research

Nálastungumeðferð í fæðingu

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNálastungumeðferð hefur til langs tíma verið notuð við ýmsum heilsufarsvandamálum og kvillum, upphaflega í Kína en hefur breiðst út á Vesturlöndum. Í barneignarferlinu hefur notkun nálastungumeðferðar farið vaxandi á síðustu árum. Síðan árið 2002 hefur ís lenskum ljósmæðrum verið boðið upp á námskeið í nálastungumeðferð í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og í árslok 2005 höfðu 88 ljósmæður lokið námskeiðinu. Þær hafa látið í ljós ánægju sína með meðferðina í fagrýniviðtölum. Í þessari grein verður leitast við að finna svör við því hvaða áhrif nálastungumeðferð hefur í fæðingu. Eftirfarandi þættir eru viðfangsefni greinarinnar: áhrif á verki og slökun í fæðingu, áhrif á lengd fæðingar og áhrif á notkun verkjalyfja og deyfinga í fæðingu. Rannsóknir þær sem fundust við leit eru allar megindlegar þar sem í einni þeirra voru viðbótargögn fengin með viðtölum. Þrjár rannsóknanna voru slembivalstilraunir með samanburðarhópum og flestar hinna með samanburðarhópa. Engin eigindleg rannsókn fannst við leit. Niðurstöður eru að marktækt minni notkun er á notkun verkjalyfja og deyfinga hjá konum sem fengu nálastungumeðferð. Í þeim rannsóknum sem skoðuðu slökunaráhrif komu þau fram en misjafnt var hvort verkjastillingaráhrif komu fram. Engar teljandi aukaverkanir komu fram í rannsóknunum. Konur voru almennt ánægðar með nálastungumeðferð og myndu flestar velja hana aftur í fæðingu. Niðurstöður yfirlitsins benda til að nálastungumeðferð geti verið gagnlegur valkostur í fæðingu. Meðferð með nálastungum er í samræmi við hugmyndafræði og stefnu ljósmæðra þar sem lögð er áhersla á að styðja við eðlilegt ferli fæðingar

    Similar works