1 research outputs found

    Tengsl líðanar eftir samfélagsmiðlanotkun við persónuleikaþætti HEXACO-60

    No full text
    Líðan á samfélagsmiðlum var skoðuð í tengslum við persónuleikaþættina sex úr HEXACO-60 líkaninu. Íslenska þýðingin af HEXACO-60 var notuð til þess að mæla persónuleikaeinkenni og var hannaður kvarði til þess að mæla líðan á samfélagsmiðlum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 559, 421 konur, 137 karlar og einn sem gaf ekki upp kyn. Flestir þátttakendanna voru á aldrinum 49 til 53 ára. Innri áreiðanleiki beggja kvarða var góður og var framkvæmd þáttagreining til þess að finna hvaða atriði hlóðust saman. Við þáttagreiningu komu fyrst sjö þættir í LES kvarðanum og var ákveðið að þvinga fram sex þættir, þar sem þættirnir voru skýrari þannig. Við þáttagreiningu á HEXACO-60-IS komu í ljós 18 þættir en voru þeir þvingaðir niður í sex þætti. Í þáttagreiningu við HEXACO-60-IS hlóðust nokkur atriði á aðra þætti en í fyrrum rannsóknum. Gæti það gefið til kynna að íslensk þýðing atriðanna sé ekki að skila sér nægilega vel. Línuleg aðhvarfsgreining var framkvæmd til að athuga tengsl persónuleikaþáttanna úr HEXACO-60-IS við þættina úr LES. Einnig var fylgni könnuð og kynjamunur á hvorum kvarða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að persónuleikaeinkenni spái fyrir líðan eftir samfélagsmiðlanotkun. Hærri tilfinningasemi virðist hafa samband við verri sjálfsmynd og neikvæðari líðan. Einnig benda niðurstöður á að það skipti þá sem skora hærra á tilfinningasemi meira máli að fá viðbrögð við því sem þeir birta á sína miðla. Marktækur munur var á milli kynja á tilfinningasemi og samviskusemi, þar sem konur mældust hærri en karlar á báðum þáttum. Lítil fylgni var á milli flestra þáttanna og gefur það til kynna að þættirnir séu að mestu leyti sjálfstæðir. Lykilorð: HEXACO-60-IS, líðan, samfélagsmiðlanotkun, tilfinningasemiWell-being on social media was examined in relation to the six personality factors from the HEXACO-60 model. The Icelandic version of HEXACO-60 was used to measure personality characteristics and another scale was created to measure well-being on social media. The sample consisted of 559 participants, 421 of those were female, 137 males and one who did not disclose their gender. Most of the participants were around 49 to 53 years old. The reliability of both scales was acceptable and a factor analysis was conducted to see which items loaded together. The factor analysis of LES revealed seven factors which were forced down to six factors, as each factor became clearer after doing so. The HEXACO-60-IS factor analysis revealed 18 factors which were forced into six factors. Few items loaded onto other factors than those in other research. This might indicate that the Icelandic translation of those items is not are not clear enough. Linear regression was conducted to examine the relations between the HEXACO-60-IS personality factors with the LES factors. Correlations and gender differences on each scale were also examined. The results indicate that personality characteristics can predict well-being after social media use. Higher emotionality has relations with worse self-image and more negative feelings. The results indicate that it is more important for those who score higher on emotionality to get reactions from others on their social media posts. There was a significant difference between genders in both emotionality and conscientiousness, where women had a higher mean in both factors. The correlation among most of the factors was low, which indicated that the factors were mostly independent. Key words: HEXACO-60-IS, well-being, social media use, emotionalit
    corecore