1 research outputs found

    Óvænt atvik sem áhrifavaldur í störfum hjúkrunarfræðina : hjúkrunarfræðingar sem annars stigs þolendur

    No full text
    Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Heilbrigðisstarfsfólk starfar í umhverfi þar sem fullkomnunar og nákvæmni er vænst og því lítið svigrúm fyrir mannlegan breyskleika og óvænt atvik. Atvik sem jafnvel geta haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir skjólstæðinginn og heilbrigðisstarfsmanninn sjálfan sem að atvikinu kemur. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að meta tíðni óvæntra atvika, áhrif þeirra, hvort starfsumhverfi hafi áhrif sem og stuðning við hjúkrunarfræðinga sem annars stigs þolendur (e. second victim) innan heilbrigðiskerfisins í kjölfar óvæntra atvika í starfi. Í rannsókninni verður leitast við að svara rannsóknarspurningum með megindlegri rannsóknaraðferð. Til þessa verður notað matstækið „Mat á umfangi annars stigs þolenda og stuðningur við þá (e. Second Victim Experience and Support Tool „SVEST”). Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á tilfinningalega vanlíðan og skort á stuðningi fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem verða fyrir óvæntum atvikum. Rannsókn á hjúkrunarfræðingum sem annars stigs þolendum hefur ekki verið framkvæmd hér á landi og gæti hún því gefið vísbendingar um stöðu þess innan heilbrigðiskerfisins hér á landi. Í fræðilegri samantekt verður fjallað um líðan annars stigs þolenda, starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, lagaumhverfi íslenskra heilbrigðisstétta, skráningu og vinnslu óvæntra atvika og stuðning við heilbrigðisstarfsmenn sem verða fyrir slíkum atvikum á starfsferlinum. Lykilhugtök: Óvænt atvik, starfsumhverfi, annars stigs þolendur, stuðningur.This proposal is part of a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. Nurses work in an environment in which precision and attention to detail is essential and any error can be costly, often having serious consequences for the patient as well as the nurses themselves. The aim of this study is to determine the frequency at which nurses are subject to becoming “second victims” as a result of errors which have occurred in the workplace. We also aim to shed light on the impact of these events, role of the work environment as well as the level of support that nurses receive following such incidences. This study will use the Second Victim Experience and Support Tool to answer the research questions with a quantitative research method. Previous research shows that nurses which have experienced some sort of error at work often endure emotional distress and receive little to no emotional support in the workplace. Studies looking at incidences in which nurses become the second victim have not been conducted in Iceland. Such studies can prove valuable as they would provide critical insight into the frequency at which such incidences occur and shine light on possible ways to help the “second victim” and/or prevent such occurrences. This also includes a literature review focusing on the emotional state of the second victim following a traumatic experience, the support that they receives from the workplace as well as insight into the legal system with regard to the rights of nurses. Keywords: adverse events, second victim, support
    corecore