2 research outputs found

    Oral health quality of life among nursing home residents

    No full text
    Tilgangur: Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að aldraðir íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila eru líklegri til að þjást af tann- og munnsjúkdómum en aðrir sambærilegir hópar. Rekja má tann- og munnsjúkdóma til ýmissa þátta á borð við lélega munn- og tannhirðu, skort á viðhaldi tanngerva, neysluvenja og lyfjagjafar. Léleg tannheilsa getur aukið hættu á heilsufarsvandamálum á borð við vannæringu og meltingartruflanir og sveppa- og tannholdssjúkóma. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða áhrif tannheilsa hefur á lífsgæði aldraðra. Efniviður og aðferðir: Megindleg þversniðsrannsókn, úrtak (N= 45) úr hópi íbúa 67 ára og eldri sem búsettir voru á dvalar- og öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Gögnum var safnað með klínískri skoðun á vettvangi á tannheilsu þátttakenda samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og með staðfærðum viðtalsstýrðum lífsgæðakvarða „Oral health impact profile“ (OHIP-49) sem mælir persónubundið huglægt mat þátttakenda á eigin tannheilsu og lífsgæðum. Skýribreyta er klínísk tannheilsa þátttakenda. Útkoma er mæld með OHIP-ICE lífsgæðakvarðanum á 1) færniskerðingu, 2) líkamleg óþægindi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) sálrænar hömlur, 6) félagslega skerðingu og 7) höft eða fötlun. Tölfræðiaðferðir: Reiknuð var lýsandi og greinandi tölfræði um tannheilsu og áhrif tanna eða tanngerva á lífsgæði. Niðurstöður: Alls luku 38 þátttakendur rannsókninni, 13 karlar og 24 konur. Meðalaldur þátttakenda var (M= 85.5, ± 5.6), meðaltannátustuðull var (M=25.58,± 3.52) og 71,5% þátttakenda höfðu tapað sínum náttúrulegum tönnum, 75% kvenna hafði tapað einni eða fleiri eigin tönnum samanborið við 64,8% karla. Einungis reyndist 9,8% náttúrulegra tanna vera óskemmdar hjá þátttakendum. Algengasta tanngervið var heilgómur í 51,3% tilfella. Tanngervi í neðri góm höfðu martæk áhrif á færniskerðingu F(35,2)= 4.34, p=0,021, á líkamlegar hömlur F(2,35)= 6.41, p=0,004 og á höft eða fötlun vegna tannheilsu F(2,35)= 3.57,p=0,039. Aldraðir upplifa skert lífsgæði vegna ástands eigin tanna og tegunda tanngerva. Algengt er að verri lífsgæði birtist lélegri tyggingarfærni, , verri meltingu með hamlandi áhrif á mataræði og minni brosgetu hjá þeim sem nota heilgóma. Ályktun: Það er nauðsynlegt að bæta tannheilsu aldraðra, draga úr tíðni tannátu og lausra tanngerva með forvörnum, skimun og reglulegri tannheilbrigðisþjónustu til að viðhalda heilsu og lífsgæðum meðal aldraðra íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það má gera með samstilltu átaki stjórnvalda, heilbrigðisstarfsfólks, tannheilsustétta og hagsmunasamtaka aldraðraPurpose: In Iceland there is a lack of studies of oral health (OH) of the elderly living in nursing-homes (NH) and how OH affects their quality of life (QoL). This study is aimed at investigating clinical OH and self-perceived OHQoL of the elderly. Methods: The study design was cross-sectional, data were collected from one nursing home in Reykjavík (N= 45), with clinical oral examinations using WHO oral health survey criteria. Data were collected on: status of teeth; D3MFT; types of prosthodontics; treatment needs; and demographical variables. With a structured interview using the Oral Health Impact Profile OHIP-49 questionnaire, in Icelandic, self-perspective data of negative aspects of OHQoL were collected, addressing: 1) Functional limitation, 2) Physical pain, 3) Psychological discomfort, 4) Physical disability, 5) Psychological disability, 6) Social disability and 7) Handicap. Variables were coded for descriptive and analytic statistical data processing. The independent variable was OH, and dependent variables were scores on total OHIP and subscales. ANOVA and regression were used to investigate differences related to prosthodontic status groups: a) complete dentures; b) teeth and partial dentures; c) fixed restorations and teeth and variance in OHQoL, controlled for demographic variables. Results: A total of 38 participants completed the research: 13 male, 25 female. The mean age of participants was 85,5y ±5,6. Frequency of missing teeth was 71,5%, 75% females had one or more teeth missing compared to 64,8% males. The prevalence of full dentures was 51,3%. and the effect of wearing prosthetic appliances in the mandibular region significantly affected QoL related to: functional limitation F(35,2)= 4.34, p=0,021; physical disability F(2,35)= 6,41, p=0,004; and handicap F(2,35)= 3.57, p=0,039. OHQoL was affected by D3MFT and prosthodontic status. High D3MFT value correlated with less quality of life measured with OHIP-ICE. It had an effect on mastication, less taste sensitivity, limited ability of eating and restricted use of certain types of food. Conclusion: It is necessary to improve oral health among NH residents, decrease the D3MFT scores, screen for oral diseases, provide, and improve access to, oral health care services in order to improve OHQoL of the elderly residents. This might be accomplished with political support, co-operation among health personnel, the oral health team and associations of the elderly

    Tannsmiðir á tímamótum. Frá fagi í mótun til formlegs náms, áhrif kerfis- og bóknámsreks á menntun íslenskra tannsmiða

    No full text
    Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni höfunda til BS prófs í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands haustið 2010. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig hefur þróun fagsviðs og bóknámsrek haft áhrif á menntun íslenskra tannsmiða? Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þróun fagsviðs tannsmiða, áhrif bóknámsreks á menntun tannsmiða og áhrif námskráreks og kerfisreks á námskröfur í tannsmíði. Aðferðir: Við rannsóknina voru notaðar eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir auk starfendarannsókna. Tekin voru viðtöl við heimildarmenn og spurningakönnun send til hentugleikaúrtaks. Leitað var íslenskra frumheimilda og stuðst við birt og óbirt gögn sem varða sögu Tannsmiðafélags Íslands auk ýmissa heimilda sem varða kennsluþróun í tannsmíði hér á landi og erlendis. Samanburður var gerður á námskrá í tannsmíði frá byrjun skipulagðrar kennslu í faginu til gildandi kennsluskrár Háskóla Íslands. Einnig var rakin þróun fagsins og starfsstéttarinnar á Íslandi. Rakið var hvernig menntun tannsmiða hefur verið háttað hér á landi, hvað hefur breyst og hvers vegna. Hugtökin bóknámsrek (e. academic drift), stofnanarek (e. institutional drift), kerfisrek (e. system drift), nemendarek (e. drift of the student body), deildarrek (e. faculty drift) og námskrárrek (e. curriculum drift) voru skoðuð. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að framfarir í tannsmíði hafa verið miklar frá því að nám og kennsla hófst hér á landi í faginu. Hægfara áhrifa þeirra gætir í námskröfum og námskrám, sem síðar leiddi til bóknámsreks og að lokum til kerfisreks innan stofanna. Ályktun: Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að þær breytingar á námi tannsmiða úr því að vera nám á framhaldsskólastigi í það að vera nám á háskólastigi hafi verið í rökréttu samhengi við þróun fagsviðsins og samræmist kröfum gerðum til kunnáttu tannsmiða í dag. Eins muni breytingarnar stuðla að jákvæðri þróun námsins og tannsmíðafagsins á Íslandi, bæði nemendum og skjólstæðingum til hagsbóta.Purpose: This thesis is a final project towards a BS degree in dental technology at the School of Health Sciences at the University of Iceland, conducted in the autumn term of 2010. The aim was to answer the research question: How has the evolution of the profession and academic drift influenced the education of Icelandic dental technicians? The main purpose of the research was to trace the evolution of methods of the trade, evaluate the influence of academic drift on education of dental technicians and assess the influence of curriculum drift and system drift on dental technology education. Methods: In this research project both quantitative and qualitative research forms as well as action research were used. Interviews were taken with key informants and a questionnaire used for purposeful sampling. Old Icelandic official documents were investigated. Published and unpublished material were used concerning the history of the Association of Dental Technicians in Iceland as well as other documents that concern the development of teaching dental technology in Iceland and abroad. Comparison was made on the curriculum in dental technology in Iceland from the beginning of teaching the profession until today; currently a BS university degree. The evolution of the methods of the trade and the development of the profession was followed. The official history of dental technology education in this country was analyzed, the changes that have been made were investigated as well as the reason why they occurred. The concepts; academic-, institutional-, system-, faculty-, curriculum drift and drift of the student body was looked into and fitting concepts connected to the development of changes Results: The main results of the research show that from the beginning of formal teaching of dental technology in this country progress has been rapid. Their formal influence is seen as slow progress. This has had the effect of producing a gradual increase in educational requirements and curriculum content which then has led to academic drift and finally to system drift within institutions. Conclusion: From the research results it can be concluded that the changes that have taken place in the education of dental technicians from being a Higher Education degree to a BS University degree have been logical in the context of the trade’s evolution and coincides with the requirements demanded of dental technology today. The changes will also help towards a future positive evolution of dental technology in Iceland for the benefit of both students and clients
    corecore