13 research outputs found
Negative pressure wound therapy in Iceland - indication and outcome
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textINTRODUCTION: Negative pressure wound therapy (NPWT) is a recent therapeutic option in wound healing, where a vacuum source is used to create sub-atmospheric pressure in the wound bed with airtight dressings. The aims were to study the indications for the use of NPWT in a whole country and evaluate the outcome of treatment. MATERIAL AND METHODS: This was a retrospective study that included all patients that were treated with NPWT in Iceland between January and December 2008. Information on indication, duration and outcome of treatment was collected from patient charts. Factors that are known to affect wound healing, such as diabetes, smoking and age, were also registered. RESULTS: During the 12 month study period a total of 65 NPWT-treatments were given to 56 patients; 35 (63%) males and 21 (37%) females, with an average age of 62 yrs (range; 8 - 93). The indications for treatment were: wound infection (40%), promotion of wound healing (42%) and keeping cavities open (19%). The lower limbs (26%) and chest area (25%) were the most common sites for treatment. Six patients died during the treatment period, none of them due to complications related to NPWT, and these patients were excluded from analysis of wound healing. In the other 59 treatments, 40 wounds (68%) healed successfully, but healing was incomplete in 19. Treatment related complications were recorded in 19 (32%) cases; wound pain (12%) and skin problems (11%) being the most common ones. CONCLUSION: NPWT has been used considerably in Iceland, especially for infected surgical wounds and chronic wounds. In two thirds of cases a complete wound healing was achieved, which must be regarded as a favorable outcome.Inngangur: Sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy, NPWT) er nýjung í sárameðferð þar sem undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með loftþéttum umbúðum og sogtæki. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar hjá heilli þjóð, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga, bæði á sjúkrahúsum og utan, sem fengu sárasogsmeðferð á Íslandi frá janúar til desember 2008. Ábending, tímalengd og árangur meðferðar voru skráð úr sjúkraskrám. Einnig var metinn gróandi sára og þættir sem geta haft áhrif á gróanda, eins og sykursýki, reykingar og aldur. Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir. Karlar voru 63% og meðalaldur 62 ár (bil 8-93 ár). Meðferð var veitt á sjúkrahúsi í 85% tilfella, oftast á æða- og brjóstholsskurðdeildum. Algengustu ábendingar fyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (42%) og viðhald opinna holrúma (19%). Flest sárin voru á neðri útlimum (26%) og brjóstkassa (25%). Sex sjúklingar létust vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 (68%) en ófullkominn gróandi í 19 (32%). Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32%) tilfellum og voru verkir (12%) og húðvandamál (11%) algengust. Ályktanir: Sárasogsmeðferð er töluvert notuð á Íslandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvinn sár. Í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur
Negative pressure wound therapy - review.
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnSárasogsmeðferð til að örva sárgræðslu var fyrst lýst í núverandi mynd árið 1997. Meðferðin byggir á því að undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með umbúðum og sárasugu sem tengd er við umbúðirnar. Með þessu er sárið hreinsað og flýtt fyrir sárgræðslu. Sárasogsmeðferð hefur verið notuð hér á landi í rúman áratug en um er að ræða nýja nálgun í meðferð sára sem hefur nýst í meðferð ýmissa sjúklingahópa, meðal annars sjúklinga með útlimasár en einnig djúpar sýkingar í kviðar- og brjóstholi. Í þessari yfirlitsgrein er farið yfir ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar. Greinin er skrifuð með breiðan hóp lækna og hjúkrunarfræðinga í huga og byggð á nýjustu heimildum þar sem meðal annars er vísað til nýlegra íslenskra rannsókna. --------------------------------------------------------------------------------------------Negative pressure wound therapy (NPWT) is a new therapeutic option in wound healing and was first described in its present form in 1997. A vacuum source is used to create sub-atmospheric pressure in the local wound environment to promote healing. This is achieved by connecting a vacuum pump to a tube that is threaded into a wound gauze or foam filler dressing covered with a drape. This concept in wound treatment has been shown to be useful in treating different wound infections, including diabetic wounds as well as complex infections of the abdomen and thorax. NPWT has been used in Iceland for over a decade and its use is steadily increasing. This review describes the indications and outcome of NPWT and is aimed at a broad group of doctors and nurses where recent Icelandic studies on the subject are covered
Diagnosis, treatment and prognosis of community acquired pneumonia - results from three primary care centers in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur: Að rannsaka hvernig heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu greina og meðhöndla samfélagslungnabólgu hjá fullorðnum og kanna útkomu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn sjúkraskrárskoðun yfir eitt ár hjá sjúklingum 18 ára og eldri sem greindir voru með samfélagslungnabólgu á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður: Alls voru 215 sjúklingar greindir með samfélagslungnabólgu. Af þeim voru 195 bæði greindir og meðhöndlaðir í heilsugæslu og 20 sjúklingum var vísað til eftirfylgni. Meðalaldur var 50,3 ár (SD=21,0) og 126 (65%) voru konur. Flestir sjúklingarnir höfðu verið veikir í minna en viku og voru ekki með greindan lungnasjúkdóm áður. Hósti var algengasta skráða einkennið (71%) og 96% voru með óeðlilega lungnahlustun. Lífsmörk voru sjaldan skráð. Röntgenmynd af lungum var gerð í þriðjungi tilfella og var óeðlileg í yfir 80% tilvika. Flestir sjúklingar (94%) voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum og penicillinlyf með aukinni virkni var oftast notað. Símasamskipti voru algengasta form samskipta eftir greiningu og hjá 12% einstaklinga var sýklalyfjum breytt og hjá 10% var röntgenmynd gerð eftir greiningu. Enginn lést af völdum samfélagslungnabólgu á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Samfélagslungnabólga var greind klínískt og meðhöndluð í heilsugæslu í flestum tilvikum. Hún var algengari hjá konum og minnihluti sjúklinga hafði undirliggjandi lungnasjúkdóm. Lífsmörk voru mæld sjaldnar en búast mætti við. Breiðvirk sýklalyf voru mikið notuð. Enginn lést af völdum samfélagslungnabólgu.To study how general practitioners diagnose and treat adult patients with community acquired pneumonia (CAP) and evaluate outcomes. Retrospective chart review for one year on patients 18 years and older diagnosed with CAP in three different primary care centers in Iceland. A total of 215 patients were diagnosed with CAP. Of those 195 were both diagnosed and treated in the primary health care and 20 patients were referred for specialized care. Mean age was 50.3 years (SD= 21.0) and 126 (65%) of the patients were women. Most patients had been ill for less than a week and did not have a previously diagnosed lung disease. Cough was the most common symptom (71%) and 96% had abnormal chest auscultation. Vital signs were frequently not recorded. A chest radiograph was done in third of the cases and showed abnormality in over 80%. Most patients (94%) were treated with antibiotics usually extended spectrum penicillin. Phone consultations were the most common form of communication after diagnosis and about 12% of subjects had their antibiotics changed and about 10% had a chest radiograph done after diagnosis had been made. There was no mortality from CAP during the study period. CAP was diagnosed clinically and managed in primary care in most cases. CAP was more common in women and a minority of patients had underlying lung diseases. Vital sign measurements were used less than expected. Broad spectrum antibiotics were widely used for treatment. CAP had no mortality
Approaching “highly sensitive person” as a cultural concept of distress: a case-study using the cultural formulation interview in patients with bipolar disorder
BackgroundPsychiatric patients may refer to concepts neither medically accepted nor easily understood to describe their experiences when seeking medical care. These concepts may lie outside the clinician’s cultural references and consequently hinder the diagnostic consultation. In the fifth version of the Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM-5), the clinical instrument Cultural Formulation Interview (CFI) was included. The CFI aims to facilitate the gathering and synthesis of culturally relevant clinical information. The notion of Cultural Concepts of Distress (CCD) was also introduced in DSM-5. The CCD include the subterms of the cultural syndrome, cultural explanation, and cultural idiom of distress. No previous study has used CFI for conceptualizing a cultural notion as a CCD. This study aimed to approach the cultural notion of being a highly sensitive person (HSP) in patients with bipolar disorder (BD) by applying the CFI. The cultural notion of HSP has garnered great interest globally, although scientific evidence is limited. No direct correlation between BD and HSP was hypothesized before or during the study process.MethodsIn this case study, three patients with BD who reported being HSP were interviewed using the CFI. Furthermore, the applicability of the CCD was examined based on the outcomes of the CFI using an interpretive approach.ResultsAll three patients reported that the CFI facilitated the clinical consultation, and in one of the cases, it may also have increased the treatment engagement. Based on the synthesis of the CFI outcomes in these illustrative cases, HSP could be understood as a cultural syndrome, a cultural explanation, and a cultural idiom of distress.ConclusionBy applying a person-centered perspective, CFI was used for the conceptualization of a cultural notion as a CCD (i.e., HSP in our study). Moreover, the cases highlight the complexity of illness insight in BD as a medical phenomenon when patients’ illness perspectives are taken into consideration. Future studies need to further examine the clinical relevance of the CFI in the management of BD
Swedish version of mood spectrum self-report questionnaire: Psychometric properties of lifetime and last-week version
Background: Mood Spectrum Self Report (MOODS-SR) is an instrument that assesses mood spectrum symptomatology including subthreshold manifestations and temperamental features. There are different versions of the MOODS-SR for different time frames of symptom assessment: lifetime (MOODS-LT), last-month and last-week (MOODS-LW) versions. Objective: To evaluate the psychometric properties of the MOODS-LT the MOODS-LW. Methods: The reliability of the MOODS-LT and MOODS-LW was evaluated in terms of internal consistency and partial correlations among domains and subdomains. The known-group validity was tested by comparing out-patients with bipolar disorder (n=27), unipolar depression (n=8) healthy controls (n=68). The convergent and divergent validity of MOODS-LW were evaluated using the Montgomery Asberg Depression Rating Scale (MADRS), the Young-Ziegler Mania Rating Scale (YMRS) in outpatients as well the General Health Questionnaire (GHQ-12) in healthy controls. Results: Both MOODS-LT and MOOODS-LW showed high internal consistency with the Kuder-Richardson coefficient ranging from 0.823 to 0.985 as well as consistent correlations for all domains and subdomains. The last-week version correlated significantly with MADRS (r= 0.79) and YMRS (r=0.46) in outpatients and with GHQ-12 (r= 0.50 for depression domain, r= 0.29 for rhythmicity) in healthy controls. Conclusion: The Swedish version of the MOODS-LT showed similar psychometric properties to other translated versions. Regarding MOODSLW, this first published psychometric evaluation of the scale showed promising psychometric properties including good correlation to established symptom assessment scales. In healthy controls, the depression and rhythmicity domain scores of the last-week version correlated significantly with the occurrence of mild psychological distress
Snemm- og síðkomnar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir
Sýkingar í bringubeinsskurði eru á meðal alvarlegustu fylgikvilla opinna hjartaskurðaðgerða. Sýkingarnar auka sjúkdómsbyrði sjúklinga og dánartíðni. Einnig hlýst mikill kostnaður af endurteknum skurðaðgerðum og langvarandi sýklalyfjameðferð. Djúpar bringubeinssýkingar eru algengastar og alvarlegastar þessara sýkinga en síðkomnar sýkingar sem leitt geta til myndunar á bringubeinsfistlum eru sjaldgæfari. Á síðustu tveimur áratugum hefur dánartíðni eftir bringubeinssýkingar lækkað vegna skilvirkari meðferðar, sér í lagi með tilkomu sárasogsmeðferðar. Þá er svampi komið fyrir í sárinu, hann tengdur við sog og þannig ýtt undir sáragræðslu.
Þessi doktorsritgerð samanstendur af fjórum ritrýndum greinum (I-IV) og voru markmiðin tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna tíðni, áhættuþætti, sýkingavalda og afdrif sjúklinga með djúpar bringubeinssýkingar á Íslandi með áherslu á árangur sárasogsmeðferðar. Í öðru lagi að kanna sömu þætti hvað varðar bringubeinsfistla í vel skilgreindu sjúklingaþýði, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og þær skráðar rafrænt. Áhættuþættir voru metnir með fjölþátta aðhvarfsgreiningu og notast var við tilfella-viðmiðasnið. Lifun var annað hvort metin með beinum samanburði eða með aðferð Kaplan-Meier.
Grein I byggir á niðurstöðum úr lýðgrundaðri rannsókn á 41 sjúklingi sem greindist með djúpa bringubeinssýkingu á Íslandi á árunum 1997 til 2004, eða 2,5% af öllum sjúklingum sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu. Algengustu sýkingarvaldar voru Staphylococcus aureus (41% tilfella) og kóagúlasa neikvæðir staphylokokkar (37%). Helstu sjálfstæðu áhættuþættir djúpra bringubeinsýkinga voru: útæðasjúkdómur, enduraðgerð vegna blæðinga, heilablóðfall, offita, lágt útfallsbrot vinstri slegils og reykingar. Hlutfall sjúklinga sem létust innan 30 daga var 10% hjá sjúklingum með sýkingu borið saman við 4% í viðmiðunarhópi (p=0,17). Dánartíðni einu ári frá aðgerð var marktækt hærri eða 17% borið saman við 6% í viðmiðunarhópi (p=0,02). Sjúklingar með djúpa bringubeinssýkingu lágu að jafnaði 33 dögum lengur á sjúkrahúsi en þeir sem ekki voru sýktir.
Í grein II er fjallað um niðurstöður rannsóknar þar sem 23 sjúklingar fengu hefðbundna meðferð (sáragrisjur og/eða skol) við djúpri bringubeinssýkingu á tímabilinu janúar 2000 og fram til loka ágústmánaðar 2005. Þessi 23 einstaklingar voru bornir saman við 20 sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með sárasogsmeðferð frá byrjun september 2005 og fram til loka desember 2010. Miðgildi gjörgæslulegu og heildarlegutíma var svipað í báðum hópum. Átta sjúklingar (35%) sem meðhöndlaðir voru með hefðbundinni meðferð fengu aftur djúpa bringubeinssýkingu en aðeins einn (5%) í sárasogshópi (p=0,02). Sex sjúklingar sem fengu hefðbundna meðferð greindust síðar með síðkomna bringubeinssýkingu sem krafðist skurðaðgerðar, borið saman við einn af 23 sem fengu sárasogsmeðferð (p=0,10). Hóparnir tveir, þ.e. út frá hefðbundinni meðferð og sárasogsmeðferð, mældust með sambærilega dánartíðni bæði eftir þrjátíu daga (4% sbr. 0%, p=1,0) og eitt ár (17% sbr. 0%, p=0,07) frá skurðaðgerð.
Í greinum III og IV kemur fram að tíðni bringubeinsfistla sem þurfti að meðhöndla með skurðagerð var 0,26% á Skáni í Svíþjóð og 0,25% á Íslandi. Í sænsku rannsókninni sem var tilfella-viðmiðarannsókn reyndust sjálfstæðir áhættuþættir bringubeinsfistla vera fyrri saga um grunna eða djúpa bringubeinssýkingu, nýrnabilun, reykingar og notkun beinvax. Algengustu sýkingarvaldarnir voru kóagúlasa neikvæðir staphylokokkar (63% tilfella) og S. aureus (19% tilfella). Í sænska þýðinu var auk sýklalyfja beitt sárasogsmeðferð við 20 sjúklinga en á Íslandi voru allir sjúklingar meðhöndlaðir með hefðbundinni meðferð, sem fól í sér allt að 10 skurðaðgerðir. Legutími sjúklinga með bringubeinsfistla var 29 dagar í Svíþjóð og létust 6% sjúklinganna á sjúkrahúsi en fimm ára lifun var 58% fyrir sjúklinga með bringubeinsfistil borið saman við 85% hjá viðmiðunarhópi (p=0,003). Á Íslandi var meðallegutími 19 dagar (bil 0 til 50) og enginn lést vegna meðferðar bringubeinsfistils.
Bæði djúpar bringubeinssýkingar og bringubeinsfistlar auka dánarlíkur sjúklinga sem gengist hafa undir opna hjartaðagerð. Legutími er verulega lengdur og þessir sjúklingar þarfnast endurtekinna skurðaðgerða. Tíðni, áhættuþættir og lifun sjúklinga með djúpa bringubeinssýkingu eru svipaðir á Íslandi og lýst hefur verið erlendis. Sárasogsmeðferð hefur dregið marktækt úr endurkomu djúpra bringubeinssýkinga sem krefjast skurðaðgerðar, sem rökstyður notkun slíkrar meðferðar í þorra tilfella. Hins vegar reyndist ekki tölfræðilega marktækur munur á sárasogsmeðferð og hefðbundinni meðferð hvað varðar lengd sjúkrahúsdvalar, tíðni síðkominna bringubeinssýkingasýkinga né dánartíðni. Þótt bringubeinsfistlar séu tiltölulega sjaldgæfir þá fylgir þeim aukin sjúkdómsbyrði og lifun sjúklinga er lakari. Í dag er ekki ljóst hver kjörmeðferð bringubeinsfistla er en í flestum tilfellum er hægt að uppræta sýkinguna með sárasogi
Negative pressure wound therapy in Iceland - indication and outcome
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textINTRODUCTION: Negative pressure wound therapy (NPWT) is a recent therapeutic option in wound healing, where a vacuum source is used to create sub-atmospheric pressure in the wound bed with airtight dressings. The aims were to study the indications for the use of NPWT in a whole country and evaluate the outcome of treatment. MATERIAL AND METHODS: This was a retrospective study that included all patients that were treated with NPWT in Iceland between January and December 2008. Information on indication, duration and outcome of treatment was collected from patient charts. Factors that are known to affect wound healing, such as diabetes, smoking and age, were also registered. RESULTS: During the 12 month study period a total of 65 NPWT-treatments were given to 56 patients; 35 (63%) males and 21 (37%) females, with an average age of 62 yrs (range; 8 - 93). The indications for treatment were: wound infection (40%), promotion of wound healing (42%) and keeping cavities open (19%). The lower limbs (26%) and chest area (25%) were the most common sites for treatment. Six patients died during the treatment period, none of them due to complications related to NPWT, and these patients were excluded from analysis of wound healing. In the other 59 treatments, 40 wounds (68%) healed successfully, but healing was incomplete in 19. Treatment related complications were recorded in 19 (32%) cases; wound pain (12%) and skin problems (11%) being the most common ones. CONCLUSION: NPWT has been used considerably in Iceland, especially for infected surgical wounds and chronic wounds. In two thirds of cases a complete wound healing was achieved, which must be regarded as a favorable outcome.Inngangur: Sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy, NPWT) er nýjung í sárameðferð þar sem undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með loftþéttum umbúðum og sogtæki. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar hjá heilli þjóð, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga, bæði á sjúkrahúsum og utan, sem fengu sárasogsmeðferð á Íslandi frá janúar til desember 2008. Ábending, tímalengd og árangur meðferðar voru skráð úr sjúkraskrám. Einnig var metinn gróandi sára og þættir sem geta haft áhrif á gróanda, eins og sykursýki, reykingar og aldur. Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir. Karlar voru 63% og meðalaldur 62 ár (bil 8-93 ár). Meðferð var veitt á sjúkrahúsi í 85% tilfella, oftast á æða- og brjóstholsskurðdeildum. Algengustu ábendingar fyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (42%) og viðhald opinna holrúma (19%). Flest sárin voru á neðri útlimum (26%) og brjóstkassa (25%). Sex sjúklingar létust vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 (68%) en ófullkominn gróandi í 19 (32%). Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32%) tilfellum og voru verkir (12%) og húðvandamál (11%) algengust. Ályktanir: Sárasogsmeðferð er töluvert notuð á Íslandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvinn sár. Í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur
The changing gender gap in substance use disorder: a total population-based study of psychiatric in-patients.
To access publisher's full text version of this article. Please click on the hyperlink in Additional Links field.To study changes over a 25-year period in the gender gap in discharge diagnoses of alcohol use disorder (AUD) and other substance use disorder (SUD) in psychiatric in-patients. A register-based study of all admissions to psychiatric hospitals in Iceland between January 1983 and December 2007. Annual rate of admissions to psychiatric hospitals, adjusted for changes in the size of the population. Furthermore, gender-specific analysis of changes in discharge diagnoses of AUD solely and other SUD (including AUD with other SUDs). Of all psychiatric admissions, the proportion of any SUD admissions increased considerably during the study period. This increase was most pronounced in SUDs other than solely AUD. AUD increased for women and decreased for men. The male to female ratio of AUD alone decreased from 4.2 to 1.5 (P < 0.001). There was no significant change in the gender gap for other SUDs (P = 0.96). There has been a marked convergence of the gender gap in discharge diagnosis of alcohol use disorder among psychiatric in-patients in Iceland over the last decades. For other substance use disorders, the change was not as pronounced. Our results emphasize the importance of monitoring changes in substance use disorder diagnosis as this may uncover different treatment needs in this group of vulnerable individuals
Total population-based study of the impact of substance use disorders on the overall survival of psychiatric inpatients.
To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink at the bottom of the pagePatients with severe mental illness have a shortened lifespan, and substance use disorder (SUD) is an especially important diagnosis in this respect. There have been no studies comparing directly SUD to other diagnoses in a nationwide cohort.To directly compare differences in mortality rates of psychiatric inpatients with a discharge diagnosis of SUD versus other psychiatric diagnoses.A register-based study was made of all patients admitted to psychiatric hospitals in Iceland between 1983 and 2007. Patients were grouped according to discharge diagnoses. Survival with respect to SUD was compared using Cox-proportional hazard ratio, excluding those with an organic mental disorder. Furthermore, the survival of patients with SUD and co-morbid diagnoses was evaluated.A total of 14,281 patients (over the age of 18 years) were admitted to a psychiatric hospital in Iceland during the study period, with a total of 156,356 years of follow-up. For both men and women, a diagnosis of SUD conferred similar mortality as a diagnosis of schizophrenia without SUD, while individuals with a diagnosis of a mood disorder or "other disorders" had significantly lower mortality than SUD. For men with SUD, a co-occurring mental disorder was associated with an increased risk of dying, however, this was not found for women.SUD was the psychiatric diagnosis that had the highest mortality rate among psychiatric inpatients, in both men and women. An additional psychiatric diagnosis on a pre-existing SUD diagnosis did increase the risk for men but not women
Átta tilfelli af Legionellosis staðfest með ræktun
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)From January 1985 to the end of June 1988, eight cases of Legionellosis were diagnosed by culture in Iceland. The bacteria found were in all cases Legionella pneumophila serogroup 1. The bacteria were cultured from 12 samples, six bronchial washing, three sputum specimens and three transtracheal specimens. There were four women and four men, aged 37¬83 years. Five cases were considered nosocomial infection. Four had chronic lung disease and one had lung cancer. Four had been operated on under endotracheal anesthesia during the incubations period. Among the four patients who died pneumonia was considered an important factor. In the three with community-acquired infection, one had systemic lupus erythematosus and was treated with prednisolon, one had chronic lung disease and died of the pneumonia and one didn't have any known underlying disease. In all patients, antibodies to Legionella were sought, at least once, by microagglutination test. Four had elevated antibody titers to L. pneumophila serogroup 1. It is important to remember Legionellosis as a possible cause for pneumonia in people having chronic lung diseases, especially if they have undergone surgery with endotracheal anesthesia. It is also important to remember that disease in patients treated with immunosuppressive drugs.Frá ársbyrjun 1985 til júníloka 1988 greindist legionellosis með ræktun hjá átta sjúklingum á Íslandi. Í öllum tilvikum var um að ræða Legionella pneumophila sermiflokk 1. Bakteríurnar ræktuðust úr tólf sýnum, sex berkjuskolum, þremur barkaástungusýnum og þremur hrákasýnum. Sjúklingarnir voru fjórar konur og fjórir karlar á aldrinum 37-83 ára. Fimm sýktust á sjúkrahúsi og höfðu fjórir langvinna lungnasjúkdóma og einn krabbamein í lunga. Fjórir fóru í skurðaðgerö í svæfingu og lágu á gjörgæsludeild á líklegum sýkingartíma. Af þeim fimm sem sýktust á sjúkrahúsi dóu fjórir og var lungnabólgan talin meöverkandi þáttur í dauða þeirra. Einn þriggja sem sýktust utan sjúkrahúss hafði bandvefssjúkdóm og var á sterameðferð. Annar hafði sjúkdóm í millivef lungna og dó hann af völdum lungnabólgunnar. Ekki er vitað um undirliggjandi sjúkdóma hjá þeim þriðja. Hjá öllum sjúklingunum voru athuguö mótefni gegn Legionella meö örkekkjun. Reyndust fjórir hafa mótefnahækkun gegn L. pneumophila af sermiflokki 1. Mikilvægt er aö hafa legionellosis í huga sem orsök lungnabólgu í fólki meö langvinna lungnasjúkdóma, einkum ef það hefur verið svæft vegna skurðaðgerðar. Einnig þar að vera á verði gegn sjúkdómnum ef um er að ræða lungnabólgu í kjölfar ónæmisbælandi meðferðar