4 research outputs found

    Greiningar sálfræðinga á fullorðnum með ofvirkni (ADHD)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Athyglisbrestur með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder; AD HD) eða einfaldlega ofvirkni er röskun á taugaþroska sem yfirleitt er greind í barnæsku og einkennist af hvatvísi, einbeitingarerfiðleikum og hreyfiofvirkni. Í núverandi greiningarkerfum er miðað við að einkennin komi fram fyrir sjö ára aldur og hamli barninu við mismunandi aðstæður (t.d. skóla og heima). Fleiri einkenni koma oft fram eins og erfiðleikar með minni og skipulagningu en þessi einkenni geta til að mynda truflað barnið við að nýta sér kennslu þar sem það á erfitt með að sitja kyrrt, einbeita sér og hlusta. Algengt er að vegna þessara erfiðleika komi upp erfiðleikar í hegðun og samskiptum barnsins. Talið er að um 5-7% barna og unglinga séu með ofvirkni (1, 2, 3) og talsvert fleiri drengir fá greiningu heldur en stúlkur. Hugsanlegt er þó að ofvirkni sé vangreind hjá stúlkum en það getur meðal annars stafað af kynbundnum mun á hegðun. Áður fyrr var talið að ofvirkni hyrfi á unglingsaldri en rannsóknir sýna að 30-75% barna með ofvirkni hafa enn hamlandi einkenni á fullorðinsaldri (4, 5). Einkenni á fullorðinsaldri breytast þó þannig að ofvirknieinkenni minnka og önnur einkenni verða meira áberandi eins og erfiðleikar með skipulagningu, minni, athygli, einbeitingu og hvatvísi (6). Rannsóknir á algengi ofvirkni meðal fullorðinna eru mismunandi eftir löndum en líklega má reikna með að um 3-7% fullorðinna séu með hamlandi einkenni ofvirkni (6, 7, 8). Miðað við þessar tölur eru um 9.600-16.000 manns með hamlandi einkenni ofvirkni á Íslandi. Fæstir fullorðinna með ofvirkni fá þó viðeigandi greiningu, eða um 10% og enn færri fá meðferð (8). Erlendar rannsóknir sýna til að mynda að einungis brot af fullorðnum með ofvirkni fá einhverskonar meðferð við sínum einkennum (8) og nær enginn fær sálfræðimeðferð sérstaklega við ofvirkni (7). Margir hafa komið með þá gagnrýni að ofvirkni sé ofgreind og jafnvel að þetta sé ekki raunverulegt læknisfræðilegt vandamál. Vegna þessarar gagnrýni ákváðu helstu sérfræðingar í barnageðlækningum og barnasálfræði að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bentu á það gífurlega magn rannsókna sem gerðar hafa verið á ofvirkni og lögðu áherslu á að um raunverulegt vandamál væri að ræða sem væri alvarlegt og hefði slæm hamlandi áhrif á þá sem þjást af því (9). Í þessari yfirlýsingu var bent á rannsóknir sem sýndu að einungis um 5-10% barna með ofvirkni klára grunnnám í háskóla (college í Bandaríkjunum), 50-70% eiga enga vini, allt að helmingur þeirra sýna andfélagslega hegðun og þegar þessi börn verða fullorðin þá vinna 70-80% þeirra langt undir getu á vinnumarkaði. Fleiri rannsóknir sýna tengsl ofvirkni við neikvæðar aðstæður. Til dæmis sýna tölur að unglingar með ofvirkni eru töluvert líklegri en aðrir unglingar til að upplifa ótímabæra þungun, keyra of hratt, lenda í bílslysum, reykja meira, neyta meira magns eiturlyfja og eru líklegri en aðrir til að fá kynsjúkdóma (6). Fylgiraskanir ofvirkni eru algengar en helst má nefna að um 38% fullorðinna með ofvirkni greinast með einhverskonar lyndisröskun (8). Mismunandi kvíðavandamál eru einnig algeng en um helmingur fullorðinna með ofvirkni greinast með kvíðavandamál. Hegðunarvandamál meðal ofvirkra barna eru algeng og virðist sú hegðun oft fylgja með á fullorðinsaldurinn. Talið er að milli 20-30 % fullorðinna með ofvirkni uppfylli greiningarviðmið fyrir andfélagslega persónuleikaröskun (10) og sýna rannsóknir meðal annars háa tíðni ofvirkni meðal afbrotafólks eða milli 30-65% (11, 12; 13; 14). Einnig hafa rannsóknir sýnt að miðað við aðra klíníska hópa og samanburðarhópa sýna fullorðnir með ofvirkni hærri tíðni búðarhnupls, þjófnaða, innbrota, líkamsárása, handtaka, fangelsisdóma, vörslu og sölu ólöglegra fíkniefna og fleiri andfélagslegra athafna (6)

    Greiningar sálfræðinga á fullorðnum með ofvirkni (ADHD)

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Athyglisbrestur með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder; AD HD) eða einfaldlega ofvirkni er röskun á taugaþroska sem yfirleitt er greind í barnæsku og einkennist af hvatvísi, einbeitingarerfiðleikum og hreyfiofvirkni. Í núverandi greiningarkerfum er miðað við að einkennin komi fram fyrir sjö ára aldur og hamli barninu við mismunandi aðstæður (t.d. skóla og heima). Fleiri einkenni koma oft fram eins og erfiðleikar með minni og skipulagningu en þessi einkenni geta til að mynda truflað barnið við að nýta sér kennslu þar sem það á erfitt með að sitja kyrrt, einbeita sér og hlusta. Algengt er að vegna þessara erfiðleika komi upp erfiðleikar í hegðun og samskiptum barnsins. Talið er að um 5-7% barna og unglinga séu með ofvirkni (1, 2, 3) og talsvert fleiri drengir fá greiningu heldur en stúlkur. Hugsanlegt er þó að ofvirkni sé vangreind hjá stúlkum en það getur meðal annars stafað af kynbundnum mun á hegðun. Áður fyrr var talið að ofvirkni hyrfi á unglingsaldri en rannsóknir sýna að 30-75% barna með ofvirkni hafa enn hamlandi einkenni á fullorðinsaldri (4, 5). Einkenni á fullorðinsaldri breytast þó þannig að ofvirknieinkenni minnka og önnur einkenni verða meira áberandi eins og erfiðleikar með skipulagningu, minni, athygli, einbeitingu og hvatvísi (6). Rannsóknir á algengi ofvirkni meðal fullorðinna eru mismunandi eftir löndum en líklega má reikna með að um 3-7% fullorðinna séu með hamlandi einkenni ofvirkni (6, 7, 8). Miðað við þessar tölur eru um 9.600-16.000 manns með hamlandi einkenni ofvirkni á Íslandi. Fæstir fullorðinna með ofvirkni fá þó viðeigandi greiningu, eða um 10% og enn færri fá meðferð (8). Erlendar rannsóknir sýna til að mynda að einungis brot af fullorðnum með ofvirkni fá einhverskonar meðferð við sínum einkennum (8) og nær enginn fær sálfræðimeðferð sérstaklega við ofvirkni (7). Margir hafa komið með þá gagnrýni að ofvirkni sé ofgreind og jafnvel að þetta sé ekki raunverulegt læknisfræðilegt vandamál. Vegna þessarar gagnrýni ákváðu helstu sérfræðingar í barnageðlækningum og barnasálfræði að senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bentu á það gífurlega magn rannsókna sem gerðar hafa verið á ofvirkni og lögðu áherslu á að um raunverulegt vandamál væri að ræða sem væri alvarlegt og hefði slæm hamlandi áhrif á þá sem þjást af því (9). Í þessari yfirlýsingu var bent á rannsóknir sem sýndu að einungis um 5-10% barna með ofvirkni klára grunnnám í háskóla (college í Bandaríkjunum), 50-70% eiga enga vini, allt að helmingur þeirra sýna andfélagslega hegðun og þegar þessi börn verða fullorðin þá vinna 70-80% þeirra langt undir getu á vinnumarkaði. Fleiri rannsóknir sýna tengsl ofvirkni við neikvæðar aðstæður. Til dæmis sýna tölur að unglingar með ofvirkni eru töluvert líklegri en aðrir unglingar til að upplifa ótímabæra þungun, keyra of hratt, lenda í bílslysum, reykja meira, neyta meira magns eiturlyfja og eru líklegri en aðrir til að fá kynsjúkdóma (6). Fylgiraskanir ofvirkni eru algengar en helst má nefna að um 38% fullorðinna með ofvirkni greinast með einhverskonar lyndisröskun (8). Mismunandi kvíðavandamál eru einnig algeng en um helmingur fullorðinna með ofvirkni greinast með kvíðavandamál. Hegðunarvandamál meðal ofvirkra barna eru algeng og virðist sú hegðun oft fylgja með á fullorðinsaldurinn. Talið er að milli 20-30 % fullorðinna með ofvirkni uppfylli greiningarviðmið fyrir andfélagslega persónuleikaröskun (10) og sýna rannsóknir meðal annars háa tíðni ofvirkni meðal afbrotafólks eða milli 30-65% (11, 12; 13; 14). Einnig hafa rannsóknir sýnt að miðað við aðra klíníska hópa og samanburðarhópa sýna fullorðnir með ofvirkni hærri tíðni búðarhnupls, þjófnaða, innbrota, líkamsárása, handtaka, fangelsisdóma, vörslu og sölu ólöglegra fíkniefna og fleiri andfélagslegra athafna (6)

    Adults referred to a national ADHD clinic in Iceland: clinical characteristics and follow-up status.

    No full text
    To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink belowObjective: Evaluate adults referred to a national ADHD clinic, by comparing those diagnosed with those who were not, and those who screened negative and to evaluate changes among those diagnosed at follow-up. Method: Data obtained from 531 patients' medical records (49.7% males). One hundred thirty-six screened negative, 395 positive and 305 met diagnostic criteria for ADHD. Eighty-three of them were contacted by phone at follow-up. Results: ADHD diagnosis was associated with lower educational status and more concerns expressed by parents and teachers during childhood. Participants not diagnosed with ADHD more often met diagnostic criteria for dysthymia, agoraphobia and generalized anxiety, and were more likely to be diagnosed with two or more comorbid disorders. At follow-up, all reported a significant reduction of ADHD symptoms, irrespective of medication, but the medicated participants reported fewer symptoms of inattention and better functioning in daily life. Conclusion: Adults referred to ADHD clinics may have multiple mental health problems, regardless of whether they receive ADHD diagnosis or not. This could have implications for differential diagnoses of ADHD in adults and emphasises the need to have appropriate treatment available for both groups. Psychoeducation about ADHD may be very helpful in decreasing anxiety and ADHD symptoms. Keywords: Adult ADHD; comorbid disorders; follow-up; functioning; medication

    Effectiveness of medical treatment in the adult ADHD unit of Landspitali 2015-2017

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er algengasta taugaþroskaröskunin sem greind er hjá börnum en einkenni geta varað fram á fullorðinsár. Á Landspítala starfar þverfaglegt teymi sem sér um greiningu og meðferð ADHD hjá fullorðnum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta árangur lyfjameðferðar sem veitt er af teyminu og áhrif fylgiraskana. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra 18 ára og eldri sem komu í fyrsta viðtal til læknis hjá ADHD-teymi Landspítala 2015- 2017 og þáðu lyfjameðferð. Einstaklingar sem höfðu áður fengið meðferð hjá teyminu eða voru þegar á lyfjameðferð voru undanskildir. Upplýsingar um einkenni og líðan fyrir og eftir meðferð fengust úr spurningalistunum ADHD-hegðunarmatskvarði, DASS og QOLS. NIÐURSTÖÐUR Af 211 sjúklingum sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar voru 144 (68%) sem luku meðferð hjá ADHD-teyminu á að meðaltali 143 dögum. Hvatvísi/ofvirkni reyndist forspárþáttur fyrir að falla úr meðferð með OR=0,96 (p=0,015). Marktækur munur var á öllum breytum fyrir og eftir lyfjameðferð (p<0,001). Fyrir ADHD-einkenni var hrifstærð Cohens d=3,18 fyrir athyglisbrest og 1,40 fyrir hvatvísi/ofvirkni. Hrifstærð fyrir lífsgæði var 1,00 en af DASS-undirkvörðum var hrifstærðin hæst 1,43 fyrir streitu. Fylgni var milli aukinna lífsgæða og minnkandi einkenna. Hjá einstaklingum með fleiri geðgreiningar en ADHD var meðferðarárangur marktækt meiri fyrir DASS en ekki var marktækur munur fyrir athyglisbrest, hvatvísi/ ofvirkni og lífsgæði. Ekki var marktækur munur á meðferðarárangri eftir kyni. ÁLYKTUN Einstaklingar sem ljúka meðferð í ADHD-teymi ná miklum árangri sem felst í minnkun einkenna og betri lífsgæðum. Brottfall úr meðferð er hins vegar mikið vandamál.Background: Attention deficit hyperactivity disorder (ADHD) is the most common neurodevelopmental disorder among children but symptoms may persist into adulthood. At Landspitali - the National University Hospital an interdisciplinary unit is responsible for ADHD-diagnosis and for commencing treatment of adult ADHD. The aim of this study is to evaluate the effectiveness of pharmaceutical treatment provided by the unit and the effects of psychiatric comorbidities. Methods: The study is retrospective and includes all individuals ≥18 years of age who received pharmaceutical treatment in the adult ADHD unit at Landspitali 2015-2017. Individuals who had previously received treatment by the unit or were already on medication for ADHD were excluded. Information on symptoms and wellbeing before and after treatment were obtained from three questionnaires, an ADHD rating scale, DASS and QOLS. Results: Of 211 patients who met inclusion criteria 144 (68%) completed the treatment provided by the unit on average 143 days. Impulsivity/hyperactivity predicted treatment failure with OR=0.96 (p=0.015). There was a statistically significant difference in all key response variables before and after pharmaceutical treatment (p<0.001). The Cohen‘s d effect size for ADHD variables were 3.18 for attention-deficit and 1.40 for impulsivity/hyperactivity. The effect size for quality of life was 1.00 and among the DASS subscales the maximum effect size was 1.43 for stress. Increased quality of life correlated with decreased symptoms as rated by DASS and the ADHD rating scale. Treatment success rates were significantly higher for DASS but not for attention-deficit, impulsivity/ hyperactivity and quality of life among individuals with psychiatric comorbidities alongside ADHD. Gender did not affect treatment effectiveness. Conclusions: Those who complete treatment within the ADHD unit achieve good results with decreased psychiatric symptoms and improved quality of life. Treatment discontinuation is a challenge
    corecore