4 research outputs found
The Intenatioanl Monetary Fund : involvement and influence in three countries
Í ritgerðinni verður leitast við að svara tveimur spurningum;
Hvernig og hvort Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi breytt aðkomu sinni að þeim löndum sem hann lánar til í gegnum árin?
Hvort að merkjanlegur munur hafi orðið á lífsgæðum almennings sem rekja má til aðgerðaáætlana Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og hver birtingarmynd þeirra breytinga sé?
Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður litið til sögulegra heimilda um stofnun sjóðsins og ástæður þess að hann var stofnaður. Einnig verður farið yfir lánareglur hans, breytingar á þeim og vinnuaðferðum sjóðsins. Að síðustu verður reifuð sú gangrýni sem sjóðurinn hefur legið undir vegna vinnuaðferða, aðkomu og aðgerðaáætlana í gegnum árin.
Í seinni hluta ritgerðarinnar verða skoðuð þrjú tímabil í sögu sjóðsins. Tekin verða til skoðunar þrjú lönd; Argentína og kreppan þar um 1982, Indónesía og kreppan 1997 og að síðustu Ísland og hrunið 2008. Farið verður yfir efnahagslega sögu þessara landa til að greina bakgrunn hvers lands, ástæður sem lágu að baki kreppunum, hvernig Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafði aðkomu að þeim og hvort/hvernig lífsgæði almennings hafa breyst í kjölfar aðkomu hans.
Að lokum verða reifaðar niðurstöður og rannsóknarspurningum svarað