10 research outputs found
Er viðskiptavinur tryggur sínu tryggingafélagi?
Markmið þessarar greinar er að kanna hversu tryggur viðskiptavinur er sínu tryggingafélagi. Farið er yfir helstu kenningar í fræðunum og útskýrt hvernig altæk gæðastjórnum getur haft áhrif á viðskiptatryggð. Fjallað er um betrumbætt líkan til útskýringar á viðskiptatryggð og að tryggðin skiptist í þrjá meginflokka: viðhorf, hegðun og aðstæður. Fjallað er um grunnlíkan á Íslensku ánægjuvoginni og hvernig þróun hennar hefur verið síðustu ár. Leitast verður við að svara hvort viðskiptavinur sé tryggur sínu tryggingafélagi með því að setja fram tilgátupróf og sannreyna það. Að lokum er fjallað um nýjustu tryggðarmælikvarða sem byggja á NPS (e. net promoter score) mælikvarða.TRÚNAÐARMÁ
Er einhver að hlusta? : staða útvarpsins gagnvart tónlistarveitum og samstarf útvarpsfólks við tónlistarfólk
Tilgangur þessa verkefnis var að skoða stöðu útvarpsins, sér í lagi Rásar 2, út frá sögulegu samhengi sem og nýjungum á markaðnum á borð við Spotify. Einnig var farið yfir samband tónlistarfólks við útvarpsfólk. Rannsóknarspurningarnar voru; stafar útvarpinu ógn af tónlistarveitum á borð við Spotify og hver eru viðhorf tónlistarfólks til útvarpsins? Viðtal var tekið við fyrrum dagskrárstjóra Rásar 2 og núverandi tónlistarstjóra Rásar 2 og miðaðist því rannsóknin að miklu leyti við þá rás. Einnig var tekið viðtal við 7 tónlistarmenn og þeir spurðir út í samstarf sitt við útvarpsfólk sem og hvaða tilgangi þeim fyndist útvarpið gegna. Niðurstöður leiddu í ljós að það er margt líkt með þeirri þróun sem átti sér stað á Rás 1 á sínum tíma og er að gerast á Rás 2 í dag. Rásin virðist vera að missa tenginguna við yngri kynslóðina sem leitar á önnur mið. Unga kynslóðin notar Spotify í miklum mæli og telja flytjendur það æ mikilvægara tæki í markaðssetningu á tónlist. Tónlistarmenn sjá útvarpið meira sem tækifæri til þess á að koma sér á framfæri og vera í umræðunni heldur en beina tekjulind. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að ef tónlistarfólk sækist eftir því að hljóma í útvarpi er allra best að þekkja útvarpsfólkið ellegar geti reynst erfitt að koma sér á framfæri.
Lykilorð: Fjölmiðlar, útvarp, tónlist, Rás 2, Spotify.The purpose of this dissertation is to research where the radio stands in the present day from a historical point of view and following all the new music services, like Spotify. Focus will also be on the collaboration between radio workers and musicians. The objectives are finding out the following; Are music services like Spotify a threat to radio stations? What are musicians’ attitudes towards the radio?
The former program manager at Rás 2 and the current music manager at Rás 2 were interviewed therefore focus was on that radio station. In addition seven music artists were interviewed and they were asked about their opinion on the radio and what role they think it plays in the music industry. Findings showed that there is much similarity between the developments of Rás 1 about 40 years ago and Rás 2 today. The channel seems to be losing touch with the younger generation, as happened 40 years ago, however now they are losing them to Spotify. Findings also showed that artists are starting to see the opportunities that Spotify offers when it comes to marketing their music and find that the radio plays a promoting role rather than a source of income. They agreed that it’s very important for them to have good connections into the radio business if they want to get their music aired.
Keywords: Media, radio, music, Rás 2, Spotify
Horfur sjúklinga á blóðþynningu eftir heilablóðfall með tilliti til þess hvort undirliggjandi orsök fannst eða ekki
Inngangur: Í um 20-30% tilfella leiðir uppvinnsla eftir blóðþurrðarslag enga undirliggjandi orsök í ljós og er heilablóðfallið þá sagt vera dulið (e. cryptogenic stroke). Stórar slembnar íhlutunarrannsóknir hafa sýnt að sjúklingum sem fá dulið heilablóðfall farnast ekki betur á blóðþynningarlyfjum um munn (e. oral anticoagulants) samanborið við aspirín. Þrátt fyrir það er hluti sjúklinga sem fær dulið heilablóðfall settur á meðferð með blóðþynningartöflum hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman blóðsega- og blæðingartíðni milli sjúklinga á blóðþynningartöflum eftir því hvort ábending meðferðar var dulið heilablóðfall eða heilablóðfall með greindri undirliggjandi orsök.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 501 sjúklings sem hóf meðferð með blóðþynningartöflum eftir heilablóðfall á tímabilinu 1. mars 2014 til 28. febrúar 2019. Upplýsingar um uppvinnslu og til staðfestingar á ábendingu meðferðar fengust úr sjúkraskrám. Endapunktar rannsóknarinnar voru ítrekað heilablóðfall (e. recurrent stoke) eða annars konar blóðsegarek, meltingarvegsblæðingar og stórvægilegar blæðingar (e. major bleeding). Sjúklingar voru paraðir með öfugri líkindavigtun (e. inverse probability weigthing) og horfur metnar með Kaplan-Meier greiningu og Cox aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fundust 143 sjúklingar með dulið heilablóðfall og 358 með greinda orsök heilablóðfalls. Í heildina uppfylltu 83 (17%) sjúklingar einhvern endapunkt. Samanborið við sjúklinga með þekkta orsök heilablóðfalls höfðu sjúklingar með dulið heilablóðfall svipaða tíðni meltingarvegsblæðinga, stórvægilegra blæðinga, blóðsegareks og ítrekaðs heilablóðfalls eða skammvinnrar heilablóðþurrðar (e. transient ischemic attack). Dánartíðni var lægri hjá sjúklingum með dulið heilablóðfall.
Ályktanir: Tíðni meltingarvegsblæðinga, stórvægilegra blæðinga, blóðsegareks og ítrekaðs heilablóðfalls eða skammvinnrar heilablóðþurrðar var svipuð meðal sjúklinga á blóðþynningu eftir greiningu með dulið heilablóðfall miðað við þá með þekkta undirliggjandi orsök. Þannig virðast sjúklingar með dulið heilablóðfall ekki hafa aukna áhættu á aukaverkunum blóðþynningar
Urðarbrunnur 3, Reykjavík
Kröfur við hönnun byggingar í lokaverkefni við byggingariðnfræði eru að grunnflötur húss sé ekki stærri en 150 m2, neðri hæð skal vera steypt og efri hæð úr timbri, loftað sperruþak, hjúpur húss viðhaldslítill að lágmarki í 35 ár, val á gólfefnum og innréttingum taki mið af 35 ára endingu, hitakerfi hússins hafi skjóta svörun, hanna bæði gólfhita og ofnakerfi í húsið, tryggja hljóðvist og gott inniloft. Við hönnunina skal fara eftir lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skýrslan inniheldur útboðsgögn: almenna útboðsskilmála, tilboðsblað, tilboðsskrá, verklýsingu og teikningasett.
Verkefnavinna hópsins telur hönnunar- og tæknivinnu, útreikninga og teiknivinnu, verklýsingu og kostnaðaráætlun byggingarinnar ásamt byggingleyfisumsókn og verkáætlun verksins.
Teikningasett inniheldur aðaluppdrætti, verkteikningar, deili og séruppdrætti, skráningartöflu og teikningaskrá
Remaking the Icelandic Coupons app for DineOut
Icelandic Coupons is a coupon app where users can browse coupons and utilize them to save money on specific deals. This project is a remake of the original Icelandic Coupons app, aimed at enhancing its core functionality, introducing new features, and facilitating future code expansion for developers
Causes of gastrointestinal bleeding in oral anticoagulant users compared to non-users in a population-based study.
To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink belowBackground/aims: Causes of gastrointestinal bleeding (GIB) in patients on oral anticoagulants (OACs) are not well established. The aims of the study were to compare the causes of GIB in patients on OACs and those not on OAC therapy.
Methods: A nationwide study of all GIB events in patients on OACs in Iceland from 2014-2019 was conducted. Bleeding events were obtained through ICD-10 codes and review of endoscopy databases, confirmed by review of medical records. For comparison, patients not on OACs from previous Icelandic population-based studies were used.
Results: Among 752 GIB events in 12,005 patients on OACs, 273 (1.9%) had verified upper and 391 (2.7%) had verified lower GIB. For lower GIB, multivariate analysis showed that OAC users were more likely to have colonic polyps (OR 6.6, 95% CI: 2.4 - 17.8, p < .001) or colorectal cancer (OR 3.7, 95% CI: 2.0 - 7.0, p < .001) but less likely to have ischemic colitis (OR 0.11, 95% CI: 0.04 - 0.26, p < .001). For upper GIB, bleeding from mucosal erosions (OR 4.0 95% CI: 2.5 - 7.9, p < .001) and angiodysplasia (OR 3.6, 95%CI: 1.5 - 8.6, p = .003) were more common in OAC users.
Conclusions: A high proportion of GIB caused by colonic polyps and colorectal cancer among OAC patients indicates that OACs treatment may facilitate cancer diagnosis. The low proportion of ischemic colitis among those on OACs suggests that OACs provide a protective effect against ischemic colitis. OACs seem to increase the bleeding from angiodysplasia and mucosal erosive disease.
Keywords: Gastrointestinal bleeding; anticoagulation; colon cancer; ischemic colitis.Eimskipasjodur University of Iceland
Scientific grant of Landspital
Rivaroxaban Is Associated With Higher Rates of Gastrointestinal Bleeding Than Other Direct Oral Anticoagulants : A Nationwide Propensity Score-Weighted Study.
To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink belowBackground: Gastrointestinal bleeding (GIB) rates for direct oral anticoagulants (DOACs) and warfarin have been extensively compared. However, population-based studies comparing GIB rates among different DOACs are limited.
Objective: To compare rates of GIB among apixaban, dabigatran, and rivaroxaban.
Design: Nationwide population-based cohort study.
Setting: Landspítali-The National University Hospital of Iceland and the 4 regional hospitals in Iceland.
Patients: New users of apixaban, dabigatran, and rivaroxaban from 2014 to 2019.
Measurements: Rates of GIB were compared using inverse probability weighting, Kaplan-Meier survival estimates, and Cox regression.
Results: In total, 2157 patients receiving apixaban, 494 patients receiving dabigatran, and 3217 patients receiving rivaroxaban were compared. For all patients, rivaroxaban had higher overall rates of GIB (3.2 vs. 2.5 events per 100 person-years; hazard ratio [HR], 1.42 [95% CI, 1.04 to 1.93]) and major GIB (1.9 vs. 1.4 events per 100 person-years; HR, 1.50 [CI, 1.00 to 2.24]) compared with apixaban. Rivaroxaban also had higher GIB rates than dabigatran, with similar point estimates, although the CIs were wider and included the possibility of a null effect. When only patients with atrial fibrillation were included, rivaroxaban was associated with higher rates of overall GIB than apixaban (HR, 1.40 [CI, 1.01 to 1.94]) or dabigatran (HR, 2.04 [CI, 1.17 to 3.55]). Dabigatran was associated with lower rates of upper GIB than rivaroxaban in both analyses.
Limitations: Unmeasured confounding and small subgroup analyses.
Conclusion: Rivaroxaban was associated with higher GIB rates than apixaban and dabigatran regardless of treatment indication.Icelandic Centre for Research
Landspitali University Hospital Research Fun