23 research outputs found

    Puberty in Icelandic boys

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn a crosssectional study, 2751 healthy Icelandic boys aged 6-16 years, were examined for physical signs of puberty. The study was performed in 1983-1987 and was a part of a larger crosssectional growth study of 5526 Icelandic children all of whom were examined by the authors. Testicular volume of 4 ml (T 4) was considered the first sign of puberty in boys. The mean age of Icelandic boys reaching T 4 was 11.89 years (SD 1.08). The mean time interval between T 4 and T 12 was 2.21 years. The first signs of pubic hair growth, Tanner stage 2 (PH 2), were found at 12.74 years (SD 1.37). The mean time interval between PH 2 and PH 5 was 2.43 years. Even though comparison with studies from other countries is difficult because of different methods and different study design, we find that the timing and tempo of puberty in Icelandic boys is similar to what has been reported from other Nordic countries and countries in Western-Europe.Gerð var þverskurðarrannsókn á ytri kynþroskaeinkennum hjá 2751 heilbrigðum íslenskum dreng á aldrinum 6-16 ára. Rannsóknin var hluti af stærri rannsókn sem fór fram á árabilinu 1983-1987 en þar var meðal annars mæld hæð, bæði sitjandi og standandi, þyngd og húðfita. Alls tóku 5526 börn og unglingar þátt í rannsókninni, og var það meira en 95% af upprunalegum úrtakshópi. Fyrstu einkenni kynþroska drengja eru talin þegar eistu ná 4 ml rúmmáls (T 4). Meðalaldur íslenskra drengja við upphaf kynþroska var 11,89 ár, staðalfrávik (standard deviation) 1,08 ár. Tímalengd sem tekur eistun að vaxa úr 4 ml í 12 ml (T 4 -T 12) var 2,21 ár. Fyrsti vöxtur kynhára (PH 2) fannst að meðaltali við 12,74 ár, staðalfrávik 1,37 ár. Tímalengd milli PH 2 og PH 5, þegar fullum þroska kynhára var náð, var að meðaltali 2,43 ár. Niðurstöður benda til að kynþroski íslenskra pilta fylgi svipuðu ferli og hjá piltum á Norðurlöndum og meginlandi Vestur-Evrópu. Samanburður við erlendar rannsóknir er hins vegar að mörgu leyti erfiður vegna ólíkra rannsóknaraðferða

    Puberty in Icelandic girls

    Get PDF
    To access publisher full text version of this article. Please click on the hyperlink in Additional Links fieldIn a crosssectional study, 2775 healthy Icelandic girls, aged 6-16 years, were examined for physical signs of puberty. The study was performed in 1983-1987 and was a part of a larger crosssectional study of growth and development of 5526 Icelandic children all of whom were examined by the authors. Breast development stage 2 according to Tanner (B 2) was considered the first sign of puberty in girls. The mean age of Icelandic girls reaching B 2 was 10.84 years (SD 1.43). The mean time interval between B 2 and menarche was 2.42 years. The first signs of pubic hair growth, Tanner stage 2 (PH 2) were found at 11.46 years (SD 1.25). The mean time interval between PH 2 and PH 5 was 3.40 years. Comparison with studies from other countries is difficult because of different methods and different study designs, but the timing and tempo of puberty in Icelandic girls seems to be similar to what has been reported from other Nordic countries and countries in Western-Europe.Lýst er þverskurðarrannsókn (crosssectional) á kynþroska íslenskra stúlkna. Rannsóknin var hluti af stórri þverskurðarrannsókn á vexti og þroska íslenskra barna á aldrinum 6-16 ára. Í rannsókninni, sem fór fram á árunum 1983-1987, tók þátt alls 2751 drengur og 2775 stúlkur, eða samtals 5526 börn og unglingar. Allar mælingar og líkamsskoðun barnanna voru framkvæmdar af höfundum greinarinnar. Þroski brjósta og kynhára var stiggreindur samkvæmt aðferð Tanners (B 1-5 og PH 1-5). Til að kanna aldur við fyrstu tíðablæðingar (menarche) voru stúlkurnar spurðar hvort þær hefðu haft blæðingar. Svarið var skráð já eða nei. Meðalaldur stúlkna við upphaf brjóstaþroska (B 2) var 10,84 (staðalfrávik 1,43) ár og við fyrsta mælanlegan kynháravöxt (PH 2) 11,46 (staðalfrávik 1,25) ár. Meðalaldur stúlkna við fyrstu tíðablæðingar var 13,26 (staðalfrávik 1,15) ár. Þroski íslenskra stúlkna fylgir svipuðu ferli og lýst hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Hins vegar virðist tímabilið 2,42 ár frá fyrstu einkennum kynþroska stúlkna (B 2) að fyrstu tíðablæðingum vera tiltölulega langt, borið saman við niðurstöður erlendra rannsókna

    Height and weight of Icelandic children 6-20 years of age

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Monitoring growth rate in children reflects the state of health and nutrition of the individual as well as the state of health of a nation. Until now little information has been available about the growth pattern of Icelandic children. We report here the results of a nationwide cross-sectional study of growth in Icelandic children aged 6-20 years. Material and methods: Height, standing and sitting and weight were measured in a total of 6500 schoolchildren, 3173 girls and 3327 boys. The measurements were performed 1983-1987. Children were randomly selected from The National Registry according to date of birth from both urban and rural areas of the whole country of Iceland. Stature was measured by a Harpenden stadiometer and the children were weighed in underwear only using a standardized scale. Results: The mean values and standard deviations for height, standing and sitting and weight are presented in tables. Growth charts for height weigt and sitting height are presented. No difference in height and weight was found between children from rural and urban areas. The results show that the growth of Icelandic children is in all age groups almost identical to the growth of Norwegian children. Compaired to other Nordic and WHO growth standards, Icelandic children are tall, especially during early pubertal development. Conclusions: Icelandic children are tall and the growth of Icelandic and Norwegian children follows the same pattern wich supports the theory that the two nations are closely related.Inngangur: Rannsóknir á vexti barna og unglinga gefa verðmætar upplýsingar um heilsufar, næringarástand og almenna velmegun, bæði einstaklinga og heilla þjóða. Óhætt er að fullyrða að vaxtarferill er einn besti mælikvarði sem völ er á til að fylgjast með almennu heilsufari og heilbrigði barna. Til þessa hafa ekki verið gerðar staðlaðar rannsóknir á vexti og þroska íslenskra barna. Hér eru birtar niðurstöður rannsóknar á hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga á aldrinum 6-20 ára, en rannsóknin er hluti af stórri þverskurðarrannsókn á vexti, þroska og næringarástandi íslenskra ungmenna. Efniviður og aðferðir: Hæð, sethæð og þyngd var mæld hjá alls 6500 skólabörnum, 3173 stúlkum og 3327 piltum á árabilinu 1983-1987. Börnin voru valin samkvæmt fæðingardegi úr þjóðskrá, bæði af höfuðborgarsvæðinu og úr ýmsum grunn- og framhaldsskólum í öllum landsfjórðungum. Hæð barnanna var mæld sitjandi og standandi með Harpenden stadiometer og þau vegin léttklædd með löggiltri reisluvog. Niðurstöður: Meðalgildi og staðalfrávik fyrir hæð, sethæð og þyngd eru gefin upp í töflum. Birt eru vaxtarlínurit fyrir hæð, þyngd og sethæð. Ekki fannst marktækur munur á hæð eða þyngd barna í þéttbýli og dreifbýli. Rannsóknin leiddi í ljós að vöxtur íslenskra barna er á öllum aldursskeiðum nánast eins og vöxtur norskra barna. Samanborið við aðra norræna vaxtarstaðla, og staðla Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, eru íslensk börn hávaxin, einkum í byrjun kynþroskaskeiðs. Ályktanir: Íslensk börn eru hávaxin og vöxtur íslenskra barna fylgir nánast sama ferli og vöxtur norskra barna og samræmist það nánum skyldleika þjóðanna

    Viral hepatitis B and C among immigrants in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Viral hepatitis B and C are a major health problem worldwide. The prevalence of these diseases varies throughout the world. In Iceland, the incidence of hepatitis B and C has increased in recent years. At the same time, the number of immigrants from countries where viral hepatitis is endemic, has also increased. The aim of this study was to investigate the epidemiology of hepatitis B and C among immigrants in Iceland. MATERIAL AND METHODS: Immigrants from outside the European Economic Area (EEA) were screened for hepatitis B and C. Medical records for the years 2000-2002 were reviewed for country of origin, viral serology and liver transaminases. Information was gathered from the State Epidemiologist's central registry of notifiable diseases and from the Icelandic Directorate of Immigration on the number of residence permits issued. RESULTS: 70% of all immigrants from countries outside the EEA during the study period were included in the study. Blood samples were obtained from 2946 immigrants. 83 (2.8%) had hepatitis B and 24 (0.8%) had hepatitis C. Prevalence of hepatitis B was highest among immigrants from Africa,11/171 (6.4%; 95% CI: 3.3-11.2%) and hepatitis C among immigrants from Eastern Europe, 16/1502 (1.1%; 95% CI: 0.6-1.7%). 482 (16%) had serological markers of previous hepatitis B infection. Of all registered cases of hepatitis B, immigrants were 56% and of hepatitis C 10%. CONCLUSIONS: 1. Majority of those diagnosed with hepatitis B during the study period were immigrants. 2. Among immigrants, hepatitis B was more prevalent than hepatitis C. 3) The high prevalence of hepatitis B justifies screening for the disease in this population.Inngangur: Lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi þessara sjúkdóma er mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi hefur nýgengi lifrarbólgu B og C aukist á undanförnum árum. Jafnframt hefur fjöldi innflytjenda, meðal annars frá löndum þar sem veirulifrarbólga er landlæg, aukist verulega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði lifrarbólgu B og C hjá innflytjendum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru móttökuskrár lungna- og berklavarnadeildar Heilsu-verndarstöðvar Reykjavíkur og göngudeildar smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins tímabilið 2000-2002 en á þessar deildir var flestum innflytjendum frá löndum utan EES vísað til skoðunar. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám göngudeilda Landspítala. Athugað var upprunaland og niðurstöður veirurannsókna og lifrarprófa. Einnig var aflað upplýsinga úr smitsjúkdómaskrá sóttvarnarlæknis og hjá Útlendingaeftirliti um fjölda útgefinna dvalarleyfa. Niðurstöður: Rannsóknin tók til um 70% innflytjenda frá löndum utan EES sem fengu dvalarleyfi á tímabilinu. Blóðsýni var tekið úr 2946 einstaklingum. Greindust 83 (2,8%) með lifrarbólgu B og 24 (0,8%) með lifrarbólgu C. Algengi lifrarbólgu B var hæst hjá innflytjendum frá Afríku 11/171 (6,4%; 95% CI: 3,3-11,2%) og lifrarbólgu C hjá innflytjendum frá Austur-Evrópu 16/1502 (1,1%; 95% CI: 0,6-1,7%) en 482 (16%) höfðu merki um fyrri sýkingu af völdum lifrarbólgu B. Af öllum tilkynntum tilfellum af lifrarbólgu B voru innflytjendur 56% og af lifrarbólgu C 10%. Ályktanir: 1. Meirihluti þeirra sem greindust á tímabilinu með lifrarbólgu B hér á landi voru innflytjendur. 2. Lifrarbólga B var algengari hjá innflytjendum en lifrarbólga C. 3. Algengi lifrarbólgu B réttlætir áframhaldandi skimun hjá innflytjendum enda er hægt að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins með bólusetningum

    Carriage of group B beta-haemolytic streptococci among pregnant women in Iceland and colonisation of their newborn infants

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To determine the carrier rate of group B beta-haemolytic streptococci (GBS) of pregnant women in Iceland and the colonisation of their newborns. Material and methods: A prospective study was conducted from October 1994 until October 1997, where culture specimens for GBS were taken from vagina and rectum of pregnant women attending the prenatal clinics at the Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital and the Reykjavik Health Centre. The samples were taken at 23 and 36 weeks gestation and at delivery. Culture samples were also taken from axilla, umbilical area and pharynx of their newborn infants immediately after birth. Included in the study were pregnant women born on every fourth day of each month. Carrier state was not treated during pregnancy, but Penicillin G was given i.v. at delivery if the last culture before delivery was positive and gestational age was 12 hours before delivery or the mother had a fever >38 degrees C. Results: Cultures were taken from 280 women and their children. GBS carrier rate of pregnant women in Iceland was 24.3%. Twelve newborns had GBS positive cultures. No newborn had a confirmed septicemia. Cultures from 25% of newborns, who s mothers were still GBS carriers at birth, were positive for GBS. Positive predictive value of cultures taken at 23 weeks gestation was 64% and 78% at 36 weeks. Negative predictive value was 95% and 99% respectively. Conclusion: One out of every four pregnant women in Iceland is a GBS carrier. Twentyfive percent of newborns become colonised with GBS if the mother is a GBS carrier at delivery. When screening for GBS carrier state is done cultures from both vagina and rectum is more sensitive than cultures from vagina only. At least five percent of all newborns in Iceland are therefore expected to have positive skin cultures at birth. If the mother does not have positive GBS cultures during pregnancy, the likelihood that she will give birth to a GBS colonised child is almost none.Inngangur: Blóðsýkingar hjá nýburum eru enn alvarlegt sjúkdómsástand með hárri dánartíðni. Í rannsókn á faraldsfræði blóðsýkinga meðal nýbura á Íslandi á árunum 1976 til 1995 voru blóðsýkingar staðfestar hjá tveimur af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum og dánartíðni var 17%. Nýgengi blóðsýkinga af völdum b-hemólýtískra streptókokka af flokki B (GBS) fór verulega vaxandi á rannsóknartímabilinu og var orðið 0,9/1000 á síðustu fimm árunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna beratíðni GBS meðal þungaðra kvenna á Íslandi og smitun nýbura í fæðingu þess vegna. Efniviður og aðferðir: Gerð var framsýn rannsókn þar sem tekin voru strok frá neðri hluta legganga og endaþarmi þungaðra kvenna á 23. og 36. viku meðgöngu svo og í fæðingu. Einnig voru tekin strok frá holhönd, nafla og koki nýburanna þegar eftir fæðingu. Úrtakið voru þungaðar konur sem fæddar voru fjórða hvern dag hvers mánaðar og komu til mæðraeftirlits á Kvennadeild Landspítalans eða Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á tímabilinu frá október 1994 til október 1997. Ekki voru gefin sýklalyf til að uppræta berastig á meðgöngu, en hins vegar var Penisillín G gefið í æð í fæðingunni ef síðasta ræktun fyrir fæðingu var jákvæð fyrir GBS og jafnframt einu eða fleiri af eftirtöldum skilyrðum fullnægt: Meðgöngulengd 12 klukkustundum fyrir fæðingu eða hiti >38°C. Niðurstöður: Sýni voru tekin frá 280 konum. Beratíðni þungaðra kvenna hérlendis reyndist vera 24,3%. Tólf börn reyndust hafa GBS í ræktunarsýnum sem tekin voru þegar eftir fæðingu. Ekkert barn í rannsókninni fékk staðfesta blóðsýkingu. Fjórðungur (25%) barna þeirra kvenna, sem enn voru GBS berar í fæðingunni, smitaðist. Jákvætt forspárgildi GBS sýnatöku við 23 vikna meðgöngu er 64% en 78% við 36 vikna meðgöngu. Neikvætt forspárgildi er samsvarandi 95% og 99%. Ályktun: Fjórðungur þungaðra kvenna á Íslandi ber GBS í leggöngum eða endaþarmi. Tuttugu og fimm prósent barna þeirra smitast af sýklinum við fæðingu. Þannig má reikna með að 5% allra nýbura á Íslandi á umræddu tímabili hafi smitast af GBS við fæðingu. Ef verðandi móðir er ekki GBS beri samkvæmt ræktunum frá leggöngum og endaþarmi á meðgöngunni, eru hverfandi líkur á að barn hennar smitist af GBS í fæðingunni

    The efficacy of high frequency ventilation in severe neonatal respiratory failure

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: To evaluate the efficacy of high frequency ventilation (HFV) in infants failing conventional ventilator therapy at our institution. STUDY GROUP AND METHODS: Medical records of all infants managed on HFV after having failed conventional ventilator management from 1994-2004 were reviewed. Ventilatory settings, blood gases and pH just prior to starting HFV, and two and four hours after starting HFV were recorded. RESULTS: Sixty one infants met the study criteria. At two hours of HFV there was a significant improvement in oxygenation (Alveolar to arterial oxygen tension difference), ventilation and acid-base balance. These values were not significantly different between two and four hours of HFV. There was no significant difference in oxygenation between survivors (n=41) and non-survivors (n=20) prior to HFV, but after two hours of HFV the survivors had significant improvement in oxygenation. Thirty one of the survivors had improved oxygenation at two and four hours of HFV, but only eight of the nonsurvivors (p=0.03). CONCLUSIONS: HFV results in significant improvements in oxygenation, ventilation and acid-base balance in most infants failing conventional ventilatory management. The immediate response to HFV may be a predictor of survival in infants with severe hypoxic respiratory failure.Tilgangur rannsóknar: Kanna árangur meðferðar með hátíðniöndunarvél (HTÖ) hjá nýburum með alvarlega öndunarbilun. Tilfelli og aðferðir: Afturvirk rannsókn sem tók til tímabilsins 1994 til 2004. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám barnanna. Í rannsókninni voru eingöngu börn þar sem meðferð með hefðbundinni öndunarvél hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Blóðildun, loftun og sýru-basavægi voru metin rétt áður en HTÖ meðferðin var hafin, tveimur og fjórum klukkustundum eftir að hún hófst. Niðurstöður: Sextíu og einn nýburi uppfyllti þátttökuskilyrði. Eftir tvær klukkustundir á HTÖ var blóðildun (A-a pO2 mismunur), loftun og sýru- og basavægi marktækt betra en fyrir meðferð með HTÖ. Ekki reyndist marktækur munur á mæl­ingunum við tvær og fjórar klukkustundir. Fyrir meðferð með HTÖ var blóðildun þeirra sem lifðu (41 barn) og þeirra sem létust (20 börn) svipuð, en eftir tvær klukkustundir á HTÖ var hópurinn sem lifði með marktækt betri blóðildun. Þrjátíu og eitt barn af þeim sem lifðu höfðu betri blóðildun eftir að HTÖ meðferð var hafin, en aðeins átta af þeim sem létust (p=0,03). Ályktun: Meðferð með HTÖ bætir blóðildun, loftun og sýru-basavægi flestra nýbura með alvarlegan lungnasjúkdóm þegar meðferð með hefðbundinni öndunarvél ber ekki tilætlaðan árangur. Svörun við meðferð með HTÖ hefur visst forspárgildi um horfur nýbura með alvarlega öndunarbilun

    Hyponatremia in very low birth weight infants

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAIM: Hyponatremia can potentially have serious effects in the premature infant, Therefore, it is important to recognize its causes and prevent it if possible. The aim of this study was to evaluate the causes of hyponatremia in very low birth weight (VLBW) infants cared for at the Neonatal Intensive Care Unit (NICU) of Children's Hospital Iceland. SUBJECTS AND METHODS: Retrospective descriptive study of 20 VLBW infants at the NICU of Children's Hospital Iceland, born after <30 weeks gestation with birth weight of < or =1250 g. Information was obtained on fluid administration, weight loss, sodium administration and serum sodium concentrations during their first ten days of life. RESULTS: The median gestational age was 27 weeks (24-29 weeks) and the median birth weight was 905 g (620-1250 g). A negative correlation was found between birth weight and the amount of fluids given (R2=-0.42; p=0.002). The median weight loss was 10.6% (3.1-29.5%). A positive correlation was found between weight loss and the amount of fluids the infants received (R2=0.76; p<0.001). The amount of sodium given was on the average 5.7+3.1 mmól/kg/24 hours. The median serum sodium concentration was 137 mmól/L (127-150 mmól/L). A negative correlation was found between the amount of sodium given and serum sodium concentrations (R2=-0.42; p<0.001). There was no correlation between the amount of fluids given and serum sodium concentrations (R2=0.006; p=0.7). A negative correlation was found between birth weight and serum sodium concentrations (R2=-0.24; p=0.027). CONCLUSION: High sodium requirements in VLBW infants at our hospital suggests that their hyponatremia is mainly due to the immaturity of their kidneys, which is known to result in excessive loss of sodium in the urine.Markmið: Lág þéttni natríums í sermi fyrirbura getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Því er mikilvægt að þekkja orsakir þessa vandamáls og fyrirbyggja það ef unnt er. Markmið rannsóknarinnar var að kanna orsakir lágrar þéttni natríums í sermi minnstu fyrirburanna á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Tilfelli og aðferðir: Afturskyggn lýsandi rannsókn á 20 fyrirburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins sem fæddust eftir <30 vikna meðgöngu og með fæðingarþyngd <1250g. Upplýsingum var safnað um vökvagjöf, þyngd, natríumgjöf og þéttni natríums í blóði þeirra fyrstu 10 dagana eftir fæðingu. Niðurstöður: Miðgildi meðgöngulengdar barnanna var 27 vikur (24-29 vikur) og miðgildi fæðingarþyngdar þeirra var 905g (620-1250g). Neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og vökvamagns sem gefið var (R2=-0,42; p=0,002). Miðgildi þyngdartaps var 10,6% (3,1-29,5%). Jákvæð fylgni var milli þyngdartaps og vökvagjafar barnanna (R2=0,76; p<0,001). Natríumgjöf var að meðaltali 5,7+3,1 mmól/kg/sólarhring. Miðgildi þéttni natríums í sermi allra barnanna var 137 mmól/L (127-150 mmól/L). Neikvæð fylgni var milli natríumgjafar og þéttni natríums í sermi (R2=-0,42; p<0,001). Ekki var marktæk fylgni milli vökvagjafar og þéttni natríums í sermi (R2=0,006; p=0,7). Neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og natríumgjafar (R2=-0,24; p=0,027). Ályktun: Mikil natríumþörf minnstu fyrirburanna bendir til þess að lág þéttni natríums í sermi þeirra sé einkum vegna vanþroska nýrna þeirra, sem þekkt er að valda auknu tapi á natríum með þvagi

    Telemedicine consultations in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: A Telemedicine project was initiated to evaluate the usefulness of medical teleconsultations in Iceland and to gain experience for further planning of Telemedicine in the country. MATERIAL AND METHODS: The consultations were based on videoconference and store and forward method. Electronic stethoscope, spirometry, otoendoscope and digital pictures were used along with conventional videoconsultations. Doctors in six specialties in Landspitali University Hospital and one in private practice and Primary Care Physicians from five Health Care Centers in Iceland participated in the project. RESULTS: The results show that the Telemedicine consultations is practical and can be very useful. The doctors were content with the use of Telemedicine and the patients were pleased with the technique and the consults in general. All patients for example said that the consultation was just as or even better as if the specialist was in the room in person. The use of Telemedicine was helpful in almost all of the cases. Attention must be paid to organization of the consultations, payment, technical details and knowledge. CONCLUSION: Telemedicine have a role for Icelandic healthcare and may prove to be very useful. There are a number of factors who need preparation before the implementation of a Telemedicine service.Tilgangur: Að meta hvernig nota megi fjarlækningar við samráð (consultation) lækna á Íslandi og safna reynslu fyrir framtíðarskipulagningu fjarlækninga í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Samráð voru tvíþætt, annars vegar með fjarfundabúnaði (videoconference) og hins vegar með rafrænum sendingum (store and forward) þar sem notuð voru gögn úr rafrænni hlustpípu, öndunarmæli (spírómetría) og stafrænni myndavél. Auk þess var notuð eyrnaholsjá (otoendóskóp) á fjarfundum. Sérgreinalæknar sex sérgreina, það er í barnalækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum, hjartalækningum, húðlækningum, lungnalækningum og skurðlækningum, voru ráðgefandi fyrir heimilislækna á fimm heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið. Læknarnir störfuðu á Landspítala, einkarekinni læknamóttöku og heilsugæslustöðvunum á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Kópaskeri, Patreksfirði og í Reykjavík. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að fjarlækningaþjónusta eins og veitt var í verkefninu gegnir hlutverki sínu ágætlega og getur verið mjög gagnleg. Almenn ánægja var meðal sjúklinga og lækna með fjarlækningarnar. Til dæmis töldu allir sjúklingar sem tóku þátt í fjarlækningum með fjarfundabúnaði að læknisviðtalið gagnaðist svipað og jafnvel betur en ef sérgreinalæknirinn hefði verið til staðar í eigin persónu. Fram kom að til að ná fram hámarks gagnsemi fjarlækninga þarf skipulag samráða að vera gott, greiða þarf fyrir þessa vinnu og einnig þarf tækni og tækniþekking að vera til staðar. Ályktun: Fjarlækningar eiga erindi inn í íslenskt heilbrigðiskerfi og geta verið til mikils gagns. Að mörgum þáttum þarf að huga varðandi uppbyggingu og skipulagningu fjarlækningaþjónustu

    Landhelgi eða landauðn. Útfærsla íslenskrar landhelgi í fjórar mílur

    No full text
    Í þessari ritgerð er reynt að varpa skýrara ljósi á deiluna með því að fjalla um framkvæmd útfærslu landhelginnar í fjórar mílurog setja hana í sögulegt samhengi landhelgismála á alþjóðavettvangi með því að skoða meðal annars dóm alþjóðadómstólsins í Haag í deilu Norðmanna og Breta. Tekin verða fyrir viðhorf breskra hagsmunaaðila sem komu fram í breskum fjölmiðlum og viðbrögð þeirra við stækkun landhelginnar. Þá er ætlunin að komast að því hvers vegna ráðist var í þessa útfærslu, hvaða afleiðingar löndunarbannið, sem sett var á íslensk fiskiskip í Bretlandi, hafði á fiskútflutning Íslendinga og hvers vegna breskir hagsmunaaðilar brugðust svona hart við. Farið verður yfir sögulegan aðdraganda málsins, landhelgissamningin við Breta frá 1901 og þær afleiðingar sem hann hafði, áætlanir um friðun Faxaflóa og hvers vegna þær fóru út um þúfur og landgrunnslögin frá 1948 sem urðu grunnur reglugerðanna um friðunarsvæði úti fyrir Norðurlandi og útfærsluna í fjórar mílur. Þessir viðburðir mörkuðu mjög viðhorf manna og aðgerðir þegar kom að útfærslu landhelginnar. Loks verður farið yfir deilurnar við Breta, löndunarbann togaraeigenda í Bretlandi og tilraunir íslenskra aðila til að rjúfa það, samningaviðræður og lausn deilunnar

    Perinatal death classification in Iceland 1994-1998

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To analyse perinatal deaths in Iceland (>22 weeks or 500 g) over a five year period by a new Nordic classification. Material and methods: Medical records for all cases of perinatal death in Iceland from 1994-1998 were analysed. A classification focussing on potential avoidability from a health service perspective was used to identify major groups and areas for improvement. The classification is based on the following variables: time of death in relation to admission and delivery, fetal malformation, gestational age, growth-retardation and Apgar score at five minutes. Results: One hundred and fifty-eight perinatal deaths occurrecl. Of these 103 (65%) were stillborn babies and 55 were early neonatal deaths. The cumulative perinatal mortality rate (PNMR) was 7.3/1000 births for the period and all perinatal deaths, but using a cut-off point >28 weeks or 1000 g this was lower, 5.1/1000. Potentially avoidable groups accounted for 12% of the perinatal deaths, i.e. growthretarded singletons after >28 weeks and intrapartum deaths after >28 weeks. Almost half of the perinatal deaths (41.1%) could probably not be prevented with present methods in perinatal care. These included intrauterine deaths of non-growth retarded singletons after 28 weeks (27.8%) and intrauterine deaths be-fore 28 weeks, still considered miscarriages in some countries (13.3%). Two-thirds of the early neonatal. Conclusions: The Nordic classification used gave a good picture of the causes of avoidable and unavoidable perinatal deaths and may facilitate comparison between populations and periods.Tilgangur: Að flokka og lýsa öllum tilvikum burðarmálsdauða á íslandi (meðganga 22 vikur eða lengri eða fæðingarþyngd yfir 500 g) á fimm ára tímabili með nýrri samnorrænni aðferð. Efniviður og aðferðir: Fæðingarskráningin, mæðraskrár, sjúkraskrár og önnur gögn voru notuð til að finna öll tilvik burðarmálsdauða (perinatal mortality) fyrir árin 1994-1998 á íslandi. Samnorræn flokkun sem byggði á því að hugsanlega mætti hafa varnað dauðsfallinu með bættu eftirliti eða öðrum aðgerðum, var notuð til að skilgreina meginhópa dauðsfalla. Flokkunin byggir á eftirfarandi breytum: dánartíma barnsins fyrir, í eða eftir fæðingu, fósturgöllum, meðgöngulengd, vaxtarseinkun og Apgar stigum við fimm mínútna aldur barns. Niðurstöður: Eitt hundrað fimmtíu og átta börn dóu á burðarmálstíma. Af þeim voru 103 (65%) fædd andvana og 55 létust á fyrstu viku eftir fæðingu. Burðarmálsdauðatíðni (perinatal mortality rate) var 7,3 á 1000 fæðingar þegar allar fæðingar voru taldar, en ef miðað var við meðgöngulengd 28 vikur eða meira eða 1000 g fæðingarþyngd var talan 5,1 á 1000. Hópar þar sem hugsanlega mátti varna dauðsfalli voru 12%, einkum vaxtarseinkaðir einburar þar sem meðganga var 28 vikur eða lengri og dauðsföll í fæðingu eftir 28 vikna meðgöngu. Hjá 41,1% barnanna var talið að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauðsfall með þeim aðferðum sem nú eru tiltækar í mæðravernd og við umönnun nýbura. Meðal þeirra voru einkum andvana fæðingar barna sem ekki voru vaxtarskert og meðganga hafði staðið í 28 vikur eða lengur (27,8%) og fósturdauði við meðgöngu skemmri en 28 vikur (13,3%)- Um 2/3 barnanna (18,3% af öllum dauðsföllum) fæddust löngu fyrir tímann (örburar; meðganga skemmri en 28 vikur). Ályktanir: Norræna flokkunin gaf góða mynd af dauðsföllum þar sem bæði fundust þættir sem hugsanlega gátu haft áhrif á útkomu þungunar og tilvik þar sem ekkert varð að gert. Flokkunin getur auðveldað samanburð milli landa og tímabila
    corecore