1 research outputs found

    Komur slasaðra á Bráðadeild Landspítala eftir vélsleðaslys árin 2001-2012

    No full text
    Bakgrunnur: Mikil aukning hefur verið í skráningu vélsleða hér á landi á síðustu árum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði slasaðra í vélsleðaslysum sem komu á Bráðadeild Landspítala (LSH) árin 2001-2012. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem lent höfðu í vélsleðaslysi og komu á LSH frá 1.janúar 2001-31.desember 2012. Skráður var fjöldi slasaðra, kyn, aldur, komuár, mánuður og vikudagur slyss, athöfn, slysstaður, orsök, fylgd,dagar milli slyss og komu, aðgerðir, legutími, útbúnaður, slysagreiningar og alvarleiki áverka metinn skv. AIS-áverkastigi og ISS-áverkaskori. Niðurstöður: Alls komu 482 sjúklingar á LSH á rannsóknartímabilinu, 102 konur (21.2%) og 380 karlar (78.8%). Karlar voru marktækt fleiri (p<0.001). Meðalaldur sjúklinga var 36.6 ár. Í heildina voru 369 (76.6%) slysa tengd frítíma og komu 298 (61.8%) sjúklingar á bráðamóttöku á eigin vegum. Á hálendi og jöklum slösuðust 256(53.1%). Í 188 (39.0%)tilfellum var orsökin lágt fall eða stökk og í 78 (16.2%) var um veltu að ræða. Flest þessara slysa gerast í janúar-apríl eða 329 (68.3%) og um helgi, 289(59.8%). Algengustu áverkarvoru á efri útlim (30.8%) og mjaðmagrind / neðri útlim (31.0%). Alls þurfti 81 (16.8%) innlögn á LSH. Lítið slasaðir voru 254 (55.5%), miðlungs slasaðir 173 (37.8%), mikið slasaðir 24 (5.2%) en 7 alvarlega eða lífshættulegaslasaðir. Ályktun: Mun fleiri karlar en konur koma á LSH vegna afleiðinga vélsleðaslysa. Slysin gerast langflest í frítíma. Flestir slasast lítið eða miðlungi mikið en 16.8% slasaðra þurfti að leggja inn á LSH
    corecore