13 research outputs found

    Human Primordial Germ Cell Specification – Breakthrough In Culture and Hopes for Therapeutic Utilization

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKímfrumur eru forverar egg- og sáðfruma í mönnum, sem bera erfðaupplýsingar á milli kynslóða. Vegna þess að kímfrumur sérhæfast snemma á fósturskeiði, rétt við bólfestu fósturvísis í legslímhúð, eru þær óaðgengilegar til rannsókna. Þekking okkar á tilurð þeirra hefur því til þessa verið afar takmörkuð og að mestu byggð á rannsóknum á dýramódelum eins og músum og kanínum. Í kjölfar rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum og eiginleikum þeirra hefur nú tekist að sérhæfa frumkímfrumur (primordial germ cells) manna á skilvirkan hátt í vefjarækt út frá stofnfrumum fósturvísa. Samhliða hefur tekist að sérhæfa frumkímfrumur úr iPS-frumum (induced pluripotent stem cells) manna sem eru myndaðar við afsérhæfingu líkamsfruma. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir stöðu þekkingar okkar á frumkímfrumum manna og rannsókna á fjölhæfi stofnfruma úr fósturvísum manna og músa, ásamt því að ræða mögulega nýtingu frumuræktarkerfis fyrir frumfrjófrumur í rannsóknum og meðferð á ófrjósemi og öðrum kímfrumutengdum sjúkdómum.Germ cells are the precursors to the gametes that carry genetic and epigenetic information between human generations and generate a new individual. Because germ cells are specified early during embryogenesis, at the time of embryo implantation, they are inaccessible for research. Our understanding of their biology has therefore developed slowly since their identification over one hundred years ago. As a result of research into the properties of human and mouse embryonic stem cells and primordial germ cells, scientists have now succeeded in efficiently generating human primordial germ cells in culture by embryonic stem cell and induced pluripotent stem cell culture. In this review we will discuss the state of our knowledge of human primordial germ cells and how research into the pluripotent properties of human and mouse embryonic germ cells has led to this breakthrough. In addition we will discuss the possible utilization of a cell culture system of human primordial germ cells for research into and treatment of germ cell related abnormalities

    Human Primordial Germ Cell Specification – Breakthrough In Culture and Hopes for Therapeutic Utilization

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKímfrumur eru forverar egg- og sáðfruma í mönnum, sem bera erfðaupplýsingar á milli kynslóða. Vegna þess að kímfrumur sérhæfast snemma á fósturskeiði, rétt við bólfestu fósturvísis í legslímhúð, eru þær óaðgengilegar til rannsókna. Þekking okkar á tilurð þeirra hefur því til þessa verið afar takmörkuð og að mestu byggð á rannsóknum á dýramódelum eins og músum og kanínum. Í kjölfar rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum og eiginleikum þeirra hefur nú tekist að sérhæfa frumkímfrumur (primordial germ cells) manna á skilvirkan hátt í vefjarækt út frá stofnfrumum fósturvísa. Samhliða hefur tekist að sérhæfa frumkímfrumur úr iPS-frumum (induced pluripotent stem cells) manna sem eru myndaðar við afsérhæfingu líkamsfruma. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir stöðu þekkingar okkar á frumkímfrumum manna og rannsókna á fjölhæfi stofnfruma úr fósturvísum manna og músa, ásamt því að ræða mögulega nýtingu frumuræktarkerfis fyrir frumfrjófrumur í rannsóknum og meðferð á ófrjósemi og öðrum kímfrumutengdum sjúkdómum.Germ cells are the precursors to the gametes that carry genetic and epigenetic information between human generations and generate a new individual. Because germ cells are specified early during embryogenesis, at the time of embryo implantation, they are inaccessible for research. Our understanding of their biology has therefore developed slowly since their identification over one hundred years ago. As a result of research into the properties of human and mouse embryonic stem cells and primordial germ cells, scientists have now succeeded in efficiently generating human primordial germ cells in culture by embryonic stem cell and induced pluripotent stem cell culture. In this review we will discuss the state of our knowledge of human primordial germ cells and how research into the pluripotent properties of human and mouse embryonic germ cells has led to this breakthrough. In addition we will discuss the possible utilization of a cell culture system of human primordial germ cells for research into and treatment of germ cell related abnormalities

    Íslenskun og prófun á matslistanum CLEAN: Hlutlægt mat á tiltekt og hreinlæti heimilis hjá tveimur fjölskyldum sem eru skjólstæðingar barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu

    No full text
    Vanræksla barna er vaxandi samfélagslegt vandamál. Afleiðingar langvarandi vanrækslu eru ekki síður alvarlegar en afleiðingar ofbeldis. Erfiðara er að leggja mat á það hvort um vanrækslu er að ræða heldur en ofbeldi þar sem vanræksla felst oft ekki í afmörkuðu atviki. Það er því mikilvægt að stuðst sé við hlutlæg matstæki þegar mat er lagt á vanrækslu. Jafn mikilvægt er að grípa sem fyrst inn í aðstæður þar sem börn eru að verða fyrir vanrækslu með árangursríku inngripi og sýna þarf fram á mælanlegan árangur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að íslenska og prófa eitt slíkt matstæki sem hefur verið hannað og notað á árangursríkan hátt af Project 12-Ways til fjölda ára. Matslistinn Gátlisti fyrir heimilisaðstæður til að meta vanrækslu (CLEAN) varð fyrir valinu en hann hefur verið hannaður til að meta hreinlæti heimilis við mat á aðbúnaði barna. Aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar voru notaðar við inngrip til að bæta heimilisaðstæður. Inngripið byggðist því á einföldum og skýrum fyrirmælum, leiðbeiningum, endurgjöf á frammistöðu og jákvæðri styrkingu fyrir þátttöku og framfarir. Rannsóknasnið var margfalt grunnskeiðssnið á milli herbergja. Hreinlæti heimilis og árangur inngrips var mældur með matslistanum CLEAN. Niðurstöður sýna að matslistinn leiðir í ljós hvort áhyggjur af heinlæti heimilis séu óþarfar. Hægt er að styðja foreldra til að auka hreinlæti heimilisins með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar og árangur er vel mælanlegur með notkunn CLEAN listans

    Am I worth as much as before? People's experience and well-being following cancer diagnosis and when returning to work

    No full text
    Útdráttur Krabbameinsgreindum einstaklingum fjölgar og eftir því sem meðferðum fleygir fram þá lifa fleiri eftir meðferðir en um helmingur er undir 65 ára aldri. Vinna er stór hluti af lífi fólks og mikill tími af daglegu lífi er varið á vinnustað. Vinnuumhverfið hefur áhrif á upplifun, iðju, samskipti, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Þótt rannsóknum fjölgi með árunum þá hefur minni áhersla verið lögð á að skilja áhrif krabbameins á daglegt starf, vinnufærni og atvinnu. Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hver upplifun fólks er af því að koma aftur til vinnu eftir krabbameinsmeðferð með hliðsjón af afleiðingum sjúkdómsmeðferðar, stuðningi vegna sjúkdómsins og þess vinnuumhverfis sem það býr við. Engin íslensk rannsókn er til um efnið og er það því verðugt rannsóknarefni. Gerð var eigindleg rannsókn með viðtölum við fjórar konur og fjóra karlmenn, á aldrinum 36-66 ára, sem höfðu fengið krabbamein. Markmiðið var að gefa þátttakendum tækifæri til að tjá eigin upplifun og reynslu og varpa þannig ljósi á aðstæður í persónulega lífi þeirra eftir greiningu og meðferð. Skoða hvaða stuðning þau höfðu fengið vegna fylgikvilla meðferða og hvernig vinnuumhverfið var þegar þau snéru aftur til vinnu. Niðurstöður benda til þess að miklar breytingar hafi orðið á lífi allra þátttakenda eftir greiningu og meðferð sem höfðu í för með sér skert lífsgæði í daglegri iðju, í tómstundum sem og í vinnu. Niðurstöður eru settar fram í þrjú meginþemu sem varpa ljósi á reynslu og viðhorf þátttakenda: 1) Lífið eftir greiningu sem vísar til upplifunar á eigin líðan eftir greiningu. 2) Endurhæfing og stuðningur sem vísar til þeirrar virkni sem þau tóku þátt í og þeim stuðningi sem þau fengu eftir greiningu. 3) Hin vinnandi vera sem vísar í aðstæður á vinnustað, hæfni í vinnu, skilning og samhug, traust, hlustun, líðan, fræðslu, upplýsingagjöf og framtíðarsýn. Niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir sem sýna að stór hluti þeirra sem snýr aftur til vinnu eftir greiningu og meðferð krabbameina glímir við fylgikvilla sem hafa áhrif á vinnugetu til styttri eða lengri tíma. Niðurstöður benda einnig til skorts á fræðslu og upplýsingum til stjórnenda um hvernig eigi að styðja einstaklinga sem snúa aftur til vinnu eftir veikindi. Rannsóknin hefur þannig gildi fyrir stjórnendur, samstarfsmenn og, í raun, samfélagið allt. Lykilorð: Krabbameinsgreindir, endurhæfing, endurkoma til vinnu eftir krabbameinsgreiningu, stuðningur á vinnustað.Abstract As incidence of cancer increases and treatment progresses, there are more cancer survivors; half of which are under 65 years of age. Work is a big part of people’s lives and a large part of our lives is spent at work. The working environment affects one’s experience of occupation, communication, health, happiness and well-being. Although cancer is a popular research subject, studies focusing on its effect on daily work, workforce and employment has been limited. The aim of this project was to examine people’s experiences of returning to work after cancer treatment, with emphasis on the consequences of cancer treatment and individualized support from the working environment when returning to work. There has been no prior Icelandic study on this important subject. A qualitative interview was conducted with four women and four men, at the age of 36-66, who had a history a cancer. The goal was to give participants opportunity to express their own personal experience following cancer diagnosis and treatment. The support they received because of complications of cancer treatment was specifically analyzed, and how the work environment was once they returned back to work. Our results indicate major changes in the daily lives of all participants after diagnosis and treatment. This resulted in reduced quality of life in daily activities, both at leisure and at work. The results are presented as three main themes that highlight participants’ experiences and attitudes: 1) Life after cancer diagnosis, which refers to well-being after cancer diagnoses. 2) Rehabilitation and support, which refers to the activity they participated in and the support they received after cancer diagnosis. 3) The working human, which refers to workplace conditions, skills at work, understanding and harmony, trust, listening, well-being, information and vision. The results are in line with foreign studies that demostrate that a large proportion of people returning to work after cancer treatment face complications that affect the working capacity for shorter or longer periods of time. The results also indicate lack of education and information to management on how to support individuals returning to work after illnesses. This research can therefore be valuable for managers, colleagues and, in fact, the society as a whole. Keywords: cancer-survivors, rehabilitation, returning to work after cancer, support at work

    Radio advertisements and theyr influencing factors

    No full text
    Fyrirtæki keppast um að komast í valsett neytenda með allskonar aðferðum og útvarpsauglýsingar eru ein leið. Margir möguleikar eru í boði til að koma skilaboðum á framfæri í útvarspauglýsingum en hvað er það sem gerir það að verkum að ákveðin útvarpsauglýsing festist frekar í minni hlustenda en aðrar? Markmið rannsóknarinnar var að komast nær því hvaða áhrifaþættir útvarpsauglýsinga gera það að verkum að auglýsing festist í minni hlustenda. Til þess að komast nær svari við þessari spurningu var framkvæmd megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar. Þátttakendur voru beðnir um að hlusta á stutt hljóðbrot þar sem sjö auglýsingar voru spilaðar. Út frá hljóðbroti hverrar auglýsingar voru síðan lagðar spurningar fyrir þátttakendur þar sem þeir voru spurðir hvaða auglýsingum þeir mundu eftir og hvað það væri í auglýsingunni sem hefði þau áhrif. Spurningakönnunin var byggð á fræðilegum bakgrunni rannsóknarinnar en hann var byggður á fyrrum rannsóknum á efninu ásamt fræðum um viðfangsefnið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa það til kynna að þrír helstu áhrifþættir útvarpsauglýsinga séu húmor, tónlist og fyrri þekking á vörunni/vörumerkinu

    Iðja kvenna í kjölfar greiningar og meðferðar á brjóstakrabbameini

    No full text
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á iðju og þátttöku kvenna í kjölfar greiningar og meðferðar á brjóstakrabbameini. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Hver er upplifun kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein af eigin iðju og þátttöku í samfélaginu? Þátttakendur voru átta konur sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein fyrir einu til sex árum, höfðu lokið meðferð og ekki notið þjónustu iðjuþjálfa. Allar konur á póstlista Samhjálpar kvenna fengu upplýsingar um rannsóknina og var boðin þátttaka. Til að svara spurningunni voru tekin viðtöl og stuðst við viðtalsramma bandaríska matstækisins Occupational Performance History Interview II (OPHI – II). Gögnin voru kóðuð og flokkuð og þannig urðu til eftirfarandi fimm þemu: lífsstefnan, hin líkamlega vera, eflandi aðstæður, fjölskyldulíf og úrræði í heilbrigðis- og félagskerfinu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að allar konurnar upplifðu breytingar á daglegri iðju í kjölfar greiningar og meðferðar á brjóstakrabbameini. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að það að greinast með krabbamein var ekki eingöngu neikvætt fyrir konurnar, því lífstaktur og sýn þeirra á hvað skipti máli hafði breyst á jákvæðan hátt. Forgangsröðun verkefna breyttist og þær fóru að leggja meiri rækt við sjálfa sig, huguðu meira að heilsusamlegu líferni auk þess sem þessi erfiða lífsreynsla hafði gert þær að sterkari og sjálfstæðari einstaklingum. Það kom einnig í ljós að þátttaka í innihaldsríkri iðju skipti þær máli til að ná lífsfyllingu og stuðlaði að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Úrræði og stuðningur til uppbyggingar eftir hefðbundna læknismeðferð voru af skornum skammti. Í ljósi niðurstaðna rannsóknarinnar er þörf á eflingu og þróun á þjónustu iðjuþjálfa með það að markmiði að veita betri og markvissari þjónustu við konur með brjóstakrabbamein. Sérþekking iðjuþjálfa á mikilvægi iðju ásamt heildarsýn á aðstæður einstaklinga getur stuðlað að betri þjónustu við þennan hóp. Lykilhugtök: brjóstakrabbamein – breytingar á iðju – lífsstefna – eigindleg rannsókn – OPHI-II

    Prdm14

    No full text
    corecore