1 research outputs found

    Sætir lagasetningarvald til skerðingar úthlutuðum aflaheimildum á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða takmörkunum með tilliti til eignarréttarákvæðis og atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrár

    No full text
    „Sætir lagasetningarvald til skerðingar úthlutuðum aflaheimildum á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (fsl) takmörkunum með tilliti til eignaréttarákvæðis og atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrár”. Segja má að megininntak ritgerðarinnar sé að skoða hvers eðlis fiskveiðiaðulind Íslendinga sé, einkum með tilliti til 1. mgr. 72. og 75. gr. stjskr. og þá fjárhagslegu hagsmuni sem fólgnir eru í auðlindinni og mikilvægi þess að skera úr um hvers konar eign auðlindin er og hver fari með eignarráð yfir henni. Álitaefnið er hvort og að hvaða marki löggjafanum er heimilt að takmarka þau fjárhagslegu verðmæti sem felast í handhöfn aflaheimilda. Hvers eðlis veiðiheimildir eru og hver staða þeirra er í skilningi stjórnarskrárinnar, einkum þau sem vernda eignarétt skv. 1. mgr. 72. gr. stjskr. og atvinnufrelsi skv. 75. gr. stjskr.. Inntak og eðli eignarréttar og atvinnuréttar eru skýrð svo varpa megi ljósi á réttarstöðu handhafa aflaheimilda í dag. Einnig kemur til skoðunar tilurð og markmið með setningu laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, þá nauðsyn að takmarka veiðar úr nytjastofnum Íslands með einhverjum hætti og hvers vegna það var gert með kvótakerfi. Fyrirvari 1. gr. fsl., er skoðaður og tilraun gerð til að greina hvað felist í ákvæðinu í reynd. Bæði hvað varðar ákvæði um sameign þjóðarinnar og að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt. Ákvæði 3. mgr. 8. gr. fsl. er skoðað sérstaklega, bæði tilurð og þróun ákæðisins, hvers eðlis slíkar skerðingar eru og hvernig þær samræmast ákvæðum og markmiði laganna. Leitað er svara við þeirri spurningu hvort og þá eftir atvikum hversu langt löggjafinn getur gengið í skerðingu á aflaheimildum á grundvelli ákvæðis 3. mgr. 8. gr. fsl. Hvort sú skerðing takmarki stjórnarskrárvarin réttindi skv. 1. mgr. 72. gr. stjskr. og 75. gr. stjskr..The main subject of this thesis is to look into the nature of fishing resources around Iceland, particularly with regards to the 1. paragraph to articles 72 and 75 of the constitution, the financial gains that are infused in these resources, the importance of evaluating the essence of the property and who holds ownership over it. The issue is whether and to what extent the legislature can limit the financial value inherent by quotas. The nature of fishing management and their status within the meaning of the Constitution, especially those that protect property rights under Paragraph 1, Article 72 of the Constitution and the right to work according to Article 75 of the Constitution. The capacity and nature of ownership and the right to work are explained to shed light on the legal status of holders of the quota. In addition, there will be examining of the motive and aim of enacting the Act. 38/1990 on fisheries management, the need for limitations in catching of Iceland’s exploitable stocks by any means and why that was done with the means of a quota system. An attempt is made to identify what constitutes this provision in practice, by examining the disclaimer to the 1. article of fsl.. Both in terms of common ownership of the Icelandic people of the fish stock around Iceland and allocations of quota and how it does not equal ownership. Paragraph 3 of the 8.th article is viewed separately, both origin and development of the provisions, the attributes of any such defects and how they comply with the provision and purposes of the Act. It seeks to answer the question of whether, and if so, how far the legislature can stretch in terms of reductions in fishing quotas based on Article 3 of paragraph 8 fsl., and if a reduction of that sort limits constitutional rights according to paragraph 1 of Article 72 and article 75.
    corecore