1 research outputs found

    Fordómar sem afþreying: Persónusköpun múslima í Hollywood í samanburði við persónusköpun gyðinga í kvikmyndum Þriðja ríkisins

    No full text
    Síðan árbíóið hófst hafa kvikmyndir verið markvisst framleiddar til að miðla áróðri til almennings. Eitt þekktasta og áhrifaríkasta dæmi um áróður má finna í fjölmiðlaefni nasista í Þriðja ríkinu en þar er jafnframt einn svæsnasti áróður sem finna má á persónusköpun gyðinga í kvikmyndunum. Í þessari ritgerð verður persónusköpun gyðinga í kvikmyndum Þriðja ríkisins skoðuð og sett í samhengi við persónusköpun múslima í Hollywood kvikmyndum frá þessari öld. Teknar verða fyrir kvikmyndirnar Jud Süß (Veit Harlan, 1940) og Der ewige jude (Fritz Hippler, 1940) frá Þriðja ríkinu og American Sniper (Clint Eastwood, 2014) og Rules of engagement (William Friedkin, 2000) frá Hollywood. Meginmarkmið þessara ritgerðar verður að greina hvernig gyðingar og múslimar birtast í þeim myndum. Loks verða þessar kvikmyndir bornar saman og mat lagt á það hvort um áróðursmyndir sé þar að ræða, hvers eðlis sá áróður sé sem þar birtist, að hvaða marki megi finna þar sameiginleg einkenni og hvað sé þar helst ólíkt. Sérstaklega verður notast við bækurnar Reel Bad Arabs: How Hollywood Villifies a People eftir Jack G. Shaheen og Muslims in the western imagination Eftir Sophiu Rose Arjana því sambandi en þessir fræðimenn hafa gert ítarlega úttekt á þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af múslimum í vestrænum kvikmyndum í gegnum kvikmyndasöguna. Markmið þessarar ritgerðar er að hvetja fólk til umhugsunar með hvaða hætti afþreyingarmyndir eru nýttar til að jaðarseta þá sem skilgreindir eru þar sem öðruvísi eða framandi og þeir gerðir tortryggilegir eða hættulegir á pólitískum áróðursforsendum
    corecore