7 research outputs found
The effect of physical training in chronic heart failure
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Supervised cardiac rehabilitation programs have been offered to patients following myocardial infarct (MI), coronary artery bypass graft surgery (CABG) and percutaneous coronary intervention (PCI) for many years. However, limited information is available on the usefulness of rehabilitation programs in chronic heart failure (CHF). The aim of our study was to evaluate the outcome of supervised physical training on CHF patients by measuring both central and peripheral factors. MATERIAL AND METHODS: This was a prospective randomized study, including 43 patients with CHF, New York Heart Association (NYHA) class II or III, mean age 68 years. After initial measurements of V02peak, 6 minute walk distance, muscle strength, plasma levels of atrial natriuretic peptide (ANP) and brain natriuretic peptide (BNP), echocardiogram, measurements of pulmonary function and quality of life questionnaire, patients were randomized to either a training group (n=21) or a control group (n=22). The training group had supervised aerobic and resistance training program twice a week for five months. After the training program was completed, all measurements were repeated in both groups. RESULTS: No training related adverse events were reported. Significant improvement was found between groups in the six minute walk test (+37.1 m vs. +5.3 m, p=0.01), work load on the bicycle exercise test (+6.1W vs. +2.1 W, p=0.03), time on the bicycle exercise test (+41 s vs +0 s, p=0.02) and quadriceps muscle strength test (+2.8 kg vs +0.2 kg, 0.003). Quality of life factors that reflect exercise tolerance and general health, improved significantly in the training group compared to the control group. No other significant changes were found between the two groups. CONCLUSION: Supervised physical training as used in this study appears safe for CHF patients in NYHA class II or III. The improvement in functional capacity observed in the training group seems to be related more to increased muscle performance rather than central cardiovascular conditioning.Tilgangur: Hjartaendurhæfing hefur um langt skeið verið boðin sjúklingum eftir kransæðastíflu, kransæðahjáveituaðgerð og kransæðavíkkun. Hins vegar er minna vitað um gagnsemi endurhæfingar hjá hjartabiluðum sjúklingum enda var þeim um tíma ráðið frá líkamlegri áreynslu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta áhrif hjartaendurhæfingar hjá sjúklingum með hjartabilun. Efniviður og aðferðir: Fjörutíu og þrír sjúklingar með hjartabilun af flokki II eða III samkvæmt New York Heart Association (NYHA) voru rannsakaðir. Upphafsmælingar voru þrekpróf með hámarkssúrefnisupptöku, sex mínútna göngupróf, vöðvastyrksmælingar, blóðmælingar á atrial natriuretic peptide (ANP) og brain natriuretic peptide (BNP), útfallsbrot mælt með hjartaómskoðun, öndunarpróf (spirometria) og spurninga-listi um heilsutengd lífsgæði. Hópnum var síðan slembiraðað í tvo hópa, þjálfunarhóp (n=21) og viðmiðunarhóp (n=22). Þjálfunarhópurinn fékk hjartaendurhæfingu undir umsjá sjúkraþjálfara tvisvar í viku í 5 mánuði. Eftir að þjálfunartímabilinu lauk voru allar mælingar endurteknar í báðum hópunum. Niðurstöður: Engir fylgikvillar tengdir þjálfuninni komu fram. Þjálfunarhópurinn bætti sig meira í 6 mínútna gönguprófi (+37,1 m vs +5,3 m, p=0,01), hámarksálagi á þrekhjóli (+6,1 W vs +2,1 W, p=0,03), tímalengd á þrekhjóli (+41 s vs +0 s, p=0,02) og vöðvastyrk í quadriceps vöðva (+2,8 kg vs 0,2 kg, p=0,003) en viðmiðunarhópurinn. Þeir þættir heilsutengdra lífsgæða sem mældu áreynsluþol og almennt heilsufar bötnuðu marktækt meira í þjálfunarhópnum en viðmiðunarhópnum. Að öðru leyti var ekki munur á milli hópanna í mældum gildum. Ályktun: Hjartaendurhæfingin sem notuð var í þessari rannsókn virðist þolast vel hjá hjartabiluðum sjúklingum í NYHA flokki II og III. Ávinningurinn í áreynsluþoli sem mældist í þjálfunarhópnum virðist skýrast af auknum vöðvastyrk fremur en bættri starfsgetu hjarta og lungna
Effects of rehabilitation on functional capacity, obesity and health behavior, among cardiac patients with DM2
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Sykursýki af tegund 2 er vel þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Mikilvægt er að þróa og meta leiðir til að draga úr áhættu- þáttum og bæta heilsu þeirra hjartasjúklinga sem jafnframt hafa sykursýki. Efniviður og aðferðir: Framskyggn hóprannsókn meðal sjúklinga með sykursýki af tegund 2 sem komu til hjartaendurhæfingar á Reykjalundi frá 1/7 2011 til 31/12 2012. Algengi sykursýki af tegund 2 meðal sjúklinga í hjartaendurhæfingu var borið saman við algengi í rannsókn Hjartaverndar. Rannsóknarhópurinn með sykursýki var borinn saman við aðra sjúklinga í hjartaendurhæfingu á sama tímabili hvað varðar holdafar og þrek fyrir og eftir meðferð. Fylgst var með lífsháttabreytingum rannsóknarhópsins í þriggja og sex mánaða eftirfylgd, meðal annars varðandi reykleysi, hreyfivenjur og göngugetu. Niðurstöður: Algengi sykursýki af tegund 2 í hjartaendurhæfingu var miklu meira en í samanburðarþýði Hjartaverndar. Rannsóknarhópurinn var þyngri, hærra hlutfall hans hafði offitu, mittismál var meira og þrek minna, miðað við aðra hjartasjúklinga. Breyting varð hjá báðum hópunum á meðferðartímanum, þeir léttust, mittismál minnkaði, en þó jókst þrek minna hjá rannsóknarhópnum. Eftir 6 mánuði hafði þyngd og blóðsykur rannsóknarhópsins farið í fyrra horf, en mittismál var minna og hópurinn hélt aukinni hreyfingu og göngugetu miðað við upphaf meðferðar. Ályktun: Sykursýki af tegund 2 er algengari í hjartaendurhæfingu en í almennu þýði á Íslandi. Hjartasjúklingar með sykursýki eru að jafnaði feitari og með heldur lélegra þrek og minni svörun við þjálfun en aðrir hjartasjúklingar. Eftirfylgd í 6 mánuði sýndi hins vegar að aukning varð í reglulegri hreyfingu meðal hópsins og það endurspeglaðist í bættri göngugetu.Objective: Present study examines the prevalence of type 2 diabetes (DM2) in patients attending cardiac rehabilitation (CR) compared to the general population utilising data from the Icelandic Heart Association population study. The study also examined the efficacy of CR for promoting health behaviors. Material and methods: A prospective study among DM2 patients attending CR at Reykjalundur Rehabilitation centre. The DM2 group was compared to other cardiac patients, with respect to obesity and exercise capacity at the beginning and end of 4-6 weeks of CR. Additionally, in the DM2 group, weight, smoking cessation, physical activity and walking capacity were assessed at 3 and 6 months follow-ups. Results: The prevalence of DM2 was 2-4 times higher in CR participants than in the general population. Compared to other CR participants, the DM2 group was heavier, with increased waist circumference and less exercise capacity. During the CR both groups lost weight and waist circumference decreased to similar extent, but the exercise capacity increased less in the DM2 group. In follow up after 6 months the DM2 group´s weight and glucose values were back to same level as before CR, but waist circumference was still decreased and they retained increased physical activity and walking capacity. Conclusion: DM2 is more prevalent among patients in cardiac rehabilitation than in the general population. The DM2 group was more obese, had lower exercise capacity and responded somewhat less to CR than other cardiac patients. Follow up after 6 months did however show that they continued their regular exercise and walking capacity was still retained.Vísindasjóður Reykjalunda
Hvaða áhrif hefur það að geta ekki tjáð sig um vanlíðan, hjá körlum sem hafa fengið krabbamein í blöðruhálskirtil?
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMarkmiðið með rannsókninni var að greina þætti sem gætu tengst því hvaða karlar sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli eru líklegri en aðrir til að upplifa sálræna vanlíðan. Karlar (N=184) sem fengu krabbamein í blöðruhálskirtil á árunum 2001-2005 svöruðu spurningalistum um þunglyndi og kvíða, ágengar hugsanir um krabbameinið og upplifun á félagslegum hömlum á tjáningu. Niðurstöður sýndu að karlar sem höfðu ágengar hugsanir um meinið voru kvíðnari og þunglyndari, en bara ef þeir fundu fyrir miklum félagslegum hömlum eða fannst þeir ekki geta talað við aðra um sjúkdóminn. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að karlar, sem hafa fengið blöðruhálskirtilskrabbamein og finnst þeir ekki geta rætt við maka eða vini um áhyggjur sínar varðandi sjúkdóminn, geti haft gagn af íhlutun sem hjálpar þeim að tjá áhyggjur sínar og tilfinningar
Nálastungur í hjúkrun: nota íslenskir hjúkrunarfræðingar nálastungur sem hjúkrunarmeðferð?
Tilgangur þessarar rannsóknar var tvenns konar. Í fyrsta lagi að kanna hvort íslenskir hjúkrunarfræðingar séu að nota nálastungur sem hjúkrunarmeðferð og í öðru lagi að kanna viðhorf þeirra til að sækja sér þekkingu í nálastungum og nota aðferðina í hjúkrun. Læknar, ljósmæður og sjúkraþjálfarar á Íslandi hafa nýtt sér nálastungur í meðferð skjólstæðinga sinna en lítið er vitað til þess að þær séu nýttar af hjúkrunarfræðingum sem hjúkrunarmeðferð.
Þetta er megindleg lýsandi þverskurðarrannsókn þar sem gagna var aflað með spurningalista. Í úrtaki rannsóknarinnar voru 153 hjúkrunarfræðingar um allt land en 119 hjúkrunarfræðingar svöruðu listanum. Hjúkrunarfræðingar á átta landsbyggðarsjúkrahúsum, sjö deildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og fimmtán deildum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) voru valdir með hentugleikaúrtaki til að taka þátt. Við úrvinnslu gagna voru tölfræðiforritin Statistical Package for Social Sciences (SPSS) og Microsoft Exel notuð við gagnagreiningu og myndræna framsetningu. Rannsóknarspurningar voru:
Nota íslenskir hjúkrunarfræðingar nálastungur sem hjúkrunarmeðferð?
Eiga íslenskir hjúkrunarfræðingar að nýta sér nálastungur í hjúkrunarmeðferð?
Myndu hjúkrunarfræðingar á Íslandi sækja nám í nálstungum væri það í boði?
Niðurstöður voru þær að einungis einn þátttakendanna sagðist nýta sér nálastungur í starfi og 80,7% hjúkrunarfræðinga sem tóku þátt vissu ekki til þess að nálastungur væru nýttar sem hjúkrunarmeðferð. Nær helmingur eða 49,6% þátttakenda voru jákvæðir fyrir því að íslenskir hjúkrunarfræðingar nýti sér nálastungur sem hjúkrunarmeðferð. Einungis 5,9% (N=7) þeirra sem svöruðu töldu að íslenskir hjúkrunarfræðingar ættu ekki að nýta sér nálastungur í hjúkrun. Tæplega helmingur eða 47,9% þátttakenda lýsti yfir áhuga sínum á að nýta sér námskeið í nálastungum væri það í boði.
Rannsakendur telja að rannsóknin muni vekja umræður meðal hjúkrunarfræðinga um nálastungur sem mögulega viðbótarmeðferð og að mikilvægt sé að stuðla að frekari rannsóknum á nálastungum innan hjúkrunar.
Lykilhugtök: Nálastungur, hjúkrun, hjúkrunarmeðferð, viðbótarmeðferð innan hjúkrunar.
Hugrænir næmisþættir fyrir þunglyndi: Tengsl þunglyndisþanka og vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana við þunglyndiseinkenni yfir tíma í hópi fólks með endurtekið þunglyndi
Þunglyndisþankar (e. rumination) er hugrænn næmisþáttur þar sem fólk einblínir meira á vanlíðan sína og hefur neikvæðara viðhorf gagnvart sjálfu sér og aðstæðum sínum. Fólk verður upptekið af tilfinningum sínum og vandamálum og einkenni þunglyndis aukast í kjölfarið. Vani (e. habit) er hegðun sem krefst hvorki athygli né hugsunar og er undir stjórn umhverfisáreita. Sú kenning hefur verið sett fram að þunglyndisþankar geti þróast í vanabundna hegðun í gegnum tengslanám. Þegar fólk setur sér markmið en nær ítrekað ekki þeim árangri sem það sækist eftir og markmiðin misheppnast hvað eftir annað, þá geta þau þróað með sér þunglyndisþanka sem kvikna við neikvæð geðhrif. Í kjölfarið verður sá hugsunarháttur vanabundinn, markmiðin kveikja á neikvæðum geðhrifum sem síðan kveikja á þunglyndisþönkum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl þunglyndisþanka við þunglyndiseinkenni með eins árs millibili. Einnig voru könnuð tengsl vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana við þunglyndiseinkenni einu ári seinna. Þátttakendur voru 47 talsins á bilinu 22 til 62 ára, þeir svöruðu fjórum spurningalistum, BDI-II sem mælir þunglyndi, BAI sem mælir kvíðaeinkenni, RRS sem mælir þunglyndisþanka í kjölfar depurðar og HINT sem mælir hversu oft neikvæðar sjálfshugsanir eiga sér stað. Niðurstöður sýndu fram á jákvæða og marktæka fylgni milli vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana og þunglyndiseinkenna með eins árs millibili, sem styður seinni tilgátuna. Fylgni var reiknuð milli þunglyndisþanka og þunglyndiseinkenna einu ári seinna en þær niðurstöður voru ómarktækar og því stóðst fyrri tilgátan ekki. Aðfallsgreining sýndi aðeins fram á marktæk áhrif á milli þunglyndiseinkenna ári áður og þunglyndiseinkenna ári síðar. Aðfallsgreiningin var ómarktæk fyrir þunglyndisþanka og vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana
Hvaða áhrif hefur það að geta ekki tjáð sig um vanlíðan, hjá körlum sem hafa fengið krabbamein í blöðruhálskirtil?
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMarkmiðið með rannsókninni var að greina þætti sem gætu tengst því hvaða karlar sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli eru líklegri en aðrir til að upplifa sálræna vanlíðan. Karlar (N=184) sem fengu krabbamein í blöðruhálskirtil á árunum 2001-2005 svöruðu spurningalistum um þunglyndi og kvíða, ágengar hugsanir um krabbameinið og upplifun á félagslegum hömlum á tjáningu. Niðurstöður sýndu að karlar sem höfðu ágengar hugsanir um meinið voru kvíðnari og þunglyndari, en bara ef þeir fundu fyrir miklum félagslegum hömlum eða fannst þeir ekki geta talað við aðra um sjúkdóminn. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að karlar, sem hafa fengið blöðruhálskirtilskrabbamein og finnst þeir ekki geta rætt við maka eða vini um áhyggjur sínar varðandi sjúkdóminn, geti haft gagn af íhlutun sem hjálpar þeim að tjá áhyggjur sínar og tilfinningar