6 research outputs found

    Björn Sigurðsson læknir og ævistarf hans

    Get PDF

    Integrated Home Care Service: Qualitative Study on Collaboration between Home Care Nursing and Social Service

    No full text
    Stefnt er að aukinni heilbrigðisþjónustu utan stofnana á Íslandi líkt og víðar. Til þess þarf að styrkja umönnun í heimahúsi í samstarfi milli heilbrigðis- og félagsþjónustu og koma til móts við þarfir og vilja einstaklinga. Mikil fjölgun eldri borgara er fyrirsjáanleg og aldraðir vilja búa á heimilum sínum eins lengi og kostur er, með viðeigandi stuðningi. Fjölbreyttar þarfir aldraðra kalla á aðkomu fjölmargra starfsstétta og undirstrikar mikilvægi samvinnu í heimaþjónustu. Unnið hefur verið að markvissri samþættingu í heimaþjónustu í Reykjavík frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á að samþætting auki gæði þjónustu með bættu flæði upplýsinga og einföldun á daglegri meðferð og umönnun í heimahúsi. Samvinna er forsenda samþættrar þjónustu en hún krefst skilvirkrar upplýsingamiðlunar og skýrrar hlutverkaskipunar. Tilgangur: Að varpa ljósi á samvinnu milli hjúkrunar- og félagsþjónustu í fullsamþættri heimaþjónustu. Einnig að greina stöðu samþættingar með hliðsjón af fræðilegum líkönum og skoða hindranir og hvata. Aðferð: Rannsóknin var eigindleg þar sem byggt var á tveimur þáttum. 1) einstaklingsviðtölum (n=14) og 2) fimm rýnihópum (n=25). Í einstaklingsviðtölunum var leitast við að varpa ljósi á skilning starfsmanna í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samvinnu og samþættingu heimaþjónustu. Í rýnihópunum var tekið mið af niðurstöðum einstaklingsviðtalanna til að skýra frekar samvinnu og framgang samþættingar. Eigindleg innihaldsgreining og rammagreining voru nýttar við greiningu gagna. Niðurstöður: Samkvæmt skipuriti heimaþjónustunnar er fullri samþættingu lokið. Hún er þó ekki fullgerð miðað við upplifun starfsfólks og fræðileg líkön. Vel hefur tekist að bæta flæði verkefna og tengja störf teymisstjóra en samvinnu og samtal starfshópa skortir. Einnig skortir starfsfólk skilning og traust í starfi ásamt upplýsingum um stöðu sína og hlutverk í innan teymis. Ályktanir: Samvinna ólíkra starfshópa er virkt ferli sem krefst undirbúnings, skipulags og eftirfylgni. Skilningur á hlutverkum innan teymis, virðing og traust er grundvallarforsenda árangursríkrar samvinnu. Starfsfólki verður að vera ljós ávinningur samvinnu innan teymis. Það krefst stöðugs upplýsingaflæðis og styrkrar leiðsagnar stjórnenda. Þetta eru veigamikil atriði sem bæta þarf til að samþætting náist að fullu. Lykilorð: Samþætting, heimaþjónusta, heimahjúkrun, samvinna, teymisvinna.Healthcare outside hospitals is a strategic aim in Iceland as elsewhere. That calls for a strengthening of home care service with cooperation between health and social service. The elderly population is increasing and majority wants to live at home as long as possible, with the appropriate assistance. Their complex needs calls for wide range of specialized workforce which requires close coordination. Since 2009, an integration of home care nursing and social service in Iceland has taken place in Reykjavik municipality. Integrated service has shown to increase quality of service with better flow of information, resource optimization and simplification of daily routines of treatments and care at home. Collaboration is prerequisite for integration but requires effective flow of information and clear definition of staff members’ roles and responsibilities. Aim: Explore the collaboration of home care nursing and social services in a fully integrated service. Analyse the real situation of integrated home care in Reykjavík, its motivation and obstacles using theoretical integration models. Method: Qualitative study with representatives from broad range of staff members in two phases. 1) Individual interviews (n=14) and 2) five focus groups (n=25) with discussions around issues brought up in the interviews. Analysed with qualitative content analysis and framework analysis. Findings: According to the organizational protocol home care service is fully integrated. However, according to our data and theoretical framework the process is incomplete. The coordination between different team leaders is functional while cooperation between other staff members is lacking. Furthermore, the staff needs more support and information about their role in coordinated teamwork. Conclusions: Cooperation between workgroups is an active process that depends on preparation, planning and follow-up. The fundamental of successful teamwork is to understand roles within the team and trust between team members. In order to complete integration, team members need continuous flow of information and strong supportive leadership. Keywords: Integration, homecare, homecare nursing, cooperation, teamwork.Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, B-hlut

    Leikskólinn í fjölmenningarsamfélagi : viðhorf erlendra foreldra og leikskólastjórnenda til samstarfs og samskipta

    No full text
    Verkefnið er lokað til janúar 2010Lokaverkefnið er til B.Ed.–prófs á leikskólabraut við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið er um samstarf og samskipti heimila og leikskóla með áherslu á erlendar fjölskyldur. Gerð er grein fyrir fjölmenningarlegu samfélagi, sem er þegar einstaklingar af ólíkum uppruna og með mismunandi bakgrunn búa í samfélagi. Skólar í fjölmenningarsamfélögum þurfa að koma til móts við ólíkar þarfir einstaklinganna og kennarar ættu að fagna margbreytileikanum. Foreldrasamstarf í leikskóla er veigamikill þáttur leikskólagöngunnar og stuðlar að vellíðan barnanna, foreldranna og kennaranna. Ítarleg umfjöllun er um hvað felst í foreldrastarfinu og hvaða hlutverkum leikskólakennarar og foreldrar gegna í því sambandi. Foreldrar af erlendum uppruna taka síður þátt í starfinu en foreldrar sem tilheyra meirihlutanum. Ástæður þess eru margvíslegar. Til að mynda getur tungumálið verið fyrirstaða, mismunandi áherslur foreldra og leikskóla eða foreldrum er ekki kunnugt um hvers krafist er að þeim. Loks er kynnt tillaga að góðu samstarfi. Tillagan er innlegg í umræðuna og í raun og veru er engin ein leið að samstarfi réttari en önnur. Tekin eru eigindleg viðtöl við foreldra og stjórnendur þriggja leikskóla í Reykjanesbæ þar sem leitað er svara við tvíþættri rannsóknarspurningu: „Hvernig er samstarfi og samskiptum leikskólans og erlendra fjölskyldna háttað?“ Greint er frá viðhorfum foreldra og stjórnenda og gerður samanburður á viðhorfum hópanna tveggja. Samanburðurinn leiddi í ljós að foreldrar telja samstarf og samskipti með ágætum. Stjórnendum fannst að margt mætti betur fara og að upplýsingar frá heimilum til leikskóla væru oft af skornum skammti. Enginn leikskólanna er með aðgerðaráætlun til hliðsjónar þegar tekið er á móti erlendum fjölskyldum. Stjórnendur eru sammála um mikilvægi þess að hafa túlk í viðtölum en enginn hefur krafist þess í fyrsta viðtali. Menning og trúarbrögð fjölskyldnanna stangast ekki á við starf skólanna. Taka þær þátt í viðburðum innan skólanna og á vegum foreldrafélaganna. Að lokum má nefna að heimaviðtöl hafa ekki tíðkast en stjórnendur vilja kanna kosti þeirra. Foreldrar telja að slík viðtöl væru til hagsbóta fyrir börnin

    "Ég get gert þetta sjálf" Sjálfstæð búseta fólks með þroskahömlun

    No full text
    Þessi ritgerð fjallar um sjálfstæða búsetu fólks með þroskahömlun. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á tilteknu búsetuúrræði fyrir fólk með þroskahömlun hjá Reykjavíkurborg og öðlast skilning á upplifun og reynslu notenda, starfsfólks og stjórnenda. Einnig var leitast við að afla þekkingar á því sem helst styður og það sem helst virðist hindra innleiðingu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf. Ritgerðin er byggð á eigindlegri tilviksrannsókn og hófst vinna við hana í október 2017 en lauk í mars 2018. Tekin voru viðtöl við tíu einstaklinga; sex íbúa í sjálfstæðri búsetu, tvo starfsmenn og tvo stjórnendur. Auk þess voru framkvæmdar þátttökuathuganir innan þjónustunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að allir þátttakendur í hópi fólks með þroskahömlun voru mjög ánægðir með reynslu sína af sjálfstæðri búsetu. Einnig kom fram að reynsla starfsfólks og stjórnenda af búsetuforminu er jákvæð og að búsetuformið er almennt talið henta notendum vel. Niðurstöður sýndu að almenn ánægja með þetta búsetuform er meðal þeirra þátta sem styðja frekari innleiðingu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf hjá Reykjavíkurborg. Hins vegar kom einnig fram að þessi mikla ánægja starfsfólks ásamt hræðslu þess við breytingar virkuðu sem hindrun á frekari innleiðingu. Meðal annarra þátta sem hindruðu innleiðingu voru skortur á fræðslu til notenda og starfsfólks og skortur á tíma, fjármagni og starfsfólki. Meðal mikilvægra niðurstaðna sem styðja innleiðingu er að nýr skilningur á fötlun og fötluðu fólki, mannréttindaskilningur, hefur náð fótfestu í stefnumótun og þjónustu við fatlað fólk í sjálfstæðri búsetu í Reykjavík. Þessi nýi skilningur og sýn á fatlað fólk nær í talsverðum mæli til notenda, starfsfólks og stjórnenda innan þess búsetuúrræðis sem hér var til rannsóknar.This MA thesis focuses on independent living for people with intellectual disabilities. The aim was to gain knowledge on a particular independent living program for people with intellectual disabilities in the City of Reykjavík, and gain an understanding of the experiences of users, staff and administrators. The aim was furthermore to explore the factors that support the implementation of the ideology of independent living for people with intellectual disabilities as well as those that create barriers to independent community living. The thesis is based on a qualitative case study which began in October 2017 and concluded in March 2018. Open-ended interviews were conducted with ten individuals; six users with intellectual disabilities, two staff members and two administrators. Participant observations were also carried out within the service program. Findings show that all participants with intellectual disabilities were pleased with their experience of independent living. Staff members and administrators also had positive experiences and considered this particular independent living program a good option for those it serviced. This positive experience expressed both by users and providers clearly supports the continuation of implementing the independent living ideology in disability services in Reykjavík. However, the overwhelmingly positive perspective regarding current services by staff members, along with their fear of future change, also created barriers for continuing implementation of the ideology within this service. Other factors that presented barriers to the implementation of the ideology was lack of training and education for users and staff, as well as lack of time, resources and staff. Among important positive findings that encourages continuing implementation of independent living and community participation is the fact that a new social understanding of disability along with a clearly articulated human rights perspective within the services has gained foothold within the disability services in Reykjavík

    Digital dating abuse and young people

    No full text
    Digital dating abuse (DDA) is a relatively new and under-researched topic facing the world today. DDA has been defined as using technology to threaten, harass, monitor, control, pressure, or coerce a dating partner. The study aimed to: (1) To examine if there is a gender difference in experiencing and perpetrating DDA, (2) To examine if younger people, between 18-25 years old, are more likely to be victims and perpetrators of DDA, compared to older age groups, (3) To examine if those who experience abuse in their intimate relationship are more likely to suffer from depression, anxiety and less well-being compared to those who do not experience DDA and (4) To examine which factor predicts being a victim/perpetrator of DDA. The sample consisted of 197 adults aged 18 years and older. Participants were recruited by a convenience sample through Facebook. The questionnaire consisted of four parts, demographic questions, questions on digital dating abuse, anxiety, depression, and finally well-being. The results showed that 34% of the participants experience at least one form of DDA and 37% had perpetrated at least one such behavior against their partner. An independent sample t-test, correlation and simple regression revealed that: (1) Victimization was significantly related to genders, perpetration was not, (2) Age was not significantly related to victimization or perpetration and finally, (3) the relationship between anxiety, depression and well-being differed for victimization and perpetration. These results indicate that gender, anxiety, depression and well-being could be related to DDA, while age is not. Keywords: digital dating abuse, mental health, gender differences, young peopleStafrænt ofbeldi í samböndum (SOS) er tiltölulega nýlegt og vanrannsakað svið sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. SOS felst í því að nota tæki til þess að hóta, fylgjast með, stjórna, þrýsta á og beita maka ofbeldi. Markmið rannsóknarinnar var að (1) kanna hvort munur sé milli kynja á því að beita eða upplifa SOS, (2) kanna hvort að yngra fólk, 18 til 25 ára, upplifi frekar eða beiti SOS samanborið við eldri hópa, (3) kanna hvort það að upplifa eða beita SOS hafi áhrif á andlega heilsu og (4) hvaða þættir spá fyrir um SOS. Þáttakendur voru 197 talsins, 18 ára og eldri. Þátttakendum var safnað með hentugleikaúrtaki gegnum Facebook. Spurningakönnunin samanstóð af fjórum hlutum, bakgrunnsupplýsingum, spurningum sem varða SOS, þunglyndiseinkenni, kvíðaeinkenni og vellíðan. Niðurstöður leiddu í ljós að 34% þátttakenda höfðu að minnsta kosti einu sinni orðið fyrir SOS og 37% höfðu beitt maka sinn að minnsta kosti einu sinni SOS. T-próf óháðra úrtaka, fylgnipróf og aðhvarfsgreining leiddu í ljós að (1) kyn var marktækt tengt við það að vera fórnarlamb SOS, en ekki að beita því, (2) aldur var ómarkækt tengt við SOS. (3) samband milli SOS, kvíðaeinkenna, þunglyndiseinkenna og vellíðan var mismunandi. Lykilorð: stafrænt ofbeldi, andleg heilsa, kynjamunur, ungt fól

    Ímynd vörumerkisins 66°Norður

    No full text
    Á Íslandi hafa vinsældir útivistarfatnaðar aukist á undanförnum árum. Samhliða því hefur samkeppnin aukist mikið á þessum markaði jafnt hjá innlendum sem erlendum fyrirtækjum sem vilja selja vörur sínar hér á landi. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að vita hvaða ímynd viðskiptavinir hafa á vörumerki þess. Fyrirtæki og viðskiptavinir verða að vera samstillt til þess að fyrirtæki tapi ekki viðskiptavinum sínum. Ritgerð þessi fjallar um ímynd vörumerkisins 66°Norður. Meginmarkmið rannsóknarinnar sem ritgerðin byggir á er mat á því hvaða ímynd viðskiptavinir hafa á vörumerkinu 66°Norður. Leitast verður eftir að komast að þessu með því að svara rannsóknarspurningunni „Hver er ímynd vörumerkisins 66° Norður í huga viðskipta-vina?“. Í ritgerðinni verður byrjað á að kynna fyrirtækið 66°Norður þar sem farið verður yfir sögu fyrirtækisins og þær breytingar sem hafa átt sér stað í framleiðslu frá því að fyrirtækið var stofnað. Næst kemur fræðilegur hluti verkefnisins, þar sem hugtök á borð við samval söluráðanna, vörumerkjavirði, vörumerkjaímynd og fleiri eru skilgreind og skoðuð. Einnig er gerð markaðsgreining til þess að skilja betur umhverfið sem 66°Norður starfar í og voru eftirfarandi greiningar framkvæmdar; SVÓT greining, PEST greining og TASK greining. Að lokum verður gerð grein fyrir markaðsrannsókninni og niðurstöðum hennar. Notast var við megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar, sem send var út á fólk í þægindaúrtaki sem samanstendur af nemendum Háskóla Íslands. Það voru 15 spurningar sem voru lagðar fyrir til að meta ímynd 66°Norður í hugum þátttakenda. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að vörumerkið 66°Norður er efst í huga svarenda þegar kemur að útivistarvörumerkjum. Vörumerkið The North Face mældist þó með bestu ímyndina af þeim útivistarvörumerkjum sem voru skoðuð og 66°Norður kom þar næst í röðinni. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru hversu einsleitur hópur svarenda var. Svarendur voru á svipuðum aldri og margir láglaunaðir eða á námslánum á meðan á námi stendur
    corecore