1 research outputs found
Birtingarmyndir kynjanna : er kynjaslagsíða í dagblöðum?
Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á birtingu kynjanna í kosningaumfjöllunum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2007. Einnig var rannsakað hvernig umræðan um jafnrétti kynjanna birtist í þessari umfjöllun, sem og hvort stjórnmálaflokkar fjalli með meðvituðum hætti um jafnréttismál. Við rannsóknina var stuðst við prentmiðla, dagblöðin Morgunblaðið, Fréttablaðið og Blaðið. Þýðið var 474 greinar úr þessum þremur blöðum sem allar tengdust kosningum.
Gagnasöfnun fór þannig fram að greindar voru allar greinar í blöðunum, vikurnar 22. apríl til 28. apríl og svo síðasta vikan fyrir kosningar, 6. maí til 12. maí. Stuðst var við sérstakt skemablað sem útbúið var fyrir greininguna. Niðurstöður voru svo bornar saman við sambærilega rannsókn sem Þorgerður H. Þorvaldsdóttir gerði árið 2003, sem og rannsókn Birgis Guðmundssonar sem gerð var á viðhorfum starfandi blaðamanna í aðdraganda kosninganna árið 2007.
Niðurstöður okkar leiddu í ljós að konur eru í minnihluta viðmælenda á öllum blöðunum, hvort sem um er að ræða viðmælendur eða frambjóðendur. Einnig kom fram að konur töluðu frekar um jafnrétti en karlar en lítið var rætt um jafnrétti almennt. Niðurstaðan leiddi líka í ljós að stjórnmálaflokkar fá mismikla umfjöllun í blöðunum þremur og má því gefa sér að enn megi finna áhrif flokksblaðamennsku. Þegar stjórnmálaflokkar voru skoðaðir í tengslum við jafnréttismál kom í ljós að Samfylkingin og Vinstri græn fjalla mest um jafnréttismál