4 research outputs found

    Hirsla, varðveislusafn LSH

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAðal markmið með Hirslunni er að vista, varðveita og miðla útgefnu vísindaefni og fræðsluefni sem starfsmenn LSH hafa unnið og gera það aðgengilegt á heimsvísu í opnum aðgangi (e. open access). Háskólar og aðrar rannsóknastofnanir víða um heim hafa sett á stofn slík rafræn varðveislusöfn (e. open repositories). Helsti hvatinn að stofnun varðveislusafna er síaukin rafræn útgáfa fagtímarita sem kallar á lausnir varðandi örugga varðveislu vísindaniðurstaðna. Ennfremur gera ýmsir alþjóðlegir styrktarsjóðir kröfu um að niðurstöður rannsókna sem þeir hafa veitt fé til séu birtar í opnum aðgangi. Þá er ótalin sú þróun sem orðið hefur á alþjóðlegum útgáfumarkaði vísindatímarita að þau ganga kaupum og sölum á markaði sem getur þýtt að bókasöfn þurfa að kaupa aftur aðgang að tímaritum sem þau höfðu í áskrift áður. Opin rafræn varðveislusöfn eru svar bókasafna, háskóla og rannsóknastofnana um allan heim við þessari þróun

    Scientific output of Landspítali University Hospital

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: The study describes an assessment of scientific activity in Landspítali University Hospital for the period 1999-2003. Methods: Bibliometrical methods were used to assess the quantity and quality of the scientific output for Iceland and the three main institutions active in medical sciences, Landspítali University Hospital, (LUH), deCODE genetics (dCg) and the Icelandic Heart Association (IHS). All papers registered in the International Scientific Information (ISI) database with an author affiliated with these institutions were counted and classified. The number of citations were counted in Science Citation Index (SCI). Results: ISI publications for Iceland 1999-2003 were 2094, thereof 517 (25%) from LSH, 102 (5%) from dCg and 35 (1,7%) from IHS. Medical sciences accounted for 147 (33%) of the total in 2001. During the period 1981-2003 the total output of papers from Iceland increased from 0,01 to 0,07% and the total number of citations from 0,01 to 0,09% of the total world production. During the period 1994-98 papers from clinical medicine in Iceland were ranked 1st in the world with 6,7 mean citations when the world mean was 4,1. Molecular biology and genetics were ranked 10th. Conclusion: The assessment shows that the LUH is a leading knowledge institution in Iceland. The international comparision shows that Iceland is among the top 10 nations in quantity and quality of medical research.Inngangur: Rannsóknin lýsir úttekt á vísindavirkni á Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003 og samanburði við innlendar stofnanir, faggreinar og önnur lönd. Aðferðir: Notaðar voru bókfræðimælingar (biblio­graphic methods) til að meta magn og gæði nýrrar þekkingar. Skráður var fjöldi greina sem birtist í tíma­ritum skráðum á Institute of Scientific Informa­tion (ISI) gagnagrunninum og fjöldi tilvitnana í grein­ar talinn í gagnagrunninn Science Citation Index. Könnunin var gerð fyrir Land­spítala, Íslenska erfða­greiningu (ÍE) og Hjartavernd. Niðurstöður: Innlendur ISI samanburður: Landsframleiðsla á ISI greinum 1999-2003 var 2094, 517 (25%) voru frá Landspítala, 102 (5%) frá ÍE og 35 (1,7%) frá Hjartavernd. Samanburður á fagsviðum sýnir að heilbrigðis- og læknisfræði hefur afgerandi forystu með 147 greinar. Landspítali stóð að 70% greina um heilbrigðis- og læknisfræði 2001. Erlendur ISI samanburður: Fjöldi ISI greina í klínískri læknisfræði miðað við fólksfjölda árið 1998 er langt yfir meðaltal 22 OECD-landa og sama gildir um erfðafræði og sameindalíffræði. Tilvitnanir: Könnun fyrir tímabilið 1994-98 sýndi að klínísk læknisfræði er í fyrsta sæti á heimslista með að meðaltali 6,7 tilvitnanir í hverja grein en heimsmeðaltal er 4,1. Sameindalíffræði og erfðafræði er í 10. sæti á heimslista. Gerð var könnun á fjölda tilvitnana hjá 134 vísindamönnum á Landspítala og höfðu fjórtán vísindamenn yfir 1000 tilvitnanir og þar af tveir yfir 5000. Allar tilvitnanir voru taldar óháð höfundaröð. Ályktun: Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Landspítala stendur vel bæði hvað varðar magn og gæði og spítalinn er öflugt þekkingarfyrirtæki. Klínískar rannsóknir eru í fyrsta sæti á heimsvísu og byggist það á einstökum efnivið til rannsókna

    The value of data lies in it's use. Open access to research data: Which tools of government are suitable?

    No full text
    Á undanförnum árum hefur hugmyndafræði opinna vísinda orðið æ meira áberandi í vísindaheiminum. Opin vísindi fela í sér að bæði rannsóknargögn og niðurstöður rannsókna skuli vera opin öllum sem áhuga hafa. Í þessari ritgerð er fjallað um opinn aðgang að rannsóknargögnum sem verða til í rannsóknum sem kostaðar eru af opinberu fé. Megintilgangurinn er að varpa ljósi á hvaða stjórntæki hins opinbera geta hentað til að koma á slíkum aðgangi. Í ritgerðinni er fjallað um þróun og stöðu opins aðgangs að rannsóknargögnum á vettvangi ESB, OECD og LERU, Samtaka evrópskra rannsóknaháskóla. Þá er sérstaklega skoðað hvernig þeim málum er háttað meðal nágrannaþjóða. Enn fremur er leitast við að varpa ljósi á viðhorf vísindamanna, innan¬lands og utan, til hug¬myndarinnar. Gagnaöflun fór annars vegar fram á vefsvæðum viðkomandi samtaka og stofnana sem og í gagnagrunnum, s.s. Web of Science, og hins vegar voru tekin viðtöl við íslenskt vísindafólk og fulltrúa úr stjórnsýslu rannsókna hérlendis. Skoðuð voru þau stjórntæki sem stjórnvöld hafa yfir að ráða til að koma markmiðum um opinn aðgang að rannsóknargögnum í framkvæmd. Rök eru færð fyrir þvi að styrkir og þjónustusamningar séu best til þess fallnir. Lagt er til að stjórnvöld setji tilmæli um opinn aðgang að rannsóknargögnum inn í skilmála styrkja sem og kröfu um gagnastýringaráætlun. Einnig er lagt til að hafinn verði undirbúningur að stofnun íslensks varðveislusafns fyrir rannsóknargögn sem hafa sérstakt gildi fyrir íslenska menningu og samfélag.In recent years the ideology of open science has become increasingly prominent within the international science community. Open Science encompasses access to research data as well as research output. The topic of this thesis is open access to data from publicly funded research. It‘s main focus is on which tools of government are best suited to bring about such access. This thesis studies the development towards open access to research data within EU, OECD and LERU, the League of European Research Universities. The state of affairs in neighbouring countries is examined along with the views of scientists, domestic as well as international, towards open access to data. Data was gathered at official websites as well as in databases such as Web of Science. Icelandic researchers, purposively sampled, and officials from universities and funders were interviewed. The tools of government available for achieving the goal of open access to research data are examined. It is argued that the most suitable tools are grants and purchase of service contracts. A suggestion is made that grant terms should state that open access to data is recommended by the funders. In addition it is proposed that data management plans should be required and turned in. Lastly it is recommended that planning should start for an Icelandic repository for data considered important to Icelandic society and culture

    Scientific output of Landspítali University Hospital

    No full text
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: The study describes an assessment of scientific activity in Landspítali University Hospital for the period 1999-2003. Methods: Bibliometrical methods were used to assess the quantity and quality of the scientific output for Iceland and the three main institutions active in medical sciences, Landspítali University Hospital, (LUH), deCODE genetics (dCg) and the Icelandic Heart Association (IHS). All papers registered in the International Scientific Information (ISI) database with an author affiliated with these institutions were counted and classified. The number of citations were counted in Science Citation Index (SCI). Results: ISI publications for Iceland 1999-2003 were 2094, thereof 517 (25%) from LSH, 102 (5%) from dCg and 35 (1,7%) from IHS. Medical sciences accounted for 147 (33%) of the total in 2001. During the period 1981-2003 the total output of papers from Iceland increased from 0,01 to 0,07% and the total number of citations from 0,01 to 0,09% of the total world production. During the period 1994-98 papers from clinical medicine in Iceland were ranked 1st in the world with 6,7 mean citations when the world mean was 4,1. Molecular biology and genetics were ranked 10th. Conclusion: The assessment shows that the LUH is a leading knowledge institution in Iceland. The international comparision shows that Iceland is among the top 10 nations in quantity and quality of medical research.Inngangur: Rannsóknin lýsir úttekt á vísindavirkni á Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003 og samanburði við innlendar stofnanir, faggreinar og önnur lönd. Aðferðir: Notaðar voru bókfræðimælingar (biblio­graphic methods) til að meta magn og gæði nýrrar þekkingar. Skráður var fjöldi greina sem birtist í tíma­ritum skráðum á Institute of Scientific Informa­tion (ISI) gagnagrunninum og fjöldi tilvitnana í grein­ar talinn í gagnagrunninn Science Citation Index. Könnunin var gerð fyrir Land­spítala, Íslenska erfða­greiningu (ÍE) og Hjartavernd. Niðurstöður: Innlendur ISI samanburður: Landsframleiðsla á ISI greinum 1999-2003 var 2094, 517 (25%) voru frá Landspítala, 102 (5%) frá ÍE og 35 (1,7%) frá Hjartavernd. Samanburður á fagsviðum sýnir að heilbrigðis- og læknisfræði hefur afgerandi forystu með 147 greinar. Landspítali stóð að 70% greina um heilbrigðis- og læknisfræði 2001. Erlendur ISI samanburður: Fjöldi ISI greina í klínískri læknisfræði miðað við fólksfjölda árið 1998 er langt yfir meðaltal 22 OECD-landa og sama gildir um erfðafræði og sameindalíffræði. Tilvitnanir: Könnun fyrir tímabilið 1994-98 sýndi að klínísk læknisfræði er í fyrsta sæti á heimslista með að meðaltali 6,7 tilvitnanir í hverja grein en heimsmeðaltal er 4,1. Sameindalíffræði og erfðafræði er í 10. sæti á heimslista. Gerð var könnun á fjölda tilvitnana hjá 134 vísindamönnum á Landspítala og höfðu fjórtán vísindamenn yfir 1000 tilvitnanir og þar af tveir yfir 5000. Allar tilvitnanir voru taldar óháð höfundaröð. Ályktun: Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Landspítala stendur vel bæði hvað varðar magn og gæði og spítalinn er öflugt þekkingarfyrirtæki. Klínískar rannsóknir eru í fyrsta sæti á heimsvísu og byggist það á einstökum efnivið til rannsókna
    corecore