1 research outputs found
Lýðheilsa eldri borgara : íþróttafélög og bæjaryfirvöld í þágu eldri borgara
Á undanförnum áratugum hefur verið mikið rætt um lýðheilsu eldri borgara og hvaða áhrif hún hefur á samfélagið og eldri borgarana sjálfa. Lýðheilsa eldri borgara kemur okkur öllum við og þá sér í lagi ríkisvaldinu og sveitarfélögum. Framboð á hreyfingu þarf að vera fjölbreytt, faglegt en einnig þarf að vera í boði hreyfing fyrir þá sem minna mega sín t.d. hvað varðar fjárhagslega stöðu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort íþróttafélögin í Reykjanesbæ, í fullu samstarfi við bæjaryfirvöld, gætu boðið upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir eldri borgara gjaldfrjálst og að allir aðilar myndu hagnast á samstarfinu sem slíku. Tekin voru viðtöl við eldri borgara sem stunda reglulega hreyfingu og við þá sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Einnig voru tekin viðtöl við alla forsvarsmenn íþróttafélaganna í Reykjanesbæ; Keflavík, Njarðvík og ÍRB. Forsvarsmenn íþróttafélagana voru jákvæðir um að virkja slíkt starf innan félagana og fannst eðlilegt að íþróttahreyfingin standi á bak við slíkt starf með aðstoð bæjaryfirvalda. Að lokum var hugmynd þessi og niðurstöður ritgerðarinnar kynntar fyrir formanni bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Friðjóni Einarssyni. Niðurstöður sýndu að eldri borgarar eru mjög sáttir með þá aðstöðu sem er í boði til hreyfingar í Reykjanesbæ en segjast samt flestir vilja meira framboð og fjölbreyttari dagskrá. Niðurstöður sýndu einnig að forvsrasmenn íþróttafélagana sjá fyrir sér slíkt verkefni þar sem öll félög bæjarins gætu sameinað krafta sína. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja verkefnið nauðsinlegt bæði fyrir eldri borgara og íþróttafélögin.
Lykilorð: Lýðheilsa, hreyfing, íþróttafélög og bæjaryfirvöl