39 research outputs found

    Migraine-diagnosis and treatment in family practice

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The main objective of this study was to evaluate the diagnosis and treatment of patients with migraine at the Solvangur Health Care Center in Hafnarfjordur. MATERIAL AND METHODS: Information about all those who had been diagnosed with migraine (ICD-9 346.0-346.9 and ICD-10 G43.0-G43.9) during the period from 1990 to 2000 at the Solvangur Health Care Center was gathered rectrospectively. The data was collected from November 2004 to may 2005. RESULTS: A total of 490 individuals had been diagnosed with migraine during the study period. The prevalence being just above 2%. Almost one fourth of the patients had symptoms for decades before the diagnosis was made. At diagnosis 15% had 2-4 attacks per month and approximately 8% had five or more attacks per month. One fifth of the patients had migraine with aura. 25% of the patients had been diagnosed with depression and 20% had some form of anxiety. One third of the patients had been investigated with CT of the brain, and nearly 90% received drug prescription for their migraine. CONCLUSIONS: We conclude that only part of patients with migraine are being diagnosed and treated by their family physicians. Large proportions of these patients are being investigated by CT which is rarely needed to make the diagnosis. Most of the patients are being treated with drugs and half of the patients are receiving treatment with triptans. With more decisive diagnosis we could be able to reduce use of computerized tomography and in that way reduce cost.Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða greiningu og meðferð sjúklinga með mígreni meðal skjólstæðinga Heilsugæslunnar Sólvangi í Hafnarfirði. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum um alla þá sem höfðu sjúkdómsgreininguna mígreni (ICD-9 346.0-346.9 og ICD-10 G43.0-G43.9) árin 1990-2000 á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði var safnað saman afturvirkt. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu nóvember 2004 til maí 2005. Niðurstöður: Alls greindust 490 einstaklingar með lögheimili á upptökusvæði stöðvarinnar, með mígreni á tímabilinu 1990-2000, algengið var rúmlega 2%. Tæplega fjórðungur sjúklinganna höfðu haft einkenni í meira en 10 ár áður en sjúkdómurinn var greindur. Við greiningu reyndust um 15% vera með 2-4 köst á mánuði og um 8% með fimm eða fleiri höfuðverkjaköst á mánuði. Fimmtungur sjúklinga var með fyrirboða (aura). Um fjórðungur sjúklinga höfðu einnig þunglyndisgreiningu og fimmti hver sjúklingur var með kvíðagreiningu. Þriðjungur sjúklinganna hafði farið í tölvusneiðmynd af höfði og tæplega 90% sjúklinganna fengu útskrifuð lyf hjá lækni við mígreni. Ályktun: Líklegt má telja að aðeins hluti sjúklinga með mígreni fái meðferð hjá heimilislæknum vegna síns sjúkdóms. Stór hluti hópsins fer í tölvusneiðmynd af höfði sem ekki er nauðsynleg til greiningar. Langflestir þessara sjúklinga fá lyfjameðferð, þar af hefur helmingur þeirra verið meðhöndlaður með triptan-lyfjum. Með markvissari greiningu mígrenis gæti verið unnt að fækka tölvusneiðmyndum og á þann hátt draga úr kostnaði

    Klínískar leiðbeiningar um áhættumat og forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærs heilsubrests og dauðsfalla á Vesturlöndum. Það er því mikilvægt að meðferð og forvarnir gegn þessum sjúkdómum séu markvissar. Markmið þessara leiðbeininga er að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki forvarnarstarf vegna hjartaog æðasjúkdóma með það að leiðarljósi að: hindra myndun æðakölkunar minnka líkur á að æðakölkun valdi skemmdum í líffærum fækka áföllum (sjúkdómstilfellum eða ótímabærum dauða) af völdum hjarta- og æðasjúkdóm

    Skin eruption and itching after travel to Asia - a case report

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Use of warfarin anticoagulation in patients with atrial fibrillation in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Despite convincing evidence that warfarin anticoagulation reduces the risk of thromboembolism in patients with atrial fibrillation, recent data suggests that this therapy may be underutilized. Some patients are at higher risk than others and known risk factors for thromboembolism in nonvalvular atrial fibrillation include hypertension, diabetes, a prior history of a cerebrovascular accident or a transient ischemic attack and age over 65 years. Additionally, decreased left ventricular function and an enlarged left atrium increase the risk of emboli. Objective: To study the use of anticoagulation in patients with nonvalvular atrial fibrillation in Iceland we looked at the pattern of warfarin use in two different settings, the emergency room at a University Hospital in Reykjavik and those followed at the Solvangur Health Center, a primary health clinic, in Hafnarfjordur. Methods: Prospective data collection at the University Hospital and retrospective chart review at Solvangur Health Center. Results: A total of 68 patients (39 men, average age 73 years) with known preexisting atrial fibrillation were seen at the University Hospital during the 4 month study period. Thirty six (53%) were taking warfarin. Of the 32 not taking warfarin, 8 (25%) had a contraindication to anticoagulation. A large majority (96%) of the cohort had at least one risk factor for thromboembolism in atrial fibrillation. Fourteen (54%) of those not taking warfarin were on aspirin. At Solvangur Health Center, 40 of 71 patients (56%) (46 men, average age 72 years) with atrial fibrillation were taking warfarin while 4 of the 31 (13%) not on warfarin had a contraindication to the use of the medication. However, 14 (45%) of those not on warfarin were taking aspirin. In all 94% of the patients at Solvangur Health Center had at least one risk factor for thromboembolism. Conclusions: The use of warfarin in patients with atrial fibrillation in Iceland was found to be less than optimal. We speculate that reluctance to use anticoagulants in the elderly and perhaps lack of awareness of the data showing benefit of anticoagulation may contribute to this. Given the relatively easy access of physicians to anticoagulation clinics, the added burden of following an anticoagulated patient is unlikely to be a factor.Inngangur: Sjúklingar með gáttatif eru í aukinni hættu á að fá segarek sem oft hefur slæm áhrif á lífsgæði þeirra og horfur. Nokkrar stórar rannsóknir á undanförnum árum hafa sýnt fram á að blóðþynning með warfaríni getur dregið talsvert úr hættu á segareki hjá þeim sem hafa gáttatif án lokusjúkdóms. Aspirín dregur lítillega úr hættu á segareki en er engan veginn eins öflugt í því skyni og warfarín. Áhættuþættir fyrir segareki hjá sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms eru: aldur yfir 65 ára, háþrýstingur, sykursýki, fyrri saga um heilaáfall auk stækkaðrar vinstri gáttar og skerts vinstri slegils. Blóðþynningarmeðferð með warfaríni er sérlega gagnleg þeim sjúklingum sem hafa einn eða fleiri ofantalinna áhættuþátta. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var tvíþætt. Annars vegar var notkun warfaríns og aspirín hjá sjúklingum með áður greint gáttatif könnuð hjá þeim sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut frá febrúar til júní árið 2000. Hins vegar var notkun blóðþynningarlyfja könnuð hjá sjúklingum sem fylgt hafði verið á heilsugæslustöðinni Sólvangi og höfðu staðfest gáttatif á árunum 1995-2000. Auk lyfjanotkunar voru áhættuþættir fyrir segareki kannaðir hjá þessum hópi svo og frábendingar gegn notkun blóðþynningarlyfja. Niðurstöður: Af 68 sjúklingum (39 karlar, meðalaldur 73 ár) sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut höfðu 65 (96%) sjúklinganna að minnsta kosti einn áhættuþátt fyrir segareki. Þrátt fyrir það voru aðeins 36 (53%) á warfarínmeðferð og af þeim 32 sjúklingum sem voru ekki á warfaríni höfðu aðeins átta skýra frábendingu gegn notkun þess og þrír engan áhættuþátt. Þannig var 21 (31%) sjúklingur ekki á warfarín blóðþynningu þrátt fyrir að vera með áhættuþátt fyrir segareki og enga frábendingu gegn warfaríni. Af 71 sjúklingi (46 karlar, meðalaldur 72 ár) sem voru skjólstæðingar Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangs í Hafnarfirði voru 40 (56%) sjúklinganna á warfaríni. Af þeim sem tóku ekki warfarín höfðu aðeins tveir (3%) engan áhættuþátt fyrir segareki og fjórir (6%) höfðu skýra frábendingu gegn lyfinu. Tuttugu og fimm (35%) voru þannig ekki á warfaríni þrátt fyrir að ábending hefði verið fyrir slíku. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðeins rúmur helmingur sjúklinga með gáttatif var á warfarín blóðþynningu þrátt fyrir að nær allir sjúklinganna hefðu einn eða fleiri áhættuþátt fyrir segareki. Notkun blóðþynningarlyfja sem meðferðarúrræði hjá sjúklingum með gáttatif var því verulega ábótavant þrátt fyrir að fjölmargar stórar rannsóknir hafi ótvírætt sýnt að hún dregur úr hættu á segareki og heilablóðfalli. Ef til vill eru þessar niðurstöður ekki nægilega vel kynntar fyrir læknum hérlendis. Með hliðsjón af góðu aðgengi að blóðþynningarþjónustu á Landspítala bæði í Fossvogi og við Hringbraut er ólíklegt að aukið umstang við að sinna blóðþynntum sjúklingi sé mikilvæg ástæða

    Hypertension management in general practice in Iceland

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn í Additional LinksOBJECTIVE: To evaluate the medical management and cardiovascular (CV) risk profile of patients with hypertension in general practice in Iceland. METHODS: All patients with the diagnosis of hypertension at the primary health care center Solvangur, providing services for 23.066 inhabitants, made up the study group. Medical records for these patients were evaluated and information about medical management and CV risk factors where gathered. RESULTS: 982 patients had been diagnosed with hypertension. Only 27% had documented blood pressure levels below the guideline target of 140/90 mmHg. More women than men had blood pressure below target levels, 35% v.s. 28% for systolic blood pressure (p=0.04) and 66% v.s. 50% for diastolic blood pressure (p<0.001). Systolic blood pressure was more frequently above target levels than the diastolic blood pressure, in 47% of patients v.s. 20%. Blood tests had been obtained for 78% of the patients of which 47% had cholesterol values above 6.0 mm/L and 11% had blood glucose levels above 6.4 mmol/L. During the years 2002 and 2003 75% of the patients received drug treatment for hypertension with 39% on monotherapy, 36% on two drugs and 25% taking three or more drugs. The most commonly used agents were beta blockers and diuretics, with 29% of patients on monotherapy taking beta blockers and 27% on diuretics. At least half of the patients have either confirmed coronary heart disease (CHD), diabetes or hypercholesterolemia. Information on smoking history and body mass index is incomplete in these medical records. CONCLUSIONS: Overwhelming majority of hypertensives in this large primary health care center does not reach the treatment targets set out by clinical guidelines. However, drug utilization with beta blockers and diuretics being the most commonly used drugs, is in accordance with most guidelines. More use of combination therapy could possibly improve blood pressure control. This group of hypertensive patients is a high risk group with over half of them having either documented CHD, diabetes or other risk factors. Although the results are for most part in agreement with results from other studies they necessitate a comprehensive reassessment of the medical management of hypertensive patients in general practice in Iceland.Tilgangur: Að kanna meðferð háþrýstingssjúklinga í heilsugæslu og stöðu annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma meðal þessara sjúklinga. Aðferðir og efniviður: Allir sjúklingar með greininguna háþrýstingur á heilsugæslustöðinni Sólvangi, sem sinnir 23.066 íbúum, mynduðu rannsóknarhópinn. Sjúkraskýrslur þessara sjúklinga voru skoðaðar og upplýsingum um meðferð og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma var safnað. Niðurstöður: Alls voru 982 sjúklingar sem fengið höfðu sjúkdómsgreininguna háþrýstingur. Aðeins 27% höfðu blóðþrýstingsgildi undir meðferðarmarkmiðum 140/90 mmHg. Fleiri konur en karlar höfðu blóðþrýstingsgildi sem náðu þessum markmiðum, 35% á móti 28% fyrir slagbilsþrýsting (p=0,04) og 66% á móti 50% fyrir hlébilsþrýsting (p<0,001). Fleiri sjúklingar lágu ofar meðferðarmarkmiðum fyrir slagbilsþrýsting en hlébilsþrýsting, 47% á móti 20%. Blóðprufur höfðu verið teknar hjá 78% sjúklinganna og þar af höfðu 47% kólesterólgildi yfir 6,0 mm/L og 11% blóðsykurgildi yfir 6,4 mm/L. Á árunum 2002 og 2003 voru 75% sjúklinganna á lyfjameðferð vegna háþrýstings, 39% voru meðhöndlaðir með einu lyfi, 36% tóku tvö lyf og 25% tóku 3 eða fleiri lyf. Algengast var að meðhöndlað væri með beta hemlum og þvagræsilyfjum. Þannig voru 29% sjúklinga sem tóku eitt lyf vegna síns háþrýstings á beta hemlum og 27% á þvagræsilyfjum. Að minnsta kosti helmingur sjúklinganna hafði þekktan kransæðasjúkdóm, sykursýki eða of hátt kólesteról. Skortur var á upplýsingum um reykingar og líkamsþyngd í þeim sjúkraskýrslum sem athugaðar voru. Ályktanir: Mikill meirihluti háþrýstingssjúklinga á stórri heilsugæslustöð náði ekki þeim meðferðarmarkmiðum sem klínískar leiðbeiningar mæla með. Val lyfja er hins vegar í nokkuð góðu samræmi við leiðbeiningar þar sem algengast er að beta hemlar og þvagræsilyf séu notuð. Samkvæmt leiðbeiningum mætti oftar nota fleiri lyf saman. Þessi hópur háþrýstingssjúklinga er í mikill áhættu þar sem yfir helmingur hans er þegar með þekktan kransæðasjúkdóm, sykursýki eða aðra áhættuþætti. Þó niðurstöðurnar séu áþekkar niðurstöðum sambærilegra erlendra rannsókna kalla þær á heildræna endurskipulagningu á meðferð sjúklinga með háþrýsting í heilsugæslu

    Physical and cognitive impact following SARS-CoV-2 infection in a large population-based case-control study

    Get PDF
    © 2023. The Author(s).BACKGROUND: Persistent symptoms are common after SARS-CoV-2 infection but correlation with objective measures is unclear. METHODS: We invited all 3098 adults who tested SARS-CoV-2 positive in Iceland before October 2020 to the deCODE Health Study. We compared multiple symptoms and physical measures between 1706 Icelanders with confirmed prior infection (cases) who participated, and 619 contemporary and 13,779 historical controls. Cases participated in the study 5-18 months after infection. RESULTS: Here we report that 41 of 88 symptoms are associated with prior infection, most significantly disturbed smell and taste, memory disturbance, and dyspnea. Measured objectively, cases had poorer smell and taste results, less grip strength, and poorer memory recall. Differences in grip strength and memory recall were small. No other objective measure associated with prior infection including heart rate, blood pressure, postural orthostatic tachycardia, oxygen saturation, exercise tolerance, hearing, and traditional inflammatory, cardiac, liver, and kidney blood biomarkers. There was no evidence of more anxiety or depression among cases. We estimate the prevalence of long Covid to be 7% at a median of 8 months after infection. CONCLUSIONS: We confirm that diverse symptoms are common months after SARS-CoV-2 infection but find few differences between cases and controls in objective parameters measured. These discrepancies between symptoms and physical measures suggest a more complicated contribution to symptoms related to prior infection than is captured with conventional tests. Traditional clinical assessment is not expected to be particularly informative in relating symptoms to a past SARS-CoV-2 infection.Peer reviewe

    Large-scale association analysis provides insights into the genetic architecture and pathophysiology of type 2 diabetes

    Get PDF
    To extend understanding of the genetic architecture and molecular basis of type 2 diabetes (T2D), we conducted a meta-analysis of genetic variants on the Metabochip involving 34,840 cases and 114,981 controls, overwhelmingly of European descent. We identified ten previously unreported T2D susceptibility loci, including two demonstrating sex-differentiated association. Genome-wide analyses of these data are consistent with a long tail of further common variant loci explaining much of the variation in susceptibility to T2D. Exploration of the enlarged set of susceptibility loci implicates several processes, including CREBBP-related transcription, adipocytokine signalling and cell cycle regulation, in diabetes pathogenesis

    Primary health care in Reykjavik in trouble [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenUppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu miðar hægt. Löng bið er eftir tímum hjá heimilislæknum. Þessi undirstöðuþáttur heilbrigðisþjónustunnar er vel skilgreindur í lögum um heilbrigðisþjónustu og þar er tíundað hvaða þjónustu á að veita. Hins vegar hefur láðst að búa svo um hnútana að heilsugæslan geti sinnt sínu hlutverki og er fjöldi fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu án heimilislæknis. Almennt viðmið er að einn heimilislæknir sinni um 1.500 skjólstæðingum. Þannig ættu að vera um 120 heimilislæknar starfandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í dag eru þeir rúmlega 90

    Family Physicians in crisis [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHrun heilsugæslunnar í landinu heldur áfram. Fyrir rúmu ári höfðu á þriðja tug sérmenntaðra heimilislækna horfið til annarra starfa vegna óánægju með starfskjör sín. Um síðustu áramót ákvað ráðherra heilbrigðismála að herða enn að þeim sem starfa við þessa sérgrein með því að setja sérstaka reglugerð um vottorð. Reglugerðin hafði í för með sér að annars vegar hurfu þessar verktakagreiðslur læknanna í einni svipan og hins vegar fluttist vinna við vottorðagerðina inn á hefðbundinn vinnutíma lækna sem aftur leiddi til þess að lengri bið varð eftir tímum hjá læknum. Læknar fengu að vísu tekjutapið síðar bætt að hluta með úrskurði Kjaranefndar. Þessi aðgerð ráðherra hafði því í för með sér frekari flótta heimilislækna úr faginu og skaðleg áhrif á starfsemi heilsugæslustöðva. Nú eru alls fimmtíu heimilislæknar farnir eða eru að hverfa á braut úr heilsugæslunni. Heimilislæknar hafa, einir sérfræðimenntaðra lækna, ekki fengið gjaldskrársamning við Tryggingastofnun Ríkisins (TR). Enginn eiginlegur rökstuðningur hefur fylgt þeim ákvörðunum að leyfa heimilislæknum ekki að fá slíkan samning. Tvískiptingu kerfisins sem einhvers staðar er til í gömlum lögum en aldrei í raunveruleikanum, er gjarnan borið við. Nú hafa heimilislæknar sett þá kröfu á oddinn að fá að njóta jafnréttis á við aðra sérfræðimenntaða lækna. Þeir vilja sömu laun fyrir vinnu á stofnunum og sama rétt til að reka sjálfstætt starfandi læknastofur eins og aðrir sérfræðingar. Þessu hefur ráðherra heilbrigðismála ekki viljað verða við. Hann hefur ýmist borið fyrir sig því að hendur hans væru bundnar og hins vegar að hann hreinlega vilji þetta ekki. Á meðan hefur hrunadans heilsugæslunnar haldið áfram og ráðherrann horft á og lengi vel biðlað til Kjaranefndar um að höggva á hnút þessarar óvissu. Ráðherra hefur viljað doka vi
    corecore