5 research outputs found
Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar?
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadDjúpkjarna-rafskautsörvun er meðferð sem notuð er fyrir einstaklinga með parkinsonveiki
(PV)sem eru með svæsin hreyfieinkenni. Þó meðferðin beinist aðallega að því að bæta hreyfigetu getur hún leitt til breytinga á ekki-hreyfieinkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Þessi einkenni falla oft í skuggann af hreyfieinkennum en geta haft afdrifarík áhrif á
sálfélagslega líðan. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í skimun og eftirliti með
kvíða, þunglyndi og hvataröskun þannig að hægtsé að grípa til viðeigandi meðferðarúrræða
ef vandamál koma í ljós
Kvíði, þunglyndi, hvataraskanir og þyngdarbreytingar hjá Parkinsonsjúklingum með djúpkjarna rafskautsörvun: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit
Bakgrunnur: Parkinsonsjúkdómur er einn algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn og veldur erfiðum hreyfieinkennum og fjölmörgum ekki hreyfieinkennum. Sjúkdómurinn krefst flókinnar einkennameðferðar og í sumum tilvikum er notuð djúpkjarna rafskautsörvun (e. Deep Brain Stimulation, DBS). Slík meðferð dregur einkum úr hreyfieinkennum en getur einnig haft í för með sér vitsmunalega, geðræna og fleiri taugasálfræðilega fylgikvilla. Markmið: Að skoða hvaða afleiðingar DBS getur haft á kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshegðun og hvataraskanir hjá Parkinsonsjúklingum (PS). Undirmarkmiðin voru að lýsa: (i) hvort sambandi sé lýst á milli þyngdaraukningar í kjölfar DBS og hvataraskana (ii) matstækjum sem voru notuð til þess að meta kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshættu og hvataraskanir eftir DBS. Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt á megindlegum og blönduðum rannsóknum. Stuðst var við leiðbeiningar Joanna Briggs stofnunarinnar (JBI) og PRISMA yfirlýsingu við greiningu og framsetningu gagna. Kerfisbundin leit fór fram í PubMed og CINAHL á rannsóknargreinum, birtum frá janúar 2010 til ágúst 2019. Byrjað var á að skima titla og útdrætti og þær greinar sem stóðust inntökuskilyrði voru lesnar í heild sinni. Snjóboltaleit fór fram í Google Scholar og skoðun á heimildarskrám í greinum sem uppfylltu inntökuskilyrði. Hætta á skekkju var metin með sérsniðnum 10 atriða matsskala aðlöguðum út frá JBI MAStARI. Tveir rannsóknaraðilar mátu hvor í sínu lagi hverja rannsóknargrein. Samþætting á texta fór fram með orðum og sett fram með „the matrix method“ og lóðréttri samþættingu. Niðurstöður: Alls uppfylltu 34 megindlegar og ein blönduð rannsóknargrein inntökuskilyrði. PS með DBS voru samtals 3.220 og einstaklingar í samanburðarhópum 1.114. Í heildina litið var kvíði og þunglyndi ýmist óbreytt eða minna eftir að DBS meðferð hófst. Tíðni sjálfsvígshegðunar var 0% - 5% og voru flest sjálfsvíg/tilraunir framin <3 ára frá því rafskaut voru sett í PS. Einkenni hvataraskana ýmist minnkuðu, héldust óbreytt, versnuðu eða komu fram sem ný einkenni hjá sjúklingum sem ekki höfðu sýnt merki þess áður en rafskautsörvunin hófst. Þyngdaraukning kom fram hjá 12% - 88% PS með DBS en var aðeins metin í tengslum við hvataraskanir í einni rannsókn. Beck Depression Inventory (BDI) var algengasta mælitækið til að meta þunglyndi og sjálfsvígshættu, State-Trait Anxiety Inventory (STAI) til að meta kvíða og Ardouin skali til að meta hvataraskanir. Ályktanir: Parkinsonhjúkrunarfræðingar eru í kjör aðstæðum til að fylgjast með einkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvataröskunum á kerfisbundinn hátt eftir að DBS hefst hliðstætt mati á hreyfieinkennum. Mikilvægt er að upplýsa sjúklinga og aðstandendur um ofangreind vandamál sem oft falla í skuggann af augljósari einkennum svo sem hreyfieinkennum. Upplýsingarnar ber að veita bæði fyrir rafskautsaðgerð og einnig í eftirfylgd til að benda þeim á viðeigandi leiðir til að lágmarka þau. Nauðsynlegt er að PS sem meðhöndlaðir eru með DBS hafi greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu til að hindra óafturkræfan skaða sem hlotist getur í kjölfar þessara einkenna
Heilsufar einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma
Í þessari fræðilegu samantekt eru skoðaðir helstu áhættuþættir fyrir þróun vefrænna sjúkdóma og hvaða sjúkdómar hrjá helst einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. Könnuð er dánartíðni og dánarorsakir meðal einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma. Einnig eru skoðuð hvaða meðferðarúrræði hafa borið árangur til að sporna gegn þróun vefrænna sjúkdóma meðal þessa hóps. Heimildir eru fengnar úr gangnasöfnum Pubmed og Fræðasetur Google en einnig fundnar út frá heimildaskrám gagnlegra greina.
Samantektin sýnir að einstaklingar með alvarlega geðsjúkdóma búa almennt við lakari líkamlega heilsu, hafa hærra algengi ýmissa áunninna vefrænna sjúkdóma og hafa lægri lífslíkur miðað við almenning. Meðferðarúrræði sem innihalda fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og aðferðir til að auka líkamlega virkni einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma sýna fram á margvíslegan árangur. Meðferðir sérstaklega hannaðar með þarfir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma í huga gefa von um að hægt sé að fækka áhættuþáttum vefrænna sjúkdóma, bæta líkamlega og andlega líðan og hækka lífslíkur þessa hóps.
Lykilorð: Alvarlegir geðsjúkdómar, áhættuþættir, dánartíðni, fylgisjúkdómar, meðferðarúrræði
Líðan háskólanema skoðuð út frá samtvinnun mismunabreyta: Áhrif hinseginleika, uppruna, búsetu og aldurs
Rannsóknir hafa sýnt að geðraskanir eru algengar meðal háskólanema og einnig meðal hinsegin fólks. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða líðan háskólanema og hvort munur komi fram eftir því hvort nemendur séu hinsegin eða ekki. DASS-42 listinn var notaður ásamt bakgrunnsspurningum sem rannsakendur sömdu. Könnun á íslensku og ensku var send á alla grunnnema í Háskóla Íslands og á Facebook-hópnum Hinseginspjallið. Gagnasafnið samanstóð af 265 þátttakendum. Helstu niðurstöður benda til þess að líðan hinsegin fólks í tengslum við þunglyndi, kvíða og streitu sé almennt verri en líðan fólks sem er ekki hinsegin. Líðan trans fólks er almennt verri en líðan sís fólks og fólk sem finnur ekki fyrir stuðningi fjölskyldu og vina greinir almennt frá verri líðan en fólk sem finnur fyrir stuðningi fjölskyldu og vina. Þessi könnun gefur góða yfirsýn yfir það hvernig líðan háskólanema er og hvernig mismunandi hópar standa í íslensku þýði háskólanema.
Lykilorð: Líðan háskólanema, minnihlutaálag, hinsegin, erlendur uppruni, þunglyndi, kvíði, streit
Dansmeðferð til að efla hreyfingu, vitræna færni og sálfélagslega líðan hjá einstaklingum með Parkinsonssjúkdóm: fræðileg samantekt
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadParkinsonssjúkdómur (PS) er langvinnur taugasjúkdómur
sem skerðir hreyfigetu og vellíðan. Ófyrirsjáanleiki
einkenna gerir það að verkum að einstaklingar með PS eiga
það til að draga sig í hlé og taka síður þátt í félagslegum
athöfnum. Dansmeðferð getur verið bæði gagnlegt
og skemmtilegt meðferðarúrræði til að spyrna á móti
sálfélagslegum afleiðingum sjúkdómsins og til að viðhalda
hreyfigetu. Í þessari grein verður niðurstöðum fræðilegrar
samantektar 18 rannsóknargreina með mismunandi
rannsóknarsniði lýst; eigindlegu (n=3), megindlegu (n=9) og
fýsileikarannsóknir (n=6) þar sem skoðaður er ávinningur
og útfærsla dansmeðferðar til að bæta hreyfigetu og líðan
hjá einstaklingum með PS. Auk þess ætlum við að draga
fram þætti sem þarf að hafa í huga þegar dansmeðferð
er skipulögð til þess að hún sé fýsileg, örugg og skili sem
mestum ávinningi