7 research outputs found

    Skaðleg áhrif megrunar

    No full text
    Offita og ofþyngd eru að aukast og einnig átraskanir. Flestir vita hvað megrunarkúrar eru. Mörg börn kynnast því snemma hvað megrun er og algengt er að þau fái upplýsingarnar frá foreldrum, fjölmiðlum og auglýsingum. Þrýstingur frá fjölmiðlum og samfélaginu um að vera grannur eykur líkurnar á að fólk verði óánægt með líkamsform sitt og þyngd, hafi verri sjálfsímynd og reyni að takmarka fæðuinntökuna til að hafa áhrif á þyngdina. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem takmarka fæðu sína eru í aukinni áhættu á að taka svokölluð átköst og verða því þyngri en þeir voru fyrir megrun. Einnig eru auknar líkur á átröskunum þar sem megrun er stór áhættuþáttur. Tilgangurinn með ritgerðinni var að gera fræðilega samantekt sem sýnir áhrif megrunar á andlega og líkamlega líðan fólks og hvaða leiðir hægt er að nota til að öðlast heilbrigðara líf án þess að fara í megrun. Heimilda var meðal annars aflað í Pubmed og Science Direct. Niðurstöður sýndu að megrun, það er þegar fæðuinntaka er takmörkuð hefur bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar. Jafnframt sýndu niðurstöður að það sem margir telja vera matarfíkn fellur undir greininguna lotuofát samkvæmt DMS-V. Fæðutakmörkun eykur oft löngunina í ákveðna fæðu og því getur megrun haft öfug áhrif, einstaklingurinn borðar meira og þyngist. Skimunarlistar matarfíknar, eins og Yale Food Addiction Scale greina ekki fíkn í ákveðin efni heldur hegðunina í kringum mat eða lotuofát. Með meðferð sem leggur áherslu á sjálfsrækt og jafnvægi er hægt að ná bata án þess að þurfa að vera í fráhaldi frá þeim matartegundum sem talið er að valdi fíkn. Heilsa óháð þyngd er aðferð sem rannóknir hafa sýnt að bæti heilsu fólks án þess að einblína á þyngdina, auknar líkur eru á jákvæðum breytingum til langs tíma. Einnig höfðu hugræn atferlismeðferð og díalektísk atferlismeðferð jákvæð áhrif á batahorfur. Lykilorð: offita, lotuofát, átraskanir, fitufordómar, matarfíkn, matarlöngun, afleiðingar fæðutakmörkunar, heilsa óháð þyngd og borða með núvitund.Obesity and being overweight is becoming more common and so are eating disorders. Most people know what diets are, many children learn at an early age what dieting is and it’s common that they get that information from parents, the media and through advertisements. Pressure from the media and society about being thin increases the likelihood that people become unhappy with body shape and weight, have a worse self-image and try to limit the food intake to affect their weight. It has however been proven that individuals that restrict their food intake are in greater risk of binge eating and of becoming heavier than they were when they started dieting. There are also increased chances of eating disorders because dieting is a big risk factor. The purpose of this thesis was to do a theoretical review that shows the effects of dieting on psychological and physical wellbeing of people and the methods available to be healthier without dieting. The main sources used were PubMed and Science Direct. The result showed that dieting, i.e. when the food intake is restricted, has both psychological and physical consequences. Furthermore, results showed that what many people believe to be food addiction is actually diagnosed as binge eating according to DMS-V. Food restriction often increases cravings for specific food so dieting can in fact have the opposite affect, the individual eats more and gains weight. Food addiction questionnaires, like the Yale Food Addiction Scale, do not detect addiction to specific substances, but rather the behaviour around food and many individuals that are diagnosed with binge eating disorders believe that they are addicted to food. With treatment that is focused on self empowerment, it is possible to heal without having to avoid the types of food that are believed to cause addiction. Health at every size is a method that research has shown to improve people’s health without focusing on their weight, the chances of positive long term change are greater. Behavioural and cognitive psychotherapy and Dialectical behaviour therapy were also positive in terms of prognosis. Key words: obesity, binge eating, eating disorder, fat prejudice, food addiction, food cravings, effects of food restriction, health at every size, mindful eating

    Lífsleikni : námsefni í lífsleikni fyrir starfsbrautir í framhaldsskólum

    No full text
    Verkefni þetta er námsefni í lífsleikni fyrir starfsbrautir í framhaldsskólum. Í námsefninu er sérstök áhersla lögð á samskipti og vináttu. Lokaverkefnið er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er gerð grein fyrir þeim fræðilega grunni sem námsefnið er byggt á auk þess sem greinagóð lýsing er á samstarfi mínu við Írisi Ösp Símonardóttir sem er útskrifaður nemi af starfsbraut. Íris las námsefnið yfir með mér og gaf mér endurgjöf á efnið. Í síðari hlutanum eru drög að námsefninu sjálfu. Námsefnið hefur að geyma fjölmörg ólík verkefni sem öll fjalla um samskipti og vináttu. Námsefnið inniheldur mörg stutt verkefni sem staðið geta ein og sér

    BIOEFFECT: Mikilvægi markaðssamskipta við uppbyggingu á vörumerkjavirði

    No full text
    Snyrtivörumarkaðurinn er umfangsmikill og má leiða líkur að því að flestir hafi notað snyrtivörur með einum eða öðrum hætti. Vinsældir íslenskra snyrtivörumerkja hafa aukist mjög síðastliðin ár. Hvert þeirra hefur sína styrkleika sem má tengja við stöðu þeirra á markaðnum hvað varðar framleiðslu og innihaldsefni. Í ritgerðinni verður fjallað um snyrtivörumerki almennt og íslenska snyrtivörumerkið BIOEFFECT. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í þrjá kafla þar sem fjallað verður um markaðssetningu, markaðssamskipti og snyrtivörumarkaðinn. Fjallað verður um vörumerki, uppbyggingu vörumerkis, markaðsráðana, raddblæ og mismunandi miðla. Tilkomu internetsins og hröð þróun þess hefur leitt til þess að þurft hefur að endurmeta og aðlaga markaðsstarf hverju sinni að því hvernig best er að eiga samskipti við neytendur. Fyrirtæki geta valið milli mismunandi miðla og leiða við markaðssamskipti. Mikilvægt er fyrir markaðsmann að velja þá leið og þann miðil sem hentar hverju sinni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif markaðssamskipti hefðu á uppbyggingu við vörumerkjavirði BIOEFFECT á íslenskum snyrtivörumarkaði. Lögð var fram netkönnun til að athuga hvort þátttakendur upplifðu meiri gæði með aukinni eftirtekt á auglýsingum BIOEFFECT. Vitundin var metin út frá því hvaða íslenska snyrtivörumerki kom fyrst upp í huga þátttakenda. Skoðað var hvort það væru tengsl á milli aldurs og vitundar. Árangur markaðssamskipta BIOEFFECT var metinn út frá því hvort og hvar þátttakendur höfðu heyrt af vörumerkinu. Í ritgerðinni verða raktar fjölbreyttar leiðir markaðssamskipta sem geta nýst fyrirtækjum til uppbyggingar viðskiptasambanda. Vörumerki nota markaðssamskiptin til að koma upplýsingum á framfæri, en þau geta verið í formi persónulegrar sölu og kynninga, almannatengsla, beinnar markaðsfærslu og auglýsinga. Niðurstöður leiddu í ljós að neytendur upplifa BIOEFFECT sem gæðavöru, sem gefur til kynna að markaðssamskipti hafi áhrif við uppbyggingu á vörumerkjavirði. Einnig studdu niðurstöðurnar rannsóknarspurninguna þar sem dreifigreining sýndi fram á að vörumerkjavirði BIOEFFECT, gæðaupplifun og tenging þess við íslenska náttúru jókst með aukinni auglýsingaeftirtekt.Snyrtivörumarkaðurinn er umfangsmikill og má leiða líkur að því að flestir hafi notað snyrtivörur með einum eða öðrum hætti. Vinsældir íslenskra snyrtivörumerkja hafa aukist mjög síðastliðin ár. Hvert þeirra hefur sína styrkleika sem má tengja við stöðu þeirra á markaðnum hvað varðar framleiðslu og innihaldsefni. Í ritgerðinni verður fjallað um snyrtivörumerki almennt og íslenska snyrtivörumerkið BIOEFFECT. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í þrjá kafla þar sem fjallað verður um markaðssetningu, markaðssamskipti og snyrtivörumarkaðinn. Fjallað verður um vörumerki, uppbyggingu vörumerkis, markaðsráðana, raddblæ og mismunandi miðla. Tilkomu internetsins og hröð þróun þess hefur leitt til þess að þurft hefur að endurmeta og aðlaga markaðsstarf hverju sinni að því hvernig best er að eiga samskipti við neytendur. Fyrirtæki geta valið milli mismunandi miðla og leiða við markaðssamskipti. Mikilvægt er fyrir markaðsmann að velja þá leið og þann miðil sem hentar hverju sinni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif markaðssamskipti hefðu á uppbyggingu við vörumerkjavirði BIOEFFECT á íslenskum snyrtivörumarkaði. Lögð var fram netkönnun til að athuga hvort þátttakendur upplifðu meiri gæði með aukinni eftirtekt á auglýsingum BIOEFFECT. Vitundin var metin út frá því hvaða íslenska snyrtivörumerki kom fyrst upp í huga þátttakenda. Skoðað var hvort það væru tengsl á milli aldurs og vitundar. Árangur markaðssamskipta BIOEFFECT var metinn út frá því hvort og hvar þátttakendur höfðu heyrt af vörumerkinu. Í ritgerðinni verða raktar fjölbreyttar leiðir markaðssamskipta sem geta nýst fyrirtækjum til uppbyggingar viðskiptasambanda. Vörumerki nota markaðssamskiptin til að koma upplýsingum á framfæri, en þau geta verið í formi persónulegrar sölu og kynninga, almannatengsla, beinnar markaðsfærslu og auglýsinga. Niðurstöður leiddu í ljós að neytendur upplifa BIOEFFECT sem gæðavöru, sem gefur til kynna að markaðssamskipti hafi áhrif við uppbyggingu á vörumerkjavirði. Einnig studdu niðurstöðurnar rannsóknarspurninguna þar sem dreifigreining sýndi fram á að vörumerkjavirði BIOEFFECT, gæðaupplifun og tenging þess við íslenska náttúru jókst með aukinni auglýsingaeftirtekt

    Snemmtæk íhlutun : Karlstadlíkanið

    No full text
    Í þessari lokaritgerg til B.A. prófs við Kennaraháskóla Íslands verður fjallað um hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og hvernig málþjálfunarkerfi Iréne Johansson nýtist börnum með Downs-heilkenni. Við skoðum kenningar þeirra fræðimanna sem hún byggir líkanið á. Einnig fjöllum við fræðilega um almenna málþroskann og frávik tengt honum þar sem áhersla er lögð á málþroska barna með Downs-heilkenni. Áhugi okkar á þverfaglegri teymisvinnu varð til þess að við ákváðum að leggja spurningalista fyrir starfandi netverk í kringum barn með Downs-heilkenni sem er vinnulag sem Iréne Johansson, prófessor í hljóðfræði og sérkennslufræðum, hefur þróað til að styðja við frekari vinnu með einstaklingum með málörðugleika. Við skoðum hvað málþroskinn hefur að segja innan ólíkra félagslegra leiksviða með barninu og hvernig mismunandi félagsleg leiksvið mæta þörfum barns sem á við málörðugleika að stríða. Félagsleg leiksvið barnsins eru kringumstæður þar sem einstaklingar eiga samskipti við barnið á mismunandi stöðum í lífi þess og tengjast barninu á einn eða annan hátt, svo sem foreldrar annarsvegar og starfsfólk á leikskólum hins vegar. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýndu fram á mikilvægi þess að hafa netverk, þar sem hægt er að samræma vinnubrögð og miðla þekkingu sín á milli til að hjálpa barni til aukins málþroska

    Skjátími og lýðheilsa unglinga : skjánotkun og svefn

    No full text
    Ef farið er rétt með snjalltækin eru kostir þeirra margir. Snjalltækjanotkun unglinga eru orðin ein aðal samskiptaleið þeirra og fer ört vaxandi. Skjánotkun getur m.a. haft áhrif á svefnvenjur unglinga. Íslenskir unglingar sofa almennt minna en jafnaldrar í nágrannalöndum og margir uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefntíma. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif skjánotkun getur haft á svefn unglinga. Gögn sem unnið var með í þessari rannsókn miðast við nemendur í 7. og 9. bekk á Suðurnesjum. Við sjáum það á úrvinnslu gagna að skjátímanotkun fyrir svefn hefur neikvætt samband við svefnlengd. Niðurstöður okkar sýndu að notkun snjalltækja fyrir svefn tengist seinkun á svefntíma, minni svefnlengd og meiri þreytu daginn eftir. Misræmi er þó á milli niðurstaðna okkar og annarra rannsókna þegar litið er til tengsla þess að nota skjátæki rétt fyrir svefn og að ganga vel að sofna. Miklar þroskabreytingar eiga sér stað á unglingsárum og kemur sá munur fram á niðurstöðum á milli árganga. Afleiðingar svefnleysis geta verið margskonar og haft áhrif á daglegt líf unglingsins. Svefntruflanir af völdum hljóðs og ljóss frá snjalltækjum geta valdið ótímabærum vakningum. Mikilvægt er að fræða foreldra og unglinga um mikilvægi svefns og viðmið gagnvart skjánotkun. Með því að skapa heilbrigt samband við snjalltæki og góðar svefnvenjur getum við spornað við allskonar líkamlegum og andlegum vandamálum unglinga í dag.The use of smart devices by teenagers is growing rapidly and the devices have become their main means of communication. The benefits of smart devices are plenty if they are used properly. Negative consequences of screen use can include effects on adolescents' sleep habits. Icelandic adolescents are sleeping less than their peers in neighboring countries and many do not meet the criteria for recommended bedtime. The aim of this study was to examine the effects of screen use on adolescent sleep. The data that was used in this study is based on students in 7th and 9th grade in Suðurnes. Our results show that using smart devices before sleep is associated with a delay in sleep time, reduced sleep duration and fatigue the next day. However, there is a discrepancy between our results and other studies when looking at the association between the use of a screen device just before bedtime and getting a good night's sleep. Major changes in development take place during adolescence, and this difference is reflected in differences in our results between school years. The consequences of insomnia are numerous and affect the daily life of the adolescent. Sleep disturbances caused by sound and lights from smart devices can cause premature awakenings. It is important to educate parents and teenagers about the importance of sleep and the criteria for screen use. By creating a healthy relationship with smart devices and good sleeping habits, we can counteract all kinds of physical and mental problems teenagers face today

    High frequency of LOH at chromosome 18q in human breast cancer: Association with high S-phase fraction and low progesterone receptor content

    No full text
    Human primary breast cancers were analysed for somatic loss of heterozygosity (LOH) at chromosome 18 with 15 polymorphic microsatellite markers. LOH was observed in 148 of the 228 cases analyzed (65%). Three smallest common deletion regions (SCDR) were detected on the long arm of chromosome 18. The marker D18S51 at the region 18q22 showed the highest LOH (42%). Tumors with and without LOH at 18q were tested for association with clinico-pathological features of the tumors, such as estrogen and progesterone receptor content, age at diagnosis, tumor size, node status, histological type, S-phase fraction DNA ploidy and LOH at other chromosomal regions. A significant association was found between LOH at 18q and high S-phase fraction (99.9% confidence interval) and low progesterone receptor. content (99%, confidence interval). Furthermore, an association was found between LOH at 18q and LOH at 1p, 7q, 9p, 13q and 17q. We conclude that there are three separate LOH target regions at chromosome 18q and that inactivation of one or. mole genes at these regions might be important for human breast carcinogenesis.The Icelandic Research Council and the Icelandic Cancer Societ

    Chromosome alterations and E-cadherin gene mutations in human lobular breast cancer

    No full text
    We have studied a set of 40 human lobular breast cancers for loss of heterozygosity (LOH) at various chromosome locations and for mutations in the coding region plus flanking intron sequences of the E-cadherin gene. We found a high frequency of LOH (100%, 31/31) at 16q21-q22.1. A significantly higher level of LOH was detected in ductal breast tumours at chromosome arms 1p, 3p, 9p, 11q, 13q and 18q compared to lobular breast tumours. Furthermore, we found a significant association between LOH at 16q containing the E-cadherin locus and lobular histological type. Six different somatic mutations were detected in the E-cadherin gene, of which three were insertions, two deletions and one splice site mutation. Mutations were found in combination with LOH of the wild type E-cadherin locus and loss of or reduced E-cadherin expression detected by immunohistochemistry. The mutations described here have not previously been reported. We compared LOH at different chromosome regions with E-cadherin gene mutations and found a significant association between LOH at 13q and E-cadherin gene mutations. A significant association was also detected between LOH at 13q and LOH at 7q and 11q. Moreover, we found a significant association between LOH at 3p and high S phase, LOH at 9p and low ER and PgR content, LOH at 17p and aneuploidy. We conclude that LOH at 16q is the most frequent chromosome alteration and E-cadherin is a typical tumour suppressor gene in lobular breast cancer.The Icelandic Research Council and the Icelandic Cancer Societ
    corecore