40 research outputs found

    Neuromuscular monitoring during anesthesia

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open í sviðinuObjective: Muscle relaxants are very important in anesthetic practice but must be used with great care. Studies have shown that 17-40% of patients in postanesthesia care units (PACU) have residual muscle weakness. The purpose of this study was to evaluate whether the use of neuromuscular monitors during anesthesia could reduce the incidence of muscle weakness in the postoperative period. Materials and method: Eighty patients operated for laparoscopic cholecystectomy or lumbal disc prolapse given muscle relaxants during anesthesia were studied, randomly allocated to four groups. Fourty of these patients were monitored with neuromuscular monitor (TOF-guard") during anesthesia and the set point was a TOF-ratio of at least 70% before extubating the patients. Fourty patients were monitored by usual clinical signs (spontaneus breathing, cough and muscle movement). Twenty patients in each group were given vecuronium as muscle relaxant and 20 patients recieved pancuronium, again patients were randomly selected. In the PACU all patients were evaluated and the "5-sec headlift test" was used to find patients with muscle weakness. Hand grip strength was also measured before anesthesia and in the PACU. Glascow Coma Score (GCS) was used to evaluate if patients were too drowsy to co-operate and patients with GCS < 12 were excluded. Measurements were made after arrival to the PACU and every 30 minutes thereafter until headlift was at least 5 sec. Results: The incidence of restcurarization was 15% on arrival to the PACU. No statistically significant difference was found between those monitored with neuromuscular monitors and those that were not. Similarily no statistical difference was found between short acting neuromuscular blocking agents and longer acting agents. Conclusion: Although we didn t find any benefit from neuromuscular monitoring or using shorter acting drugs, the use of nervestimulators and short acting drugs is still recommended, especially for high risk patients. The generally accepted train-of-four (TOF-) ratio of 70% has been questioned by some authors, recommending a higher ratio (85%). Further studies using a higher TOF-ratio are therefore recommended.Tilgangur: Vöðvaslakandi lyf eru notuð við mikinn hluta svæfinga í dag. Æskilegt er að verkun þeirra sé horfin strax að svæfingu lokinni en kannanir hafa hins vegar sýnt að í 17-40% tilvika gæti áhrifa þeirra lengur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að minnka eftirstöðvar vöðvaslökunar að svæfingu lokinni með nákvæmri vöktun með taugaörva meðan á svæfingu stendur og auka þannig öryggi sjúklinga eftir skurðaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Valdir voru af handahófi 80 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (nú Landspítali Fossvogi) þar sem vöðvaslökun var fyrirfram ákveðin. Helmingur sjúklinga (40 talsins) var vaktaður með taugaörva í svæfingu þar sem gefin eru fjögur væg rafstuð í röð (train-of-four, TOF) og fylgst með TOF-hlutfalli. Markmiðið var að TOF-hlutfall yrði að minnsta kosti 70% áður en sjúklingar væru vaktir og barkarenna fjarlægð. Hjá hinum 40 sjúklingunum var stuðst við klínísk einkenni, svo sem eigin öndun, hósta og vöðvahreyfingar til mats á vöðvaslökun. Tuttugu sjúklingar í hvorum hópi fengu vöðvaslakandi lyfið vecúróníum sem hefur miðlungslanga verkun og 20 sjúklingar fengu langverkandi lyfið pancúróníum. Eftirstöðvar vöðvaslökunar voru metnar á vöknunardeild með svokallaðri "fimm sekúndna höfuðlyftu" en hún er talin vera það klíníska próf sem best gefur til kynna hvort sjúklingur hafi endurheimt nægjanlegan vöðvastyrk til að halda öndunarvegi opnum og hreinum. Handstyrkur sjúklings var einnig mældur fyrir og eftir svæfingu. Þeir sjúklingar sem voru lægri en 12 samkvæmt Glasgow meðvitundarkvarða (Glasgow Coma Score, GCS) og því hugsanlega of sljóir eftir svæfinguna til að taka þátt í prófununum voru ekki teknir með fyrr en GCS var komið yfir 12 stig. Niðurstöður: Í ljós kom að 15% sjúklinga voru undir áhrifum vöðvaslakandi lyfja við komu á vöknunardeild. Sjúklingahóparnir voru sambærilegir varðandi almenn atriði, svo sem aldur, kyn, þyngd og blóðgildi. Notkun taugaörva með TOF-hlutfalli 70% reyndist ekki marktækt fækka sjúklingum með einkenni um vöðvaslökun eftir svæfingu. Munur á lyfjum með langa eða miðlungslanga verkun með tilliti til eftirstöðva vöðvaslökunar reyndist heldur ekki marktækur. Ályktun: Eftirstöðvar af áhrifum vöðvaslakandi lyfja eru nokkuð algengar (15%) hjá sjúklingum við komu á vöknunardeild. Hvorki notkun stuttverkandi lyfja né notkun fullkomins taugaörva fækkaði marktækt sjúklingum með minnkaðan vöðvastyrk eftir svæfingu en þó teljum við ástæðu til að mæla áfram með vöktun vöðvaslökunar, ekki síst við svæfingar áhættusjúklinga og í löngum aðgerðum. Til þessa hefur verið talið að 70% TOF-hlutfall nægði til þess að sjúklingurinn hefði nægilegan vöðastyrk í lok svæfingar. Nýleg rannsókn bendir hins vegar til þess að TOF-hlutfall þurfi að vera að minnsta kosti 85% til að fyrirbyggja eftirstöðvar vöðvaslökunar. Frekari rannsókna er þörf þar sem markmiðið væri hærra TOF-hlutfall

    Presumed consent for organ donation in Iceland

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File

    Nutrition in hospitalized patients.

    Get PDF

    Energy expenditure and nutritional support in intensive care patients

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSTUDY OBJECTIVES: Nutritional support of ICU patients is usually guided by estimations of their caloric needs. However, recent studies have shown that energy expenditure (EE) of critically ill patients is not as high as previously thought. The goal of this study was to measure EE in ICU patients, compare it with estimated EE and evaluate nutritional support. METHODS: Energy expenditure was measured with indirect calorimetry in a broad group of ICU patients requiring mechanical ventilation >48 hours. In comparison EE was estimated with the Harris-Benedict equation. Nutritional support during ICU stay was registered. RESULTS: Mean measured EE of 56 patients was 1820 +/- 419 kcal/day or 22 kcal/kg/day. The Harris- Benedict equation underestimated EE by 11%, but adding a stress factor resulted in 15% overestimation. Mean nutritional support was 1175 +/- 442 kcal/day or 67% of EE. The energy deficit was greatest during the first week of ICU stay. Mean protein administration was 0,44 g/kg/day. CONCLUSION: Measured EE of ICU patients was less than nutritional support recommended by international guidelines. These results are in accordance with recent studies. Nutritional support was only 67% of measured energy expenditure and protein content less than recommended. Further studies are needed as it has not be shown how this might influence outcome.Tilgangur: Við næringu gjörgæslusjúklinga er oftast stuðst við áætlaða orkuþörf. Rannsóknir benda þó til að orkunotkun sé minni en áður var talið. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla raunverulega orkunotkun gjörgæslusjúklinga og bera saman við áætlaða orkunotkun og að kanna magn og samsetningu næringargjafar. Aðferðir: Orkunotkun var mæld með óbeinni efnaskiptamælingu (indirect calorimetry) hjá sjúklingum sem þurftu öndunarvélameðferð >48 klukkustundir. Til samanburðar var orkunotkun áætluð með Harris-Benedict-jöfnu. Skráðar voru upplýsingar um alla næringargjöf sem sjúklingur fékk. Niðurstöður: Meðalorkunotkun hjá 56 sjúklingum reyndist vera 1820 ± 419 kcal/dag. Harris-Bene-dict-jafnan vanmat orkunotkun um 11,3% en með viðbættum streitustuðli var um 15,3% ofmat að ræða. Meðalnæringargjöf var 1175 ± 442 kcal/dag eða um 67% af orkunotkun. Mestur munur var á orkunotkun og næringargjöf í fyrstu viku gjörgæslumeðferðar. Próteingjöf var að meðaltali 0,44 g/kg/dag. Ályktun: Orkunotkun gjörgæslusjúklinga var minni en sú orkugjöf sem mælt er með samkvæmt næringarleiðbeiningum sérgreinafélaga en í samræmi við niðurstöður annarra nýlegra rannsókna. Næringargjöf var einungis 67% af mældri orkunotkun og próteininnihald næringar undir ráðlögðu magni. Ekki hefur verið sýnt fram á að það hafi áhrif á horfur sjúklinga. Þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði

    Clinical aspects and follow up of suicide attempts treated in a general intensive care unit at Landspitali University Hospital in Iceland 2000-2004

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: To gather information on patients admitted to an intensive care unit (ICU) after a serious suicide attempt (SA). METHODS: Retrospective analysis and follow up of admittances to ICUs of Landspitali University Hospital after SA years 2000-2004. RESULTS: Admittances because of SA were 251 (4% of ICU admissions, 61% females, 39% males, mean age 36 yr +/- 14 ). Ten percent were admitted more than once and 61% had prior history of SA. Drug intoxication was the most prevalent type of SA (91%) and the most frequent complication was pneumonia. Following ICU stay 36% of the patients were admitted to psychiatric wards and 80% received psychiatric follow up. The main psychiatric diagnosis was addiction (43%). Majority of patients were divorced or single and the rate of unemployment was high. Mortality during ICU stay was 3%. During 3-7 year follow up 21 patients died (10 %), majority due to suicide. In a survival analysis only the number of tablets taken, APACHE II score and number of somatic diseases predicted risk of death. CONCLUSION: The patient group is young (36 yr), majority are women (61%), repeated attempts are frequent, social circumstances are poor and death rate after discharge from hospital is high (10%) even though the vast majority (80%) receives psychiatric follow up.This raises the question if the offered treatment is effective enough. Key words: Suicide attempt, suicide, drug poisoning, intensive care, mental health care.Tilgangur: Að kanna afdrif þeirra sem þarfnast innlagnar á gjörgæslu eftir alvarlega sjálfsvígstilraun. Aðferðir: Aftursæ rannsókn á innlögnum á gjörgæsludeildir Landspítala vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna árin 2000-2004. Niðurstöður: Innlagnir vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna voru 251 (4% allra innlagna, 61% konur, 39% karlar, meðalaldur 36 ár ± 14). Tíu prósent lögðust inn oftar en einu sinni og 61% höfðu áður gert alvarlega sjálfsvígstilraun. Inntaka lyfja var algengasta aðferðin (91%) og oftast voru notuð bensódíazepín. Meðferð í öndunarvél þurftu 27% sjúklinga og algengasti fylgikvillinn var lungnabólga. Í kjölfarið voru 36% sjúklinga lagðir inn á geðdeild en 80% fengu eftirfylgd innan geðheilbrigðiskerfisins. Algengasta geðgreining var fíkn (43%). Stór hluti sjúklinga voru fráskildir eða einhleypir og atvinnuþátttaka lítil. Þrjú prósent sjúklinga lést af völdum alvarlegra sjálfsvígstilrauna og á 3-7 ára eftirfylgdartímabili lést 21 sjúklingur (10%), flestir fyrir eigin hendi. Í aðhvarfsgreiningu höfðu einungis fjöldi inntekinna taflna, APACHE II gildi og fjöldi sjúkdómsgreininga forspárgildi varðandi horfur sjúklinga. Ályktun: Þetta er ungur sjúklingahópur, meirihluti konur, endurteknar alvarlegar sjálfsvígstilraunir eru algengar, félagslegar aðstæður erfiðar og dánartíðni há þrátt fyrir að hátt hlutfall fái eftirfylgd innan geðheilbrigðiskerfisins. Það vekur spurningar um hvort meðferðarúrræði sem í boði eru séu nægjanlega árangursrík

    Thirty years of intensive care. Clinical experience at Reykjavik Hospital

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Reykjavik Hospital has been the main trauma center in Iceland. The Intensive Care Unit (ICU) was founded in 1970 and has been in operation since then. The aim of this study was to review its clinical experience these 30 years. Material and methods: A retrospective study of patient records was conducted for all admissions to the ICU between 1970 and the end of 1999. Data was collected pertaining to the annual rate of admission, proportion of patients requiring ventilator treatment, mortality rate, age distribution, reasons for admission and medical speciality. Results: A total of 13,154 patients were admitted to the ICU between 1970 and the end of 1999. A steady increase in the rate of admissions was observed during the study period, reaching 550-600 patients for the ICU annually. There was a statistically significant increase in the proportion of patients requiring ventilator treatment over the study period, reaching 38% of ICU admissions by the end of the study. During the study period only one statistically significant change was observed in age distribution. The annual rate of admission to the ICU for patients over 60 years of age increased significantly between the periods 1985-1989 and 1990-1999. The proportion of surgical patients increased (70% of patients by the end of the study) and the proportion of medical patients decreased (ending at 30% of patients). During the last decade a significant increase was seen in patients admitted after major surgery. The observed mortality rate in the final years of the study was observed to be significantly less than it had been in previous years. The observed mortality rate from 1970 to 1989 was 11.7% of patients, decreasing to 8.6% from 1990 to 1998. The average length of stay was also observed to decline. Conclusions: The decline in mortality occurred in spite of an increased rate of admission and an increased workload. This change is attributed to improvement in the care of critically ill patients over the study period.Gjörgæsludeild Borgarspítalans/Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur nú starfað samfellt í þrjá áratugi. Deildin stendur nú á tímamótum þar sem hún á 30 ára afmæli og var ákveðið að stækka hana, auka rými fyrir sjúklinga, endurnýja tækjakost og bæta aðstöðu starfsfólks. Þykir því við hæfi að gera uppgjör á starfseminni til þessa. Tilgangur: Markmiðið var að kanna hvernig fjöldi innlagna, aldursdreifing sjúklinga, deildaskipting og dánarhlutfall hefur þróast frá opnun deildarinnar og hvort samsetning sjúklingahópsins hafi breyst á einhvern hátt. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað úr dagbókum og tölvuskrá gjörgæsludeildar, ársskýrslum sjúkrahússins og frá sjúklingabókhaldi. Árlegur fjöldi innlagna, aldursdreifing, ástæða innlagnar, fjöldi sjúklinga í öndunarvél, deildaskipting og dánarhlutfall var skráð og starfstímanum skipt upp í fimm ára tímabil sem borin voru saman. Niðurstöður: Samtals voru 13.154 sjúklingar innritaðir á gjörgæsludeild. Innlögnum fjölgaði stöðugt á tímabilinu eða um 78% frá byrjun til enda og hlutfall þeirra sem þurftu meðferð í öndunarvél jókst jafnt og þétt en það bendir til vaxandi fjölda sjúklinga sem eru mikið slasaðir eða alvarlega veikir. Aldursdreifing hélst nánast óbreytt allt tímabilið en þó sést aukning á sjúklingum sem eru eldri en 60 ára. Fjölgun var á innlögnum frá skurðlækningasviði sjúkrahússins í samanburði við lyflækningasvið. Síðasta áratuginn sást marktækt lægra dánarhlutfall og styttri meðallegutími. Umræða: Fjölgun innlagna má skýra að hluta með vaxandi fólksfjölda en einnig með samruna Landakotsspítala og Borgarspítala. Innlögnum hefur þó fjölgað meira en sem nemur mannfjöldaþróun og þar vegur mest fjölgun innlagna eftir meiriháttar skurðaðgerðir. Ályktanir: Árangur starfseminnar virðist góður þar sem dánarhlutfall hefur lækkað og meðallegutími styst þrátt fyrir aukinn fjölda mikið veikra sjúklinga og hækkandi aldur þeirra. Framfarir í læknisfræði og hjúkrun virðast því skila sér í markvissari meðferð og bættum horfum sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma eða alvarlega áverka

    Head injury at Reykjavík Hospital, intensive care unit, 1994-1998

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Reykjavík Hospital is the main trauma hospital in Iceland, receiving all severe head injuries in the country. Incidence of head injury and mortality has been decreasing in the last decades. The aim of this study was to analyse data on admission, treatment and outcome of patients admitted to intensive care unit with severe head injury and compare with other countries. Material and methods: In this study we looked retrospectively at the incidence of severe head injuries admitted to the intensive care unit at Reykjavik Hospital 1994-1998. Number of patients, type of injury, length of stay, length of ventilator treatment. Glasgow Coma Score (GCS), APACHE II (Acute Physiologic and Chronic Health Evaluation) score and mortality was analysed. Results: A total of 236 patients was admitted with an average of 47 patients per year. Traffic accidents were the most common cause of injury and mortality was 11.7%. Ethanol consumption was seen in many cases where fall was the cause of accident, most often in the year 1998 in 75% of cases. Mortality of patients with GCS 8 that was 40% of the patients was must higher or 24.7% compared with patients with GCS >8 where mortality was 3.4%. There was an increase in admissions in 1998, with more severe injuries and significantly longer length of stay and ventilator treatment. Conclusions: Number of patients with head injury was decreasing in comparison with older studies. The results of treatment are rather good in comparison with other countries with relatively low mortality, or 11.7% versus 15-20% in nearby countries. There has been improvement of outcome in patients with the most severe head injury (GCS 8) since 20 years ago, where up to 50% of the patients died but in our study mortality was 24.7%. Alcohol consumption was seen in 46% of cases where fall was the cause of head injury. Those that suffer head trauma are most often young people and preventive measures must continue with full strength in order to decrease the incidence of accidents in our society.Tilgangur: Höfuðáverkum hefur farið fækkandi á síðustu áratugum auk þess sem dánartíðni hefur farið lækkandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort slík þróun hefði átt sér stað hér á landi síðastliðin ár. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir tölvuskráningu allra sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna höfuðáverka á árunum 1994-1998. Athugað var hver slysavaldur var auk þess sem ástand sjúklings við komu var kannað. Einnig var leitað eftir hvernig meðferð þeirra var háttað á gjörgæsludeild og ástand við útskrift. Niðurstöður: Alls lögðust 236 sjúklingar inn á gjörgæsludeild á tímabilinu sem er að meðaltali 47 sjúklingar á ári. Umferðarslys voru algengasta orsök höfuðáverka eða í 43% tilfella og dánartíðni var 11,7%. Ölvun var samverkandi orsök í mörgum tilfellum þar sem um fall var að ræða, mest árið 1998 eða 75%. Dánartíðni þeirra sem voru greindir með alvarlegustu höfuðáverkana, Glasgow Coma Score (GCS) 8 eða minna, sem voru um 40% sjúklinganna, var miklu hærri eða 24,7% á móti 3,4% ef GCS var yfir 8. Sjúklingar sem lögðust inn á árinu 1998 voru með alvarlegri höfuðáverka og meðaltími þeirra sem þurftu að vera í öndunarvél var lengri en árin á undan. Ályktanir: Fjöldi þeirra sem lögðust inn á gjörgæsludeild vegna höfuðáverka fór lækkandi í samanburði við eldri rannsókn sem gerð var hér á landi. Dánartíðni var 11,7% sem er lægri tíðni en meðal nágrannaþjóða okkar en þar er dánartíðni 15-20%. Umtalsverður árangur hefur náðst varðandi meðferð sjúklinga með alvarlegustu höfuðáverkana (GCS 8 eða minna) þar sem dánartíðni hefur lækkað um helming miðað við fyrir 20 árum. Ölvun var samverkandi þáttur í mörgum tilfellum þar sem um fall var að ræða auk þess sem það var vaxandi vandamál á tímabilinu. Aukinn fjöldi sjúklinga með alvarlegri áverka á seinustu tveim árum bendir til að enn sé þörf á öflugu forvarnarstarfi

    Severely increased serum lipid levels in diabetic ketoacidosis – case report

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesVeruleg hækkun á blóðfitum er þekktur en sjaldgæfur fylgikvilli ketónblóðsýringar. Hér er lýst tilfelli 23 ára konu sem leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna kviðverkja. Blóðvökvi reyndist það fituríkur að ekki var unnt að mæla blóðhag. Hún var með hraða og djúpa öndun (Kussmaul-­öndun) og aceton-lykt úr vitum. Hún reyndist hafa insúlínháða sykursýki með ketónblóðsýringu (ketoacidosis). Veitt var hefðbundin meðferð með vökva í æð, insúlíni og kalíum gjöf og leiðréttust gildi blóðsykurs og blóðfitu hratt. Mögulegar skýringar á háum blóðfitugildum eru nýlegar mataræðisbreytingar ásamt undirliggjandi, ógreindri sykursýki. Sjúkratilfellið undirstrikar mikilvægi þess að hafa í huga ólíkar birtingarmyndir ketónblóðsýringar.Severe hypertriglyceridemia is a known, but uncommon complication of diabetic ketoacidosis. We discuss the case of a 23-year-old, previously healthy, woman who initially presented to the emergency department with abdominal pain. Grossly lipemic serum due to extremely high triglyceride (38.6 mmol/L) and cholesterol (23.2 mmol/L) levels were observed with a high blood glucose (23 mmol/L) and a low pH of 7.06 on a venous blood gas. She was treated successfully with fluids and insulin and had no sequale of pancreatitis or cerebral edema. Her triglycerides and cholesterol was normalized in three days and she was discharged home on insulin therapy after five days. Further history revealed a recent change in diet with no meat, fish or poultry consumption in the last 12 months and concomitantly an increase in carbohydrate intake which might have contributed to her extremely high serum lipid levels. This case demonstrates that clinicians should be mindful of the different presentations of diabetic ketoacidosis

    Injecting drug abuse: Survival after intensive care admission and forensic toxicology reports at death

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Notkun vímuefna í æð er alþjóðlegt vandamál sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir neytandann og samfélagið í heild. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tvennt varðandi alvarlegustu afleiðingar neyslu vímuefna í æð: afdrif þeirra sem þurftu að leggjast inn á gjörgæslu og réttarefnafræðilegar skýrslur um andlát eftir neyslu vímuefna í æð. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru allar innlagnir á gjörgæsludeild Landspítala sem tengdust notkun vímuefna í æð á tímabilinu 2003-2007 og metin 5 ára lifun. Einnig var farið yfir réttarefnafræðilegar skýrslur vegna dauðsfalla einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð á sama tímabili. Niðurstöður: Alls reyndust 57 einstaklingar hafa sögu um notkun vímuefna í æð við innlögn á gjörgæsludeild á tímabilinu, sem er um 1% af heildarfjölda innlagna. Innlagnir voru oftast vegna eitrunar (52%) eða lífshættulegrar sýkingar (39%). Miðgildi aldurs var 26 ár og 66% voru karlar. Eitranir voru algengastar, oftast vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum. Dánartíðni á sjúkrahúsi var 16% og 5 ára dánartíðni 35%. Meðaltími frá útskrift að andláti var 916 ± 858 dagar. Alls fundust 38 krufningarskýrslur einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð á tímabilinu, eða 4,1/105/ár fyrir aldurshópinn 15-59 ára. Algengasta dánarorsök var eitrun (53%) sem oftast var vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum (90%) og oft voru mörg efni tekin samtímis. Ályktun: Lífslíkur einstaklinga sem nota vímuefni í æð og hafa þurft gjörgæsluinnlögn eru verulega skertar. Áhyggjuefni er hve algengt er að nota lyfseðilsskyld lyf við slíka neyslu. Umfang vandans virðist svipað og á öðrum Norðurlöndum.----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Introduction: Injecting drug abuse is a worldwide problem with serious consequences for the individual and for society. The purpose of this study was to gather information on the most serious complications of injecting drug use from two perspectives, intensive care admissions and forensic toxicology reports. Material and methods: Firstly, intensive care admissions related to injecting drug abuse during a five year period were reviewed for demographics, complications and 5 year survival. Secondly, information from forensic toxicology reports regarding deaths amongst known injecting drug abusers were gathered for the same period. Results: A total of 57 patients with a history of active injecting drug use were admitted to intensive care or approximately 1% of admissions, most often for overdose (52%) or life threatening infections (39%). Median age was 26, males were 66%. The most common substances used were prescription drugs. Hospital mortality was 16% and five year survival 65%. Average time from hospital discharge to death was 916±858 days. During the study period 38 deaths of individuals with a history of injecting drugs were identified by forensic toxicology reports or 4.1/105 population/year (age 15-59). Cause of death was most often overdose (53%), usually from prescription opiates but multiple drug use was common. Discussion: The life expectancy of injecting drug abusers after intensive care admission is substantially decreased, with 35% death rate within five years. A widespread use of prescription drugs is of concern. Injecting drug abuse seems to be a similar health problem in magnitude in Iceland as in other Scandinavian countries

    Visits to an emergency department due to head injuries

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁverkar á höfði eru algeng afleiðing slysa og ofbeldis. Þeir geta haft varanlegar afleiðingar í för með sér og eru ein af meginorsökum fyrir ótímabærum dauða. Markmið rannsóknarinnar var að gera heildarúttekt á komum á bráðadeild Landspítala vegna áverka á höfði í Reykjavík og athuga nýgengi, eðli og alvarleika en slík heildarúttekt hefur ekki verið gerð áður. Skoðaðar voru afturvirkt allar komur Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði á árunum 2000-2005 og 2008-2009. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala. Áverkagreiningar voru flokkaðar í mjúkpartaáverka, augnáverka, höfuðbeinaáverka, innankúpu- og heilataugaáverka og fjöláverka. Valin var ein aðalgreining ef höfuðáverkagreiningar voru margar. Niðurstöður: Á 8 árum komu 35.031 Reykvíkingar á Landspítala vegna áverka á höfði. Karlar voru 67%. Meðalaldur var 26 ár (0-107). Flestar komur voru hjá börnum á aldrinum 0-4 ára (20,8%), 5-9 ára (11,5%) og ungu fólki 20-24 ára (9,4%). Árlegt nýgengi lækkaði úr 4,2% árið 2000 í 3,3% árið 2009. Nýgengi innlagna lækkaði úr 181/ár/100.000 íbúa árið 2000 í 110/ár/100.000 íbúa árið 2009. Slys orsökuðu 80,5% áverkanna en slagsmál og ofbeldi 12,7%. Flestir komu á bráðadeild vegna mjúkparta-áverka (65%), augnáverka (15%) og innankúpu- og heilataugaáverka (14%). Hlutfallslega flestir lögðust inn vegna innankúpublæðingar (90,1%). Innlagðir voru 8,7% þeirra er hlutu andlitsbeinabrot en 79,2% þeirra er hlutu höfuðkúpubrot. Ályktanir: Algengustu orsakir áverka á höfði eru slys og ofbeldi sem karlar verða oftar fyrir en konur. Algengasta komuástæðan er sár á höfði en algengasta innlagnarástæðan innankúpublæðing. Nýgengi koma og innlagna Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði fór lækkandi síðasta áratuginn.Introduction: Head injury is a common consequence of accidents and violence. It can result in permanent disability and is one of the leading causes of premature death worldwide. Our aim was to review all visits to Landspitali University Hospital (LUH) from head injuries, to study the incidence, nature and severity of head injuries. Material and methods: A retrospective study on all visits of Reykjavik's inhabitants to LUH for head injuries in the years 2000-2005 and 2008-2009. Data were collected from patient records at LUH. One main diagnosis was used if head injury diagnoses were many. They were categorised into 5 groups; soft tissue injury, eye injury, injury to cranium, intracranial- and cranial nerve injury and multiple trauma. Results: During the study period 35.031 patients presented with head injuries to LUH. Males were 67%. Mean age was 26 years (0-107). The highest rate was among infants and children aged 0-4 years (20.8%), followed by 5-9 years (11,5%) and 20-24 years (9.4%). The annual incidence decreased between the study periods from 4.2% to 3.3%. The annual incidence for admitted head injury patients decreased from 181/year/100.000 inhabitants to 110/year/100.000 inhabitants. Most often injuries were caused by accidents (80,5%) and violence (12.7%). Soft tissue injury was the most common injury (65%), followed by eye injury (15%) and intracranial- and cranial nerve injury (14%). The injuries that most frequently led to hospital admission were intracranial bleeding (90.1%), followed by skull fracture (79.2%). Conclusion: Accidents and violence caused most head injuries and they are more common among men than women. Patients with intracranial haemorrhage were usually admitted. Incidence of hospital visits and admissions because of head injuries in Reykjavik has decreased over the last decade. Key words: Head injury, accident, violence, brain injury, intracranial bleeding
    corecore