1,616 research outputs found
Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu : árangur og gæðaeftirlit
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenInngangur: Heimaþjónusta ljósmæðra í kjölfar snemmútskrifta af sjúkrahúsi eftir fæðingu barns er nú orðin stór þáttur af heilbrigðisþjónustu við foreldra hérlendis. Í þeim tilgangi að stuðla að frekari þróun og gæðastjórnun á þjónustunni verður í þessari grein leitast við að skoða faglegar forsendur og árangur þjónustunnar. Þegar rýnt er í erlendar og innlendar rannsóknir kemur í ljós að það sem helst hefur verið deilt um varðandi snemmútskrift og heimaþjónustu eftir fæðingu tengist eftirliti með nýburanum s.s. þróun gulu auk þess sem tíðrætt er um fræðslu og stuðning við mæður vegna brjóstagjafa og næringar nýburans. Fjallað verður um þessa þætti sérstaklega og rætt um hlutverk ljósmæðra, símenntun, þró un þjónustunnar og mikilvægi gæða eftirlits
Reynsla og viðhorf kvenna: Umönnun í sængurlegu á stofnun og heima
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÁ síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á sængurlegu- þjónustu á Íslandi. Svokölluð heimaþjónusta ljósmæðra hefur verið í boði í 20 ár og notendum hennar stöðugt fjölgað samfara styttri sjúkrahúsvist. Viðmið um heilsufar móður og barns sem forsendur fyrir snemmútskrift og aðgengi að heimaþjónustunni hafa einnig orðið sveigjanlegri. Rannsóknir hafa gefið til kynna frekar jákvæð viðhorf kvenna til sængurleguþjónustu á Íslandi, sérstaklega heima- þjónustunnar, en á niðurskurðartímum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði og öryggi þjónustunnar og meta árangur hennar markvisst, meðal annars með skoðun á viðhorfum notenda hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af þjónustu sem veitt er í sængurlegu bæði á stofnun og heima. Rannsóknin var með blönduðu sniði þar sem annars vegar var notast við staðlaða spurningakvarða upphaflega þróaða af Carty (1990) og Hodnett (1998), og hins vegar opnar spurningar. Kvarðarnir mæla viðhorf til veittrar fræðslu (FRÆÐSLA), ánægju/ óánægju með þjónustuna (ÁNÆGJA) og viðhorf til innihalds þjón- ustunnar (ÞJÓNUSTA). Markhópur rannsóknarinnar voru konur sem nýttu sér barneignarþjónustu á vormánuðum 2012 annars vegar á Landspítala og hins vegar á sjúkrahúsi Vesturlands. Alls var 200 listum dreift á sængurlegudeild fæðingarstofnanna og fengu þátttak- endur þá afhenta fyrir útskrift ásamt kynningarbréfi og voru beðnir um að svara listunum og póstsenda í framhaldi af því að heima- þjónustunni lauk. Gagnasöfnunin var því framvirk en úrtaksvalið þægindaúrtak er náði til 62 kvenna (skil 31%). Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri sambærilegar rann- sóknir og gefa til kynna almenna ánægju kvenna með sæng- urleguþjónustuna, einkum heimaþjónustu ljósmæðra þar sem stærstur hluti kvenna vill að þjónustunni sé viðhaldið og aðgengi að henni jafnvel aukið. Heildarmeðalstig úr kvörðunum þremur, FRÆÐSLA, ÁNÆGJA og ÞJÓNUSTA sýndu að marktækur munur var á viðhorfum til umönnunar innan stofnunar og heima þar sem konurnar voru marktækt jákvæðari gagnvart heimaþjónustunni (P<0,001). Vísbendingar komu fram um þætti sem styrkja mætti enn frekar í sængurleguþjónustunni, svo sem varðandi stuðning við brjóstagjöf/næringu barns á stofnun fyrstu sólarhringana og aukinn stuðning við feður. Greina mætti nánar hvaða fræðsluþáttum er sinnt sérstaklega innan stofnunar annars vegar og í heimaþjónustu hins vegar.Over the last decade there has been a significant change in the structure of postpartum care in Iceland. The so-called home care midwifery program has been available for 20 years and number of families using the service has been growing steadily by shorter hospital stay postpartum. More flexible standards regar- ding mother‘s and newborns‘s health criterias for early hospi- tal discharge and for the home care midwifery program have also been developed. Studies have indicated positive attitudes of women towards the postpartum care in Iceland, especially the home care midwifery program. However, at time of financial cuts in the health care system it is especially important to monitor the quality and safety of care for example by doing evaluation research on mother‘s perception of care. The aim of this study was to explore women‘s attitudes, experiences and perception of postpartum care both within hospitals and the home care midwifery program. Data collection was performed by using standardized questionnaires originally developed by Carty (1990) and Hodnett (1998), measuring perception of informational support, satisfaction and content of care postpartum, but written answers to open written questions were used for data gathering. Women who delivered at University Hospital Landspitali and West Iceland HealthCare Center in the spring of 2012 were offered to participate in the study. Total of 200 questionnaires were sent to the hospitals and before discharged an information letter about the study and a questionnaire were delivered to each woman. Total of 62 women enrolled in the study (31%) by convenient sampling but participants were instructed to post the questionnaires to the rese- archers, after filling them out, by the end of the home midwifery care. The findings support previous similar studies and indicate women‘s general satisfaction of postpartum care, particularly the home midwifery program where the majority of women wish the service to be continued unchanged or for a longer period of time postpartum with an better access of care for a larger group of women and families. A significant difference was found by all three questionnaires measuring perception of women ́s education, satis- faction of care and between womens perception of postpartum hospi- tal care and home midwifery care showing more satisfaction and more positive attitudes towards the home midwifery program (P < 0.001 ). Even though the sample size is too small for generalized conclusions some of the results should be taken seriously and looked at more closely like womens‘s need for more time and a better supp- ort on breastfeeding/child nutrition counselling during the first days postpartum during their stay at the hospital. Also midwives should be aware of fathers need for support during the postpartum period
The first week postpartum at home or in hospital: mothers perception of care
Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this comparative correlational study was to evaluate mother´s perceptions of postpartum care during the first week. The intention was to compare the care during a longer hospital stay with midwifery home care following early discharge from hospital. The sample represents as systematic sampling of four hundred women who delivered in the period of September to December 2002 at the University Hospital, Landspitalinn. Two hundred women were selected from each group and the response rate was 62% (n=124) in the group of longer hospital stay and 67% (n=134) in the group of home care after early discharge. The instrument used was a questionnaire designed by the author and a part of it was translated and adapted from Elaine Carty´s and Ellen Hodnett ´s questionnairs. The instrument included questions on demographic data, mothers perception of provided care, for example, informational support (informational scale), satisfaction of care (satisfaction scale) and their attitude towards the content of service provided (service scale). Also there were some more specified questions for each group. For comparision of demographic data t-tests and chi-squared tests were used. Factor analysis was carried out for each scale showing high internal correlation and all items loading on only one factor for each of the three scales: information, satisfaction and service. Mean scores were used, comparing perception of care between the two groups. Whereas the distribution of data was not normal the nonparametic test Mann-Witney was used. Looking at demographical data there was no statistical difference between the two groups with regard to age, marital status or education. However, there were significantly, more primiparas in the group of women staying for a longer time at the hospital compared to the group of women receiving home care after early discharge (X2=5,7, P 0,05), hjúskaparstöðu (X2=2,6, P> 0,05) og menntunar (X2=5,2, P>0,05) en í ljós kom að í hópi sængurlegukvenna voru hlutfallslega fleiri frumbyrjur (X2=5,7, P< 0,05). Ef á heildina var litið kom í ljós að meirihluti kvenna gaf til kynna jákvætt viðhorf til þjónustu ljósmæðra fyrstu vikuna eftir fæðingu. Samanburður Samanburður á niðurstöðum úr öllum kvörðunum þremur sýndi þó marktækan mun á viðhorfum kvennanna eftir rannsóknarhópum þar sem konur er þiggja heimaþjónustu ljósmæðra hafa almennt jákvæðari viðhorf til þjónustunnar (P< 0,01)
Heilsuhópur : undirbúningur og framkvæmd
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Meðferðarúrræði ætlað unglingum í ofþyngd á aldrinum 13-17 ára og aðstandendum þeirra. Áhersla er á sjálfstyrkingu og félagsfærni unglinganna, einnig að koma jafnvægi á mataræði og virkni. Foreldrar fá fræðslu og stuðning við að takast á við breytingar hjá unglingnum. Í unglingahópnum eru notaðar aðferðir ævintýrameðferðar og hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Í aðstandendahópnum er byggt á Calgary - fjölskyldu hjúkrunarlíkaninu. Hópurinn hittist vikulega, unglingar í átta skipti og aðstandendur í sex skipti. Námskeiðinu lýkur með lokakvöldi fyrir alla fjölskylduna
Um þriðja stig fæðingar – hvenær er rétt að skilja á milli barns og móður?
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
Krókurinn: Árangursrík aðferð til að bregðast við axlarklemmu í fæðingu
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
Ígrundun : hver eru áhrifin á störf hjúkrunarfræðinga : kynning á verkefni sem unnið var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn the last few years much has been written about reflection and reflective practice in nursing. In Iceland the concept has created some excitement but also some disbelief. This article analyzes the concept and how it can benefit nurses in their practice. The critique that has arisen regarding reflection and reflective practice is discussed. Reflection as a concept is used for the process that internally examines and explores an issue of concern triggered an experience. Reflection can be done on action, in action and before an action. The person that uses reflection needs guidance and support in order for the reflection to become effective. By using reflection nurses can explore their practice in relation to an individual patient in order to give the kind of care that they would ideally choose to give. The critique concerning reflection is mainly about lack of clarity of the concept and the skills that are needed to become a reflective practitioner. At last the project “Support at work” is introduced. The project was conducted in the Regional Hospital in Akureyri among newly graduated nurses and uses guided reflection as a model to guide the work.Síðustu ár hefur mikið verið ritað um ígrundun (reflection) og gildi hennar fyrir hjúkrun. Hér á landi hefur hugtakið bæði vakið hrifningu og spennu en einnig hafa vaknað vissar efasemdir um gagnsemi hugtaksins. Í þessari grein er fjallað um hugtakið ígrundun og tengsl þess og notagildi við hjúkrun. Þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram á hugtakið og notkun þess innan hjúkrunar, eru gerð skil. En hvað er ígrundun? Hugtakið ígrundun er oftast notað yfir hugsanaferli sem glímir við ákveðið atvik sem upp hefur komið í vinnunni. Fræðimenn tala um að ígrundun geti átt sér stað fyrir athöfn, við athöfn og eftir athöfn. Til að ígrundun verði árangursrík þarf sá sem ígrundar leiðbeiningar og ákveðin viðmið til að fara eftir. Ígrundun getur komið í veg fyrir að störfin verði vanabundin og auðveldað hjúkrunarfræðingum að setja sig í spor sjúklinga sinna. Bent hefur verið á að hugtakið ígrundun hafi ekki verið skilgreint nægilega vel og áhrif þess á klíníska vinnu séu í raun ekki þekkt. Í lok greinarinnar er fjallað um verkefnið „Stuðningur í starfi“ sem unnið er með hjúkrunar-fræðingum á fyrsta ári í starfi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), og eru þeir flestir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar. Verkefnið tekur mið af kenningum um ígrundun en þátttakendur fá tilsögn sem tekur mið af ígrundun með leiðsögn. Reynt er að gera ígrundunina markvissa með því að tengja hana við persónuleg málefni, þekkingu viðkomandi á viðfangsefninu og siðfræðileg atriði. Einnig er horft á líðan skjólstæðings og hjúkrunarfræðings meðan atvik stóð og greint hvers vegna atvik átti sér stað og hvaða áhrif það hafði
Nálastungumeðferð í fæðingu
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNálastungumeðferð hefur til langs tíma verið notuð við ýmsum heilsufarsvandamálum og kvillum, upphaflega í Kína en hefur breiðst út á Vesturlöndum. Í barneignarferlinu hefur notkun nálastungumeðferðar farið vaxandi á síðustu árum. Síðan árið 2002 hefur ís lenskum ljósmæðrum verið boðið upp á námskeið í nálastungumeðferð í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og í árslok 2005 höfðu 88 ljósmæður lokið námskeiðinu. Þær hafa látið í ljós ánægju sína með meðferðina í fagrýniviðtölum. Í þessari grein verður leitast við að finna svör við því hvaða áhrif nálastungumeðferð hefur í fæðingu. Eftirfarandi þættir eru viðfangsefni greinarinnar: áhrif á verki og slökun í fæðingu, áhrif á lengd fæðingar og áhrif á notkun verkjalyfja og deyfinga í fæðingu. Rannsóknir þær sem fundust við leit eru allar megindlegar þar sem í einni þeirra voru viðbótargögn fengin með viðtölum. Þrjár rannsóknanna voru slembivalstilraunir með samanburðarhópum og flestar hinna með samanburðarhópa. Engin eigindleg rannsókn fannst við leit. Niðurstöður eru að marktækt minni notkun er á notkun verkjalyfja og deyfinga hjá konum sem fengu nálastungumeðferð. Í þeim rannsóknum sem skoðuðu slökunaráhrif komu þau fram en misjafnt var hvort verkjastillingaráhrif komu fram. Engar teljandi aukaverkanir komu fram í rannsóknunum. Konur voru almennt ánægðar með nálastungumeðferð og myndu flestar velja hana aftur í fæðingu. Niðurstöður yfirlitsins benda til að nálastungumeðferð geti verið gagnlegur valkostur í fæðingu. Meðferð með nálastungum er í samræmi við hugmyndafræði og stefnu ljósmæðra þar sem lögð er áhersla á að styðja við eðlilegt ferli fæðingar
- …