1 research outputs found

    Sannprófun og fullgilding nýs sjúkrahótels við Hringbraut : hvernig tókst til?

    No full text
    Viðfangsefni rannsóknarinnar var að skoða ferli sannprófunar og fullgildingar við byggingu nýs sjúkrahótels. Rannsóknarspurningunni sem ætlunin var að svara var þessi: Samræmist sjúkrahótelið upprunalegum kröfum um nýtt sjúkrahótel? Eigindleg aðferðafræði var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar. Tekin voru viðtöl við 8 einstaklinga sem voru fulltrúar allra helstu hagsmunaaðilahópa verkefnisins og í viðtölunum lá spurningalisti til hliðsjónar. Viðtölin voru hálfstöðluð þar sem viðmælendum gafst kostur á að ræða dýpra um viðfangsefnið. Viðmælendur voru spurðir út í aðkomu sína að verkefninu um byggingu sjúkrahótelsins – hvernig undirbúningi var háttað, hvaða þarfir hafi verið fyrir framkvæmdinni, hvort þær hefðu verið skýrar og loks hvernig til tókst. Helstu niðurstöður voru þær að sjúkrahótelið er að mestu leyti mjög vel heppnuð framkvæmd. Það hefur reynst mjög vel og uppfyllir þær kröfur sjúkrahótels sem settar voru fram af Landspítala í upphafi. Hótelið hlaut BREEAM verðlaun, með hæstu einkunn vottaðra bygginga á Íslandi hingað til.Liggur fyrir umsókn um að verkefni verði læs
    corecore