflur og leiðbeiningar um þá þætti sem hafa þarf í huga þegar siðferðileg vandamál koma upp hvað þetta varðar

    Microscopic colitis - review

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMicroscopic colitis (MC) is an encompassing term for two diseases; collagenous colitis and lymphocytic colitis. The colon appears normal by colonoscopy and a diagnosis is only obtained with a biopsy. The histopathology of collagenous colitis is mainly characterized by a thickening of the subepithelial basement membrane of the colonic mucosa with a band of collagen. Lymphocytic colitis is mainly characterized by an intraepithelial lymphocytosis without the collagen thickening. Even though the two diseases have a distinctive pathology their clinical symptoms are characterized by chronic watery diarrhea without bleeding. Microscopic colitis is thought to cause about 4-13% of all chronic diarrhea but their relative frequency is much higher among older people. The mean annual incidence for collagenous and lymphocytic colitis has been increasing. Steroids are the most effective treatment for microscopic colitis and budesonide is the most studied and effective therapy for MC. The aim of this paper is to give a review of two relatively new diseases which are among the most common cause of chronic diarrhea, especially among older people.Hugtakið smásæ ristilbólga er samnefnari fyrir tvo sjúkdóma; bandvefsristilbólgu og eitilfrumu-ristilbólgu. Við ristilspeglun er slímhúðin eðlileg en greining fæst með sýnatöku á ristilslímhúð. Meinafræðilega einkennist bandvefsristilbólga einkum af þykknuðu kollagenlagi undir yfirborðsþekju slímhúðar ristilsins en eitilfrumuristilbólga af eitilfrumuíferð í yfirborðsþekju, kirtilþekju og eiginþynnu slímhúðar án aukningar á kollageni í ristilslímhúðinni. Þó að sjúkdómarnir tveir hafi nokkuð aðgreinanlegt meinafræðilegt mynstur er megineinkenni þeirra beggja langvinnur vatnskenndur niðurgangur án blóðs. Smásæ ristilbólga er talin orsaka um 4-13% langvinns niðurgangs en algengi hennar er mun hærra meðal eldra fólks. Nýgengi bandvefsristilbólgu og eitilfrumuristilbólgu hefur farið mjög hækkandi á síðustu árum. Steralyf eru áhrifaríkustu lyfin við smásærri ristilbólgu og búdesóníð er mest rannsakaða og best staðfesta meðferðin. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar er að kynna tvo tiltölulega nýja sjúkdóma sem eru ein algengasta ástæða langvinns niðurgangs, sérstaklega meðal eldra fólks
    corecore