26 research outputs found

    Oesophageal atresia in Iceland 1963-2002

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Oesophageal atresia is an congenital anomali with incidence of 1/3000-1/4500 live births. The results of reconstructive surgery has improved greatly, to 80-92% survival reported in the last two decades. The aim of this study was to determine the incidence of oesophageal atresia in Iceland and to evaluate the results of operations at the Department of Pediatric surgery at The Children¿s Hospital, Landspítal-inn - University Hospital in Iceland. Material and methods: This retrospective study included all children diagnosed with oesophageal atresia in Iceland between 1963 and 2002. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, gestational age, the type of atresia and the presence of other congenital anomalies. The results of operation were determined including post operative complications. Information on life births in Iceland for the same period was gathered from the Icelandic National Register. Results: Thirtyseven children were diagnosed with oesophageal atresia in these 40 years. The average birth-weight was 2626g, including 14 children (38%) with low birth-weight (<2500g). Fifteen children (41%) were prematurely born (<38 weeks). Thirtyfour children (92%) had the most common type of oesophageal atresia with proximal blind loop and distal tracheooesophageal fistula.Thirtyfourchildrenwereoperatedon,includingone in Denmark. Nine children died within 60 days after surgery. The most common cause of death was lung inflammation(n=7,78%).ThesurvivalaftersurgeryinIceland was 73% in the study period. Other congenital defects were common in this patient group with congenital heart defects as the most common ones (n=12, 32%). The incidence decresead in the study period from 1/3737 in the firsttenyearsto1/10639inthelastdecade, this did not reach statistical signifiquance. Conclusion: It is interesting to see this decrease in incidence in the study period and this is the lowest incidence known to us. The survival has improved from previous study but is however still lower compared to our neighbouring countries. Other congenital anomalies are common in this patient group.Inngangur: Meðfædd lokun á vélinda er sjaldgæfur galli með nýgengi um 1/3000-1/4500 fæddra barna. Meðferð gallans er skurðaðgerð. Árangur aðgerða fer batnandi og er lifun 80-92% síðustu tvo áratugi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi vélindalokunar á Íslandi og meta árangur aðgerða. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og upp­lýsingar fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem greind­­ust með meðfædda vélindalokun á Barnaspít­ala Hringsins 1963-2002. Fengnar voru upplýsingar með­al annars um meðgöngulengd, fæðingarþyngd, teg­­und galla og hvort aðrir fæðingargallar væru til staðar. Einnig var lagt mat á árangur aðgerða. Upp­lýsingar um fjölda lifandi fæddra á tímabilinu fengust frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: 37 börn greindust með meðfædda vél­inda­lokun á tímabilinu. Meðalfæðingarþyngd var 2626 grömm, þar af voru 14 börn (38%) léttburar (<2500 grömm). Fimmtán börn (41%) voru fyrirburar (<38 vikur). Þrjá­tíu og fjögur börn (92%) höfðu algengustu tegund vélindalokunar með blindan nærenda á vélinda og fistil milli fjærenda og barka. Þrjátíu og fjögur börn gengust undir aðgerð með lokun á fistli og sammynningu á vélinda, þar af eitt erlendis. Níu börn létust eft­ir vélindaaðgerð. Algengasta dánaror­sök var lungna­bólga (n=7, 78%). Lifun eftir aðgerð hérlendis var 73% á tímabilinu. Aðrir meðfæddir gallar voru al­geng­ir þar sem hjartagallar reyndust algengastir (n=12, 32%). Nýgengi sjúkdómsins fór lækkandi á tíma­bilinu, frá 1/3737 á fyrstu tíu árunum í 1/10639 á síðasta áratug sem er þó án tölfræðilegrar marktækni. Ályktanir: Athyglisvert er hversu nýgengi sjúkdómsins virðist hafa lækkað síðasta áratug og eru þetta lægstu tölur sem okkur er kunnugt um. Árangur aðgerða hefur batnað frá fyrri rannsókn en er þó heldur lakari en í nágrannalöndum okkar. Aðrir fæðingar­gallar eru algengir hjá þessum sjúklingahópi

    Hirschprung' disease in Iceland 1969-1998

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Hirschprung s disease (HD) is a congenital disease characterized by the absence of myenteric and submucosal ganglion cells in the distal alimentary tract and results in decreased motility in the affected bowel segment. The purpose of this study was to review the incidence, presentation, treatment and operative results in children with Hirschprung's disease in Iceland. Material and methods: Thirteen infants with Hirschprung s disease (11 boys and two girls) were treated in Landspítalinn University Hospital between January 1969 and December 1998. The records of these patients were reviewed retrospectively. Results: The incidence of Hirschprung's disease in Iceland is 1/10,000 and 85% of those are boys. All the infants were born full term. No family history and no associated abnormalities were noted. The mean age at first admission was 20 (1-136) days and mean age at diagnosis was 166 (5-623) days. Swenson's pull-through (two- or three-stage procedure) was carried out in all patients at the mean age of 18.6 months. The extent of aganglionosis was rectosigmoid colon in 10 patients (77%) and one patient had total colonic aganglionosis. Postoperative complications occurred in seven patients (53%), adhesion ileus being the most common complication. Long term bowel function was satisfactory in 85% of the patients. Conclusions: The incidence of Hirschprung's disease in Iceland is low. Mean age at diagnosis is six months. Sixty percent of the children are discharged with a wrong diagnosis after first admission to hospital and this could be improved by diagnosing the disease at an earlier stage. Postoperative complications are common but no deaths occurred. Bowel function following definitive correction is good compared to other studies.Inngangur: Hirschprungs sjúkdómur er meðfæddur garnasjúkdómur þar sem taugahnoðafrumur (ganglion cells) vantar í vöðvahjúps- (Auerbach) og slímhúðarbeðs- (Meissner) taugaflækjur garnaveggsins. Sjúkdómurinn einkennist af garnastíflu og afleiðingum hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni sjúkdómsins á Íslandi, einkenni og aldur sjúklinga við greiningu, tegund og árangur aðgerða og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Um afturskyggna rannsókn er að ræða. Allar sjúkraskrár barna (n=13; 11 drengir, tvær stúlkur) sem lögðust inn á Landspítalann (síðar Landspítala Hringbraut) með greininguna Hirschprungs sjúkdómur frá 1. janúar 1969 til 31. desember 1998 voru yfirfarnar. Niðurstöður: Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á Íslandi er eitt af 10.000 fæddum börnum, af þeim eru 85% drengir. Öll börnin fæddust fullburða eftir eðlilega meðgöngu. Ekki kom fram fjölskyldusaga um Hirschprungs sjúkdóm. Meðalaldur við fyrstu innlögn á sjúkrahús var 20 (1-136) dagar og meðalaldur við greiningu 166 (5-623) dagar. Í öllum tilfellum var meðferð hafin með ristilraufun og endanleg skurðaðgerð að hætti Swensons var gerð við 18,6 mánaða meðalaldur. Útbreiðsla Hirschprungs sjúkdóms í görn var hjá 10 sjúklingum (77%) bundin við endaþarm og bugaristil og hjá einum sjúklingi náði sjúkdómurinn til alls ristilsins. Fylgikvillar eftir aðgerð urðu hjá 53% sjúklinganna og var samvaxtagarnastífla algengust. Hægðavenjur eftir aðgerð voru eðlilegar hjá 85% barnanna. Ályktanir: Tíðni Hirschprungs sjúkdóms á Íslandi er lægri en annars staðar. Meðalaldur við greiningu er sex mánuðir, en henni mætti flýta með því að fá grun um sjúkdóminn fyrr, en rúmlega 60% barna með Hirschprungs sjúkdóm útskrifast með ranga greiningu eftir fyrstu innlögn á sjúkrahús. Fylgikvillar eftir aðgerð eru algengir, en sumum þeirra gæti fækkað í framtíðinni með tilkomu kviðsjáraðgerða. Árangur aðgerðanna með tilliti til hægðavenja er góður samanborið við önnur uppgjör

    The results of surgical treatment for cryptorchidism at Landspitalinn, 1970-1993

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Cryptorchidism is a common congenital genito-urological anomali in males with increased risk of infertility and testicular cancer. In this retrospective study the results of operations for undescended testis at Landspitalinn University Hospital were reviewed with special emphasis on patients diagnosed with testicular cancer later in life. Material and methods: The study includes 593 males with undescended testis who were operated on between 1970 and 1993. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, age at diagnosis and operation, localization of the testes and complications to surgery. Information on patients diagnosed with testicular cancer was aquired from the Icelandic Cancer Registry. Results: The average birth-weight was 3461 g, including 58 boys (10%) with low birth-weight (Inngangur: Launeista er algengur meðfæddur galli hjá drengjum og eru helstu fylgikvillar ófrjósemi og krabbamein í eistum. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna árangur aðgerða vegna launeista og hins vegar hverjir sjúklinganna hafa greinst með krabbamein í eistum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til 593 sjúklinga sem greindust með launeista eða gengust undir launeistaaðgerð á Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 1. janúar 1970 til 31. desember 1993. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meðal annars um fæðingarþyngd, aldur við greiningu og aðgerð, staðsetningu eistans og fylgikvilla við aðgerðina. Með upplýsingum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands var athugað hverjir þessara sjúklinga höfðu greinst með eistnakrabbamein fram til 31. desember 2000. Niðurstöður: Meðalfæðingarþyngd var 3461 g, þar af 58 drengir (10%) með fæðingarþyngd 2500 g. Meðalaldur við greiningu var 3,0 ár (bil 0-14 ár) og við aðgerð 7,5 ár (bil 0-51 ár). Launeista var algengara hægra megin (61%) (p<0,01) en 18% drengjanna voru með launeista beggja vegna. Við aðgerð var eistað í náragangi í 50% tilvika, í kviðarholi hjá 10% sjúklinga og í 34% tilvika utan leiðar (ectopic). Fylgikvillar sáust eftir 29 aðgerðir (5%) þar sem blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) voru algengastar. Rúmur helmingur (52%) drengjanna reyndist einnig hafa nárakviðslit. Af þessum 593 sjúklingum hafa tveir greinst með krabbamein í eistum, báðir með fósturvísiskrabbamein, 13 og 14 árum eftir launeistaaðgerð. Ályktanir: Árangur launeistaaðgerða er góður í þessari rannsókn. Greiningaraldur er tiltölulega hár (3,0 ár) en fer lækkandi. Aðgerðaraldur er sömuleiðis hár (7,5 ár) og töf á meðferð (4,5 ár) er óþarflega löng. Í þessari rannsókn var hlutfall þeirra sem greindust með eistnakrabbamein mjög lágt, eða 0,3%. Upplýsingar um ófrjósemi liggja ekki fyrir í þessari rannsókn

    Effect of Pentavac and MMR vaccination on the intestine

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The safety of infant vaccination has been questioned in recent years. In particular it has been suggested that the measles, mumps and rubella (MMR) vaccination leads to brain damage manifesting as autism consequent to the development of an "enterocolitis" in the immediate post-vaccination period. Aim: To assess if MMR vaccination is associated with sub-clinical intestinal inflammation which is central to the autistic "enterocolitis" theory. The study was not designed to test directly the association of autism to MMR vaccination. Material and methods: We studied 109/20 infants, before and two and four weeks after immunization with Pentavac and MMR vaccines, for the presence of intestinal inflammation (faecal calprotectin). Results: Neither vaccination was associated with any significant increase in faecal calprotectin concentrations. Conclusions: The failure of the MMR vaccination to cause an intestinal inflammatory response provides evidence against the proposed gut-brain interaction that is central to the autistic "enterocolitis" hypothesis.ilgangur: Að meta hvort MMR-bólusetning (measles, mumps and rubella) valdi þarmabólgu hjá íslenskum börnum. Rannsóknin var ekki hönnuð til að svara spurningunni hvort MMR-bólusetning valdi einhverfu. Aðferðir: Rannsökuð voru 109/20 börn fyrir bólusetningu og tveim, fjórum og 12-18 vikum eftir bólusetningu með Pentavac- og MMR-bóluefnum. Athugað var hvort merki væri um þarmabólgu með því að mæla kalprotectín í hægðasýni. Niðurstöður: Hvorugt bóluefnið var tengt nokkurri marktækri breytingu á þéttni kalprotectíns í hægðum og kom ekkert fram sem benti til þarmabólgu. Ályktun: Þar sem þessi rannsókn hefur sýnt að MMR-bólusetningin tengist ekki þarmabólgu þá mælir það gegn tilgátunni um að MMR tengist einhverfu í gegnum bólgu í þörmum

    Sæstrengstenging til Bretlands

    No full text
    Verkefnið felst í því að skoða heppilegt val á sæstreng og tæknilega útfærslu á hugsanlegri sæstrengstengingu milli Íslands og Bretlands. Miðað er við að flutningur sé 1.000 MW. Skoðaðar eru helstu gerðir sæstrengja og hvaða kennistærðir ráði vali þeirra og hvernig - miðað við ákveðnar umhverfisaðstæður og flutningskröfu. Jafnframt er nauðsynlegur endabúnaður til að tengja slíkan sæstreng við AC kerfi skoðaður og hvaða atriði og kennistærðir ráða vali hans

    Notkun stærðfræðistígs í kennslu stærðfræði í 10. bekk grunnskóla : greinargerð um stærðfræðiverkefni sem hönnuð voru fyrir útikennslu með aðstoð hugbúnaðarins MathCityMap

    No full text
    Greinargerð þessi fjallar um notkun forritsins MathCityMap í stærðfræðikennslu á elsta stigi grunnskóla. Forritið dregur saman hugmyndir um stærðfræðistíg og notkun snjalltækja í kennslu. Fræðilegt samhengi greinargerðarinnar gerir grein fyrir gagnsemi útikennslu, notkun snjalltækja í kennslu og rannsóknum á notkun forritsins. Leitast er svara við spurningunni hvernig má nýta MathCityMap og annan hugbúnað til útikennslu í stærðfræði á elsta stigi. Tilgangur verkefnisins er að kynna fyrir núverandi og verðandi kennurum nýja möguleika í stærðfræðikennslu. Með greinargerðinni fylgir þá fullbúinn stærðfræðistígur innan forritsins MathCityMap sem prófaður hefur verið með nemendum í 10. bekk. Ítarleg umfjöllun um notkun og notagildi forritsins er sömuleiðis viðfangsefni greinargerðarinnar. Niðurstöður sýna að MathCityMap og annar hugbúnaður geti með góðu móti nýst við kennslu á elsta stigi grunnskóla

    Wilms' tumor in Iceland 1961-1995. A retrospective study

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Wilms' tumor is a malignant disease in the kidneys that usually affects young children. Information about the clinical behaviour of this tumor in Iceland has been scarce. The aim of this study was to find the incidence, clinical presentation, treatment and survival of patients with Wilms' tumor. Material and methods: Included in the study were all patients diagnosed with Wilms' tumor in Iceland from 1st of January 1961 to 31st of December 1995. Altogether, there were 17 patients, 15 children, mean age 33 months (standard deviation 19, range 5-77 months) and two adults (age 25 and 29), with M/F ratio 0.7. Information was gained from each patient's record and the cancer registry of the Icelandic Cancer Society. All the tumors were re-evaluated by a pathologist and staged according to the NWTS staging system. Results: Age adjusted incidence during the study period was 0.2/100,000 per year (1.0 for children under 15 years). Abdominal mass (65%) and abdominal pain (53%) were the most common symptoms. Histology was typical in all cases except one with anaplasia and another with sarcomatous growth. One patient was diagnosed in stage I (6%), six in stage II (35%) and seven in stage III (41 %). Two patients had pulmonary metastases (stage IV) and one had bilateral tumor (stage V). Nephrectomy was performed in all cases. The operative mortality was 12%. Of the 15 patients surviving surgery, 12 received radiotherapy, 12 chemotherapy and nine both treatments. Crude five-year-survival for the whole group was 42%, 25% for the patients diagnosed 1961-1976 and 61% for those diagnosed 1977-1995 (p=0.13). The patient with bilateral tumor was still alive 13 years after diagnosis. Conclusion: As in other Western countries, Wilms' tumor is rare in Iceland and has similar incidence and clinical presentation. Two thirds of the patients were diagnosed in stage II or III. Even patients with distant metastases can be cured with multimodal treatment: surgery, chemotherapy and radiotherapy. There was a trend toward better survival during the study period.Tilgangur: Wilmsæxli er illkynja sjúkdómur í nýrum og greinist yfirleitt hjá ungum börnum. Lítið hefur verið ritað um sjúkdóminn hér á landi. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna faraldsfræði Wilmsæxla á Íslandi, sjúkdómseinkenni, meðferð og lífs-horfur sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Alls greindust 17 einstaklingar, 15 börn og tveir fullorðnir (25 og 29 ára) á tímabilinu 1. janúar 1961 til 31. desember 1995, samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Meðalaldur barnanna var 33 mánuðir (staðalfrávik 19, bil 5-77 mánuðir). Upplýsingar um einkenni, niðurstöður rannsókna og meðferð fengust úr sjúkraskrám. Öll vefjasýnin voru yfirfarin og æxlin stiguð (National Wilms' Tumor Study, NWTS flokkun). Niðurstöður: Nýgengi á rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 á 100.000 íbúa á ári og 1,0 fyrir börn yngri en 15 ára. Helstu einkenni voru fyrirferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir eða óværð (53%). Þvagfæramyndataka var gerð í 14 tilvikum og leiddi hún alltaf í ljós æxli í nýra. Við greiningu var einn sjúklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum (stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og er hann á lífi í dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum, en tveir létust í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af hinum 15 fengu 12 geislameðferð og 12 lyfjameðferð (níu fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var hefðbundin, en villivöxtur (anaplasia) sást í einu tilviki og sarkmeinsútlit í öðru. Fimm ára lifun þeirra átta sem greindust á árunum 1961-1976 var 25%, en lifun þeirra sem greindust 1977-1995 var 61% (p=0,13). í heild var fimm ára lifun 42%. Ályktun: Wilmsæxli eru sjaldgæf á Íslandi, en engu að síður er nýgengi í hærri kantinum sé miðað við nágrannalönd. Flestir greinast með langt genginn sjúkdóm (stig II og III) en þrátt fyrir það er lækning möguleg, jafnvel þó fjar-meinvörp séu einnig til staðar (stig IV). Á síðari hluta rannsóknartímabilsins var tilhneiging til bættra lífslíka, sennilega vegna breyttrar meðferðar

    Meðfædd vélindalokun á Íslandi 1963-2002

    No full text
    Objective: Oesophageal atresia is an congenital anomali with incidence of 1/3000-1/4500 live births. The results of reconstructive surgery has improved greatly, to 80-92% survival reported in the last two decades. The aim of this study was to determine the incidence of oesophageal atresia in Iceland and to evaluate the results of operations at the Department of Pediatric surgery at The Children's Hospital, Landspítal inn - University Hospital in Iceland. Material and methods: This retrospective study included all children diagnosed with oesophageal atresia in Iceland between 1963 and 2002. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, gestational age, the type of atresia and the presence of other congenital anomalies. The results of operation were determined including post operative complications. Information on life births in Iceland for the same period was gathered from the Icelandic National Register. Results: Thirtyseven children were diagnosed with oesophageal atresia in these 40 years. The average birth-weight was 2626g, including 14 children (38%) with low birth-weight (<2500g). Fifteen children (41%) were prematurely born (<38 weeks). Thirtyfour children (92%) had the most common type of oesophageal atresia with proximal blind loop and distal tracheooesophageal fistula. Thirtyfour children were operated on, including one in Denmark. Nine children died within 60 days after surgery. The most common cause of death was lung inflammation (n=7, 78%). The survival after surgery in Iceland was 73% in the study period. Other congenital defects were common in this patient group with congenital heart defects as the most common ones (n=12, 32%). The incidence decresead in the study period from 1/3737 in the first ten years to 1/10639 in the last decade, this did not reach statistical signifiquance. Conclusion: It is interesting to see this decrease in incidence in the study period and this is the lowest incidence known to us. The survival has improved from previous study but is however still lower compared to our neighbouring countries. Other congenital anomalies are common in this patient group

    Fremri hausrauf: gleiðeygð langnefja

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHeilahaull (encephalocele) eða heila- og heilahimnuhaull (meningoencephalocele) er útbungun á heila- og heilahimnuvef um gat eða glufu í hauskúpunni og kemur fyrir í um það bil einni af hverjum fimm þúsund fæðingum. Tilsvarandi útbungun á mænuhimnum og á mænuvef (myelomeningocele) er miklu algengari. Þannig greindi Matson frá 1390 tilvikum af þess háttar hryggraufum á móti 265 hausraufum á tuttugu ára tímabili. Af þessum hausraufum voru 196 á hnakka en 35 á ennis- og nefrótarsvæðinu (1). Í Austurlöndum fjær er þessu þó á annan veg farið þar sem gallinn virðist miklu algengari framantil en aftantil á höfði (2). Meðfædd hausrauf á ennis- og nefrótarsvæðinu veldur sérkennilegu útliti, þ.e. breiðri og langri nefrót með auknu bili milli augna. Mexíkaninn Ortiz Monasterio nefndi þetta fyrirbæri »long nose hyperteleorism« og hefur þessi nafngift haldist nokkuð (4). Það ber þó að hafa í huga að í raun er oftast um telecanthus (hliðrun augnkróka) að ræða en ekki eiginlegan hyperteleorismus (hliðrun augntótta). Þannig eru við hliðrun augnkróka hinir ytri veggir augntóttanna að kalla rétt staðsettir, en aðeins neflægu veggir augntóttanna staðsettir of fjarri miðlínu. Við venjulega augntóttahliðrun er nefið oftast mjög stutt og afmyndað, eða jafnvel ekkert nef. Horfur einstaklinga með rauf framantil á höfði eru alla jafna mjög góðar og miklu betri en þegar um hryggrauf er að ræða. Því veldur, að sá hluti heilans sem gallinn kann að taka til er tiltölulega þögull eða óvirkur hluti ennishjarna (lobus frontalis) og fórn þessa heilahluta veldur engum truflunum á taugakerfi. Vatnshaus er ekki algengur fylgikvilli, þar eð gallinn tekur ekki til bess hluta heilahimna sem máli skiptir fyrir eðlilega hringrás og frásog heilavökvans (3). Vandamál varðandi útlit geta hins vegar verið veruleg og einfalt brottnám heilahaulsins og lokun á heilahimnum sjaldan nægilegt til að fá viðunandi andlitsfall. Hér verður greint frá einu tilfelli fremri hausraufar sem hefur verið til meðferðar á Landspítalanum. Sökum þess hve þetta er sjaldgæft þykir rétt að rifja upp það helsta sem vitað er um myndun fyrirbærisins á fósturskeiði

    Oesophageal atresia in Iceland 1963-2002

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Oesophageal atresia is an congenital anomali with incidence of 1/3000-1/4500 live births. The results of reconstructive surgery has improved greatly, to 80-92% survival reported in the last two decades. The aim of this study was to determine the incidence of oesophageal atresia in Iceland and to evaluate the results of operations at the Department of Pediatric surgery at The Children¿s Hospital, Landspítal-inn - University Hospital in Iceland. Material and methods: This retrospective study included all children diagnosed with oesophageal atresia in Iceland between 1963 and 2002. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, gestational age, the type of atresia and the presence of other congenital anomalies. The results of operation were determined including post operative complications. Information on life births in Iceland for the same period was gathered from the Icelandic National Register. Results: Thirtyseven children were diagnosed with oesophageal atresia in these 40 years. The average birth-weight was 2626g, including 14 children (38%) with low birth-weight (<2500g). Fifteen children (41%) were prematurely born (<38 weeks). Thirtyfour children (92%) had the most common type of oesophageal atresia with proximal blind loop and distal tracheooesophageal fistula.Thirtyfourchildrenwereoperatedon,includingone in Denmark. Nine children died within 60 days after surgery. The most common cause of death was lung inflammation(n=7,78%).ThesurvivalaftersurgeryinIceland was 73% in the study period. Other congenital defects were common in this patient group with congenital heart defects as the most common ones (n=12, 32%). The incidence decresead in the study period from 1/3737 in the firsttenyearsto1/10639inthelastdecade, this did not reach statistical signifiquance. Conclusion: It is interesting to see this decrease in incidence in the study period and this is the lowest incidence known to us. The survival has improved from previous study but is however still lower compared to our neighbouring countries. Other congenital anomalies are common in this patient group.Inngangur: Meðfædd lokun á vélinda er sjaldgæfur galli með nýgengi um 1/3000-1/4500 fæddra barna. Meðferð gallans er skurðaðgerð. Árangur aðgerða fer batnandi og er lifun 80-92% síðustu tvo áratugi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi vélindalokunar á Íslandi og meta árangur aðgerða. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og upp­lýsingar fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem greind­­ust með meðfædda vélindalokun á Barnaspít­ala Hringsins 1963-2002. Fengnar voru upplýsingar með­al annars um meðgöngulengd, fæðingarþyngd, teg­­und galla og hvort aðrir fæðingargallar væru til staðar. Einnig var lagt mat á árangur aðgerða. Upp­lýsingar um fjölda lifandi fæddra á tímabilinu fengust frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: 37 börn greindust með meðfædda vél­inda­lokun á tímabilinu. Meðalfæðingarþyngd var 2626 grömm, þar af voru 14 börn (38%) léttburar (<2500 grömm). Fimmtán börn (41%) voru fyrirburar (<38 vikur). Þrjá­tíu og fjögur börn (92%) höfðu algengustu tegund vélindalokunar með blindan nærenda á vélinda og fistil milli fjærenda og barka. Þrjátíu og fjögur börn gengust undir aðgerð með lokun á fistli og sammynningu á vélinda, þar af eitt erlendis. Níu börn létust eft­ir vélindaaðgerð. Algengasta dánaror­sök var lungna­bólga (n=7, 78%). Lifun eftir aðgerð hérlendis var 73% á tímabilinu. Aðrir meðfæddir gallar voru al­geng­ir þar sem hjartagallar reyndust algengastir (n=12, 32%). Nýgengi sjúkdómsins fór lækkandi á tíma­bilinu, frá 1/3737 á fyrstu tíu árunum í 1/10639 á síðasta áratug sem er þó án tölfræðilegrar marktækni. Ályktanir: Athyglisvert er hversu nýgengi sjúkdómsins virðist hafa lækkað síðasta áratug og eru þetta lægstu tölur sem okkur er kunnugt um. Árangur aðgerða hefur batnað frá fyrri rannsókn en er þó heldur lakari en í nágrannalöndum okkar. Aðrir fæðingar­gallar eru algengir hjá þessum sjúklingahópi
    corecore