31 research outputs found
Central and extrapontine myelinolysis following correction of extreme hyponatremia. Case report and review of the literature
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenWe report a case of a 43-year-old woman who developed osmotic demyelination syndrome following correction of extreme hyponatremia that was considered to be of chronic nature. The serum sodium level was 91 mmol/L on admission to hospital. It was decided to correct the serum sodium slowly with the goal that the rate of correction would be no more than 12 mmol/l per 24 hours. This was achieved during the first two days of treatment but during the third day the rise in serum sodium was 13 mmol/l. On the 11th day of admission the patient had developed manifestations of pseudobulbar palsy and spastic quadriparesis. Magnetic resonance imaging study confirmed central and extrapontine myelonolysis. The patient received supportive therapy and eventually made full recovery. Current concepts in the pathophysiology of osmotic demyelination syndrome and the treatment of hyponatremia are reviewed. We recommend that the rate of correction of chronic hyponatremia should not exceed 8 mmol/l per 24 hours.Við greinum frá 43 ára gamalli konu sem fékk osmósuafmýlingarheilkenni (osmotic demyelination syndrome) í kjölfar leiðréttingar sérlega svæsinnar blóðnatríumlækkunar sem álitin var af langvinnum toga. Styrkur natríums í sermi var aðeins 91 mmól/l við komu á sjúkrahús. Stefnt var að hægfara leiðréttingu natríumlækkunarinnar og var markmiðið að hraði leiðréttingar yrði ekki meiri en 12 mmól/l á sólarhring. Það tókst fyrstu tvo daga meðferðar en á þriðja degi hækkaði natríumstyrkurinn um 13 mmól/l. Á 11. degi reyndist konan komin með merki um sýndarmænukylfulömun (pseudobulbar palsy) ásamt stjarfaferlömun (spastic quadriparesis) og staðfesti segulómmyndun miðbrúar- og utanbrúarafmýlingarskemmdir. Konan fékk almenna stuðningsmeðferð og náði smám saman fullum bata. Fjallað er um meinalífeðlisfræði osmósuafmýlingarheilkennis og meðferð blóðnatríumlækkunar. Við mælum með að hraði leiðréttingar langvinnrar blóðnatríumlækkunar sé ekki umfram 8 mmól/l á sólarhring
Cervical artery dissection - review
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)In recent years carotid and vertebral artery dissections have been diagnosed more frequently, probably because new imaging techniques are more reliable and they are certainly less invasive. The cause of cervical artery dissections is largely unexplained but probably involves a combination of genetic and environmental factors such as trauma or infection. Most authors recommend intravenous heparin or low molecular weight heparin followed by oral warfarin to maintain INR between 2-3 for 3-6 months. If the artery has healed after 3-6 months of anti-coagulation all treatment can be stopped but if there is a remaining stenosis the patient can be put on aspirin 75-100 mg a day. The long-term prognosis of cervical artery dissection is favourable in the majority of patients. New dissections are uncommon.Áður var flysjun í innri hálsslagæð (arteria carotis interna) eða hryggslagæð (arteria vertebralis) talin sjaldgæf ástæða heilablóðfalls en vegna betri greiningartækni og aukinnar vitneskju lækna um sjúkdóminn greinist flysjun mun oftar en áður. Er flysjun nú talin ein helsta ástæða heilablóðþurrðar hjá yngri og miðaldra einstaklingum. Meingerð flysjunar er lítt þekkt. Líklega er oftast um að ræða undirliggjandi galla í æðarvegg ásamt útleysandi þáttum eins og áverkum á hálsi eða sýkingu. Grunur um sjúkdóminn vaknar við klínísk einkenni á borð við skyndilegan verk á hálsi, andliti eða höfði og/eða Horners-heilkenni með eða án einkenna heilablóðþurrðar. Greiningin er staðfest með því að sýna fram á dæmigerðar breytingar á æðinni með myndrannsókn. Hefðbundin meðferð hefst með heparín-innrennsli í æð eða lágmólekúlarheparíni gefið undir húð. Síðan tekur við blóðþynning með warfaríntöflum (með það að markmiði að halda INR milli 2,0-3,0) í 3-6 mánuði
Cerebral ischemia/infarction - epidemiology, causes and symptoms
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁtta af hverjum 10 heilablóðföllum stafa af heilablóðþurrð/drepi, tvö stafa af blæðingu. Heilablóðfall er algengasta orsök fötlunar, önnur algengasta ástæða heilabilunar og fjórða algengasta dánarorsökin meðal vestrænna þjóða. Árlegt nýgengi er 150-200/100.000/íbúa. Einn af hverjum 7 einstaklingum má búast við heilablóðfalli á lífsleiðinni. Í þessari grein verður fjallað um faraldsfræði, áhættuþætti, meingerð og einkenni heilablóðþurrðar og heiladreps. --------------------------------------------------------------------------------------------Eight of ten strokes are due to cerebral ischemia, two from cerebal hemorrhage. Stroke is the most common cause of disability, the second commonest cause of dementia and the fourth commonest cause of death in the developed world. The incidence of stroke is 150-200/100.000 individuals/ year. One of every seven individuals suffers from stroke in their lifetime. In this article the epidemiology, risk factors, pathophysiology and symptoms of cerebral ischemia will be reviewed
Cerebral ischemia/infarction - diagnosis and treatment.
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁ Íslandi verða um 400 einstaklingar fyrir heilablóðþurrð á ári hverju, rúmlega einn á dag. Heilablóðþurrð er bráðaástand. Talið er að um tvær milljónir heilafrumna deyi á hverri mínútu eftir að slagæð í heila lokast. Öllu máli skiptir að sjúklingurinn komist sem fyrst á sjúkrahús, meðal annars til segaleysandi meðferðar. Þó að segaleysandi meðferð sem gefin er allt að fjórum og hálfum tíma eftir upphaf áfalls skili árangri, minnkar gagnsemin hratt eftir því sem líður á tímann. Fyrir hverja tvo sjúklinga sem meðhöndlaðir eru innan einnar klukkustundar nær annar fullum bata en meðhöndla þarf 14 einstaklinga til að einn nái fullum bata sé lyfið gefið þremur til fjórum og hálfri klukkustund eftir upphaf einkenna. Allir sjúklingar með brátt heilablóðfall ættu að leggjast inn á heilablóðfallseiningu. Þar fer fram heildstæð og þverfagleg nálgun hvað varðar hinar fjölmörgu orsakir og afleiðingar heilablóðfalls, með áherslu á endurhæfingu. Til að koma í veg fyrir endurtekið áfall skal hefja annars stigs fyrirbyggjandi meðferð sem fyrst. Þar kemur til álita blóðflöguhemjandi meðferð, blóðþrýstingsmeðferð, lækkun blóðfitu, meðferð sykursýki, lífsstílsbreytingar, blóðþynning hjá sjúklingum með segalind í hjarta og æðaþelsbrottnámsaðgerð á hálsslagæð, þar sem það á við.Four hundred individuals suffer from ischemic stroke every year in Iceland, more than one daily. Cerebral ischemia is an emergency. Around two million brain cells die every minute after an occlusion of a cerebral artery. Therefore, it is of utmost importance that the patient is transported quickly to hospital, not least to receive thrombolytic treatment. Even though thrombolytic treatment can be given up to four and a half hours after the ictal event, time is brain and the effect of thombolysis reduces dramatically as times passes. For every two patients who are treated inside one hour, one recovers fully. When the treatment is administred between three and four and a half hours only one in 14 recovers fully. All patients with an acute stroke should be admitted to a stroke unit where a multidisciplinary focus on stroke causation and treatment is present, with emphasis on early rehabilitation. Secondary preventive treatment focusing on anti-thrombotic, hypertensive, diabetic, cholesterol lowering treatment, carotic endarterectomy and life style changes should be initiated as soon as possible. Key words: cerebral ischemia, cerebral infarction, transient ischemic attack, Tissue plasminogen activator
Cerebral sinus thrombosis - an uncommon but important differential diagnosis to headache, stroke and seizures. Cases and overview.
Stokkasegi (thrombosis of the cerebral veins and sinuses) er sjaldgæf en mikilvæg orsök hækkaðs innankúpuþrýstings og heilablóðfalls, ekki síst hjá ungum og miðaldra einstaklingum. Það sem gerir greiningu stokkasega erfiða eru afar fjölbreytileg einkenni. Við kynnum fjögur tilfelli sem gefa mynd af hinum margþættu einkennum sjúkdómsins. Í fyrsta tilfellinu er höfuðverkur helsta einkennið. Í tilfelli tvö koma fyrir staðbundin taugaeinkenni og krampar ásamt höfuðverk. Þriðja tilfellið einkennist af meðvitundarskerðingu. Í síðasta tilfellinu eru einkennin verkur á bak við auga, hangandi augnlok og sjóntruflun. Fyrstu tvö tilfellin endurspegla algengustu birtingarmyndir sjúkdómsins.Thrombosis of the cerebral veins and sinuses is an unusual but important cause of increased intracranial pressure and stroke, especially in the young and middle aged. Pregnant women, especially during the puerperium, and individuals with thrombophilia are a special risk group. What makes the diagnosis difficult is the vast range of symptoms including: headache, nausea, vomiting, blurry vision, reduction of consciousness, aphasia and motor and sensory disturbances. We present four cases which reflect the diverse clinical presentation of the disease
Health anxiety - increased knowledge and treatment options
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Patients with hypochondriasis are preoccupied with the fear or belief that they have a serious, undiagnosed disease. This concern derives from misinterpretations of benign physical sensations, and persists despite appropriate reassurance to the contrary. They have, on average, disproportionately high rates of visits to physicians, specialty consultations, laboratory tests, and surgical procedures, as well as high health care costs. Despite this extensive medical attention, they find their care unsatisfactory, which is understandable, as convincing alternative explanations to their ailments are repeatedly delayed. Physicians, in turn, may feel discouraged and frustrated in relation to these individuals where their best efforts to help often prove ineffective or are even rejected. Recent scientific studies have shown that cognitive behavioural therapy (CBT) and selective serotonin reuptake inhibitors (SSRI) are effective treatment options for health anxiety as demonstrated in clinical trials.Heilsukvíði einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisskoðana og rannsókna bendi til annars. Heilsukvíðnir hafa margir hverjir ítrekað gengist undir læknisrannsóknir sem ekki hafa verið til þess fallnar að veita trúverðugar skýringar á þeim vanda sem fyrir er. Endurteknar fregnir af því hvað sé líklegast ekki að hrjá hinn heilsukvíðna slær aðeins á kvíða hans í skamman tíma og getur aukið á ráðaleysið og grafið undan trausti hans á heilbrigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið. Aukinn áhugi hefur vaknað á heilsukvíða á síðastliðnum árum og áratugum. Ekki síst er það góður árangur hugrænnar atferlismeðferðar sem getið hefur af sér þennan aukna áhuga. Samkvæmt hugrænu skýringarlíkani á heilsukvíði rætur í og er viðhaldið af rangtúlkunum á eðlilegum líkamseinkennum. Auk þess hefur lyfjameðferð með sértækum serótónín-endurupptökuhemlum getið af sér ágætis árangur. Hefur vandinn löngum þótt illviðráðanlegur en með hugrænni atferlismeðferð og/eða lyfjameðferð hefur náðst betri árangur í meðferð þessa oft illvíga vanda. Tilgangur þessarar greinar er að auka þekkingu íslensks heilbrigðisstarfsfólks á heilsukvíða og ekki síst að gera grein fyrir auknum meðferðarmöguleikum
Restless legs syndrome - a review
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open
Allur texti - Full textRestless legs syndrome (RLS) is a common disorder with a prevalence between 10-20% in Iceland. There are two forms of RLS, idiopathic and secondary. Symptom onset of RLS before the age of 45 suggests an idiopathic form with no known underlying cause but inheritance. Symptom onset after age of 45 indicates a secondary form with an underlying cause without inheritance. Causes for secondary forms are for example: iron depletion, uraemia and polyneuropathy. Symptoms of RLS are uncomfortable and unpleasant deep sensations in the legs that are felt at rest, accompanied by an urge to move the legs, typically just before sleep. Accompanying RLS is a sleep disturbance that can lead to daytime somnolence, decreased quality of life, poor concentration, memory problems, depression and decreased energy. Dopamine agonists are currently the first line treatment for RLS. Keywords: restless legs, periodic limb movements, sleep disturbance, dopamine agonists.Fótaóeirð er algengur kvilli sem hrjáir um 10-20% þjóðarinnar. Til eru tvennskonar form fótaóeirðar, frumlægt (primary) og afleitt (secondary). Þegar einkenni koma fram fyrir 45 ára aldur er oftast um frumlægt form að ræða án þekktra undirliggjandi orsaka og ættlægni til staðar. Þegar einkenni koma fram eftir 45 ára aldur er það yfirleitt afleitt form fótaóeirðar með undirliggjandi orsökum en ekki ættlægni. Dæmi um orsakir afleiddrar fótaóeirðar eru járnskortur, nýrnabilun og fjöltaugabólga. Einkenni fótaóeirðar lýsa sér sem djúplæg óþægindatilfinning í fótum sem kemur fram við setu eða legu, sérstaklega rétt fyrir svefn. Þessi tilfinning leiðir til óviðráðanlegrar löngunar til að hreyfa fæturna en við það geta einkennin lagast eða horfið tímabundið. Fótaóeirð fylgir oft svefntruflun sem síðan getur leitt til dagsyfju, skertra lífsgæða, einbeitingarörðugleika, minnistruflana, lækkaðs geðslags og þverrandi orku. Fyrsta val í meðferð fótaóeirðar eru dópamínörvarar
Spontaneous subarachnoid haemorrhage : review
Spontaneous subarachnoid hemorrhage is a bleeding in to the subarachnoid space without trauma. Aneurysms are the underlying cause in 80% of the cases. Among other causes are: arteriovenous malformations, anticoagulation, vasculitis or brain tumor. Spontaneous subarachnoid hemorrhage is a serious disease, where up to half of the patients die. Of those who survive, only half return to work and many have a reduced quality of life. To prevent rebleeding the aneurysm is closed either with endovascular coiling or neurosurgical clipping.Sjálfsprottin innanskúmsblæðing er blæðing inn í innanskúmshol án þess að um áverka sé að ræða. Æðagúlar eru orsökin í 80% tilfella. Aðrar ástæður eru æðamissmíð, blóðþynningarmeðferð, æðabólga og æxli í heilavef. Sjálfsprottin innanskúmsblæðing er algengasta ástæða heilablóðfalls hjá ungu fólki. Nálægt helmingur sjúklinga deyr af völdum sjúkdómsins. Af þeim sem lifa af kemst aðeins helmingur í fulla vinnu aftur og margir búa við skert lífsgæði. Í endurblæðingu felst mesta bráðahættan. Því beinast fyrstu viðbrögð að lokun æðagúlsins, annaðhvort með innanæðahnoðrun með platínuþráðum, eða klemma er sett á æðagúlinn með taugaskurðaðgerð
Brain abscess - overview.
Heilaígerð er lífshættulegur sjúkdómur sem krefst skjótrar greiningar og meðferðar. Á undanförnum áratugum hafa horfurnar batnað til muna og dánartíðni lækkað úr 50% í 10%. Þessi þróun endurspeglar bætta myndgreiningu, skurðtækni og sýklalyfjameðferð. Ígerð í heila er staðbundin sýking. Fyrst verður til afmörkuð heilabólga sem þróast á tveimur vikum yfir í dauðan vef og samansafn af greftri sem afmarkast af vel blóðnærðu hýði. Sýkingin sem veldur ígerðinni getur borist inn í heilavefinn eftir þremur ólíkum leiðum. Í fyrsta lagi bein dreifing sýkingar frá afholum nefs, tönnum, miðeyra eða stikilbeini. Í öðru lagi blóðborin orsök þar sem sýking hefur dreift sér frá fjarlægum stað til heilans með tilflutningi blóðs. Í þriðja lagi í kjölfar heilaaðgerðar eða höfuðáverka þar sem rof verður á heilakúpunni. Allt að 30% heilaígerða eru af óþekktum orsökum þar sem upprunalegur sýkingarstaður finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Algengustu einkennin eru versnandi höfuðverkur og staðbundin taugaeinkenni. Flog koma fram hjá 25-50%. Meðferð heilaígerða er fólgin í skurðaðgerð og sýklalyfjameðferð.Brain abscess is a life threatening illness, demanding rapid diagnosis and treatment. Its development requires seeding of an organism into the brain parenchyma, often in an area of damaged brain tissue or in a region with poor microcirculation. The lesion evolves from a cerebritis stage to capsule formation. Brain abscesses can be caused by contiguous or haematogenous spread of an infection, or by head trauma/ neurosurgical procedure. The most common presentation is that of headache and vomiting due to raised intracranial pressure. Seizures have been reported in up to 50% of cases. Focal neurological deficits may be present, depending on the location of the lesion. Treatment of a brain abscess involves aspiration or excision, along with parenteral antibiotic therapy. The outcome has improved dramatically in the last decades due to improvement in diagnostic techniques, neurosurgery, and broad-spectrum antibiotics. The authors provide an overview of the pathogenesis, diagnosis and management of brain abscesses
Spontaneus intracerebral haemhorrhage--review
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnSjálfsprottin heilavefsblæðing (spontaneous intracerebral hemorrhage) er blæðing inn í heilavefinn án þess að um ytri áverka sé að ræða. Milli 10 og 15% allra heilablóðfalla stafa af henni. Árlega veikjast um 30-50 einstaklingar af heilavefsblæðingu á Íslandi. Dánartíðnin er afar há (30 daga dánartíðni er 25-50%). Háþrýstingur er algengasta orsökin en ávallt ber að hafa í huga sértækari orsakir, sér í lagi hjá yngra fólki. Ekki hefur verið sýnt fram á árangur af skurðaðgerðum nema í sérstökum tilvikum eins og stórum blæðingum í litlaheila. Hins vegar er afar mikilvægt að sjúklingar með heilavefsblæðingu séu vistaðir á gjörgæsludeildum eða heilablóðfallseiningum þar sem viðhaft er nákvæmt eftirlit með vökustigi, taugaeinkennum, blóðþrýstingi og vökvabúskap. ---------------------------------- Spontaneous intracerebral hemorrhage occurs when a blood vessel within the brain parenchyma ruptures without a near related trauma. It is the second most common form of stroke, accounting for approximately 10% to 15% of new strokes. The 30 day mortality is very high (25-50%). Hypertension is the most common cause. Unfortunately, surgery has not proven to be helpful except in certain exceptions such as in large cerebellar hemorrhage. Nonetheless, it is very important that patients with ICH are admitted to an intensive care or a stroke unit with close surveillance of consciousness, focal neurologic symptoms, blood pressure and fluid balance